Morgunblaðið - 19.07.2000, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
ÍTAWI ^UIiUJdUlU/WldlUI
Gamla sfldarverksmiðjan á Skagaströnd hefur tekið algjörum stakka-
skiptum í útliti og hefur nú öðlast nýtt líf með tilkomu frystiklefans
Gamla síldarverksmiðjan
öðlast nýtt líf
Skagaströnd - Gamla sfldarverk-
smiðjan hefur tekið algjörum
stakkaskiptum í vor og sumar. Búið
er að klæða helming hennar að ut-
an og mála en inni hefur verið kom-
ið fyrir frystiklefa, umbúðageymslu
og lyftarageymslu ásamt nokkru
geymslurými.
Skagstrendingur hf. keypti fyrir
nokkru verksmiðjuhúsin af Höfða-
hreppi. Þar sem áður voru þurrkar-
ar verksmiðjunnar, hráefnis-
geymsla og fleira á neðstu hæðinni
var útbúinn frystiklefí fyrir 400 til
500 tonn af frystum afurðum,Iyft-
arageymsla og hleðsiurými. Á mið-
hæðinni hefur verið innréttuð um-
búðageymsla og vélasalur en efsta
hæðin stendur enn ónotuð.
Tilkoma nýja frystiklefans, sem
stendur á hafnarbakkanum, gjör-
breytir aðstöðunni fyrir Skag-
strending hf. þar sem nú er hægt að
landa beint í klefann frystum afurð-
um Arnars og/eða frystri rækju,
sem töluvert hefur verið flutt inn
frá Noregi og af Flæmska hattin-
um.
Segja má að með þessum endur-
bótum á sfldarverksmiðjunni og því
að koma þar inn einhverri starf-
semi að nýju hafi tvö stærstu minn-
ismerki um breytta útgerðarhætti á
Skagaströnd öðlast nýtt líf. Á síð-
asta ári tók til starfa vefverksmiðja
í húsnæði gamla frystihúss Hóla-
ness hf. og rfldr mikil ánægja með
að þessar tvær stóru byggingar
standi ekki lengur tómar og grotni
niður engum til gagns.
Morgunblaðið/Ágúst
Björgunarskipið Hafbjörg dregur hluta Sæsilfursbryggjunnar á brott.
Gömlu bryggjurnar
týna tölunni
Neskaupstað - Gömlu bryggjurnar
hér í Neskaupstað smá týna töl-
unni enda að mestu búnar að þjóna
sínu hlutverki sem hefur verið
mikilvægt gegnum tíðina.
Nú á dögunum var Sæsilfurs-
bryggjan rifin en hún var á sínum
tíma aðal hafskipabryggjan hér á
staðnum auk þess sem á henni var
saltað í tugi þúsunda síldartunna á
síldarárunum sem voru og hétu um
og uppúr 1960. Ekki eru allir á eitt
sáttir við að bryggjurnar séu fjar-
lægðar og finnst það skemma
heildarmynd bæjarfélagsins en
aðrir telja að bryggjurnar, sem eru
orðnar illa farnar, séu slysagildrur
og of kostnaðarsamt að halda þeim
við.
Bæði sjónarmiðin eiga örugg-
lega rétt á sér en úr varð að rífa
bryggjuna.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Undir berum himni
Þórshöfn - Fréttaritari Morgun-
blaðsins rakst á útlent par sem
svaf úti á hellulagðri stétt fyrir
utan íþróttahúsið á Þórshöfn yfir
nóttina. Þau komu að sunnan og
ætluðu á puttanum til Egilsstaða.
Að sögn var þeim ekki kalt um
nóttina þótt hitastigið væri aðeins
7 stig. Það er verst hvað Island er
vindasamt land, sögðu þýzki
ferðalangurinn og tékknesk vin-
kona hans sem fannst ekkert mál
að sofa undir berum himni þótt
kalt væri í veðri.
Umhverfissjóður verslunarinnar styrkir Landgræðslu-
félag við Skarðsheiði
Sex milljóna fram-
lag afhent á Fiski-
lækjarmelum
Grund - Nýverið komu góðir gestir í
heimsókn upp á Fiskilækjai-mela
færandi hendi.
Þarna var mættur Bjarni Finns-
son, formaður Umhverfissjóðs versl-
unarinnar, sem afhenti formanni
Landgræðslufélags við Skarðsheiði,
Baldvini Björnssyni, sex milljónir
króna úr svonefndum pokasjóði í
styrk á árinu 2000 til uppgræðslu á
Hafnar- og Fiskilækjarmelum
ásamt skjólbeltagerð meðfram veg-
inum undir Hafnarfjalli.
Umhverfíssjóðurinn styrkti verk-
efnið um sömu upphæð á síðasta ári.
Umhverfissjóður verslunarinnar
(pokasjóðurinn) veitir styrki til
verkefna sem miða að því að græða
landið, fegra það og bæta. Verslanir
um land allt standa að sjóðnum en
tekjur af sölu burðarpoka er framlag
þeirra í sjóðinn. Ai'Iega úthlutar
Umhverfíssjóður verslunarinnar
styrkjum á bilinu 25-30 milljónir
króna til einstaklinga og félaga víða
um land. Samanlögð upphæð styrkja
frá árinu 1995 er nálægt 150 milljón-
um króna.
Fréttavef-
ur fyrir
Þingeyj-
arsýslur
Ilúsavik - Opnaður hefur
verið á slóðinni http://
www.vikin.is fyrsti og eini
fréttavefurinn sem eingöngu
er fyrir Þingeyjarsýslur. Eig-
endur og umsjónarmenn vik-
in.is eru þeir Arngrímur Ai-n-
arsson og Hákon Hrafn
Sigurðsson. Þeir segja að síð-
unni sé ætlað að fylla það
tómarúm sem þeir telji að
hafí skapast í frétta- og upp-
lýsingaflutningi úr sýslunum
og að þeirra mati sé kominn
tími til að auka frétta- og
upplýsingaflæðið til íbúa og
þeir ætli að skapa jákvæðan
og uppbyggilegan fréttaflutn-
ing af svæðinu. Það hafi borið
á frekar neikvæðum frétta-
flutningi og markmið vikin.is
sé að snúa þessu við. Frétta-
flutningurinn verður óháður
og vikin.is rekinn á auglýs-
ingatekjum.
Auk fréttaflutnings sem
verður meginuppistaða vefj-
arins er að finna hagnýtar
upplýsingar fyrir svæðið sem
almenningur getur nálgast á
einum stað. Þeir Arngrímur
og Hákon Hrafn ætla að
reyna að halda vefnum eins
lifandi og ferskum og kostur
er, en þar sem þeir reka hann
í frístundum er óhugsandi að
hann verði uppfærður jafnt á
við stóra fréttavefi sem hafa á
tugi starfsmönnum að skipa.
Hákon Hrafn starfar sem
lyfjafræðingur hjá Cyclops,
dótturfyrirtæki Islenskrar
erfðagreiningar, og einnig við
vefhönnun. Arngrímur er
nemi í tölvunarfræði við Há-
skólann í Reykjavík og starf-
ar einnig við vefhönnun auk
þess sem hann stundar
markaskorun með Völsungi í
þriðju deildinni í knatt-
spyrnu.
Styrkir landbætur
undir Hafnarfjalli
Landbætur undir Hafnarfjalli er
eitt stærsta verkefnið sem sjóðurinn
hefur styrkt en meðal annarra
stærri verkefna má nefna upp-
græðsluna á Hólasandi og verkefni
með Skógræktarfélagi íslands.
Landgræðslufélag við Skarðsheiði
var stofnað 28. apríl 2000. Stjórn
þess er skipuð eftirtöldum aðilum:
Baldvin Björnsson, formaður,
Sverrir Sverrisson, Gísli Jónsson,
Daníel Daníelsson og Sigurður Val-
geirsson.
Undanfari þessarar félagsstofn-
unar var sá, að framkvæmdastjóri
Markaðsráðs Borgarfjarðar, Guð-
rún Jónsdóttir, kallaði til fundar við
sig á síðasta ári fulltrúa landeig-
enda, Búnaðarsamtaka Vesturlands,
Vegagerðarinnar, Landgræðslunn-
ar og Skógræktarinnar og var mark-
mið fundarboðanda að hrinda af stað
verkefni sem hefði þríþætt mark-
mið: að vernda og stækka Hafnar-
skóg, að breyta eyddu landi í nytja-
land og minnka þannig álag á þann
gróður sem fyrir er og að skýla um-
ferð fyrir vindum og skafrenningi.
Ekki þarf að orðlengja það að þeg-
ar varð mikill áhugi fyrir verkefninu
og sex milljóna króna framlag Um-
hverfissjóðs í fyrra varð sem víta-
mínsprauta fyrir forsvarsmennina.
Markaðsráð og Guðrún Jónsdóttir
drógu sig þá út úr verkefninu og
formlegt félag heimamanna var
stofnað í apríl sl. En Guðrún Jóns-
dóttir á heiður skilinn fyrir fram-
takssemina.
A árinu 1999 var sáð lúpínu og
grasi í um 150 ha. lands og ráðgert
er að sá öðru eins á þessu ári. Undir-
búningur að skjólbeltum hófst þegar
í fyrra og þann 13. júlí átti að gróð-
ursetja einfalda röð af alaskavíði á
um þriggja km löngu belti. Það er
vinnuskóli sveitarfélaga sunnan
Skarðsheiðar sem gróðursetti í belt-
ið með góðri aðstoð Sveins Runólfs-
sonar og Bjarna Finnssonar þegar
hinn síðarnefndi hafði losað sig við
milljónirnar í hendur Baldvins
Björnssonar.
Morgunblaðið/Helga Hafsteinsdóttir
Héraðsmessa við
Krosslaug í Lundar
reykjadal
Grund - Á fjórða hundrað manns
sóttu messu við Krosslaug í hinu
ágætasta veðri, þrátt fyrir dökkt út-
lit á laugardaginn og rigningarspá
fyrir sunnudaginn. Athöfnin hófst
með skrúðgöngu presta og kórs frá
þjóðveginum að lauginni en á undan
göngunni gengu fána- og krossberar
sem voru fermingarböm úr hinum
ýmsu sóknum Borgarfjarðarpró-
fastsdæmis.
Eftirtaldir prestar komu að mess-
unni: Sr. Geir Waage, sr. Þorbjörn
Hlynur Árnason, sr. Árni Pálsson,
sr. Brynjólfur Gíslason, sr. Eðvarð
Ingólfsson, sr. Kristinn Jens Sigur-
þórsson, sr. Björn Jónsson og sr.
Flóki Kristinsson.
Messan hófst með ávarpi prófasts
sr. Þorbjörns Hlyns Árnasonar.
Hann gat þess, að upphafsmaður að
því að gera Krosslaug upp og halda
upp á 1000 ára kristni við laugina
væri Ingimundur heitinn Ásgeirsson
frá Reykjum, bóndi á Hæli í Flóka-
dal. Fyrrum prófastur Borgfirðinga,
sr. Jón Einarsson í Saurbæ, hafði
einnig mikinn áhuga á málinu og
studdi það með ráðum og dáð meðan
hans naut við. Áslaug Traustadóttir
landslagsarkitekt frá Hvanneyri
skipulagði svæðið en kostnaður við
skipulag og plöntun var borinn af
Lundarreykjadalshreppi og Borgar-
fjarðarprófastsdæmi. í messunni
skírði sr. Árni Pálsson eitt barn, sem
hlaut nafnið Þorkell Ingi, en foreldr-
ar hans eru Jónas Þorkelsson og
Inga Hólmfríður Gunnarsdóttir úr
Borgarbyggð.
Altarisþjónustu önnuðust sr.
Brynjólfur Gíslason, sr. Eðvarð Ing-
ólfsson, sr. Kristinn Jens Sigurþórs-
son og sr. Geir Waage.
Nýkjörinn sóknarprestur Hvann-
eyrarprestakalls, sr. Flóki Kristins-
son, predikaði og um kórsöng sáu
félagar úr kirkjukórum Borgarfjarð-
arprófastsdæmis.
Veggir endurhlaðnir árið 1980
Krosslaug er á merkjum milli
Brennu og Reykja en þar voru Vest-
lendingar skírðir árið 1000 þegar
þeir komu af Þingvöllum. Líkur eru
á að ekki færri en 3.000 manns hafi
tekið skírn á þessum stað á kristni-
tökuári. Veggir laugarinnar voru
endurhlaðnir árið 1980 í umsjá
þjóðminjavarðar og er laugin nú
friðlýst. Hitinn í lauginni er um 42°C.
Prestar prófastsdæmisins, og allir
sem komið hafa að framkvæmdum
við Krosslaug, eiga þakkir skildar
fyrir eftirminnilega og hátíðlega
stund.
Slík samkoma þyrfti að vera ár-
lega en ekki á 1000 ára fresti.