Morgunblaðið - 19.07.2000, Blaðsíða 50
§0 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 2000
FÓLK í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ
Eitthvað er
betra en
hvaðsemer
Whatever, skáldsaga eftir Michel
Houellebecq. Paul Hammond snar-
aði á ensku. Serpents Tail gefur út.
155 síðna kilja. Kostar 1.975 kr. í
Pennanum Eymundssyni.
SKÁLDSAGAN Whatever, eða
hvaðsemer, vakti gríðarlega athygli
í Frakklandi á sínum tíma, enda
þótti mönnum hún fanga vel tóm-
hyggju nútímans. Sumir gengu svo
langt að líkja henni við söguna af
utangarðsmanningum Mersault
sem tekinn var af lífi fyrir að gráta
ekki við jarðarför móður sinnar í
. Jrægri bók Alberts Camus. Sú bók
glímdi við tilvistarhyggju og til-
gang, en bók Houellebecq fæst aft-
ur á móti við tómhyggju og
tilgangsleysi.
Sögumaður bókarinnar er forrit-
ari í fyrirtæki sem sérhæfir sig í
landbúnaðarhugbúnaði. Hann hef-
ur meðal annars tekið þátt í að setja
saman hugbúnað fyrir tilstilli
Landbúnaðarráðuneytis Frakk-
lands sem er ætlaður smærri stofn-
unum á vegum ráðueytisins víða um
Frakkland. Sögumaður er löngu
búinn að átta sig á að hugbúnaður-
inn er tilgangslaus, en það skiptir
hann ekki ýkja miklu máli því líf
hans er tilgangslaust hvort eð er.
Hann fyllist ekki einu sinni örvænt-
-4ingu yfir tilgangsleysinu, því ör-
væntingin er tilgangslaus og ekki
bara örvæntingin, því tilfinningar
eru almennt hlægilega tilgan-
gslausar.
Þannig er þessi spegilmynd nú-
tímamannsins sem á sér ekki líf, því
það er tilgangslaust, og blandar
ekki geði við annað fólk, því það er
ómerkilega tilgangslaust. Það eru
þó fleiri hliðar á sögumanni en hann
vill sjálfur viðurkenna, meðal ann-
ars fær hann útrás í smásögum um
dýr sem tala sín á milli, og smám
sáman kemur í ljós að í brjósti hans
bærast tilfinningar sem hann kann
ekki að orða og skilur ekki.
Bók Houellebecq er bráðvel
■ fcSkrifuð og bráðfyndin á köflum.
Þrátt fyrir allt tilgangsleysið er hún
innihaldsrík og mannlýsingar lif-
andi, eins og til að mynda frásögnin
af hinum ógæfusama Tisserand
sem er svo ljótur að hann vekur æv-
inlega fyrirlitningu. Þrátt fyrir líf
sem er uppfullt af vonbrigðum og
vonleysi varðveitir hann sakleysi
sem forðar honum frá glæp og und-
irstrikar að ef einhver er fyrirlitleg-
ur í sögunni þá er það sögumaður.
Þrátt fyrir það er ekki annað hægt
en kenna í brjósti um sögumann, ut-
angarðsmann vorra tíma, þar sem
•hann lifir sínu tilgangslausa lífi,
óhræddur við dauðann því hann er
líka tilgangslaus, en samt að glíma
við eitthvað innra með sér sem sigr-
ar hann að lokum, líkt og nútíma-
maðurinn sem glímir við tilgangs-
leysið þar til hann áttar sig á að
eitthvað er betra en hvaðsemer.
Arni Matthíasson.
PÓLITÍSK RÉTTHUGSUN í BARNABÓKUM
Allt er í heiminum
hverfult
Kvöldsögur hafa löngum reynst happa-
drjúgar til að koma orkumiklum krökk-
um inn í draumalandið. En þegar
Jóhanna K. Jóhannesdóttir las litlu
frænku sína í svefn hnaut hún um að eitt-
hvað hafði breyst í Leikfangalandi.
valdi herra og útdeilir skipunum á
hægri og vinstri. Þar kemur einnig
fram hin staðlaða ímynd gamla
heimsins að svertingjar séu latir til
vinnu „ég er svo þreyttur“ segir
einn og „ég vil ekki óhreinka nýju
fötin“ segir annar álkulegur á svip-
inn, skyrtulaus en með ermalíning-
ar, flibba og hálsbindi. Konungur
ættflokksins mundar kökukefli í
stað veldissprota og hvílir bik-
svarta fæturna á trékassa.
Snobbaður Doddi
BÓKIN sem kveikti á ritskoðunar-
perunni heitir Ten Little Toddlers
(frænka býr í Bandaríkjunum) og
kennir litlum börnum listina að
telja frá einum upp í tíu. Pers-
ónurnar eru tíu sprækir krakkar
sem lenda í hinum ólíklegustu æv-
intýrum og týnast frá hópnum í
leiðinni.
Onnur bók, nákvæmlega sama
eðlis, var lesin í barnæsku greinar-
höfundar en hún hét Tíu litlir
negrastrákar og sagði frá ærsla-
fullum, kolbikasvörtum hottintott-
um sem skottuðust á lendarskýlum
einum klæða um frumskóga svört-
ustu Afríku.
Þannig voru nú þeir óupplýstu
tímar hins myrka áttunda ára-
tugar.
Svona bók væri aldrei gefin út í
dag á þessum pólitískt rétthugs-
andi tímum enda yrðu útgáfufyrir-
tæki sem stæðu fyrir þannig útgáfu
fljótt krossfest og brennd á báli al-
menningsfyrirlitningarinnar fyrir
að ala á fordómum og fáfræði.
Mörkin milli þess sem ekki má og
er leyfilegt eru skýr og talnabörn
tíaldarinnar eru af öllum þjóðern-
um og báðum kynjum (tvö þeirra
nota meira að segja gleraugu og
önnur tvö eru rauðhærð).
Síðasta hálmstráið
Leiðréttingarpensill rétthugsun-
arinnar litar líka yfir Lukku Láka
og þótt kappinn sé skjótari en
skugginn að skjóta nær hann ekki
að leita sér skjóls frá honum.
Lukku Láki reykti nefnilega einu
sinni og naut þess í hveijum einasta
ramma myndasagnanna að sjúga
nikótínið úr filterslausum lfkkistu-
naglanum. í dag er Lukku Láki
orðinn grænmetisæta því í stað
tjúkandi rettunnar er komið ræfils-
legt strá sem lafir út um munnvik
riddara sléttunnar.
Lukku Láki hefur reyndar marg-
oft verið umdeildur og þá helst fyr-
ir það hvað indjánarnir (afsakið,
frumbyggjar Ameríku) eru látnir
vera afspymu heimskir. Morris,
faðir hans Láka, fékk ófáar skamm-
irnar fyrir þetta og þótti allra verst
þegar indjánamir voru látnir tjá
sig með táknmáli en ekki talmáli.
Gengur þetta jafnvel svo langt að í
eftirmála Bardagans við Bláfót-
unga skrifar Fjölvaútgáfan: „Það
er líka með hálfum huga, að vér
leggjum út í það afrek að gefa út
Bláfótungabókina. Svo miklar deil-
ur hafa staðið um hana og menn
skiptast í öndverða fiokka, þar sem
hver höndin er upp á móti annarri,
og þar á meðal upp á kvenhöndinni,
um það hvernig túlka beri allra
handa handagang í öskjunni. Má
segja að um leið og fylkingar stíga
saman, sé sundur skipt lögum og að
Halanegrar og hottintottar í
Svartálfaborginni hennar Enid
Blyton.
„Manni getur nú sárnað“
Doddi og Eyrnastór hittast í
fyrsta sinn.
í stað þess komi til handalögmálið."
Svipuð skoðanaskipti urðu líka
um Tinna litla tindilfætta þegar
hann heimsótti Afríkuríkið Kongó.
Meira að segja í skipsferðinni á
leiðinni til Afríku eru allir verka-
menn um borð svertingjar en yfir-
menn, þ.e. skipstjóri og stýrimenn,
eru hvítir. Öllu heldur munar engu
að Tobbi sé drepinn þegar klaufa-
legur (svartur)háseti kastar til hans
björgunarhring og vill ekki betur
til en svo að hringurinn rotar hund-
spottið og það sekkur til botns. Það
fellur svo í hlut hins mjallhvíta
skipsherra að lífga Tobba við og
verður hann fyrir vikið hetja dags-
ins. Seinna í bókinni veldur Tinni
járnbrautaróhappi í lest sem frum-
byggjarnir eiga. I stað þess að
hjálpa til við að reisa lestina við
stendur hann eins og hinn hvíti út-
Fáir barnabókahöfundar hafa
samt orðið eins illa fyrir barðinu á
gagnrýnendum og Enid Blyton.
Bækur hennar hafa löngum þótt
fullar af kynþáttafordómum, kynja-
mismunun og hreinu og kláru
snobbi. Sálfræðingurinn Michael
Woods hefur reyndar sagt henni til
varnar: „Hún var bam, hún hugs-
aði eins og barn og hún skrifaði
eins og bam.“
Spýtukarlinn Doddi sem býr í
Leikfangalandi átti sér marga and-
stæðinga og gengu bókaverðir og
gagnrýnendur fjórða og fimmta
áratugarins svo langt að setja bann
á Dodda karlinn því hann hafði svo
takmarkaðan orðaforða. Honum
var lýst sem „sjálfselskustu, gleði-
snauðustu og skynhelgustu, mest
snöktandi andhetju í breskri skáld-
skaparsögu". En bannið entist
reyndar ekki og hefur Doddi notið
ómældra vinsælda um áratuga
skeið ásamt besta vininum Eyrna-
stórum og nágrannabangsanum
Bjössa feita. Nafnakallið heldur
áfram út fyrir Leikfangaþorp því í
næsta nágrenni, en þó í mátulega
ömggri fjarlægð, búa svartálfamir
í Svartálfaborg. Aðskilnaðarstefn-
an er í hávegum höfð og því verður
Dodda skelfílega bylt við þegar
lestin sem hann var farþegi í stað-
næmist í borginni og „mddust þrír
jafnvel upp í vagninn til Eymastórs
og Dodda“. Það skiptir samt ekki
nokkm máli fyrir siðferðisvitund
og blygðunarkennd hinna farþeg-
anna, þar með talinna svartálfanna,
að Doddi sjálfur er kviknakinn og
skammast sín ekki vitund fyrir
ófúavarinn spýtukroppinn. Þess má
einnig geta að Blyton og Van Der
Beek sem teiknaði íbúa Leik-
fangalands virðast ekkert hafa far-
ið mikið í felur með uppmna Dodda
því þar fer að sjálfsögðu spýtu-
strákurinn Gosi í afar gegnsæju
dulargervi.
I gegnum aldirnar hafa bama-
sögur alltaf verið endurskrifaðar
til að laga þær að viðkvæmni
þrýstihópa og var til dæmis mesta
grimmdin snemma tekin úr
Grimmsævintýrunum.
Þeir sem vilja forða litlu ung-
unum sínum frá slæmu fordæmi
eins og eiturlyfjaneytendunum í
Lísu í Undralandi, apalátunum í
Dagfinni dýralækni og undir-
lægjuhættinum í Litla svarta Sam-
bó er bent á skotheldar útgáfur Ja-
mes Finn Garner af klassísku
ævintýrunum í bókunum Politically
Correct Bedtime Stories og Once
Upon a More Modern Time þar sem
Rauðhetta litla, Öskubuska, Hans
og Gréta og stafrófið allt eins og
það leggur sig fær hreinhugsunar-
þvott svo jafnvel ráðvandasta for-
eldri finnur ekki óhreinan blett á.
Bókum
vísindi
The Faber Book of Science, safn
greina um vísindi eftir leika og
lærða. John Carey ritstýrir, Faber
& Faber gefur út 1996.530 síðna
kilja í stóm broti.
SÚ VAR TÍÐ að bækur um vís-
indi voru metsölubækur og ung-
menni gleyptu í sig sögur af glæfra-
legum uppgötvunum sem breyttu
heiminum. Gengi þannig bóka dal-
aði eitthvað þegar menn áttuðu sig
á því að vísindin voru þess ekki
megnug ein og sér að skapa betri
heim, en undanfarin ár hefur vegur
vísindabóka vaxið mjög, kannski í
takt við þá bjartsýni sem einkennir
aldamót/árþúsundamót.
A ámm áður voru vinsælar hér á
landi og reyndar víða um heim,
bækur þar sem safnað var saman
greinum eftir vísindamenn í bland
við frásagnir leikmanna sem höfðu
nasasjón af vísindunum. Yfirleitt
ægði saman vísindagreinum, líkt og
í Undur veraldar, framúrskarandi
safni sem Mál og menning gaf út
1954, eða menn einblíndu á fram-
farir í læknavísindum eins og í
þeirri gagnmerku bók Baráttan
gegn dauðanum fyrir sextíu árum.
Sú bók sem hér er gerð að umtals-
efni er af fyrri gerðinni, þ.e. í henni
er enginn greinarmunur gerður á
vísindagreinum, heldur eru þar
greinar um kjarneðlisfræði, innan
um greinar um náttúrufræði, lífeðl-
isfræði, stjarnfræði og svo má telja.
Greinunum er skipað í einskonar
tímaröð eftir því sem vísindunum
hefur fleygt fram, en sem betur fer
einskorðar ritstjórinn sig ekki við
það, því sumar uppgötvanir eru
þess eðlis að það er ekki fyrr en
löngu síðar að almenn þekking er
komin á það stig að menn gera sér
grein fyrir hve byltingarkenndar
þær eru.
I bókinni eiga greinar eða brot úr
greinum margir helstu vísinda-
menn sögunnar, en einnig eru frá-
sagnir annarra af verkum þeirra og
margar afbragðsgóðar. Þannig er
sagt frá verkum Leonardos da
Vincis, Edisons, Newtons, Darwins,
Richard Dawkins, Mendelévs, Ein-
steins og svo má telja allt fram á
okkar daga, einnig eiga greinar
Rachel Carson, Stephen Jay Gould,
Laura Fermi, Italo Calvino, Primo
Levi, Arthur C. Clarke, Isaac Asi-
mov og fjölmargir fleiri sem daðrað
hafa við vísindi, kynnst þeim í
gegnum sína nánustu eða stundað
þau aukreitis.
Mikill kostur er að Carey lætur
fljóta með kenningar sem síðar
voru afsannaðar og að auki glefsur
úr deiluritum til að draga upp mynd
af vísindalegri umræðu hvers tíma.
Bók sem þessi hentar einna best
til að grípa niður í hana hér og þar,
en eftir því sem fleiri kaflar eru
lesnir fæst betri mynd af vísinda-
sögunni sem gefur svo aftur veg-
vísa á frekari lestur.
Árni Matthíasson