Morgunblaðið - 19.07.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 21
ERLENT
Höggvindur kann að hafa valdið flugslysinu á Indlandi
Vélar geta flogið „allt
að því endalaustu
Patna á Indlandi. AP.
SJÓNIR flugmálasérfræðinga
beindust að því í gær hvort högg-
vindur kunni að hafa leitt til þess
að Boeing 737-200 þota fórst á
Indlandi á mánudag og þar með 56
manns, þar af fimm á jörðu niðri.
Dómari hefur verið útnefndur
formaður nefndar sem á að rann-
saka slysið, en flugmálasérfræð-
ingar vísuðu til föðurhúsanna efa-
semdum um flughæfi vélarinnar,
sem var 20 ára gömul. Til stóð að
taka hana úr notkun í árslok, að
því er CNN-sjónvarpið greinir frá.
Talsmaður flugvélaframleið-
andans Boeing tjáði CNN að aldur
flugvéla skipti litlu máli, og þær
geti flogið „allt að því endalaust"
sé þeim haldið vel við. Vélin sem
fórst var í eigu Alliance Air, dótt-
urfélags indverska ríkisflugfélags-
ins Indian Airlines, sem hyggst
taka úr notkun allar Boeing 737 og
Airbus 300 þotur sínar á næstu
tveim árum. Talsmaður félagsins
tók í sama streng og fulltrúi
Boeing og sagði aldur vélanna ekki
skipta meginmáli. Benti hann á, að
yfir þúsund flugvélar sem væru
eldri en 25 ára væru að fljúga víðs
vegar í heiminum.
Flugriti og segulbandsupptaka
úr stjórnklefa vélarinnar sem fórst
á mánudag hafa fundist í flakinu,
og er vonast til að þessar upp-
lýsingar leiði í ljós hvort höggvind-
ur kunni að hafa valdið slysinu, að
því er indverska blaðið Hindustan
Times greindi frá í gær. Höggvind-
ur er staðbundin breyting á vind-
átt, þannig að flugvél sem er í að-
flugi á móti vindi lendir skyndilega
í meðvindi, með þeim afleiðingum
að dregur úr hraða loftsins yfir
vængina og lyftikraftur tapast.
Ekki var ljóst hvort vélin sem
fórst hafi verið búin tækjum sem
vara flugmenn við höggvindi.
Stjórn Blairs í vörn
vegna fjölgunar glæpa
London. Reuters.
SKRÁÐUM glæpum í Englandi og
Wales fjölgaði um 3,8% á fyrstu
þremur mánuðum ársins og ofbeld-
isglæpum fjölgaði mest, samkvæmt
upplýsingum sem breska innanríkis-
ráðuneytið birti í gær. Er þetta áfall
fyrir stjórn Verkamannaflokksins
sem hafði lofað að taka harðar á
glæpum.
Jack Straw innanríkisráðherra
sagði að afbrotum hefði víða fækkað
en ofbeldisglæpum hefði hins vegar
fjölgað um 16% og ránum um 26%.
LÖGREGLAN í Bretlandi hefur
hafið leit að morðingja átta ára
stúlku, Söru Payne, en líkamsleifar
hennar fundust á mánudag. Hún
hvarf í byrjun mánaðarins er hún var
að leik skammt frá húsi afa síns og
ömmu í Kingston Gorse í Vestur-
Sussex.
Líkið var klæðlaust og fannst á
akri nálægt hraðbraut við Pulbor-
ough, um 15 km frá staðnum þaðan
sem hún hvarf, að sögn BBC. Borin
voru kennsl á líkið með því að kanna
fingraför. Foreldrar Söru, Sara og
Michael Payne, fóru á staðinn í gær
ásamt afa hennar og lögðu blóm á
staðinn.
Talsmaður lögreglunnar, Nigel
Innbrotum, bílastuldum og brotum
á fíkniefnalöggjöfinni hefði hins veg-
ar fækkað. Hann kvaðst hafa
áhyggjur af fjölgun glæpa á götum
breskra borga og sagði að stjórnin
hefði einsett sér að stemma stigu við
ránum og glæpum sem tengdust
áfengisneyslu.
Eftir að upplýsingarnar voru birt-
ar tilkynnti Gordon Brown fjármála-
ráðherra á þinginu að ráðstöfunarfé
innanríkisráðuneytisins yrði aukið
um 6,4% á ári að meðaltali næstu
Yeo, vildi ekki svara þegar spurt var
hvort stúlkunni hefði verið misþyrmt
kynferðislega. Hann ítrekaði fyrri
hvatningar til almennings um að allir
sem gætu sagt frá mannaferðum á
svæðinu 1. júlí létu yfirvöldum upp-
lýsingar í té. Einnig að þeir sem séð
hefðu hvítan sendibíl gæfu sig fram.
Eldri bróðir Söru, Lee, sá slíkan bíl á
svæðinu.
Um 21.000 manns höfðu í gær haft
samband við lögreglu vegna málsins.
Talið er hugsanlegt að sést hafi til
Söru í fylgd með manni í Knutsford í
Chesire og telur lögreglan að henni
hafi verið rænt er hún var að leika
sér á akrinum með systur sinni og
tveim bræðrum.
þrjú árin. Straw hyggst kynna í dag
hvernig fénu verði ráðstafað.
Samtök breskra lögreglumanna
sögðu að upplýsingar innanríkis-
ráðuneytisins endurspegluðu fjár-
þröng lögreglunnar, fækkun lög-
reglumanna og mikið vinnuálag
þeirra.
Ann Widdecombe, innanríkisráð-
herra í skuggaráðuneyti íhalds-
flokksins, sagði að nýju upplýsing-
arnar kæmu ekki á óvart þar sem
lögreglumönnum hefði fækkað og
glæpamönnum væri sleppt of
snemma úr fangelsunum. „Loforð
Verkamannaflokksins um að taka
hart á glæpum hafa orðið að engu,
jafnvel Tony Blair hefur viðurkennt
að fólk telji að stjórnin taki alls ekki
hart á glæpunum.“
Ihaldsflokkurinn hefur lofað her-
ferð gegn glæpum komist hann til
valda og sú stefna hefur mælst vel
fyrir meðal almennings.
Forskot Verkamannaflokksins
minnkar
Breska dagblaðið Guardian birti í
gær skoðanakönnun sem bendir til
þess að forskot Verkamannaflokks-
ins á Ihaldsflokkinn sé nú aðeins sjö
prósentustig og hið minnsta frá síð-
ustu þingkosningum 1997. Fylgi
Verkamannaflokksins er nú 42% og
hefur minnkað um eitt prósentustig
frá síðasta mánuði. íhaldsflokkurinn
hefur hins vegar aukið fylgi sitt um
þrjú prósentustig og nýtur nú stuðn-
ings 35% breskra kjósenda. Frjáls-
lyndir demókratar standa í stað með
17% fylgi, ef marka má könnunina.
Morðingja Söru
Payne leitað
BRUNKA AN SOLAR!
Hl TAN WIPE
brúnkuklútar
£ I Fljótlegt
°g einfalt
í notkun. I
i, Jafn litur - engir flekkir.
f Útsölustaðir:
Lyf og heilsa
\i; og helstu snyrtivöruverslanir
Heildsöludreifing:
^%...Cosmic ehf. Sími 588 6525
LANCÓME dekrar við þig með
þessum frábæru nuddáhöldum*
þegar þú kaupir tvo hluti fyrir
líkamann, t.d. róandi baðolíu
og nærandi húðmjólk eða
sturtusápu og orkugefandi ilm.
Fæst eingöngu á Lancöme útsölustöðum:
REYKJAVÍK:
Árbaejarapótek, Glxsibxr snyrtivöruverslun, Gullbrá Nóatúni, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi,
Lyf og heilsa Austurveri, Mist snyrtistofa/verslun Spönginni, Sara Bankastrxti, Sigurboginn Laugavegi,
Snyrtimiðstöðin Lancome snyrtistofa Kringlunni, Andorra Hafnarfirði,
Bylgjan Hamraborg. Nesapótek, Fina Mosfellsbx.
LANDIÐ:
Amaró - Hjá Maríu Akureyri, Apótek Ólafsvíkur, Egilsstaðaapótek, Krisma ísafirði, Miðbxr
Vestmannaeyjum, Rangárapótek Hellu og Hvolsvelli, Sauðárkróksapótek, Lyf og Heilsa Selfossi,
Siglufjarðarapótek Siglufirði, Verslunin Peria, Akranesi. —..—
I wwwlancome.com J*
14.000 kr.
með flugvallarskatti
báðar leiðir
250 kr. aukaafsláttur ef bókað er á www.go-fly.com
bókunarsími 00 44 12 79 66 63 88
miðast við eftirspurn samkvæmt skilmálum nýja lágfárgjaldaflugfélagið í eigu british ainvays flýgur til stansted