Morgunblaðið - 19.07.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.07.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 15 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Miklar framkvæmdir eru við Sjdmannaskólann á Rauðarárholti Morgunblaðið/Kristinn Vinnupallarnir, sem settir hafa verið upp í kringum Sjómannaskólann, munu líklega standa þar í tvö ár. Um 60 milljónir í endurbætur Holt FRAMKVÆMDIR standa yfír við Sjómannaskólann á Rauðarárholti, en verið að skipta um þak og þak- rennur og á næsta ári er ráðgert að klæða alla bygginguna. Að sögn Guð- jóns Armanns Eyjólfssonar, skóla- meistara Stýrimannaskólans, veitir hið opinbera um 60 milljónum í verk- ið á þessu ári. „Það var kominn tími til þess að fara að sinna þessu húsi,“ sagði Guð- jón Armann. „Þetta er eitt af merki- legri húsum borgarinnar og þar er innsiglingaiyitinn til Reykjavíkur." Guðjón Armann sagði að mikið verk hefði verið að koma vinnupöll- unum upp, enda væri húsið mjög stórt. Hann sagðist gera ráð fyrir því að þeir yrðu uppi næstu tvö árin, þar sem fyrirhugaðar framkvæmdii- tækju að minnsta kosti svo langan tíma. Húsið er sjómannastéttinni ákaflega kært Guðjón Armann sagði að húsið, sem var teiknað af Sigurði Guðmundssyni og Einari Erlends- syni, væri sjómannastéttinni ákaf- lega kært en þó hefðu margir haft efasemir um staðsetninguna á sínum tíma. Fyrsta skóflustungan var hins- vegar tekin árið 1942 á Rauðarár- holtinu og var húsið vígt tveimur ár- um síðar en þá lagði Sveinn Bjömsson, þáverandi rfkisstjóri og tilvonandi forseti, homstein að því. ,Á þessum tíma stóð húsið nokkuð fyiir utan bæinn og vom menn því ekki alveg á þvi að þetta væri rétta staðsetningin og vildu margir láta byggja það úti í Gróttu." Stýrimannaskólinn og Vélskóli Is- lands hafa verið til húsa í Sjómanna- skólahúsinu frá því það var fyrst tek- ið í notkun árið 1945. Guðjón Armann sagði að það hefði breytt miklu fyrir skólana þar sem mjög þröngt hefði verið orðið um þá á Stýrimannastígn- um í húsi sem var byggt 1898. Fiskvinnsluskólinn flytur Síðustu ár hefur Kennaraháskóli íslands (KHÍ) einnig fengið afnot af húsinu og á jarðhæð vesturálmunnar er Þýðingarmiðstöð heymarskertra. Guðjón Armann sagði að miklar framkvæmdir væm í gangi við KHÍ og því mætti gera ráð fyrir því að þegar þeim lyki myndi skólinn flytja starfsemi sína úr Sjómannaskólahús- inu. Að sögn Guðjóns Armanns ákvað menntamálaráðherra nýlega að Fiskvinnsluskólinn skyldi flytja inn í Sjómannaskólahúsið. „Ég sé fyrir mér að skólinn geti þróast í svipaða átt og sambærilegir skólar á Norðurlöndunum, það er að þama verði háskóli sjómannamennt- unar og sjávarútvegs." í eldhúsinu Nú fer hver að verða síðastur að C \ /—□ C 1 taka þátt í Miele 13 C. aaræi og vinna gLæsilega Mercedes- Benz A-tinu bifreið frá Ræsi. Til að taka þátt í þessum skemmtilega leik þarftu einungis að kaupa eitt Miete heimilistæki fyrir 31. júlí 2000, hjá Eirvík eða viðurkenndum samstarfsaðila. Hver veit nema heppnin verði með þér og þú akir heim á Mercedes-Benz? Dregið verður 31. júlí 2000 EIRVIK, HEIMIUSTÆKI Suðurlandsbraut 20 - 108 Reykjavik - Sími 588 0200 - www.eirvfk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.