Morgunblaðið - 19.07.2000, Blaðsíða 36
^36 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GUÐFINNA
- GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Guðfinna Guð-
mundsdóttir
fæddist í Túni í
Hraungerðishreppi
3. september 1912.
Hún lést á Ljósheim-
um á Selfossi 8. júlí
siðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru
hjónin Guðmundur
Bjarnason, f. 26.3.
1875, d. 8.6. 1953, og
n* Ragnheiður Jóns-
dóttir.f. 12.5.1878, d.
4.3.1931. Þau bjuggu
í Túni, Hraun-
gerðishreppi í Flóa.
Systkini Guðfinnu voru sex: 1)
Bjami, f. 26.1. 1908, d. 4.4. 2000,
bifreiðastjóri í Reykjavík. 2) Guð-
rún, f. 28.12. 1910, d. 27.4. 1996,
húsmóðir í Hraungerði, giftist Sig-
mundi Ámundasyni, bónda, f. 12.3.
1906, d. 8.10. 1976. 3) Jón, f. 7.3.
1914, d. 4.3. 2000, bifreiðastjóri á
Selfossi, giftist Rut Margréti Frið-
í dag er til moldar borin ástkær
tengdamóðir mín Guðfinna Guð-
, >mundsdóttir. Fráfall hennar skilur
eftir trega og tómarúm. Hún lést á
Ljósheimum 8. júlí síðastliðinn eftir
erfið veikindi undanfama mánuði og
ég veit að hún var hvíldinni fegin. Um
líðan sína hafði hún ekki mörg orð og
bað ekki um margt sér til handa, en
umhugsunin um líðan annarra og
hvemig gengi í sveitinni og hjá bama-
bömunum var henni hugleiknari.
Mér kemur í hug er við vomm einar
saman um síðustu áramót, gátum
ekki farið í Vorsabæjarhjáleigu sök-
um veikinda hennar, að hún hafði
' mestar áhyggjur af því að ég gæti
ekki verið hjá fólkinu og fagnað ára-
mótunum. Það var hennar aðalsmerki
að hugsa um aðra og hvemig hún
gæti orðið að liði.
Guðfinna hafði þetta góða skap,
aldrei á okkar samleið heyrði ég hana
hallmæla einum eða neinum. Hún sá
alltaf það jákvæða og miðlaði því til
sinna samferðamanna. Hún hafði
ógrynni af þolinmæði sem aldrei
þraut. Skipti þá ekki máli hverjir áttu
í hlut menn eða málleysingjar.
Guðfmna var mikil hagleikskona,
það bókskaplega lék allt í höndum
hennar hvort sem um saumaskap var
að ræða eða aðrar hannyrðir. Þá skar
hún mikið út í tré og margir fallegir
hlutir em til eftir hana sem bera fag-
urt vitni um hennar miklu sköpunar-
gáíú. Eftir að sjónin fór að gefa sig
var aðdáðunarvert hversu fljót hún
var að tileinka sér að þreifa og finna
fyrir hlutunum með fingmnum, þar
kom í einnig Ijós næmi hennar. Mörg
ráð og aðstoð veitti hún mér í gegnum
tíðina er einhver flíkin var að stríða
mér, þá var farið í smiðju til hennar
og eftir fáein handtök var búið að lag-
færa það sem þurfti. Var hún ávallt
boðin og búin að hjálpa til við að passa
bamabömin hvort sem þau þurftu á
næturdvöl að halda eða öðm.
Guðfinna var mikil sveitakona enda
OSWAl.DS
siMi 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
AO.MS I It.l 11 ili • 101 lll-VKJAVÍK
Dtivið I ttgcr Ól/tfur
l hjtmirsij. I 'tj/mtrstj. I hf/mtrstj.
I ÍK KISTUVINNUSIOFA
EYVINDAR ÁRNASONAR
1899
riksdóttur húsmóður,
f. Jansen, 10.8. 1934 í
Hamborg. 4) Einar, f.
17.9. 1915, d. 15.5.
1994, húsasmiður í
Reykjavík. 5) Stefán, f.
14.6. 1919, bóndi í
Túni, giftur Jómnni
Jóhannsdóttur hús-
móður, f. 1.12. 1920. 6)
Unnur, f. 30.7. 1921,
húsmóðir í Reykjavík,
gift Herði Þorgeirs-
syni húsasmíðameist-
ara, f. 15.7.1917.
Hinn 29. maí 1943
giftist Guðfinna Stef-
áni Jasonarsyni, f. 19.9. 1914, og
hófu þau búskap í Vorsabæ í Gaul-
verjabæjarhreppi í Flóa þar sem
þau stunduðu búskap I 45 ár eða
þar til sonur þeirra og tengdadóttir
tóku við búi. En áfram áttu þau
heima í Vorsabæ.
Þau eignuðust fimm böm: 1)
Helgi, f. 26.4. 1945, vörubifreiðar-
bjó hún alla sína ævi í sveit, fyrst í
Túni í Hraungerðishreppi þar sem
hún var fædd og uppalin og frá 1943 í
Vorsabæ er hún giftist tengdaföður
mínum Stefáni Jasonarsyni. Hún
hafði svo sannarlega grænar hendur.
Garðurinn í Vorsabæ ber fagurt vitni
áhuga þeirra hjóna á garðrækt og þá
miklu alúð sem þau sýndu móður
náttúm enda uppskára þau sam-
kvæmt því.
Tengdaforeldrar mínir vom sam-
taka í því sem þau tóku sér fyrir
hendur og búnaðist þeim vel á sínum
búskaparárum. Það var engu líkara
en að allt yrði að mat í hðndunum á
Guðfinnu. Fræg em brauðin og
gersnúðamir hennar ömmu í Vorsa-
bæ hjá bamabömunum og öðrum.
Þau hjónin ferðust heilmikið bæði
innan lands og utan í svokölluðum
bændaferðum. Þau vora hrókur alls
fagnaðar og höfðu gleði af því sem
þau vora að gera. Því er missir
tengdafóður míns mikill, því hann
missir ekki bara góða eiginkonu held-
ur líka tryggan félaga. Megi góður
Guð styðja hann og styrkja.
Það er svo ótal margs að minnast
og ótal margt að þakka en ég veit að
það var tengdamóður minni ekki að
skapi að vera þakkað fyrir það sem
hún taldi sjálfsagt.
En hafðu þökk fyrir allt og allt.
Blessuð sé minning hennar.
Ólafia Ingólfsdóttir.
Það var á Þorláksmessu árið 1971.
Ég var á leið í jólaleyfi austur í Flóa.
Farþegi í bílnum hjá mér var dóttir
Guðfinnu og Stefáns í Vorsabæ og
hafði ég lofað að skila henni alla leið
heim. Það var þæfingsfærð, gekk á
með dimmum éljum. Komið var fram
um miðnætti þegar við renndum í
hlað í Vorsabæ. Ég hafði aldrei komið
þama íyrr og þekkti húsráðendur að-
eins af afspum. Ekki var við annað
komandi en að ég kæmi inn. Var mér
boðið beint í eldhúsið þar sem Guð-
finna stóð við eldavélina og bakaði
flatkökur. Heit mjólk, glóðvolgar,
nýbakaðar flatkökur með smjöri var
borið fyrir gestinn og upp hófst líflegt
spjall um landsins gagn og nauðsynj-
ar. Þetta var fyrsta heimsókn mín að
Vorsabæ en ekki sú síðasta því við
Unnur Stefánsdóttir, sem var farþeg-
inn í bílnum hjá mér, urðum ástfangin
og giftum okkur haustið eftir. Þessi
jólaheimsókn í eldhúsið í Vorsabæ
mim seint líða mér úr minni og sú
hlýja og velvilji sem gestinum var
sýnd er dæmigerð fyrir alla fram-
göngu þeirra hjóna. Það var lær-
dómsríkt að kynnast heimilinu í
Vorsabæ. Þar vora gamlar hefðir í
heiðri hafðar og þar réðu ráðdeild og
búhyggindi ríkjum jafnt utan dyra
sem innan. Búið var arðsamt og vel
rekið og þótt Stefán væri mikið að
heiman var hann fljótur til verka og
verkadijúgur. Kjölfestan í búrekstr-
inum og heimilinu var samt sem áður
Guðfinna sem með jafnlyndi sínu og
rósemi vakti yfir öllu, jafnt utan dyra
sem innan. Guðfinna í Vorsabæ er ein
stjóri og bóndi í Vorsabæ, giftur
Ólafíu Ingólfsdóttur, f. 30.5. 1952.
Böm þeirra eru: a) Kristín Þóra, f.
25.6. 1969. b) Stefán, f. 25.2. 1972.
c) Guðfinna, f. 26.1. 1976. d) Berg-
lind f. 6.5. 1983. 2) Ragnheiður, f.
1.7. 1946, kennari, Akureyri, gift
Tómasi Búa Böðvarssyni, f. 14.11.
1942. Böm þeirra era: a) Böðvar, f.
7.6.1972. b) Hlynur, f. 6.8. 1975. 3)
Kristín, f. 18.9. 1948, handmennta-
kennari og húsmóðir, Hurðarbaki,
gift Ólafi Einarssyni, f. 19.9. 1945.
Börn þeirra em: a) Eyrún, f. 1.5.
1973. b) Stefán, f. 14.4. 1977. c)
Fanney, f. 13.6.1980. d) Guðmunda,
f. 9.1. 1989. 4) Unnur, f. 18.1. 1951,
leikskólastjóri, Kópavogi, gift Há-
koni Sigurgrímssyni, f. 15.8. 1937.
Böm þeirra era: a) Finnur, f. 21.7.
1975. b) Grímur, f. 8.3. 1977. c)
Harpa Dís, f. 8.4. 1993. 5) Svein-
björg, f. 17.8. 1956, tækniteiknari,
Borgamesi, gift Hans Lind Egils-
syni, f. 20. júlí 1957. Böm þeirra
era: a) Heiðar Lind, f. 23.6.1986. b)
Gunnhildur Lind, f. 9.2.1990. c) Eg-
ill, f. 7.7. 1994. Bamabamaböm
Guðfinnu og Stefáns em fimm.
Útför Guðfinnu fer fram frá
Gaulveijabæjarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
best gerða manneskja sem ég hefi
kynnst. Það var ótrúlegt hve miklu
þessi smávaxna og fíngerða kona gat
afkastað. Fram undir áttrætt mjólk-
aði hún þrjátíu kýr kvölds og morgna
og sinnti um heimili þar sem mjög var
gestkvæmt, ræktaði og sinnti um
skrúðgarð sem var einn hinn fegursti
í sveit á Suðurlandi og saman vora
þau Stefán frumkvöðlar í skógrækt í
lágsveitum Suðurlands. Þrátt íyrir
umfangsmikil bústörf og heimilisstörf
fann hún tíma til þess að sinna list-
sköpun sinni, málaði, skar í bein og
tré, prjónaði, óf og saumaði af ein-
stöku listfengi. Hún var vel að sér,
fylgdist með þjóðmálum, ferðaðist
mikið hin síðari ár, hafði yndi af söng
og að fara í leikhús, fylgdist með
straumum tískunnar og umróti þjóð-
félagsins. Algerlega var hún laus við
fordóma og afturhald. Því átti hún
gott með að umgangast böm og ungl-
inga og margur unglingurinn hefúr
átt athvarf í Vorsabæ til sumardval-
ar. Fyrir um 10 áram kom í Ijós að
Guðfinna var með ólæknandi augn-
sjúkdóm. Smám saman dapraðist
sjónin og undir það síðasta var hún
orðin nær alveg blind. Þrátt fyrir
þetta og þrátt fyrir að hún á sama
tíma berðist við annan ólæknandi
sjúkdóm annaðist hún um heimili
þeirra Stefán eins og alsjáandi væri
fram til síðustu áramóta. Lífsþrótti
sínum og andlegum styrk hélt hún
fram í andlátið. Við Unnur og Harpa
Dís heimsóttum hana á Ljósheimum
daginn fyrir kristnitökuhátíðina og
þegar talið barst að Alþingishátíðinni
1930 þar sem hún hafði verið, hóf hún
að syngja „Öxar við ána“. Fyrir 10 ár-
um keyptum við Unnur skógarreitinn
sem þau Guðfinna og Stefán hófu af
mikilli framsýni að rækta fyrir nær-
fellt 50 áram og reistum okkur þar
hús. Við unnum með smiðunum að
húsbyggingunni í sumarfríum okkar
og höfðum aðstöðu heima í Vorsabæ
þar til húsið var íbúðarhæft. Á þess-
um tíma og síðan kynntist ég enn bet-
ur heimilinu í Vorsabæ og einstökum
mannkostum Guðfinnu. Synir okkar
nutu þess að fá að dvelja þar á sumrin
og kynnast þeirri ráðdeild og alúð
sem hún lagði í öll sín verk. Einstök
upplifun var að kynnast því hve náið
varð með þeim Hörpu Dís og ömmu
hennar þótt aldursmunurinn væri 80
ár. Fyrir þetta vil ég þakka henni nú
þegar hún hverfur til nýrra heim-
kynna. Síðustu mánuðina dvaldi
Guðfinna á hjúkranarheimilinu Ljós-
heinum á Selfossi þar sem hún naut
frábærrar umönnunar. Fyrir það era
starfsfólki Ljósheima færðar alúðar
þakkir.
Hákon Sigurgrímsson.
Elsku amma. Löngu æviskeiði þínu
er lokið, hvíldin kærkomin eftir veik-
indastríð síðustu mánuði.
Þú fæddist árið 1912 og hefðir því
orðið 88 ára í haust. Á þessum áram
hefur margt breyst í þjóðfélaginu,
framfarir hafa verið miklar og tækn-
inni fleygt fram.
Þú varst lagin í höndunum og allt
sem þú komst nálægt var listavel
gert. Mörg trén vora skorin út og
einnig ýsubein í fugla sem bamaböm-
in fengu ósjaldan. Mikið prjónaðir þú
í gegnum tíðina og voru margir sem
fengu að njóta hlýrra ullarvettlinga.
Vefimir og rýjateppin sem þú gerðir
vora einnig mjög falleg.
Þið afi vorað alltaf mjög dugleg við
að segja og sýna okkur yngri kynslóð-
inni frá handbragði og hefðum sem
tíðkuðust áður fyrr, t.d. að binda
bagga, slá með orfi og ljá og skiija
mjólk og strokka smjör. Þá fannst
manni það vera merkilegt en kannski
ekki tilbúin til að hlusta nógu vel. í
dag er ég mjög ánægð með að hafa
fengið að prófa þetta og get sagt
næstu kynslóð frá fenginni reynslu.
Gróður og garðræktaráhugi ykkar
afa var alltaf mikill og heimilisgarður-
inn einstaklega fallegur. Ég bý að
þeirri reynslu sem þið hafið miðlað
mér og vona ég að gróðurinn dafni
eins vel hjá mér.
Þú hafðir einstaklega góða lund og
man ég aldrei eftir að þú hafir skipt
skapi. Þú fylgdist alltaf vel með skóla-
göngu okkar og vildir alltaf sjá ein-
kunnir okkar, hrósa okkur fyrir og
hvetja.
Þú fylgdist líka vel með tískunni og
vildir alltaf fá að sjá ef við keyptum
okkur föt, skó eða gerðum eitthvað
nýtt við hárið okkar.
Þú varst nýtin kona. Það era ófáir
hlutimir sem leynst hafa í skápum og
geymslum sem sprottið hafa fram og
hver hlutur á sína sögu sem þú mund-
ir mjög vel og sagðir frá. T.d. stutt-
buxur sem þú gafst mér á Magnús
Frey af pabba sem saumaðar vora úr
jakka af systur þinni og enn þann dag
í dag sér ekki á þeim þótt þær séu
orðnar 50 ára gamlar. Éinnig bama-
vettlingar úr eingimi með tvo þumla
á hvoram vettlingi.
Þú varst alltaf dugleg að baka.
Brauð, kleinur og kökur fékk maður
alltaf hvort sem maður var í vinnu eða
heimsókn.
Eftir að sjóninni tók að hraka hjá
þér hélst þú áfram að gera þín venju-
legu störf eins og ekkert hefði í skor-
ist. Ég dáðist oft að getu þinni og
hæfileikum til að takast á við breyttar
aðstæður. Þú varst alltaf hress og
em. Þú varst alla tíð mjög liðug og
létt á þér og á áttræðisaldri gerðuð
þið afi upp reiðhjól og þú hjólaðir um
keik í fasi þó sjónin væri ekki eins og
best væri á kosið. Stolt fylgdumst við
hin með þessari kjörkuðu formóður.
Að leiðarlokum þakka ég þér fyrir
allt.
Elsku afi og aðrir aðstandendur,
guð styrki okkur í sorginni.
Kristín Þóra Helgadóttir.
Heiðurskonan Guðfinna Guð-
mundsdóttir er látin og verður til
moldar borin í dag.
Guðfinna var húsfreyja í Vorsabæ í
Flóa um rúmlega hálfrar aldar skeið
og átti mörg handaverkin á þeim stað.
Hún og eiginmaður hennar, Stefán
Jasonarson, bjuggu þar notalegu búi
og komu fimm bömum til manns. Ég
er fæddur og uppalinn á næsta bæ,
Vorsabæjarhóli, og bömin í Vorsabæ
vora jafnaldrar og leikfélagar mínir
og systkina minna. Það kom því af
sjálfu sér í æsku minni að oft lágu
sporin að Vorsabæ og þar var manni
ævinlega vel tekið af þessari hógværa
og hlýlegu konu. Stundum var þröng
á þingi í Vorsabæ þegar við vorum
þar innan dyra í barnaleikjum okkar
og mikið fjör en aldrei amaðist Guð-
finna við slíku. Aldrei þurfti hún að
byrsta sig við sín eða annarra böm til
að þau hlýddu henni og ekki voru
stóryrðin. Ég held að hún hafi aldrei
borið þau sér í munn. Helst ef eitt-
hvað hafði farið úrskeiðis að hún
sagði:,Ansans vandræði voru þetta.“
Svo þegar maður hafði dvalið lengur
en góðu hófi gegndi í Vorsabæ átti
hún til að spyija hvort maður þyrfti
nú ekki að fara að fara heim. Og þá
fór maður heim. Heimabakaða brauð-
ið hennar Guðfinnu með mysingi
smakkaðist alltaf jafn vel við kaffi-
borðið og Stefán hélt uppi samræðum
en Guðfinna skaut oft inn glaðlegum
athugasemdum við gesti og heima-
fólk.
Það er leitun á jafn samrýndum
hjónum og þeim Stefáni og Guðfinnu
og það geislaði af þeim væntumþykj-
an hvort í annars garð. Þau vora ólík
að eðlisfari, Stefán kappsamur, ræð-
inn og ástríðufullur félagsmálamaður
hvort sem um var að ræða ung-
mennafélagsmál, búnaðarmál eða
landsins gagn og nauðsynjar. Félags-
mál hans og opinber störf ollu margri
fjarvist frá búskapnum í Vorsabæ en
ekki sást á að þar vantaði neitt. Stef-
án var að sönnu dijúgur við að bæta
upp fjarvistirnar með dugnaði sínum
en hitt sást mörgum yfir að hann var
ekki einn að verki og Guðfinna bætti á
sig verkum og átti mikinn þátt í góðri
afkomu þótt hún bærist ekki mikið á.
Guðfinna var hæglát, hógvær og yfir-
lætislaus kona sem alltaf lagði gott til
mála en hélt þó einarðlega á sínum
skoðunum þætti henni við þurfa.
Skrúðgarðurinn í Vorsabæ var eft-
irlæti hjónanna og á sínum tíma ein-
stakur fyrir grósku tijánna og
blómanna og uppbyggður með slqól-
sælum reitum, gosbranni og
fánastöng svo að til fyrirmyndar var.
Snemma var honum skipt í reiti og
bömin sáu um að halda illgresinu
hvert frá sínum reit. Þannig var sam-
vinnan innan fjölskyldunnar í einu og
öllu.
Guðfinna fluttist ung að Vorsabæ
frá æskuheimili sínu í Túni í Flóa. Þar
ólst hún upp í stóram hópi systkina
sem öll hafa náð háum aldri. Síðasta
misserið hafa þijú systkinin fallið í
valinn, Jón, Bjami og nú síðast Guð-
finna eftir nokkuð langvarandi viður-
eign við skæðan sjúkdóm. Guðfinna
var nettvaxin kona og virtist ekki til
stórra átaka en hún bjó yfir mikilli
seiglu. Hún var hagleikskona og skar
út muni af miklu listfengi á yngri ár-
um. Þegar árin færðust yfir hana kom
hrömandi sjón í veg fyrir að hún gæti
notið þessarar listgáfu sinnar. Það fór
ekki mikið fyrir henni en návist henn-
ar var góð og alltaf lagði hún gott til
mála og var áberandi umtalsgóð um
menn og málefni.
Það er gæfa að hafa fengið að vera
samvistum við jafn ágæta konu og
Guðftnnu í Vorsabæ og njóta hennar
góða viðmóts og uppeldisáhrifa.
Fyrir það vil ég þakka og systkini
mín einnig. Stefáni og allri hans fjöl-
skyldu sendum við hlýjar samúðar-
kveðjur á þessum degi.
Jón M. Ivarsson og systkini frá
Vorsabæjarhóli.
Það vora hlýjar hendur sem tóku á
móti mér þegar ég fimm ára gamall
kom í fyrsta skipti til sumardvalar að
Vorsabæ. Það var Guðfinna og fjöl-
skylda hennar sem tók á móti mér
opnum örmum. Þetta var upphafíð að
árlegri sumardvöl minni að Vorsabæ,
en ég átti því láni að fagna að dvelja
þar tíu sumur á bemskuárum mínum.
Guðfinna og fjölskylda hennar reynd-
ust mér ávallt sérstaklega vel og vora
tengslin það mikil og sterk að oft fór
ég að Vorsabæ um helgar að vetrar-
lagi og einnig á sumrin eftir að ég
varð eldri.
Á þessum árum mynduðust sterk
vinatengsl á milli mín og fjölskyld-
unnar í Vorsabæ sem hafa haldist síð-
an.
Guðfinna var hæglát, vinnusöm,
dugleg og ósérhlífin. Allt sem hún tók
sér fyrir hendur lék í höndum hennar.
Skilgreiningin fjöllistamaður á vel við
Guðfinnu, þessa fjölhæfu og listrænu
konu. Hún var leikin í útskurði og
vefnaði. Eftir hana liggja margir fal-
legir listmunir, skomir í tré og hom,
renningar og listaverk ofin úr hross-
hári, bómull og ull. Auk þessa pijón-
aði hún og saumaði. Hún var ekki síð-
ur mikil húsmóðir og ber heimili
þeirra hjóna og garður þess fagurt
vitni. I eldhúsinu töfraði hún fram
sérrétti sína og seint gleymist ilmur-
inn og bragðið af heimabökuðu heil-
hveitibrauðinu og rúgbrauðinu svo
ekki sé talað um kleinumar. Hún
ásamt fjölskyldu sinni byggði upp
einstaklega fagran lystigarð að
Vorsabæ sem hún hafði mjög mikla
ánægju af að vinna í. Þetta átti ekki
síður við um bústörfin og matjurta-
garðinn sem kallaður var ömmu-
garður en þangað vora margar ferðir
farnar til að undirbúa jarðveginn og
að hlúa að grænmetinu.
Að hausti naut fjölskyldan síðan
ríkulegrar grænmetisuppskera.
Guðfinna var einstök kona, geðgóð
og hjartahlý. Aldrei sá ég hana skipta
skapi, hafði hún einstakt lag á að