Morgunblaðið - 19.07.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.07.2000, Blaðsíða 38
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SÆVAR EINARSSON + Sævar Einarsson fæddist á Akra- nesi 16. desember 1937. Hann lést af slysförum á Eyrar- sundi 23. júní síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Malmö 7. júlí. Ég trúi því ekki enn- '•’þá að þú sért farinn elsku Sævar, aukapabbi minn í Svíþjóð. Fyrir mér hafa þú og Ragn- heiður alltaf verið í mín- um augum aukamamma og -pabbi í Svíþjóð. Ég á svo margar góðar minningar um stundir okkar saman. Það er mér ógleymanlegur tími sem ég átti með ykkur þegar ég bjó hjá ykkur veturinn ’90-’91. Minnis- stæðasta stundin var þegar við fórum þrjú saman, ég þú og Sigga að ná í nýja bátinn til Simrishavn og sigldum honum heim tO Malmö. Þetta var mikil ævintýraferð fyrir mig. Á leiðinni varð tvisvar vélarbO- un. Ekki þótti þér það mikið tiltöku- awnál og hélst alltaf ró þinni. Eftir mikla vélarviðgerð sagðirðu að það væri gott að fá kaffi. Ég niður í káetu tfl að hella upp á á gamla mátann í veltingi og græn í framan. Eftir þessa ævintýraferð okkar saman minntist þú alltaf á græna messaguttann í hvert skipti sem ég hitti þig. Fjölskyldan og skútuferðimar voru þitt líf og yndi. Með þessum orðum kveð égþig. Guð gefi Ragnheiði, Angantý, Siggu, Guggu og fjölskyldum þeirra ^ptvrk í þeirra miklu sorg. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Æðruleysisbænin) Jenný. Sævar og ég hittumst í fyrsta sinn 1977 þegar þau hjónin fluttu búferl- um tO Svíþjóðar með bömin sín þrjú. Við vorum þeim innan handar við að koma sér fyrir og hófst strax góður kunningsskapur sem síðan þróaðist í lífslanga vináttu. Við vomm með böm á svipuðum aldri og varð brátt mikfll samgangur mflli okkar fjölskyldna. ♦Næstu ár á eftir áttum við eftir að ferðast mfldð á hús- vögnunum okkar um Svíþjóð, eins eyddum við mörgum sumar- fríum á dásamlega fafl- egum húsvagnastæðum þar sem bömin gátu synt og leikið sér. Síðar meir áttum við eftir að eyða mörgum fríum saman á bátunum okk- ar, bæði í Svíþjóð og Danmörku. Þetta vom ógleymanlegir tímar og árin liðu hratt. Mörg vom þau verkefni sem Sævar var búinn að vinna fyrir mig. Alltaf þegar ég þurfti hjálp var Sævar tflbúinn, hvort sem það vora lítil eða stór verkefni. Eins fómm við Sævar saman í ferðalög út af verkum og get ég ekki komist hjá að minnast á nokkur atriði sem standa mér ofarlega í huga t.d. þegar við fóram til Splitz í Júgóslavíu þar sem ég hafði keypt tveggja hreyfla flugvél sem hafði hlekkst á og ekki var hægt að fljúga í burtu. Tókum við þá með okkur húsbflinn og stóra kerra og tókum konumar með. Ekki veit ég hvort það var af sjálfselsku tfl að vera vissir um að við fengjum góð- an mat eða bara til að taka þær með í skemmtflega ferð. Það var mikið verk að rífa flugvélina og á meðan á því stóð var slökkviliðið á vellinum mikið að snuðra í kringum okkur. Við Sæv- ar ákváðum því að lofa þeim að spreyta sig og hjálpa okkur að ná í sundur öðram vængnum sem var sprunginn tfl að létta okkur verkið. Eftir miklar æfingar, glussaslöngur, stórar klippur og mOdð handapat horfðum við Sævar á með hryllingi hvemig þeir kunnu ekld á neitt og gátu ómögulega khppt í sundur vængbitann. Sævar hló svo mfldð yfir aðföram þeirra að ég var farinn að skammast mín og endaði þetta með því að Sævar sagaði sundur bitann með venjulegri jámsög en þeir vfldu þó fá sína viskíflösku fyrir aOa vinn- una. Eftir þetta komum við Sævar okkur saman um það að við vfldum ekki lenda í flugslysi í Júgóslavíu. Tveimur dögum seinna var flugvélin komin í frameiningar og komin á vagn. TO þess að halda upp á þennan áfanga ákváðum við að fara út á fínan veitingastað. Það var ekki um marga staði að velja í þessu ömurlega hafta- bæli, fundum þó einn að lokum og var þar setið langt fram eftir kvöldi, Sæv- ar langaði í eitthvað sérstakt og þeg- ar hann valdi sér sjávarréttapizzu með hráum skelfiski þá mótmælti Rósa konan mín hástöfum því hún hafði fengið reynsluna af vini okkar í Bandaríkjunum sem hafði borðað hráan skelfisk. En auðvitað fannst mér og Ragnheiði alveg sjálfsagt að hann fengi sér það sem hann langaði í, hann hafði unnið fyrir því og svo varð úr. Eftir vel heppnað kvöld keyrðum við þau heim á hótel en við hjónin sváfum í húsbflnum. Næsta morgun þegar við komum að sækja þau brá okkur heldur betur í brún. Ragnheiður hafði verið uppi alla nótt- ina með handklæði og allt sem hún gat gripið tfl tfl að hjálpa Sævari sem hafði orðið svona hroðalega veikur og skeljamar komu út um alla enda. Sævar var hálfrænulaus og tók það hann mestallan daginn að ná upp heflsunni aftur en eftir það grétum við af hlátri yfir þessu öUu saman og sáum fyrir okkur skflti utan á hótel- inu „Lokað vegna málunar og hreins- unar“. Annað atvik var þegar við vor- um á leiðinni út úr Júgóslavíu snemma morguns. Öll langaði okkur í beikon og egg í morgunverð svo við stoppuðum á fjallahóteli og konumar fóra inn tfl að panta. Við Sævar vor- um úti í bfl að snyrta okkur og ætluðu þær að kalla er maturinn væri til. Þegar ekkert bólaði á kommum fór Sævar inn að leita og þegar hann kom til baka grét hann af hlátri. Vegna ótrúlega lélegrar málakunnáttu hjá kokkinum sem var hálftannlaus og nýskriðinn úr rúminu skildi hann ekki neitt hvað okkar konur vfldu fá. En þær gáfust ekki upp og þegar Sævar kom að þeim lá Ragnheiður á fjórum fótum og hrein eins og svín og konan mín hoppaði um á einum fæti með hönd fyrir aftan rass og gaggaði eins og hæna tfl að reyna að gera sig skiljanlegar. Þrátt fyrir þessa miklu leiksýningu fengum við hvorki egg né beikon. Þetta var eins og flest annað í þessu landi, það var ekkert tfl og vor- um við glöð að komast til baka í menninguna. Þetta er aðeins smá sýnishom af mörgum okkar góðu minningum sem við höfum um árin með þeim. Annað sem er mér minnis- stætt er þegar ég keypti fimm stykki af nýjum 30 feta stálfiskibátum sem allir vora seldir til íslands. Þrír fóra með fraktskipi en við Sævar ákváðum að sigla hvor sínumbátnum heim. Var það sérstaklega skemmtfleg ferð og nutum við hverrar mínútu. Eitt atriði sem stendur mér ofarlega í huga var þegar Sævar kallaði í stöðina ein- hvers staðar úti á Norðursjó að hann væri búinn að laga góða kjötsúpu og bauð mér. Þar sem ég hef verið yfir- dekraður síðan ég hóf búskap og kann varla að sjóða vatn fannst mér þetta stórsniðugt. En nú var að ná í súpuna. Veðrið var gott en að leggja saman tveimur bátum úti á hafi þegar bara einn er í hvoram bát er ekki auð- velt. Við vorum hefllengi að stflla okk- ur saman og leit þetta allnokkuð vel út, sá ég fyrir mér súpuna góðu og var orðinn bara hálfur metri á mflli okkar þegar við Sævar ákváðum að hlaupa út og rétta súpuna yfir. En allt í einu urðu sjálfstýringamar snar- raglaðar og bátamir skullu saman með miklum smelli og helmingurinn af súpunni fór yfir mig en ekki ofan í og urðum við að vera snarir í snún- ingum að ná bátunum hvoram frá öðram. Ekkert annað gerðist nema hvað að við grétum af hlátri yfir þess- um íslensku sjómönnum. Svona gæti ég lengi haldið áfram en til þess þyrfti aukablað með Mogganum. Fyrir ell- efu áram,þegar ég og félagi minn lentum í því að þurfa að nauðlenda tveggja hreyfla flugvél í hafið fyrir utan Noreg stóð ekki á Sævari að taka sér frí í vinnu og koma keyrandi tfl Noregs með bflinn minn og hjálpa Rósu á meðan ég var á spítala. Þetta slys varð til að mfldð öldurót kom á mitt líf og langvarandi meiðsli sem enn hijá mig urðu tfl þess að ég flutti tO Bandaríkjanna. Álltaf þegar við komum í heimsókn tO bama okkar í Svíþjóð var það eitt af mínum fyrstu verkum að fara niður í smábátahöfn- ina Lagunen í Limham þar sem Sæv- ar átti dásamlega aðstöðu fyrir bát- • inn sinn, með því besta sem þekkist í Svíþjóð, lokuð höfn með klúbbhúsi og öllum þægindum. Föstudaginn, síð- asta daginn sem hann lifði, var ég akkúrat á leiðinn niður í bát til hans þegar hann var að koma hjólandi upp frá höfninni og var hann með blað- burðarvagninn sinn aftan í hjólinu, móður og másandi. Nokkram tímum áður hafði hann borið út í síðasta sinn, hann var kominn í fimm vikna frí og fram undan var sól, sumar og sigling- ar. Við göntuðumst eins og vanalega og sagði ég við Sævar: „Ert þú að verða gamafl elsku karlinn minn.“ Sævar spurði á móti hvort ég vfldi ekki taka hjólið og hann skyldi keyra bflinn. Síðan ákváðum við að þegar Jónsmessuhelgin væri búin myndum við sigla á gamlar slóðir í Danmörku, sofa, borða gott og njóta lífsins. Þetta vora síðustu orð mín og Sævars, ég fór heim til barnanna þar sem við borðuðum dásamlegan mat og ný- plokkuð jarðarber á eftir. Sævar, Ragnheiður og vinkona þeirra gerðu það sama, borðuðu góða máltíð á Jónsmessukvöld um borð í bátnum. Þremur tímum seinna var þessi kæri vinur okkar látinn. Þegar Angantýr sonur hans hringdi í mig klukkan sjö næsta morgunn og sagði mér frétt- irnar gat ég ekki áttað mig á raun- veraleikanum fyrr en þremm- tímum seinna er við komum heim tfl Ragn- heiðar. Þau bjuggu á dásamlegum stað við ströndina aðeins fimm mínút- um frá smábátahöfninni með útsýni yfir Eyrarsund og brúnna sem þau höfðu fylgst með frá því að byijað var að byggja hana uns henni var lokið og var Sævar búinn að sigla óteljandi sinnum undir hana á leið sinni til Danmerkur og til baka. Þennan morgun breyttist þetta dásamlega út- sýni í martröð fyrir fjölskylduna þeg- ar Angantýr sá út um eldhúsglugg- ann þar sem þyrlan fann pabba hans látinn úti á miðju sundi. Aldrei gat mig órað fyrir því að Sævar, sem var flugsyntur og henti sér stundum í sjó- inn með konunni minni, ætti eftir að drakkna í góðu veðri í sjónmáfl frá heimfli sínu. Engan annan hef ég þekkt sem hefur lagt það á sig síðustu tólf ár að vakna um miðjar nætur til þess að bera út blöð tfl þess að láta drauminn rætast. Á öllum tímum, allt árið um kring og í öllu veðri var hann að stunda þessa vinnu ásamt sinni föstu vinnu. Báturinn var hans draumur. Þegar ég kvaddi Sævar í hinsta sinn í kapellunni í Limham, þar sem hann lá í kistunni sinni, upp- dressaður og fínn, sólbrúnn og falleg- ur eins og hann hafði lagst til svefns. Þar sem ég kraup niður að kistu hans og strauk vanga hans, fylltist hugur minn af ótrúlegum söknuði og beiskju út í lífið, af hverju hann? Það era lagðar ótal byrðar á okkur í lífinu sem misjafnlega gengur að axla. Ég er sá sem tek oft stórar áhættur og hef orð- ið að taka stóra skelli en Sævar, sem alltaf lifði eftir reglum og hafði allt sitt á hreinu, hafði unnið í fjölda ára að því að hafa sinn ellflífeyri, trygg- ingar og annað slíkt á hreinu. Af hveiju er hann tekinn loksins þegar peningaáhyggjur sem við flest öll beijumst við era ekki lengur tfl stað- ar? Þessa viku sem við eram búin að vera heima í Tulsa er konan mín margbúin að spyrja: „hvar ert þú ást- in mín?“. Svörin sem hún hefur fengið vora á þessa leið: Olavström, Dragör, eyjamar úti á sundi Ven og Flatfoten, höfnin í Kastrap, sem era nokkrir af þeim stöðum sem við Sævar höfum átt dásamlega tíma saman. Þar sem ég sit hér blindaður af táram og reyni að botna þessa grein sendi ég Ragn- heiði, bömum, barnabörnum og öll- um aðstandendum Sævars okkar innflegar samúðarkveðjur og þakkir fyrir að fá að hafa kynnst þessum góða dreng og notið vináttu hans öll þessi ár. Tulsa, Oklahoma, Stefán og Rósa. ÞRÚÐUR JÓNÍNA SIGURÐARDÓTTIR + Þrúður Jónína Sigurðardóttir fæddist í Hlíð í Garðahreppi 5. sept- ember 1916. Hún lóst á Elli- og hjúkrunar- heimilinu í Neskaup- stað 30. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Þóra Jóns- dóttir, f. 9. janúar 1879, d. 17. septem- ber 1960 og Sigurð- ur Jónsson, f. 19. maí 1877, d. 19. júní 1970. Systkini Þrúð- ar voru, Þórey, f. 30.6. 1907, d. 20.1. 1997; Jón Matthías, f. 26.7. 1909, d. 5.3. 1976; Sveinn, f. 3.4. 1911, d. 24.11. 1984; Jensína Guðrún, f. 1.11. 1913, d. 1.9.1988; Óiafur Jó- hann, f. 26.9. 1918, d. 30.7. 1988; Ingibjörg Sólveig, f. 26.9.1921. Eiginmaður Þrúðar var Bjami Ólafsson, blikksmiður, f. 2. des- ember 1912 á Breiða- bólsstað, Hörgs- landshreppi, V. Skaftafellssýslu, d. 22. júní 1994. Foreldrar hans voru Ólafur Bjarnason, f. 19.4. 1889, d. 17.6. 1968 og Sigríður Jónína Tómas- dóttir, f. 12.7.1894, d. 7.3.1982. Þrúður og Bjarni eignuðust tvo syni: 1) Sigurður Rafn, f. 20.9. 1940 og er kona hans Guðrún Ól- afsdóttir, f. 14.3. 1944. Þeirra son- ur er Davíð Sigurður, f. 29.1.1980. Áður átti Sigurður Bjarna, f. 1.7. 1964, Kristínu, f. 25.6.1968 og Ara Rafn, f. 9.5. 1969. Áður átti Guð- rún ívar Örn, f. 9.2. 1964 og Ólaf Hjört, f. 20.7. 1971. 2) Ólafur Þór, f. 24.3.1943 og er kona hans Birna Geirmundsdóttir, f. 13.9. 1946. Dætur þeirra eru Anna Fanney, f. 27.6. 1965, íris Þrúður, f. 30.10. 1970, Sólveig Margrét, f. 18.3. 1974 og Ólöf Birna, f. 21.8.1977. Utför Þrúðar fór fram hinn 14. júlf síðastliðinn. Elsku amma. Nú höfum við kvatt þig í hinsta sinn og minningarnar hafa streymt fram. Minningar frá því við voram litlar og komum í heimsókn til þín og afa á Langholts- ■•veginn. Alltaf var jafn vel tekið á móti okkur og dekrað við okkur á alla lund. Þú tókst tfl kaffið og afi fann til blöð að teikna á og opnaði leyniskápinn fyrir okkur sem inni- hélt gersemar gamalla blaða sem við lásum upp til agna. Andrés Önd stuðlaði að góðri dönskukunnáttu og ^gömlu Vikurnar stóðu fyrir sínu. Á ^jólunum munum við ávallt minnast þín og afa því við eyddum þeim allt- af öll saman hjá mömmu og pabba. Þú hafðir alltaf svo gaman af því að hafa þig til og notaðir öll þau tækifæri sem gáfust til að punta þig. Gjafmild varstu líka. Þú stakkst að okkur aurum fyrir bíóferð og hafðir gaman af. Þú hugsaðir svo vel um afa þegar hann fór að veikjast. Fáir menn hafa verið jafndekraðir og hann. Nokkra eftir að afi veiktist fluttist þú á Skúlagötuna. Þar komst þú þér notalega fyrir og eignaðist fljótt margar vinkonur. Síðustu tveimur áranum eyddir þú á Elli- og hjúkr- unarheimilinu í Neskaupstað. Þar var mjög vel hugsað um þig og ber að þakka það. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma, við þökkum þér allt sem þú veittir okkur. Anna Fanney, íris Þrúður, Sólveig Margrét og Ólöf Birna. GUÐMUNDUR HALL- DÓR GUNNLAUGSSON + Guðmundur Halldór Gunn- laugsson fæddist á Fáskrúðsfirði 21. febrúar 1925. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 1. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Ytri-Njarðvíkur- kirkju 11. júlí. Elsku afi. Mig lang- ar til að kveðja þig með því að rifja upp minn- ingar um atvik sem ég ætla að geyma lengst inni í hjarta mínu. Ég gleymi aldrei hvað það var sjálfsagt að ég kæmi í heimsókn til þín og ömmu. Þegar ég hringdi til þín og spurði hvort ég mætti koma í heimsókn sagðir þú alltaf: „Elsku Einar minn, þú veist að þú ert alltaf hjartanlega velkominn." Oft fór ég með þér á sunnudögum í kirkjuna sem ég kallaði „kirkjuna hans afa“ þegar ég var lítill. Mér fannst eins og þú ættir kirkjuna af því að þú varst með lykil. Ég gleymi heldur aldrei hvað þú varst góður kokkur. Ég sagði líka oft að þú værir besti kokkur í heimi. Svo varst þú líka alltaf svo kátur og að segja mér brandara, og ef þú heyrðir nýjan brandara sagðir þú: „Ég verð að segja séra Baldri þennan.“ Ég man líka að þú sagðir alltaf þegar við fórum að sofa: „Guð gefi þér góða nótt, Einar minn.“ Eins ætla ég að segja núna. „Guð gefi þér góða nótt, elsku afi minn Segðu hvem morgun svo við mig, sæti Jesús, þess beiði ég þig: I dag þitt hold í heimi er, hjartað skal vera þó hjá mér. í dag, hvern morgun ég svo bið, aldrei lát mig þig skiljast við, sálin, hugur og hjartað mitt hugsi og stundi í ríkið þitt. Eins og þá kemur mín andlátstíð, orðin lát mig þau heyra blíð: í dag, seg þú, skal sálin þín sannlega koma’ í dýrð til mín. (Hallgr. Pét.) Elsku hjartans afí minn alltaf mun ég sakna þín. Þetta segir Einar þinn, þannig er hún kveðjan mín. Einar Árni Þorfinnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.