Morgunblaðið - 19.07.2000, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Miklar framkvæmdir eru við
Sjdmannaskólann á Rauðarárholti
Morgunblaðið/Kristinn
Vinnupallarnir, sem settir hafa verið upp í kringum Sjómannaskólann,
munu líklega standa þar í tvö ár.
Um 60 milljónir
í endurbætur
Holt
FRAMKVÆMDIR standa yfír við
Sjómannaskólann á Rauðarárholti,
en verið að skipta um þak og þak-
rennur og á næsta ári er ráðgert að
klæða alla bygginguna. Að sögn Guð-
jóns Armanns Eyjólfssonar, skóla-
meistara Stýrimannaskólans, veitir
hið opinbera um 60 milljónum í verk-
ið á þessu ári.
„Það var kominn tími til þess að
fara að sinna þessu húsi,“ sagði Guð-
jón Armann. „Þetta er eitt af merki-
legri húsum borgarinnar og þar er
innsiglingaiyitinn til Reykjavíkur."
Guðjón Armann sagði að mikið
verk hefði verið að koma vinnupöll-
unum upp, enda væri húsið mjög
stórt. Hann sagðist gera ráð fyrir því
að þeir yrðu uppi næstu tvö árin, þar
sem fyrirhugaðar framkvæmdii-
tækju að minnsta kosti svo langan
tíma.
Húsið er sjómannastéttinni
ákaflega kært
Guðjón Armann sagði að húsið,
sem var teiknað af Sigurði
Guðmundssyni og Einari Erlends-
syni, væri sjómannastéttinni ákaf-
lega kært en þó hefðu margir haft
efasemir um staðsetninguna á sínum
tíma. Fyrsta skóflustungan var hins-
vegar tekin árið 1942 á Rauðarár-
holtinu og var húsið vígt tveimur ár-
um síðar en þá lagði Sveinn
Bjömsson, þáverandi rfkisstjóri og
tilvonandi forseti, homstein að því.
,Á þessum tíma stóð húsið nokkuð
fyiir utan bæinn og vom menn því
ekki alveg á þvi að þetta væri rétta
staðsetningin og vildu margir láta
byggja það úti í Gróttu."
Stýrimannaskólinn og Vélskóli Is-
lands hafa verið til húsa í Sjómanna-
skólahúsinu frá því það var fyrst tek-
ið í notkun árið 1945. Guðjón Armann
sagði að það hefði breytt miklu fyrir
skólana þar sem mjög þröngt hefði
verið orðið um þá á Stýrimannastígn-
um í húsi sem var byggt 1898.
Fiskvinnsluskólinn flytur
Síðustu ár hefur Kennaraháskóli
íslands (KHÍ) einnig fengið afnot af
húsinu og á jarðhæð vesturálmunnar
er Þýðingarmiðstöð heymarskertra.
Guðjón Armann sagði að miklar
framkvæmdir væm í gangi við KHÍ
og því mætti gera ráð fyrir því að
þegar þeim lyki myndi skólinn flytja
starfsemi sína úr Sjómannaskólahús-
inu.
Að sögn Guðjóns Armanns ákvað
menntamálaráðherra nýlega að
Fiskvinnsluskólinn skyldi flytja inn í
Sjómannaskólahúsið.
„Ég sé fyrir mér að skólinn geti
þróast í svipaða átt og sambærilegir
skólar á Norðurlöndunum, það er að
þama verði háskóli sjómannamennt-
unar og sjávarútvegs."
í eldhúsinu
Nú fer hver að verða síðastur að
C \ /—□ C 1
taka þátt í Miele
13 C.
aaræi
og vinna gLæsilega Mercedes-
Benz A-tinu bifreið frá Ræsi.
Til að taka þátt í þessum
skemmtilega leik þarftu einungis að
kaupa eitt Miete heimilistæki fyrir
31. júlí 2000, hjá Eirvík eða
viðurkenndum samstarfsaðila. Hver
veit nema heppnin verði með þér
og þú akir heim á Mercedes-Benz?
Dregið verður
31. júlí 2000
EIRVIK,
HEIMIUSTÆKI
Suðurlandsbraut 20 - 108 Reykjavik - Sími 588 0200 - www.eirvfk.is