Morgunblaðið - 19.07.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.07.2000, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 FÓLK í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ TONLIST GeLsladiskur -*■ IT’SALLTRUE Poppgaldurinn Morgunblaðið/Skarphéðinn Kristínu Björk þykir Elíza hafa sparað fiðluna sína fullmikið. Morgunblaðið/Ólafur Páll Sigrún, Elíza, Anna Margrét, Kidda og Kalli. Flytjandi: Bellatrix. Sveitina skipa: Kalli: Trommur, slagverk, forritun. Kidda: Bassi. Elíza María Geirsdóttir: Söngur, fiðla, hljómborð og slagverk. Anna Margrét: Gítar. Sigrún: Hljómborð og gítar. Upptökustjórn og hljóðblöndun: Dan Swift. Útgefandi: Fierce Panda 2000. BELLATRIX, eða Kolrassa Krókríðandi eins og hljómsveitin hét í upphafi ferils síns, varð til fyrir hálf- gerða slysni. Nokkrar hæfileikaríkar stelpur bjuggu til band fyrir Músík- tilraunir í Tónabæ. Svo komust þær og fjöldi annarra að því að þær voru bara helvíti góðar og að þetta var skemmtilegt. Síðan þá hafa margir strengir slitn- að, mikið vatn runnið til sjávar og steinamir í því slípast. Kannski ein- um of? Það var einhver heillandi neisti í skaðræðisöskrum Elízu og hráum hljómi Kolrössu Krókríðandi á fyrstu plötu þeirra, Drápu. Það var eitthvað hressandi hamsleysi við hljómsveitina sem gerði hana svo sjarmerandi. En nú hefur popp- bransinn sest á bak ótemjunni og beislað hana þannig að nú á nýju plöt- unni, It’s All True, lýtur hún svipu- höggum knapans þæg og góð. Þá er bara að spyrja sig: Er þetta gott popp? Það er dálítið sviplaust, lögin eiga það til að renna saman og eru auk þess mjög útreiknanleg og í raun fátt sem kemur á óvart. Það er ekki gott, eða hvað? Gott popp þarf reynd- ar ekki endilega að koma á óvart, það getur gert eitthvað fyrir eyrað þótt það sé alveg eins og margt af því sem glymur á útvarpsstöðvunum alla daga. Og það eru nokkur lög á diskin- ■iim sem ná því og eru bara þræl- skemmtileg. Þetta eru lög eins og til dæmis „The Girl with the Sparíding Eyes“ og „Lullabye" svo einhver séu nefnd. Það fyrstnefnda skartar ein- faldri og grípandi hljómborðslínu sem drífur lagið áfram í góðum félagsskap hressilegs trommuleiks Karls og kraftmikils söngs Elízu. Smáatriðin eru oft það sem gefa lögum þá sér- stöðu sem þau þurfa til að vera sjálf- stæð fyrirbæri sem segja sína sögu. Þannig skjótast í „The Girl with the Sparkling Eyes“ lítil hljóð lík klukk- uspili upp á yfirborðið endrum og eins, kannski í hlutverki neistans í augum stúlkunnar. Eitt metnaðarfyllsta lag It’s All True, hvað útsetningu, uppátækja- semi og lagasmíðar snertir, er lagið „Lullabye". Það byrjar ósköp mein- leysislega og næstum því leiðinlega en svo kemur orgelið inn með skuggalegt en kamivalískt stef sem sprengir upp stemmninguna og dýna- míkina um leið eins og heimsendir sé í nánd. Þama nær sannfæringarkraft- ur Bellatrix hámarki og ekki spilla forritaðh- taktarnir sem krauma und- ir eins og það sé alveg að fara að sjóða upp úr. „Hmm þetta hljómar eins og þau séu að meina þetta,“ hugsaði ég með mér þegar ég heyrði þetta lag. Sama má segja um ballöðuna „If I Fall“ sem er einlæg og falleg með ág- ætis taktpælingum og skemmtilega vatnskenndum gítarhljómum. Sviplausu lögin sem ég nefndi hér áðan em hins vegar nokkuð mörg á diskinum. T0 dæmis „Daredevil", „This Boy Will Be Mine“ og „Tamed Tiger“. Hvað meinar hún með „svip- laus?“ Hugsar kannski einhver. Gít- arleikurinn er frekar óspennandi. Hann er staðfastur en tekur engar áhættur og þar af leiðandi gerist fátt og bæði hljómurinn og hugmyndafá- tæk spilamennskan verða fljótlega þreytandi. Laglínumar eiga það til að vera dálítið einsleitar og einhvem veginn ekki nógu ögrandi þó dýna- mísk og flott rödd Elízu bjóði upp á það. Eg saknaði einnig dálítið að heyra ekki meira í fiðlunni hennar El- ízu sem kom sjaldan við. Það sker dá- lítið af sérstöðu hljómsveitarinnar þegar fiðluna vantar. Þó að ég kunni ekki að meta þróun- ina sem orðið hefur á tónlist Bellatrix í gegnum árin, finnst mér hún mjög skiljanleg og ég lái þeim ekki að hafa látið beislast af kröfuhörðum popp- bransanum. Fáar íslenskar hljóm- sveitir hafa verið jafnofboðslega dug- legar við að spila og koma sér á framfæri og þykir mér harkan í hark- inu aðdáunarverð. Það er ekkert grín að lifa af tónlistarsköpun einni sam- an, það kostar gríðarlega vinnu og fómir sem Bellatrix hefur vafalaust þurft að færa. En á meðan hljóm- sveitin metur tónlistina sem hún sem- ur enn jafnmikils og áður og hún gef- ur þeim það sem þau vilja fá frá henni, þá er slípunin auðvitað þess virði fyrir þau. Og hvað svo sem sagt verður um þessa nýjustu afurð Bella- trix, er spilagleðin enn fyrir hendi og þeirra öflugasta vopn í stríðinu um hyllina. Kristín Björk Kristjánsdóttir I.EfKFEIACi ÍSLANDX tastA&Mn 551 3000 THRILLER sýnt af NFVI fös. 21/7 kl. 20.30 laus sæti fös. 28/7 kl. 20.30 aukasýning 530 3030 BJÖRNINN — Hádegisleikhús með stuðningi Símans Mfim. 20/7 kl. 12 lau. 22/7 kl. 12 mið. 26/7 kl. 12 fim. 27/7 kl. 12 Miðasalan er opin frá kl. 12-18 1 Loftkastalanum og frá kl. 11-17 I Iðnó. Á báðum stððum er opið fram að sýningu sýningarkvöld og um helgar þegar sýning er. Miðar óskast sóttir I viðkomandi leikhús. (Loftkastalinn/lðnó). Ath. Ósóttar pantanir seldar 3 dðgum fyrir sýningu. Janet Jackson leikur í „Nutty Professor 2‘ A tali við tennisbolta ÁÐUR en hún lagði tónlistarheim- inn að fótum sér var hún sjónvarps- stjama í þáttunum „Fame“ þar sem hún dansaði af lífi og sál og var ástf- angin upp fyrir haus af hinum lið- uga Leroy. Síðan hefur tónlistin átt hug og hjarta Janet Jackson og hún er einn vinsælasti kvenkyns- tónlistarmaður allra tfma. Leiklistarbakterían hefur þó ávallt blundað í henni og von bráðar geta aðdáendur hennar séð hana í kvikmynd því hún fer með hlutverk JLLKI lUl Sýnt í Tjarnarbíói Sýningar hefjast kl. 20.30 Miðapantanir í síma 561 0280 Miðasala er opin í Tjarnarbíói, Tjarnargötu, frá kl. 12-18. Frumsýning fös. 21. júlí kl. 20.30. Uppselt. 2. sýn. sun. 23. júlí, örfá sæti laus. 3. sýn. fös. 28. júlí 4. sýn. lau. 29. júlí 5. sýn. fös. 4. ágúst Ath. Ósóttar pantanir seldar , , 2 dögum fyrír 6. sýn. lau. 5. ágúst sýningu. unnustu hins íturvaxna prúfessors Klump í mynd- inni „Nutty Professor II: The Klumps". Eddie Murp- hy fer sem fyrr með hlut- verk prófessorsins. Hann fer reyndar með heil sex hlutverk í þessari mynd! Tónlistin enn númer eitt Jackson birtist síðast á hvita tjaldinu í myndinni „Poetic Justice" í leikstjórn Johns Singletons. Segist hún eiga margar fyrir- myndir úr kvikmyndaheim- inum og segir Meryl Streep, Clenn Close og Angela Bassett vera eftirlætis leik- konur sínar. Síðan hún lék í „Poetic Justice" hafa henni boðist mörg hlutverk í kvikmynd- um en þeim hafnaði hún öll- um þar til nú. „Handritin voru annaðhvort alltof lík „Justice" eða að ég átti að leika alveg sömu per- sónuna. Mig langaði að gera eitthvað alveg nýtt.“ Jackson er mjög ánægð með að hafa fengið hlutverk í „Nutty Prof- essor“ en þar sem Murphy er oft að leika marga aðila í hverju atriði komu oft upp furðulegar aðstæður sem hún þurfti að fást við. Stundum þurfti hún að tala við og horfast í augu við tennisbolta sem átti að tákna einhvern úr Klum-fjölskyhl- unni. „Iionum [Murphy] tókst alltaf að gera allar persónur sinar ljóslif- andi fyrir mér,“ segir Janet Jack- Reuters Jackson segist þó ekki ætla að leggja kvikmyndaieik alfarið fyrir sig, tónlistin sé aðalatriðið. „Ég myndi aldrei gefa tónlistina upp á bátinn. Ég er reyndar að vinna að nýrri plötu i augnablikinu, en ég mun halda áfram að Ieika i kvikmyndum því ég hef mjög gam- anafþví." Það er þó óþarfi að búast við því að Jackson fái óskarinn fyrir leik sinn í „Nutty Professor“ en hún fær að öllum likindum nokkra aura i vasann og gífurlega athygli. Stutt Giftist flækingshundi ► INDVERSK stúlka giftist flæk- ingshundi að hindúasið á dögunum. Sljörnuspekingur nokkur hafði sannfært föður stúlkunnar um að með því að giftast hundinum myndu ill áhrif frá plánetunni Satúrnusi fara úr stúlkunni og í hundinn. Stúlkan, sem heitir Anju, hefur átt við veikindi að stríða auk þess sem hún hefur verið sérlega óheppin. Hún datt t.d. ofan í gosbrunn, hefur beinbrotnað og brennt sig í eldhús- inu. Það var hindúaprestur sem gaf hundu og Anju saman við virðulega athöfun að vistöddum 250 íbúum heimabæjar hennar. Bæjarbúar, sem flestir eru ólæsir, voru ánægðir með brúðkaupsvcisluna en hæddust að athöfninni. „Faðirinn er hjá- trúarfullur en mér er alveg sama því ég komst í þessa fínu veislu,“ sagði einn nágranninn. „Ég er að gera það sem ég tel vera Anju fyrir bestu,“ segir faðir- inn. „Afi minn lét framkvæma svip- aða athöfn fyrir fjörutíu árum og það virkaði." Bæjarbúar höfðu gaman af at- höfninni og hlógu mikið þegar stúlkan setti blómasveig um hálsinn á hundinum og aðstoðuðu hundinn við að setja sveig um háls stúlkunn- ar með loppunum. Keypti útsýni fýrir lottó-vinning ► RÚMLEGA sextugur norskur lottóvinningshafi notaði nýverið vinning sinn til þess að varðveita út- sýnið frá heimili sínu. Maðurinn, sem heitir Alf Bjömsen, yfirbauð fyrir- tækið sem ætlaði sér að reisa báta- hús við hafnarbakkann beint fyrir framan húsið hans til þess að hann gæti, ásamt fjölskyldu sinni, haldið áfram að njóta fagurs útsýnis frá heimili sínu. Kostaði það hann um 10 milljónir króna af þeim 32 sem hann vann í lottóinu að fá vilja sínum fram- gengt en fyrirtækið ætlaði að kaupa svæðið fyrir byggingaframkvæmdir daginn eftir að hann vann í lottóinu. „Ef vinningurinn hefði komið viku seinna hefði níu metra hátt bátahús- næði risið fyrir framan húsið mitt,“ sagði Björnsen. Sagðist hann eiga nóg af veraldlegum hlutum og því hefði hann ákveðið að vemda útsýnið og sér hann ekki eftir þeim pening- um. James Brown otar hnífi ► James Brown, konungur sálar- tónlistarinnar, hefur verið sakaður um að ógna rafvirkja með hnífi og halda honum föngnum. Að því er kemur fram í lögregluskýrslum fór maðurinn að heimili Browns vegna þess að borist hafði kvörtun um raf- magnsbilun. Eft- ir að maðurinn var kominn inn um ólæst örygg- ishlið mætti hann kónginum sem bað hann að bíða. Þegar Brown kom aftur sagðist hann vera í vinnu hjá stjórnvöldum og gæti þvi handtekið rafvirkjann og læst hann inni fyrir að fara um landareign sína í leyfisleysi. Því næst mun Brown hafa ógnað mann- inum með hnífi. Fyrirtækið sem rafvirkinn starf- ar hjá sagði að rafmagn væri ekki bilað í húsi Browns og að hann vissi ekki hver hefði hringt og beðið um viðgerðarmann. Brown fékk dóm fyrir líkamsárás og vopnaburð frá 1988 til 1991. Árið 1998 fór hann í þriggja mánaða fíkniefnameðferð til þess að sleppa við tveggja ára fangelsisdóm fyrir að hafa í fórum sinum marijúana og vopn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.