Morgunblaðið - 19.07.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.07.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 45_ FRETTIR Uthlutun styrkja úr Barnamenningarsj óði ÚTHLUTAÐ hefur verið styrkjum úr Barnamenningarsjóði. Auglýst var eftir umsóknum 4. apríl sl. og rann umsóknarfrestur út 3. maí. Alls sóttu 35 aðilar um styrki til 38 verk- efna. Úthlutað var styrkjum samtals að fjárhæð 2.240 þús. kr. til eftir- talinna 16 verkefna: 1. Áslaug Jóhannsdóttii', Barna- spítala hringsins, leikstofa vegna menningarviðburða fyiir veik börn. 80.000 krónur. 2. Gunnar Karlsson til undirbún- ingsvinnu fyrir útgáfu á gagnvirkum margmiðlunardiski byggðum á Grýlusögu eftir Gunnar Karlsson. 120.000 krónur. 3. Kirkjulistavika á Akureyri til flutnings helgileiksins Ferðin til lífs- ins. 150.000 krónur. 4. Listahátíð ungs fólks á Austurlandi, L.ung.A vegna fyrstu listahátíðar ungs fólks á Austurlandi 2000.120.000 krónur. 5. Listasafn Reykjavíkur, fræðsludeild, vegna hugmynda- og þróunarvinnu við verkefnið: Er list- in þraut? 120.000 krónur. 6. Magnea Sverrisdóttir, æsku- lýðsfulltrúi, til verkefnisins: Ævi og starf Hallgríms Péturssonar. 150.000 krónur. 7. Miðstöð nýbúa til tónleikahalds og kórstarfs fjölmenningarlegs barnakórs. 100.000 krónur. 8. íslandsdeild Bin) Norden, Rak- el Pálsdóttir, þjóðfræðingur, til upp- setningar heimasíðu samtakanna og tölvupóstlista fyrir umræðuvettvang um barnamenningu. 100.000 krónur. 9. Safnasafnið til efniskaupa, flutningskostnaðar og kynningar útisýningar á hreyfiverkum nem- enda í Myndlistarskólanum á Akur- eyri. 80.00 krónur. 10. Skógarmenn KFUM vegna Listasmiðju í Vatnaskógi.150.000 krónur. 11. Stoppleikhópurinn til uppsetn- ingar á leikinni ljóðadagskrá fyrir unglinga. 200.000 krónur. 12. Tónmenntakennarafélag ís- lands vegna norræns barnakóra- móts á íslandi, Norbusang 11, 31. maí til 4. júní. 150.000 krónur. 13. Tónstofa Valgerðar til hljóð- færakaupa fyrir tónleikahald fatl- aðra nemenda. 200.000 krónur. 14. Þjóðlaghátíðin á Siglufirði, Gunnsteinn Olafsson vegna barna- dagskrár á þjóðlagahátíðinni á Siglufirði. 120.000 krónur. 15. Þjóðlagasveitin Embla til að kynna íslenskan þjóðlagaarf fyrir leikskólabörnum. 200.000 krónur. 16. Örn Ingi Gíslason til að gera kvikmynd með þátttöku unglinga sem fjallar á siðbætandi hátt um unglingsárin. 200.000 krónur. Þrjú iðnfélög styrkja at- vinnuendurhæfingu öryrkja FÉLAG bókagerðarmanna, Bfl- iðnaðarfélagið og Trésmiðafélag Reykjavíkur afhentu íyrir nokkru Janusi Endurhæfingu styrk að upp- hæð 500.000 kr. hvert félag um sig. Þetta framlag félaganna styrkir fjár- hagslegan grundvöll verkefnisins og er mikilvæg viðurkenning og hvatn- ing fyrir starfsfók Janusar Endur- hæfingar, segir í fréttatilkynningu. Einnig segir meðal annars: „Únd- anfarin ár hefur Sameinaði lífeyris- sjóðurinn fundið fyrir því eins og aðrii' lífeyrissjóðir hér á landi að fleiri úrræði hefur skort við endur- hæfingu öryrkja. A síðasta ári skip- aði Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis og tryggingamálaráðherra starfshóp sem í voru tryggingayfirlæknir, full- trúar frá heilbrigðis-, mennta- og fé- lagsmálaráðuneyti auk fulltrúa Sam- einaða lífeyrissjóðsins. Nefndin lauk störfum í júní 1999 og mælti með því að ráðist væri í tilraunaverkefni um endurhæfingu öryrkja. I framhaldi af því hafa ráðuneytið og Sameinaði lífeyrissjóðurinn tekið höndum sam; an við að koma verkefninu af stað. I ár styrkir heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið verkefnið um 8,5 milljónir en áætlað er að verkefnið kosti 25 millj. kr. Stofnað hefur verið einkahlutafé- lagið Janus Endurhæfing ehf. sem alfarið er í eigu Sameinaða lífeyris- sjóðsins. Endurhæfingin er til húsa í Vörðu- skóla sem er hluti af Iðnskólanum í Reykjavík og fer þar m.a. fram fjöl- breytt fræðsla. Þrír iðjuþjálfar, fé- lagsráðgjafi og sjúkraþjálfari starfa að verkefninu. Auk þess veita lækn- ar og sálfræðingur aðstoð. Nýjungin er sú að komið er á sam- vinnu mennta- og heilbrigðiskerfis- ins um endurhæfinguna. Þannig gefst þátttakendum kostur á að skoða möguleika sína til atvinnu og auka við menntun sína. Þess ber þó að geta að þetta er ekki hefðbundin menntun, engin lokapróf eru tekin og hver og einn fer í gegnum endur- hæfinguna/námið á sínum hraða. Framhald verkefnisins Gert er ráð fyrir að safna því fé sem á vantar 15-16 millj. kr. með frjálsum framlögum á einu til tveim- ur árum, m.a. frá þeim sjóðum og fyrirtækjum sem hér eiga hlut að máli. Tilraunaverkefninu lýkur í sept. 2001. Niðurstöðurnar verða þá afhentai' heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu og þeim aðilum sem koma til með að styrkja verkefn- ið. Það er síðan á þeirra valdi að taka ákvörðun um framhaldið." Morgunblaðið/Ami Sæberg Erlendur Erlendsson, eigandi og framkvæmdarstjóri ásamt hundinum sínum Randveri. Blikksmiðja austurbæjar ehf. BLIKKSMIÐJA austurbæjar ehf. hefur flutt starfsemi sína um set. Frá stofnun, árið 1972, hefur fyrir- tækið verið til húsa að Borgartúni 25. Nú þegar stendur til að rífa það til að rýma fyrir nýju og stærra húsi og ekki hefur reynst unnt að fá viðunandi húsnæði í næsta ná- grenni, varð að ráði að flytja starf- semina að Súðarvogi 6. Nýja hús- næðið er bæði stærra og betur fallið til starfseminnar, enda eru bæði eigendur og starfsmenn mjög ánægðir á nýja staðnum. Enn sem fyrr er sinnt hvers kyns þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga, bæði hvað viðgerðir varðar, sem og ný- smíði. Helsta framleiðsla er loft- ræstikerfi og margskonar sérsmíði úr ryðfríu stáli og áli. Þakrennur og niðurföll ásamt köntum, skotrenn- um og skyldum vörum eru auðvitað hefðbundinn þáttur í framleiðslu og þjónustu fyrirtækisins. Antikikonar í Viðey NÚ í sumar stendur yfir í Viðeyjar- stofu sölusýning á rússneskum antik- ikonum og róðukrossum. Viðeyjar- ferja fer frá Sundahöfn út í Viðey mánudaga-miðvikudaga kl. 13,14 og 15. Fimmtudaga kl: 13, 14, 15, 19, 19:30 og 20 og laugardaga-sunnudaga kl: 13,14,15,16,17,19,19.30 og 20. Daglegar eyjasigl- ingar á Skagafirði FERÐAÞJÓNUSTAN Lónkoti í Skagafirði býður upp á daglegar eyjasiglingar á Skagafirði. Ferðin sem er farin heitir Gullni þríhyrning- urinn, en það er sú þrenning sem setur hvað mestan svip á Skagafjörð, Þórðarhöfði, Drangey og Málmey. Siglt er hjá svipmiklu 200 metra háu og þverhníptu berginu í Þórðar- höfða, þá að klettinum Kerlingu við Drangey og farið í land í eyjunni, og á heimleið siglt umhverfis Málmey. Ferðin er um 4 tíma löng. Farið er kl. 10 á morgnana. Einnig bjóðast aðrar ferðir sem farnar eru eftir pöntunum eða óskum ferðamanns- ins. Sjóstöngin er ætíð höfð með um borð. Daglegar eyjasiglingar eru frá Lónkoti tímabilið 20. júní til 20. ágúst. BRIDS IJmsjon Arnór G. Ilagnarsson Bikarkeppni Bridssam- bandsins - önnur umferð Nú fer hver að verða síðastur að spila leikina í annarri umferð bik- arkeppninnar en síðasti spiladagur er á sunnudaginn kemur. Úrslit sem liggja fyrir eru þessi: Sveit Hermanns Lárussonar vann sveit Guðrúnar Óskarsdóttur, 91-89. Eskey vann sveit Halldóru Magnúsdóttur, 97-81. Sveit Hlyns Garðarssonar vann sveit Sigríðar Hrannar, 161-93. Sveit Hjördísar Sigurjónsdóttur vann sveit Máln- ingar. Norðurís vann TNT, 146-90, og sveit Orkuveitu Reykjavíkur vann sveit Kristjáns Ö. Kristjáns- sonar, 117-65. Eins og áður sagði er síðasti spiladagur á sunnudag og verður dregið í þriðju umferð þá þegar. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í As- garði Glæsibæ mánud. 10. júlí. 20 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Þórarinn Arnason - Fróði B. Pálsson 265 Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórss. 263 Halldór Magnúss. - Páll Hanness. 259 Árangur A-V: Júlíus Guðmundss. - Olíver Kristóferss. 252 AuðunnGuðmss.-AlbertÞorsteinss. 250 Hjálmar Gíslas. - Viggó Nordquist 240 Borgarnesi fim. 20/7 Reykjavík, í laugardal fös. 21/7 kl. 19 - lau. 22/7 kl. 17 og 19 sun. 23/7 kl. 17 og 19 - mán. 24/7 kl. 19 þri. 25/7 kl. 19 - mið. 26/7 kl. 19 fim. 27/7 kl. 19 - fös. 28/7 kl. 19 Miðasala opin daglega frá klukkan 14 H Beza MEWNTAMAI____ staf íyrlr staf. Til brúðkaups- og tækífærísgjafa. Sérmerkt bollapar fylgir. 10 gerðir. 17773 Einar ÍMM Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 - Sími 562 2901 og 562 2900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.