Morgunblaðið - 19.07.2000, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Lögbundin einræðisstjórn
Pútíns byijar með lögleysu
© Project Syndicate
AP
Vladímír Pútín ásamt ígor Sergejev varnarmálaráðherra á vopnasýn-
ingu í borginni Nízhm' Tagfl í Úralfjöllum fyrir nokkrum dögum.
eftir Richard Pipes
RÚSSNESKIR menntamenn og
þeir sem fjalla um rússnesk málefni
í öðrum löndum eru almennt sam-
mála um að eitt þeirra mikilvægu
verkefna - ef ekki það allra mikil-
vægasta - sem Rússland stendur
frammi fyrir eftir fall Sovétríkjanna
sé að koma á lögbundinni stjóm en
það er undirstaða lýðræðis og frjáls
markaðsbúskapar. Það er þó vafa-
mál hvort Pútín forseti og aðstoðar-
menn hans gera sér grein fyrir
þessu. Sumar aðgerðir þeirra og yf-
irlýsingar benda til að þeir séu til-
búnir til að fórna lögum fyrir póli-
tísk hentugleikasjónarmið í þeim
tilgangi að byggja upp „sterkt ríki“.
Frá upphafi sögu sinnar hefur
Rússland ekki búið við lög sem
grundvallarreglu í samskiptum
stjórnenda ríkisins og þegnanna.
Allt þar til í byrjun tuttugustu aldar
þekktu keisarar engar lagalegar
hömlur eins og þær sem takmörk-
uðu einveldi vestur-evrópskra þjóð-
höfðingja. Þeir þurftu ekki að virða
einkaeign á landi af því að allt til árs-
ins 1785 var allt land í þeirra eigu.
Þeir þurftu heldur ekki að virða
réttindi aðalsins af því að allir aðals-
menn voru þjónar þeirra til miðrar
18. aldar. Bændur, sem voru níu
tíundu þjóðarinnar, voru að lang-
mestu leyti ánauðugir leiguliðar
krúnunnar eða aðalsins og sem slíkir
höfðu þeir alls engin lagaleg rétt-
indi. Fyrstu lögbækur Rússlands
voru settar saman
á fjórða áratug 19.
aldar og fyrstu
virku dómstólarnir
komu fram á
sjöunda áratug ald-
arinnar.
Lög voru vitaskuld til en þau
þjónuðu ekki því hlutverki að vemda
fólk gegn gerræðislegum ákvörðun-
um stjómarinnar, þess í stað vom
þau tæki til að stjóma. Til að mynda
var ekki hægt að fara í mál við emb-
ættismenn keisarans án þess að fá
leyfi frá yfirmönnum þeirra. Sú hug-
mynd að venjulegt fólk ræki mál fyr-
ir dómstólum gegn stjómvöldum
var algerlega óhugsandi.
Lagaleg hefð var því mjög yfir-
borðsleg í Rússlandi þegar bolsévík-
ar hrifsuðu völdin. Þeir sjö áratugir
sem þeir höfðu alræðisvald gerðu að
engu það takmarkaða lagakerfi sem
hafði þó skotið rótum. Lenín skil-
greindi „alræði öreiganna" sem
„takmarkalaus völd, sem engin lög
gætu náð yfir, sem engar reglur
gætu hamlað, sem hvílir með bein-
um hætti á valdbeit-
ingu“. Þannig var það
satt best að segja.
Pútín forseti hefur
fullyrt að í Rússlandi nú-
tímans verði lögin hinn
sanni „einræðisherra".
En margt bendir til þess, að hann líti
á lög með hefðbundnum, rússnesk-
um hætti, þ.e. ekki sem grundvallar-
reglu, sem bindur jafnt ríki og
þegna, heldur sem tæki fyrir ríkið til
þess að koma sjónarmiðum sínum á
framfæri.
Ein birtingarmynd þessa viðhorfs
er nýleg árás á höfuðstöðvar Media-
Most-samsteypunnar en sjónvarps-
og útvarpsstöðvar hennar og dag-
blöð hafa gagnrýnt herferðina gegn
Tsjetsjenum. Árásin - sem gerð var
af vel vopnuðum og grímuklæddum
mönnum! - var, að því er sagt er,
gerð til að rannsaka ólöglegar að-
gerðir starfsmanna fyrirtækisins.
En árásin sjálf var algerlega ólögleg
aðgerð, sem ennþá hefur ekki verið
beðist afsökunar á.
Annað dæmi snýr að tilraunum
Pútíns til að hafa
taumhald á landstjór-
um hinna 89 héraða
Rússlands. Á síðasta
áratug hafa þessir
kjörnu embættis-
menn náð völdum
eins og þeir væru barónar í léns-
skipulagi og í sumum tilfellum
ganga aðgerðir þeirra greinilega í
berhögg við stjórnarskrána. Til að
ná taumhaldi á þeim hefur Pútín út-
nefnt sjö embættismenn (að mestu
leyti fyrrverandi hershöfðingja og
KGB-menn), sem líkjast einna helst
æðstu embættismönnum keisara-
tímans, er þjóna sem fulltrúar hans.
Þegar Pútín gerði þessa ákvörðun
heyrinkunna bætti hann við að hann
myndi „reka“ þá ríkisstjóra sem
uppvísir yrðu að ólöglegum aðgerð-
um. Þessi ógnun var í sjálfu sér ólög-
leg, því að samkvæmt rússnesku
stjórnarskránni er aðeins hægt að
reka réttkjörna embættismenn með
fyrirskipunum dómstóla. Ef til vill
var þetta „forsetalegt mismæli". En
þegar forsetinn misstígur sig á
þennan hátt, ef hann gerði það yfir-
leitt, sést að hann setur sjálfan sig
enn ofar lögum.
Þriðja birtingarmyndin viðkemur
nýlegri óvirðingu yfirvalda í Moskvu
við stríðsdómstól Sameinuðu þjóð-
anna með því að taka á móti varnar-
málaráðherra Júgóslavíu, Dragoljub
Ojdanic. Ojdanic er var formlega
ákærður fyrir ári af stríðsdómstóln-
um í Haag, dómstól, sem komið var
á fót með samþykki Moskvu til að
refsa fyrir glæpi gegn mannkyni í
Kosovo. Sem aðildarríki að öryggis-
ráði Sameinuðu þjóðanna bar rúss-
neskum yfirvöldum skylda til að
handtaka Ojdanic. Þrátt fyrir það
komu þau fram við hann eins og op-
inberan gest, komu á fundum með
honum og varnarmálaráðherra
Rússlands og með yfirmanni rúss-
neska hersins.
Vandamálið er að þó að Vladímír
Pútín hafi útskrifast frá lögfræði-
deild háskólans í Pétursborg þá
þjónaði hann í mörg ár í KGB og
hefur safnað í kringum sig fyrrver-
andi starfsmönnum öryggislög-
reglunnar en meginhlutverk hennar
innanlands var að bæla niður gagn-
rýni á yfirvöld. Hugarfar þessara
manna miðast við það að ná mark-
miðum sínum án þess að hengja sig í
lagalegum smáatrið-
um. Slíkan bakgrunn
er erfitt að yfirstíga,
sérstaklega ef nýja
verkefnið er að
stofna „sterkt ríki“.
Þetta veit á illt fyrir
Rússland, sem á enn eftir að læra að
pólitískur styrkur fæst ekki með því
að traðka á borgaralegum réttindum
þegnanna heldur með því að skapa
tilfinningu fyrir sameiginlegum
hagsmunum stjórnvalda og fólksins,
með ósveigjanlegri virðingu fyrir
lögunum.
Richard Pipes er höfundur bókar-
innarRussia Under the Old Regime.
Hann hefur einnig gefið út tveggja
binda verk um rússnesku bylting-
una. Hann ernú prdfessor ísagn-
fræði við Harvard en átti áðursæti f
öryggisráði Hvíta hússins.
Speight varar við
frekari óeirðum
„Gam-
anið er
rétt að
byrja“
Suva. AP.
GEORGE Speight, leiðtogi
uppreisnarmanna sem héldu
þingmönnum í gíslingu í tvo
mánuði á Fídjíeyjum, varar við
því að frekari óeirðir muni lík-
lega brjótast út á eyjunum í
kjölfar útnefningar nýrrar rík-
isstjórnar.
Þrátt íyrir að tveir manna
Speights hafi fengið sæti í
stjórninni sagði hann að ráð-
herralistinn myndi leiða til and-
spyrnu. „Þeir eru á mjög hálum
ís. Ég held að þeir muni fá
harða andspyrnu," sagði
Speight. Þegar hann var spurð-
ur hvort búast mætti við að
óeirðir brytust út á Fídjí að
nýju sagði Speight: „Ég spái
því. Gamanið er rétt að byrja.“
Speight hafði krafist þess að
stjómarskrá eyjanna yrði
breytt og íbúum af indverskum
uppruna, sem eru í minnihluta,
meinað að fara með nokkur
völd. Meðal gíslanna sem upp-
reisnarmenn héldu var
forsætisráðherra eyjanna, sá
fyrsti úr röðum minnihlutans.
Viðskiptaþvinganir
Speight brást ókvæða við því
að ekki fengju fleiri stuðnings-
manna hans sæti í nýrri ríkis-
stjóm, sem útnefnd var í gær af
Ratu Josefa Iloilo forseta. Aft-
ur á móti útnefndi Iloilo enga
menn af indverskum uppmna, í
samræmi við kröfu Speights.
Nýsjálendingar hafa hafið
viðskiptaþvinganir gegn Fídjí
og krefjast þess að þar verði á
ný tekið upp lýðræði með þátt-
töku allra kynþátta. Ástralir til-
kynntu í gær að þeir myndu
draga úr aðstoð til eyjanna,
skera á flest hernaðarleg tengsl
og meina náms- og íþrótta-
mönnum að fara til eyjanna og
kalla heim hæst setta stjórnar-
erindreka sinn á eyjunum.
Samstarfsmenn
Pútíns úr KGB hafa
aldrei hengt sig í
lagaleg smáatriði
Fyrstu rússnesku
lögbækurnar voru
ekki settar saman
fyrr en á 19. öld
Berezovskí hyggst
beita fjölmiðlaveldinu
gegn Pútín
Moijkvu. AP.
RÚSSNESKI auðkýfingurinn Borís
Berezovskí hyggst sameina fjölmiðla
sína í eitt fyrirtæki sem á að vemda
pólitíska hagsmuni hans.
Dagblaðið Nezavísímaja Gazeta,
sem er í eigu Berezovskís, sagði í for-
ystugrein í gær að auðjöfurinn hygð-
ist gera fjölmiðlaveldi sitt að beittara
pólitísku vopni. Berezovskí sagði
sjálfur á blaðamannafundi á mánu-
dag að nýja fyrirtækið ætti að vera
„mikilvæg pólitísk lyftistöng" í bar-
áttu hans og stjórnarandstæðinga
við Vladímír Pútín forseta.
Berezovskí á 49% hlut í ORT,
stærstu sjónvarpsstöð Rússlands, en
ríkið á meirihluta í stöðinni. Hann
vildi ekki svara því hvort ORT yrði
hluti af nýja fyrirtækinu og sagði að-
eins að það fengi öll þau hlutabréf
sem hann ætti. Aður hafði hann lagt
til að ríkisstjómin setti meiri pen-
inga í ORT eða seldi honum hluta-
bréf sín ef hún gæti það ekki.
Berezovskí sagði að fyrirtækið
yrði undir stjórn Igors Shagdúrasú-
lovs, sem lét af embætti aðstoðar-
skrifstofustjóra forsetans um helg-
ina. Shagdúrasúlov var áður
aðalframkvæmdastjóri ORT.
Berezovskí var mjög áhrifamikill í
Kreml í forsetatíð Borís Jeltsíns og
studdi Pútín í forsetakosningunum í
mars, meðal annars með því að láta
fjölmiðla sína hampa honum í kosn-
ingabaráttunni. Auðkýfingurinn
lagðist hins vegar gegn Pútín þegar
forsetinn tók að sækjast eftir aukn-
um völdum á kostnað rússneskra
héraðsstjóra. Þau áform gætu skað-
að Berezovskí og fleiri auðjöfra þar
sem þau hindra að þeir geti gert arð-
vænlega samninga við héraðsstjór-
ana, sem hafa ráðið yfir miklum auð-
lindum.
Berezovskí kvaðst á mánudag
ætla að láta af þingmennsku til að
mótmæla meintum einræðistilhneig-
ingum forsetans. Hann sakaði Pútín
um að reyna að eyðileggja stórfyrir-
tæki og kvaðst ætla að beita sér fyrir
því að héraðsstjórar og andstæðing-
ar stjórnarinnar á þinginu tækju
höndum saman. Það gæti orðið til
þess að nýr flokkur yrði stofnaður.
Ottast saksdkn
Berezovskí og fleiri kaup-
sýslumenn notuðu áhrif sín í Kreml
til að tryggja sér ríkiseignir á lágu
verði með vafasömum einkavæðing-
arsamningum. Berezovskí hefur
verið bendlaður við fjárdrátt í
tengslum við stærsta flugfélag Rúss-
lands, Aeroflot. Saksóknarar telja að
andvirði 46 milljarða króna af
hagnaði fyrirtækisins hafi verið lagt
inn á bankareikninga erlendis
ólöglega með aðstoð tveggja
svissneskra fyrirtækja. Berezovskí
var í fyrstu grunaður um aðild að
málinu en saksóknaramir óska nú
Reuters
Borís Berezovskí á blaðamannafundi í Moskvu þegar hann tilkynnti að
hann hygðist láta af þingmennsku.
aðeins eftir vitnisburði hans.
Berezovskí hefur hvatt Pútín til að
veita almenna sakaruppgjöf vegna
efnahagsglæpa sem framdir voru
fyrstu árin eftir hrun Sovétríkjanna
1991. Hann segir að allir rússneskir
kaupsýslumenn hafi gerst sekir um
lögbrot á þessum tíma, annaðhvort í
grandaleysi eða af ráðnum hug.
Nokkrir rússneskir fjölmiðlar
hafa túlkað atlöguna að Pútín og
endurskipulagningu fjölmiðlaveldis-
ins sem örvæntingarfulla tilraun af
hálfú Berezovskís til að veijast hugs-
anlegri saksókn. „Berezovskí kann
að hafa komist að þeirri niðurstöðu
að fjölmiðlaveldi undir hans stjórn sé
miklu árangursríkari vöm gegn
hugsanlegri saksókn en þinghelgin,“
sagði dagblaðið Vremja MN.