Morgunblaðið - 19.07.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.07.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 3£> MINNINGAR leysa vel úr öllum málum. Þess naut ég og fjölskylda hennar öll. Það var mikið lán fyrir mig að fá tækifæri til þess að umgangast og kynnast Guð- finnu. Endurminningar mínar um Guðfinnu eru mér mjög kærar og hlýjar. Við hjónin vottum innilega samúð eiginmanni hennar, Stefáni Jasonarsyni, og fjölskyldunni allri. Blessuð sé minning Guðfinnu. Bjarni Guðmundsson. Kveðja frá Hdli Okkur langar að minnast ná- grannakonu okkar, Guðfinnu í Vorsa- bæ, með örfáum orðum. Við ólumst upp á næsta bæ, frændsystkinin og samgangur var ávallt mikill. Þegar fór að vora fékk maður nýja strigaskó, gjama líka gúmmískó og fór út að Vorsabæ í sumarklippingu. Guðfinna mundaði þar skærin og rak- vélina af mikilli list og allur stelpnaskarinn á Hóli kom stutt- kligptur heim aftur. Avallt var gott að koma að Vorsa- bæ. Á veturna lékum við okkur í húfu- og hattaleik og fengum við þá ótak- markaðan aðgang að höfiiðfötum þeirra heiðurhjóna Stefáns og Guð- finnu og héldum sýningar. Ekki ósjaldan komum við inn í bæ eftir að hafa verið með Sveinbjörgu úti á skautum. Þá voru oft frosnar tæmar og lögðumst við þá ávallt á eldhúsgólfið og stungum fótunum inm' röraofnin góða á veggnum. Á meðan tók Guðfinna til kaffibrauð og svo fengum við að drekka. Hafrakex og heimagert gulrótarmarmelaði, kleinur, flatkökur að ógleymdu brauðinu góða. Guðfinnubrauð heitir það núna og er oft bakað á mínu heimili. Þykir það mjög gott og upp- skriftin farið víða. Guðfinna átti alla tíð svo fallega sparibolla og súkkulaðikönnu. Eg ákvað svo þegar ég fór að búa að svona bolla vildi ég eignast. I hvert sinn sem ég tek fram mína sparibolla, kemur fram minningin um hlýja nota- lega eldhúsið hennar Guðfinnu. Kveðja mömmu okkar til Guðfínnu var á þennan veg: „Hún vann ávallt öllum til góðs og engum til ama. Hún var hógvær og ráðagóð og fór ég ætíð ánægðari en áður af hennar fundi.“ Með þessum orðum vil ég fyrir hönd okkar krakkana sem ólumst upp á Hóli og mömmu, þakka þér, Guð- finna, fyrir þitt góða þel og viðmót alla tíð. Hvíl þú í friði. Áslaug Ivarsdóttir. Nú hefur amma kvatt þennan heim og kominn á nýjan stað í hinni víðu veröld. Hún stóð fyllilega undir skil- greiningunni „besta amma í heimi“ og hennar verður sárt saknað af öllum sem henni kynntust. Við bræðumir vorum í sveit hjá ömmu og afa í mörg sumur og héldum áfram að búa hjá þeim eftir að Helgi móðurbróðir tók við búinu. Hjá ömmu og afa lærðum við bræðumir að vinna eins og menn. Amma var sívinnandi, hljóðlát og lúmskur húmoristi. Hún hafði ein- stakt lag á að sjá skoplegu hliðamar á hinum ýmsu málum, bh'ð var hún og skilningsrík og fylgdist vel með og hafði áhuga á því sem maður var að gera, maður gat alltaf treyst henni fyrir hlutum og hún hlustaði alltaf og velti fyrir sér því sem maður var að hugsa. Amma bakaði öll brauð, svo- kölluð „ömmubrauð", og hafa engin brauð komist í hálfkvisti við þau. Hún bakaði einnig flatkökur sem enginn annar getur gert á sama máta. Þegar amma fór að eldast fór sjónin að plaga hana og ýmsir aðrir kvillar, sem eðh- legt er þegar fólk fer að eldast. Samt lét hún engan bilbug á sér finna og hélt skýrri hugsun alveg til dauða- dags. Ég man þegar ég var í sveitinni 1997. Þá hjálpaði amma okkur að mjólka kýrnar á hverjum morgni, orðin hálfblind. Amma og afi voru gift í meira en hálfa öld en voru samt allt- af eins nýskriðið par eftir allan þenn- an tíma. Það gjörsamlega blómstraði af þeim hamingjan sem er sjaldséð í dag á tímum vísitölupakka og skiln- aða. Eins og áður segir verður ömmu sárt saknað og lífið verður aldrei al- veg eins án hennar en öll kveðjum við víst að lokum þennan heim. Finnur og Grímur Hákonarsynir. ROBERT BJARNASON + Róbert Bjarna- son fæddist 5. janúar 1917 í Reykjavík. Hann lést 30. júní síðastliðinn og fór útfiir hans fram frá Víðistaða- kirkju 7. júlí. Þeir týna smátt og smátt tölunni gömlu félagarnir og nú er Ró- bert fallinn í valinn. En þetta er það sem vænta má, slík er lífs- ins saga. Því miður var ég fjarverandi úr bænum þegar Róbert var borinn til grafar og gat því ekki fylgt honum síðasta spölinn, en eins og hann hefði sjálfur sagt, „þetta er allt í lagi, þú lækkar bara flugið næst“. Þetta var orðtak sem hann notaði oft er hann kom í óvænta heimsókn, birtist allt í einu í dyrum sýningar- klefans hjá mér. „Ég ætla ekkert að stoppa, átti bara leið hjá og lækkaði flugið." Róbert Bjamason var Hafnfirð- ingur, með stóru hái. Hann var að vísu fæddur í Reykjavík, en Hafnar- fjörður var hans bær. Aðalatvinna hans var lengst af skrifstofustörf og í áratugi var hann skrifstofustjóri á Sólvangi í Hafnarfirði, þar sem hann svo dvaldist síðustu árin sem sjúklingur. Um 1945 fór hann að fást við kvik- myndasýningar og varð svo sýning- arstjóri við Bæjarbíó í Hafnarfirði. Hann var það svo alla tíð meðan það bíó var og hét, t.d. þeg- ar það var eitt mest sótta kvikmyndahús landsins. Róbert var afar samviskusamur og vandaður sýningar- maður. Umgengni hans við sýningartæki og annað er hann hafði undir höndum í sýning- arklefanum var til fyr- irmyndar, hvergi mátti sjást fis á neinu og allt varð að vera í besta ástandi. Stéttarfélag sýning- armanna, FSK, Félag sýningarmanna við kvikmyndahús, var stofnað 1945 og gerðist Róbert brátt virkur félagi þar. Hann var um árabil í stjóm félagsins og alltaf gjaldkeri. Rækti hann það starf, eins og annað er hann tók sér fyrir hendur, af einstakri samviskusemi. Naut hann þar mikils trausts félags- manna, enda endurkjörinn í það starf ár eftir ár. FSK á Róbert mik- ið að þakka og til að sýna honum smá þakklætisvott var hann sæmd- ur gullmerki félagsins og svo seinna gerður heiðursfélagi FSK. Við áttum góða og farsæla sam- vinnu í mörg ár og var það samstarf með ágætum. En nú er Róbert horf- inn og lækkar nú flugið á öðrum og væntanlega betri stað. Ég vil færa börnum hans og bamabömum sam- úð mína og kveð þig, góði vinur. Hafðu besta þakklæti fyrir sam- starfið og vináttuna, hvorttveggja var mikils virði. Óskar Steindórsson. Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista MOSAIK t Marmari Graníl Blágrýti Gahbró l.ípaiíl Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 Þegar andlát ber að höndum Vesturhlíð 2 Fossvogi Sfmi 551 1266 www.utfor.is Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. . Sverrir Einarsson útfararstjóri, sími 896 8242 Sverrir Olsen útfararstjóri. Wa1 I Baldur I Frederiksen I útfararstjóri, } sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐRÚN SIGRÍÐUR KONRÁÐSDÓTTIR, Árskógum 8, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi þriðju- daginn 11. júlí sl. Útför hennar fór fram í kyrrþey þriðjudaginn 18. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, Pétur Jónsson, Margrét Pétursdóttir, lllugi Óskarsson, Kristín Thea Pétursdóttir, Auður Churukian, Hjðrdís Pétursdóttir, Hrönn Pétursdóttir, Þóra Pétursdóttir, Sigurður Pétursson, Jón Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn Gordon Churukian, Björn Hafsteinsson, Jóhann Eiríksson, Ólafur Rögnvaldsson, Sigríður Magnúsdóttir, t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fóstur- faðir, sonur, bróðir og mágur, ÞÓRARINN JÓNSSON, lést mánudaginn 17. júlí á heimili okkar, Tún- götu 22, Húsavík. Helga Þuríður Árnadóttir, Eggert Þórarinsson, Ruth Þórarinsdóttir, Bergljót Friðbjarnardóttir, Sigurður Ólafur Friðbjarnarson, Jón Þórarinsson, Laufey Jónsdóttir, Hólmfríður Jónsdóttir, Valgerður Jónsdóttir, Guðmundur Jónsson, Þórdís Jónsdóttir, Unnur Baldursdóttir, Hafliði Jósteinsson, Kormákur Jónsson, Hákon Þórðarson, Hólmfríður Þorkelsdóttir, Jón Gauti Böðvarsson. + Utför ÖNNU BENEDIKTU SIGURÐARDÓTTUR, Kvíslarhóli, Tjörnesi, fer fram frá Húsavikurkirkju föstudaginn 21. júli kl. 14.00. Þeir sem vildu minnast hennar láti Sjúkrahús Þingeyinga, Húsavík, njóta þess. Guðmundur G. Halldórsson, Steinþóra Guðmundsdóttir, Þórarinn Gunnlaugsson, Mary Anna Guðmundsdóttir, Halldór Sigurðsson, Aðalsteinn Guðmundsson, Jófríður Hallsdóttir, Stefán Brimdal Guðmundsson, Lára Ósk Gunnlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRID AGNES KRISTINSSON bókasafnsfræðingur, Vesturbæ, Álftanesi, andaðist sunnudaginn 16. júlí. Guðmundur Kr. Kristinsson, Einar Otti Guðmundsson, Sigríður R. Magnúsdóttir, Helga Guðmundsdóttir, Kristinn Guðmundsson, Kristín Norðdahl, Guðmundur A. Guðmundsson, Sólveig Grétarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, ÁSTA BJÖRNSDÓTTIR, Stigahlíð 2, Reykjavík, er látin. Gunnar Haraldsson, Ásthildur Guðjohnsen og dætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.