Morgunblaðið - 19.07.2000, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið /Arnaldur
Jón Marinó Jónsson við hljóðfærin sem hann hefur smíðað. Fiðluna sem
hann heldur á vann hann fyrir lokapróf í skólanum.
Hver fiðla er
einstök
NÝVERIÐ bættist í fámennan hóp
fiðlusmiða hér á landi Jón Marinó
Jónsson sem útskrifaðist sem hljóð-
færasmiður frá Newark and
Sherwood College í Englandi eftir
þriggja ára nám.
Jón Marinó er húsasmíðameistari
að mennt og starfaði lengi við þá iðn.
Hann ákvað hins vegar fyrir þremur
árum að halda ásamt eiginkonu
sinni, tveggja mánaða syni og
þriggja ára dóttur til Englands og
hefja nám við hljóðfærasmíði. „Al-
veg síðan í gagnfræðaskóla hefur
mig dreymt um að gerast hljóðfæra-
smiður," segir Jón Marinó. „Kennari
minn í Keflavík Erlingur Jónsson
hvatti mig til að vinna við útskurð.
Það var ekki fyrr en fyrir nokkrum
árum að ég ákvað að slá til eftir að ég
sá viðtal við unga konu í sjónvarpinu
sem nýlokið hafði námi í fiðlusmíði."
Newark and Sherwood College er
mjög virtur skóli og áður hafa tveir
íslendingar lokið þar námi. Þrjátíu
nemendur fá inngöngu ár hvert og
komst Jón Marinó í gegnum þungt
inntökupróf.
„Námið er eingöngu verklegt,“
segir hann. „Gert er ráð fyrir að
nemendur smíði tvær fiðlur fyrsta
árið en ég smíðaði aukalega aðrar
tvær sem ég teiknaði og hannaði frá
grunni. A öðru ári smíðum við víólu
ásamt því að taka viðgerðarnám-
skeið sem tekur sjö mánuði. Síðasta
árið tók ég svo utanskóla og bjó hér
á íslandi.
Þá smíðaði ég selló og þreytti
lokapróf sem felur í sér að smíða
fiðlu á innan við fimm vikum.“
Þegar skólanum lauk var haldin
sýning á verkum útskriftarnemenda
og voru nokkur hljóðfæranna valin
fyrir tónleika með hinum fræga
Schidlof-kvartett. Þar á meðal var
fiðlan sem Jón Marinó smíðaði sem
lokaverkefni. „Meðlimir kvartettsins
völdu fjögur sett af hljóðfærum til að
spila á, það er átta fiðlur, fjórar víól-
ur og jafnmörg selló. I lokalaginu
sögðust þau velja besta hljóðfærið af
hverri tegund og í þeim hópi var fiðl-
an sem ég hafði gert. Það var eigin-
lega mesta hrósið sem ég gat feng-
ið,“ segir Jón Marinó brosandi.
„Allar fiðlur eru vitaskuld mjög
áþekkar í útliti en samt er engin
þeirra eins. Maður skapar því ein-
stakling í hvert skipti sem maður
smíðar fiðlu. Mörg atriði, til dæmis
innleggið, er hægt að túlka með sín-
um hætti og því myndi ég frekar
segja að ég væri listamaður en iðn-
aðarmaður.“
Jón Marinó rekur verkstæði á
Hraunbraut 47 í Kópavogi þar sem
hann vinnur að nýsmíði og viðgerð-
um á fiðlu, lágfiðlu, selló og bassa.
Sjálfur hefur hann aldrei spilað á
strengjahljóðfæri en segir það ekki
koma að sök. „Það er reyndar nauð-
synlegt að hafa þokkalega gott tón-
eyra til að geta greint á milli tónanna
en maður þarf ekki að vera flembi-
fær leikari,“ segir Jón Marinó hlæj-
andi. Hann er samt sem áður að spá í
að innrita sig í tónlistarskóla á næst-
unni. „Dóttur mína, sem er 6 ára,
langar að fara í Suzuki-tónlistarskól-
ann í haust og ætli ég fari ekki bara
með henni,“ segir hann að lokum.
Richard Bona í
röngu umhverfí
I síðustu grein sinni frá
djasshátíðinni í Kaup-
mannahöfn segir
Guðjón Guðmundsson
frá rafbassaundrinu
Richard Bona
og þreytulegum Joe
Sample.
SAGAN segir að Richard Bona hafi
vakið athygli í heimabæ sínum
Minta í Kamerún strax á barnsaldri
fyrir engiltæra rödd og mikla hæfi-
leika í hljóðfæraleik. Klúbbeigandi í
bænum með djass í æðum vildi setja
upp djasskvöld í klúbbi sínum og
lánaði Bona, þá um tvítugt, vinyl-
plötusafnið sitt. Forsjónin stýrði því
svo að pilturinn setti á fóninn plötu
með Jaco Pastorius og framtíð Bona
var ráðin. A tónleikunum í Circus-
byggingunni í Kaupmannahöfn
mátti greina auðheyrilegan Pastor-
ius í leik Bona, sem er kristinn og
ræktar sína trú, en líka margt alveg
nýtt og ógnvekjandi ferskt. Það var
engu líkara en messíönsk boð væru í
öllu sem hann gerði og nærvera
Bona felldi skugga á stóru nöfnin,
David Sanborn og Joe Sample. And-
legur leiðtogi rafbassaleikara er
kominn fram með kyndil Pastoriusar
í hendi.
Tónleikarnir, sem töldust til hinna
stærri á Kaupmannahafnarhátíð-
inni, voru að stærstum
hluta mislukkaðir og
fylltu alls ekki upp í
væntingar. David San-
born er kóngur hins
fellda (smooth) djass en
hefur átt innkomur í
meira krefjandi formum
með athyglisverðum ár-
angri. Sample þekkja
bræðingsmenn frá
Krossförunum og sóló-
skífum hans. Brian
Blade er kunnur af sam-
starfi sínu við Joshua
Redman en hefur síðan
með góðum árangri
skapað sér nafn sem einn magn-
aðasti trommuleikari yngri kynslóð-
arinnar.
Þetta voru eiginlega hinir undar-
legustu tónleikar. Það var lagið
Corners af síðasta plötu Sanborn,
Inside, sem var opnunarlagið. Ekta
bræðingsnegling. Dálítið ýktar til-
finningar í saxófón en hörku „grúv“.
Síðan upphófst skensið. Sample, sem
sá um kynningar, var fráleitt skýr í
framsetningu og virtist sem einhver
misklíð væri milli hans og Sanboms.
Sample bauð Sanborn að ávarpa tón-
leikagesti þótt sá síðamefndi hefði
enga tilburði uppi í þá vera og allt
var þetta fremur vandræðalegt.
Sample var líka oft á tíðum úti á
grænu túni í sínum einleiksköflum
þótt vissulega hefði hans vöramerki,
glæsilegar og vel „fönkaðar" strófur,
flotið með. Sanborn var yfirleitt fyr-
irsjáanlegur í sínum spuna og fátt í
raun sem kom á óvart. Undarlegt
var þegar Sample hóf
að leika Brúðarmars-
inn í einni kynningunni
án sýnilegrar ástæðu.
Síðar var sagt að þetta
hefði . verið svartur
húmor hjá Sample.
Sanborn hefði verið í
tygjum við stúlku en
upp úr sambandinu
hefði slitnað skömmu
fyrir þessa tónleika og
virtist sem Sample vOdi
strá salti í sárin.
Ævintýrið hófst þeg-
ar Sample og Sanborn
hurfu af sviði, líklega til
að gera upp sín mál. Bona og Blade
léku „dúó“ af fyrstu plötu Bona sem
Columbia gaf út í fyrra og nefnist
Scenes from my Life. Bona hefur yf-
ir að ráða ótrúlegri tækni og gat látið
bassann hljóma eins og selló, sítar og
banjó og flest þar á milli og byggði
upp hljómagranna sem hann söng
yfir á móðurmáli sínu douala. Þessi
dúó bjargaði tónleikunum og áheyr-
endur gáfu í skyn með taktföstu upp-
klappi að þeir vildu heyra meira frá
Bona og Blade. Það var því fullkomið
spennufall þegar Sample kom einn
fram á sviðið og stiklaði með
kennaralegum tón á stóra í gegnum
sögu Jelly Roll Morton af öllum
mönnum og tónleikunum lauk á ein-
hverri marséringu úr þeirri bók og
enginn vissi hvaðan á sig veðrið stóð.
Hitt er ljóst að Richard Bona er nafn
sem menn þurfa að leggja á minnið
því stjarna hans á eftir að skína
skært.
Ricard Bona
Málverka-
sýning á
Sölvabar
NÚ STENDUR yfir málverkasýn-
ing Rannveigar Jónsdóttur á Sölva-
bar í Lónkoti í Skagafirði. Á sýning-
unni era m.a. ádeilumyndir vegna
fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda
á hálendinu. Flestar myndanna era
unnar með olíu á krossvið.
Rannveig útskrifaðist úr MHÍ
vorið 1987 og hefur haldið einkasýn-
ingar og tekið þátt í samsýningum.
Sýningin á Sölvabar stendur til 31.
júlí.
Allir bolir
aðeins 1.200 kr.
Nýir bolir í
MOGGABÚÐINNI
[ Moggabúðinni getur þú keypt boli, töskur, klukkur o.fl. á einstöku verði beint af Netinu
með öruggum hætti. Þú skoðar vörurnar og pantar á mbl.is og færð þær sendar heim
til þín eða á vinnustað.
EINFALT OG ÞÆGILEGT!
Þú getur líka komið við hjá okkur í Morgunblaðshúsinu, Kringlunni 1, og keypt vörurnar þar.
MOGGABÚÐIN Á
mbl.is