Morgunblaðið - 19.07.2000, Blaðsíða 29
28 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
Útge/andi: Arvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
GAGNSÓKN LANDSBANKANS
Segja má, að Landsbanki íslands
hafi hafið gagnsókn á fjármála-
markaðnum með kaupum á
brezkum fjárfestingarbanka og fjár-
festingu bandarísks banka í Lands-
bankanum í því sambandi. Kaup First
Union National Bank á hlut í Lands-
bankanum marka ákveðin tímamót
vegna þess, að þetta er í fyrsta sinn,
sem erlendur banki gerist aðili að
fjármálamarkaðnum hér með eignar-
aðild að íslenzkum banka.
Þegar hugmyndir um sameiningu
Landsbanka Islands og Islands-
banka, sem höfðu verið til umræðu í
nokkur misseri, urðu að engu með
óvæntri sameiningu Islandsbanka og
FBA virtust aðrir bankar og spari-
sjóðir komnir í ákveðna blindgötu.
Fyrstu viðbrögð voru þau, að eðliiegt
væri að stefna að sameiningu Lands-
banka og Búnaðarbanka. Svo virðist
sem þær hugmyndir hafi aldrei feng-
ið nægilegar undirtektir. Eðlilegt var
að líta svo á, að sparisjóðirnir gætu
komið við sögu, en eignarform þeirra
gerir þeim erfitt um vik að taka
ákvarðanir um framtíðina.
Landsbankinn hefur nú brotizt út
úr þessari sjálfheldu. Kaup bankans
á 70% hlut í brezka fjárfestingar-
bankanum Heritable and General In-
vestment Bank Ltd. (HGI) eru að
vísu ekki mikil fjárfesting en þó tölu-
vert meiri en kaup FBA á brezkum
einkabanka á sínum tíma.
Hins vegar opnar það nýjar leiðir
fyrir Landsbankann að helzti
seljandinn, hinn bandaríski banki,
tekur við greiðslum í formi hluta-
bréfa í Landsbankanum og verður
annar stærsti hluthafi bankans á eftir
íslenzka ríkinu.
Eignaraðild bandaríska bankans
að Landsbankanum mun opna hinum
síðarnefnda ýmsa möguleika vegna
náins samstarfs við einn helzta hlut-
hafa Landsbankans auk þess sem
kaupin á brezka fjárfestingarbankan-
um opna Landsbankanum ný tæki-
færi, ekki sízt í einkabankaþjónustu.
Það er því Ijóst, að með þessum við-
skiptum hefur Landsbankinn skapað
sér nýja vígstöðu á íslenzka fjármála-
markaðnum, sem er líkleg til þess að
bæta^ samkeppnisstöðu hans gagn-
vart Islandsbanka-FB A verulega.
Jafnframt má telja líklegt að þessi
kaup blási nýjum krafti í starfslið
Landsbankans, en ekki er ólíklegt að
þröng sþaða bankans í kjölfar samein-
ingar Íslandsbanka-FBA hafi haft
neikvæð áhrif á starfsandann innan
bankans.
Þegar á allt þetta er litið verður að
telja, að þessi þróun mála á vettvangi
Landsbankans sé hagstæð fyrir fjár-
málamarkaðinn því að hún mun skapa
meira jafnvægi í samkeppni á milli
stóru bankanna.
En jafnframt vakna spurningar um
hver viðbrögð Búnaðarbankans
verða. Innan hans hafa að vísu verið
uppi önnur sjónarmið en innan
Landsbankans og meiri áhugi á, að
bankinn lifi sjálfstæðu lífi á grund-
velli eigin styrkleika og í samstarfi
við viðskiptavini bankans. Hins vegar
er hætt við, að ímynd Búnaðarbank-
ans skerðist ef bankinn finnur ekki
sannfærandi mótleik gagnvart
óvæntu útspili Landsbankans.
Islenzka bankakerfið er að þróast á
allt annan veg en flestir gerðu ráð
fyrir. Það þarf ekki að vera neikvætt
á einn eða annan hátt. Aðalatriðið er
að það er komin umtalsverð hreyfing
á endurskipulagningu fjármálamark-
aðarins og bankakerfisins, þótt hún
stefni í aðra átt en upphaflega voru
hugmyndir um.
Tenging við erlenda banka er já-
kvæð. Þegar hugmyndir voru uppi
um kaup sænsks banka á stórum hlut
í Landsbankanum fyrir nokkrum
misserum höfðu margir efasemdir
um, að það væri skynsamlegt á þeim
tíma. Síðan hefur margt gerzt og við
núverandi aðstæður verður það að
teljast eftirsóknarvert að erlendir
bankar gerist eignaraðilar að ís-
lenzku bönkunum. Slíkri eignaraðild
fylgir ákveðin þekking, sem kemur
íslenzku bönkunum til góða og mun
hafa áhrif á starfshætti þeirra og
vinnubrögð þegar fram í sækir. Þótt
íslenzku bankarnir hafi verið fram-
sæknir geta þeir áreiðanlega margt
lært í svo nánu samstarfi við erlenda
banka.
AÐGERÐIR TIL BÆTTRAR UMFERÐAR
SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra kynnti í gær átak til
bættrar umferðarmenningar. Það
hefur það meginmarkmið að minnka
mannfórnir í umferðinni. Að átakinu
standa, auk dómsmálaráðuneytis,
lögreglan, Vegagerðin, Umferðarráð
og fjölmörg fyrirtæki.
Atakið kemur á réttum tíma að því
leyti, að fólki er í fersku minni mörg
og hörmuleg slys í umferðinni að und-
anförnu, nú síðast rútuslysið við
Hólsselskíl.
Alls hafa fimmtán manns beðið
bana í umferðinni það sem af er árinu,
en á síðustu fimm árum hafa 110
manns farizt í umferðarslysum og
fjöldi manna slasast meira og minna,
margir hlotið örkuml. Ofan á
mannfórnirnar bætist svo það
gífurlega fjárhagstjón, sem
þjóðarbúið í heild verður fyrir af
umferðarslysum og árekstrum.
Dómsmálaráðherra skýrði frá því,
að kynningar- og fræðsluherferð
verði beint að vegfarendum, en þó
sérstaklega ungum ökumönnum.
Einn þáttur átaksins verður aukið
umferðareftirlit og á vegum embættis
ríkislögreglustjóra og Vegagerðar
munu fjórir nýir bílar annast eftirlit á
þjóðvegum. Lögreglan mun beina
sjónum sérstaklega að hraðakstri,
beltanotkun og ölvunarakstri.
Það er fagnaðarefni, að herferðinni
fyir bættri umferðarmenningu skuli
hrint af stað. Mannfórnirnar og tjónið
í umferðinni er orðið svo mikið, að í
raun er þörf þjóðarátaks til að
stemma stigu við þróuninni. Þess
vegna er skorað á fólk að leggja sitt
lóð á vogarskálarnar til að bæta hér
úr. Það er bezt gert með því að aka
varlega og fara að settum reglum.
Landsbanki íslands kaupir 70% hlut í enskum fjárfestingarbanka
Morgunblaðið/Golli
Kaup Landsbankans á meirihlutanum í ijárfestingarbankanum The Heritable and General voru kunngerð á fjiilmiðlafundi í gær. F.v. Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaraðherra, Sig-
urður Atli Jdnsson, forstjóri Landsbréfa, Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, Leslie M. Contoudis, aðstoðarforsljóri eignarhaldsfélags First Union National
Bank, Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, Martin H. Young, forstjóri The Heritable and General, og Kjartan Gunnarsson, varaformaður bankaráðs Landsbankans.
Ein stærstu hlutabréfaviðskipti
íslensks fyrirtækis erlendis
*
Landsbanki Islands hf. hefur keypt 70%
hlut í breska fjárfestingarbankanum Heri-
table and General. Nemur kaupverðið 2,3
milljörðum króna. Ætlunin er að fjár-
magna kaupin með því að auka hlutafé
Landsbankans um 340 milljónir króna.
Upplýsingar um First Union National Bank
Höfuðstöðvarnar eru í Charlotte í Norður-Karólínu.
Eignir nema um 254 milljörðum Bandaríkjadala.
Innstæðureikningar geyma um 140 milljarða Bandaríkjadala.
Fjöldi viðskiptavina er alls um 16 milljónir.
Útibú eru í um 2.300 fjármálamiðstöðvum First Union
og á um 330 afgreiðslustöðum First Union Securities.
Hlutafé First Union er um 16,9 milljarðar Bandaríkjadala
og nú eru 984 milljónir almennra hluta útistandandi.
Hlutabréfin eru skráð í Kauphöllinni í New York (FTU á NYSE).
Markaðsvirði hlutafjár áætlað um 30 milljarðar Bandaríkjadala.
—,............................,..i....—
LANDSBANKI íslands
hf. hefur keypt 70% hlut
í breska fjárfestingar-
bankanum The Herita-
ble and General Investment Bank
Ltd. (HGI) í London. Kaupin eru
meðal stærstu einstöku hluta-
bréfaviðskipta íslensks fyrirtækis
erlendis. Mun þetta vera í fyrsta
sinn sem stór erlendur banki
eignast stóran hlut í íslenskum
banka sem skráður er á Verð-
bréfaþingi íslands.
Kaupverðið nemur 19,6 milljón-
um punda eða sem samsvarar um
2,3 milljörðum króna.
Núverandi meirihlutaeigandi
Heritable and General eru Phila-
delphia International Investment
Corporation (PIIC), sem er dótt-
urfyrirtæki bandaríska bankans
First Union National Bank, og er
eignarhlutur þess 70% af hlutafé
bankans. Fyrrverandi og núver-
andi stjórnendur hans eiga um
30%. Eftir kaupin mun Lands-
bankinn eiga 70% eignarhlut, PI-
IC 25% og núverandi stjórnendur
bankans um 5%.
Til að fjármagna kaupin mun
bankaráð Landsbanka Islands
leggja það til við hluthafa að
hlutaféð í bankanum verði aukið
um 340 milljónir króna eða um
5% og eru samningar gerðir með
fyrirvara um samþykki hluthafa-
fundar. Það hlutafé mun koma að
hluta til sem greiðsla fyrir hluta-
bréf í Heritable and General.
Halldór J. Kristjánsson, banka-
stjóri Landsbankans, segir að
hluthafafundur í Landsbankanum
verði haldinn miðvikudaginn 26.
júlí. Gert er ráð fyrir að 4,25% af
hlutafé í Landsbankanum verði í
eigu First Union, en 0,8% verði
seld áfram til samstarfsaðila
Landsbankans.
Bankaráð Landsbankans mun
leggja til við hluthafa að þeir falli
frá forgangsrétti sínum að hluta-
fjáraukningunni. Gangi þetta eftir
verður First Union, í gegnum
dótturfyrirtækið PIIC, eigandi að
um 4% hlut í Landsbankanum og
verður þar með annar stærsti
hluthafi bankans miðað við núver-
andi hluthafaskrá, næst á eftir
ríkissjóði.
Landsbankinn með 65%
og Landsbréf 5%
Áætlun Landsbankans gengur
út á að eign hans í breska bank-
anum skiptist á milli bankans
sjálfs og Landsbréfa í náinni
framtíð, þannig að Landsbankinn
eigi 65% og Landsbréf 5% í
breska bankanum. Áreiðanleika-
könnunum og samningum er lok-
ið, en kaupsamningurinn er þó
gerður með fyrirvara um sam-
þykki fjármálaeftirlitsins á Bret-
landi.
Á fjölmiðlafundi í gær sögðu
stjórnendur Landsbankans og
Landsbréfa að með kaupunum
hygðist samstæðan halda áfram á
þeirri braut að auka og efla al-
þjóðlega fjárfestingarþjónustu
fyrir viðskiptavini sína, einkum á
sviði eignastýringar, sérbanka-
þjónustu og verðbréfaviðskipta.
Gert er ráð fyrir að ný starf-
semi Landsbankans innan HGI
verði kynnt í byrjun september,
en Landsbankinn mun taka við
bankanum 14. september.
First Union og
Landsbankinn í samstarf
Aðdraganda kaupanna er að
rekja til þess að síðastliðinn vetur
hófu starfsmenn Landsbankasam-
stæðunnar könnun á hagkvæmni
þess að styrkja til muna alþjóð-
lega starfsemi á vegum Lands-
bankans og Landsbréfa með opn-
un útibús erlendis, kaupum á
starfandi fjármálafyrirtæki eða
nánu samstarfí við önnur fjár-
málafyrirtæki, að því er fram kom
á fundinum í gær. Þessi vinna
leiddi til þess að í maí sl. hófust
viðræður við eigendur og stjórn-
endur HGI í London.
Forsvarsmenn Landsbankans
segja að breski bankinn sé afar
vel rekinn og traustur. Hann sér-
hæfir sig í ráðgjöf og útlánastarf-
semi á sviði verkefnafjármögnun-
ar íbúðabygginga.
Lögð verður áhersla á að við-
halda núverandi rekstri og
styrkja hann eins og kostur er.
Samhliða því munu Landsbankinn
og Landsbréf bæta við nýjum
starfssviðum. Samningar hafa
tekist við alla helstu núverandi
stjórnendur bankans um áfram-
haldandi störf þeirra, þ.m.t. for-
stjórann. Fljótlega mun síðan nýtt
starfsfólk verða ráðið til bankans
til að byggja upp starfsemi
Landsbankans innan hans.
Samfara eignaraðild First Un-
ion í Landsbankanum hafa stjórn-
endur Landsbankans og banda-
ríska bankans ákveðið að taka
upp samstarf á ákveðnum sviðum
fjármálaviðskipta, en stefna PIIC,
dótturfyrirtækis First Union, er
að eignast minnihluta í völdum
fjármálafyrirtækjum til uppbygg-
ingar skipulegs samstarfs.
Sérsviðið
verkefnafjármögnunarlán
til íbúðarhúsabygginga
Breski fjárfestingarbankinn
HGI var stofnaður í Glasgow árið
1877 í þeim tilgangi að fjármagna
húsnæðiskaup og var bankinn
skráður í verðbréfahöllinni í Glas-
gow til ársins 1956, en þá komst
hann aftur í einkaeigu og voru
höfuðstöðvarnar fluttar til Lon-
don. Árið 1979 varð bankinn að
dótturfélagi fjárfestingarbanka-
hóps, Heritable Group PLC, sem
hafði með höndum fjölbreytta
banka- og fjárfestingarstarfsemi.
Árið 1983 gerðist fyrirtækið
CoreStates minnihlutaeigandi í
Heritable Group PLC, en varð
meirihlutaeigandi í júnímánuði ár-
ið 1993. Heritable Group PLC,
ásamt meginviðskiptafyrirtæki
þess, Heritable Finance Group,
var selt til City Mortgage Cor-
poration í júní árið 1996.
Frá árinu 1996 hefur bankinn
einbeitt sér alfarið að sérgrein
sinni, sem felst í því að veita
sérsniðin og veðtryggð verkefna-
fjármögnunarlán til íbúðarhúsa-
bygginga til reyndra byggingar-
verktaka og húsbyggjenda.
First Union keypti CoreStates
fyrir 19,3 milljarða bandaríkja-
dala í apríl 1998, sem fól í sér að
endanlegt móðurfyrirtæki bank-
ans breyttist, en hafði engar meiri
háttar breytingar í för með sér
varðandi viðskipti bankans eða
æðstu stjórn hans.
Bankinn býr að menntuðu og
reyndu stjórnunarliði, en 22
starfsmenn vinna hjá honum í
dag.
Sjötta stærsta bankasam-
stæða Bandaríkjanna
Helsta þjónusta sem First Un-
ion National Bank býður upp á er
alhliða bankaþjónusta ásamt al-
hliða miðlunarþjónustu og nú-
tímalegu vöruframboði til neyt-
enda, sérfræðileg fjármálaráðgjöf
um peningamál, eignastýring, að-
gengi að fjármagnsmörkuðum,
fjárfestingarbankaþjónusta og al-
þjóðleg bankaþjónusta við fyrir-
tæki.
Bankinn hóf starfsemi árið
1908, undir nafninu Union Nation-
al Bank, með höfuðstöðvar í Char-
lotte. First Union-nafnið kom
fyrst til sögunnar árið 1958, þegar
Union National og First National
Bank and Trust Co. í Asheville,
Norður-Karólínufylki, runnu sam-
an og mynduðu fyrsta bankann
sem hafði höfuðstöðvar í Charlot-
te og rak útibú í annarri borg.
First Union National Bank,
sem hefur höfuðstöðvar sínar í
Charlotte í Norður-Karólínu, er
sjötta stærsta bankasamstæða
Bandaríkjanna með eignir sem
nema 254 milljörðum bandaríkja-
dala miðað við 31. mars 2000.
Bankinn hefur mestu markaðs-
hlutdeild innistæðureikninga á
svæðinu frá Flórída til Conn-
ecticut. Hann starfar um öll
Bandaríkin og er sjötta stærsta
verðbréfamiðlunarfyrirtæki
Bandai-íkjanna með alls 6.900 fag-
lærða og löggilta verðbréfamiðl-
ara.
Félagið er átjándi stærsti sjóð-
stjórinn í Bandaríkjunum, stærsti
veitandi íbúðalána, ellefti stærsti
veitandi veðlána og meðal stærstu
miðmarkaðslánveitenda á fyrir-
tækjamarkaði í Bandaríkjunum.
Halldór J. Kristiánsson,
bankastjórí Landsbanka Islands
Tímamót
í íslensku
fjármálalífí
HALLDÓR J. Kristjánsson, banka-
stjóri Landsbanka íslands, segir að
kaup First Union á hlut í Lands-
bankanum marki tímamót, þar sem
erlendur aðili hafí ekki keypt svo
stóran hlut í viðskiptabanka fyrr.
„Vissulega er þetta mjög mikilvæg-
ur áfangi, enda hefur ekki verið mik-
ið um stóra erlenda fjárfestingu í ís-
lensku fjármálalífi til þessa. Þetta er
mjög ánægjulegur viðburður,“ segir
hann.
Bankaráð Landsbankans mótaði
þá stefnu á fundi í júní 1999 að eðli-
legt væri að fylgja eftir ákvörðun
bankans um að setja upp og reka
svokallaða Fortuna-sjóði á eynni
Guemsey á Ermarsundi. Ákveðið
var að setja upp starfsstöð í London.
Kannaðir vom þrír kostir í þvi
efni. I fyrsta lagi að setja upp útibú
og umboðsskrifstofu fyrir Lands-
bankann. í öðru lagi að Landsbank-
inn byggði upp sitt eigið dótturfélag
í London, sem hefði fullkomið
bankaleyfi. í þriðja lagi að kaupa
einingu sem þegar væri starfandi og
hefði öll tilskilin bankaleyfi; starfs-
fólk og húsnæði.
Ákveðið að kaupa
starfandi einingu
„Eftir að hafa farið vandlega yfir
þessa kosti komumst við að þeirri
niðurstöðu að sá þriðji væri eðlileg-
astur og hagkvæmastur; að kaupa
starfandi einingu sem gæti hentað
til uppbyggingar fyrir sérbanka-
þjónustu, eignastýringu og verð-
bréfaviðskipti Landsbankans og
Landsbréfa. Við réðum fjármála-
ráðgjafa í London í nóvembermán-
uði til að leita að slíkri einingu og
könnuðum 10-12 banka,“ segir Hall-
dór.
Eftir umræður og vangaveltur
fékkst sú niðurstaða að Heritable
and General Investment Bank hent-
aði Landsbankanum vel. „Þar er
arðsöm starfsemi fyrir; hæft starfs-
fólk og auðvelt að byggja upp þá
þjónustu sem við höfum í huga,“
segir Halldór.
Halldór segir að 70% eignaraðild
First Union-bankans, sjötta stærsta
banka Bandaríkjanna, hafi styrkt
tiltrú Landsbankans á The Herita-
ble and General Investment Bank.
„Við sáum fljótt að bankinn var afar
vel rekinn, með hátt eiginfjárhlutfall
og góða arðsemi heildareigna. Við
áttuðum okkur einnig á því að
stefnumið First Union-bankans var
að eiga ekki meirihluta í erlendum
bönkum. Bankinn vildi hins vegar
eiga stóran minnihluta í bankanum í
London og það féll afar vel að stefnu
okkar,“ segir hann.
First Union lýsti yfir áhuga á að
fá hlutabréf í Landsbankanum sem
greiðslu fyrir hlutabréf sín í breska
bankanum, enda féll það vel að fyrr-
nefndri stefnu um að eiga sterkan
minnihluta í erlendum bönkum. „Við
komumst að niðurstöðu í meginat-
riðum í maí, en viðræður hafa staðið
yfir í júm' og fyrrihluta júlí. Allar
áreiðanleikakannanir liggja fyrii”
skattalegs, lagalegs og fjárhagslegs
eðlis, auk þess sem starfsmannamál
eru fullkönnuð. Því er öllum þáttum
samninga lokið og eini fyrirvarinn er
samþykki á hluthafafundi Lands-
bankans og að fjármálaeftirlit Bret-
lands samþykki samningana.
Halldór vill ekki viðurkenna að
þessi viðskipti sýni fram á veikleika
löggjafar sem takmarkar erlenda
fjárfestingu í íslenskum sjávarút-
vegi. „Ég vil ekki segja það. Áð mínu
viti er mikilvægast að halda opnu
fjármagnsstreymi í þær atvinnu-
greinar þar sem erlendir aðilar geta
lagt af mörkum tækniþekkingu og
fjárhagslegan styrk. Þar á ég við
fjármálafyrirtæki, tryggingarekst-
ur og iðnrekstur margs konar. Með
tilliti til þeirrar fæmi og krafts sem
íslensk sjávarútvegsfyrirtæki búa
yfir má í raun segja að erlend fjár-
festing sé ekki endilega íslenskum
sjávarútvegi stórkostlega mikil-
væg,“ segir Halldór.
Halldór viðurkennir þó að með
kaupunum sé First Union að fjár-
festa óbeint í íslenskum sjávarút-
vegi, þar sem Landsbankinn og
Landsbréf eiga talsverðan hlut í ís-
lenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.
„En þar er um afar smáa og dreifða
hluti að ræða. Því er alls ekki hægt
að tala um eignatengsl í þeii-ri merk-
ingu að um ráðandi hlut sé að ræða,“
segir hann, „þessi fjárfesting First
Union í Landsbankanum er ekki
hugsuð bara á annan veginn. Við
höfum rætt um víðtækt samstarf
bankanna á milli,“ segir Halldór.
Valgerdur Sverrisdóttir,
viðskiptaráöherra
Kaupin afar
þýðingarmikil
VALGERÐUR Sverrisdóttir við-
skiptaráðherra telur kaupin vera
afar þýðingarmikil fyrir Lands-
bankann. „Bæði það að eignast
stóran memhluta í banka í London
sem hefur öll tilskilin leyfi sem
Landsbankinn sækist eftir, og eins
að fá stóran bandarískan banka sem
stærsta eignaraðila í Landsbankan-
um fyrir utan ríkið.“ Hún bætir við
að kaupin séu ekki síður jákvæð
fyrir íslenskt viðskiptalíf. Þetta sé
alveg í takt við þá stefnu ríkis-
stjórnarinnar að fá erlenda aðila til
samstarfs við íslensku bankana.
Um fyrirhugaða hlutafjáraukn-
ingu Landsbankans segir Valgerð-
ur að lagabreytingu þurfi ekki til
þess. „Þetta eykur ekki útlánagetu
bankans og er því ekki þensluhvetj-
andi.“
Aðspurð um frekari sölu ríkis-
sjóðs á hlut sínum í Landsbankan-
um segir Valgerður að á stefnuskrá
ríkisstjórnarinnar sé að selja bank-
ana. Þetta sé alltaf til umræðu, bæði
innan viðskiptaráðuneytisins og
ríkisstjórnarinnar, án þess þó að
nein stefna hafi verið mótuð til
lengri tíma. „Við höfum sumarið til
að vinna þessa vinnu þar sem þingi
lauk í vor án þess að tími ynnist til
að breyta lögunum. Hvað sem gert
verður mun kalla á lagabreytingar,"
segirValgerður.
Leslie M. Contoudis,
aöstoöarforstjóri
eignarhaldsfélags Rrst Union
Landsbank-
inn er fram-
sýn stofnun
LESLIE M. Contoudis er aðstoðar-
framk\'æmdastjóri Philadelphia Int-
emational Investment Corporation,
sem er eignarhaldsfélag First Union
og nú stærsti einkahluthafi Lands-
banka Islands. Hún segir að kaupin á
4% hlut í Landsbankanum séu í sam-
ræmi við stefnu First Union, að vera
virkur minnihlutaeigandi í fjármála-
fyrirtækjum um víða veröld.
„Markmið okkar er að sjálfsögðu að
fjárfestingar skili sem mestmn arði
fyrir hluthafa okkar. Einnig viljum
við færa út kvíamar og útvíkka
starfsvið First Union,“ segir hún.
„Við eram langtímafjárfestar og er-
um sífellt að leita að nýjum tækifær-
um,“ segir Leslie.
Leslie segist vera bjartsýn fyrir
hönd Landsbankans. „Við kynnt-
umst fyrirtækinu þegar við leituðum
fyrir okkur um sölu á hlut í The Heri-
table and General Investment Bank í
London. Við komumst að þvi að
Landsbankinn er afar framsækin
fjármálastofnun og opin fyrir nýj-
ungum. Hann er auðvitað einn af
leiðtogunum á íslenskum banka-
markaði," segir hún.
Leslie segir First Union hafa vitað
af þeim áætlunum íslenska ríkisins
að minnka hlut sinn í Landsbankan-
um, en hann nemur nú 72%. „Það er
okkur heiður að starfa með íslensk-
um stjómvöldum, en fyrirætlanir um
sölu á hlut ríkisins hafa ekki áhrif á
stöðu okkar sem hluthafa í Lands-
bankanum. Við einbeitum okkm- að
því að koma á viðskiptasamstarfi
milli Landsbankans og First Union,“
segir Leslie.
Býður hugsanlega upp á íslensk
hlutabréf vestanhafs
Leslie segir að ekki sé að fullu
ákveðið hvemig samstarfi bankanna
tveggja verði háttað. Sérfræðingar
frá hvoram banka muni hittast á
reglubundnum fundum og miðla af
reynslu sinni og þekkingu. „Hluti af
samstarfssamningi bankanna snýst
um að þetta samstarf verði samfellt.
Stjómendur Philadelphia Intema-
tional Investment Bank og Lands-
bankans munu hittast ársfjórðungs-
lega og ákveða samstarfssvið," segir
Leslie.
First Union er sjötta stærsta verð-
bréfamiðlunarfyrirtæki i Bandaríkj-
unum. Leslie segir að vel geti verið
að bankinn bjóði hlutabréf í íslensk-
um fyrirtækjum til sölu í Bandaríkj-
unum. „Við hyggjum á náið samstarf
við Landsbréf og vonumst til að taka
þátt í þeirri þróun sem óneitanlega á
sér stað með auknum áhuga á íslandi
sem fjárfestingarkosti,“ segir hún.
Sjötti stærsti banki
Bandaríkjanna
First Union National Bank, sem
hefur höfuðstöðvar sínar í Charlotte
í Norður-Karólínu er sjötta stærsta
bankasamstæða Bandaríkjanna með
eignir sem námu 254 milljörðum'
bandaríkjadala 31. mars 2000.
FUNB hefur mestu markaðshlut-
deild innstæðureikninga á svæðinu
frá Flórída til Connectieut.
FUNB starfar um öll Bandaríkin
og er sjötta stærsta verðbréfamiðl-
unarfyrirtæki Bandaríkjanna með
alls 6.900 faglærða og löggilta verð-
bréfamiðlara. Félagið er átjándi
stærsti sjóðstjórinn í Bandaríkjun-
um, stærsti veitandi íbúðarlána og
ellefti stærsti veitandi veðlána.
FUNB er meðal stærstu miðmark-^
aðslánveitenda á fyrirtækjamarkaði
í Bandaríkjunum.
Viðskiptavinir First Union era 16
milljónir talsins.
Martin H. Young,
forstjóri The Heritable and General
Engar meiri-
háttar
breytingar
á núverandi
starfsemi
MARTIN H. Young, forstjóri The
Heritable and General, segir að
kaup Landsbankans á bankanum
séu afar spennandi hvað stjórnun
varðar. „Við munum tileinka okkur
í nokkrum mæli íslenskar aðferðir.
Ég sé fyrir mér að við getum
byggt upp öfluga og virta sér-
bankaþjónustu."
Young segii’ að hugmyndin að
sölunni hafi orðið til hjá stjórnend-
um bankans. „Við bentum meiri-
hlutaeigandanum, First Union, á
hversu agnarsmár bankinn væri í
samanburði við bandaríska bank-
ann. I framhaldi af því ákváðu
stjórnendur First Union að selja
meirihluta sinn.“ -
Young segir að núverandi starf-
semi ljárfestingarbankans muni
ekki taka neinum meiriháttar
breytingum eftir kaupin. „Seljend-
ur meirihlutans töldu það mikil-
vægt við söluna að þetta yrði
óbreytt. Auðvitað koma svo inn
einhverjar nýjungar með nýjum
meirihlutaeiganda. Við munum ef-
laust bæta við þjónustuþáttum og
þar af leiðandi nýjum starfsmönn-
um, m.a. frá Landsbankanum."
Aðspurður segir Young að bank-
inn sé ekki stór í samanburði við
aðra banka í London. Afkoma hans ^
sé þó afar góð og hafi verið það
lengi. „Eitt af því sem ég tel að
hafi vakið mikinn áhuga hjá stjórn-
endum Landsbankans er að yfir-
stjórnendur Heritable and General
hafa starfað lengi hjá bankanum.
Þeir standa því ekki á byrjunarreit
eftir kaupin. Kunnáttan er til stað-
ar í bankanum í London.“