Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bílastæðasjóður hyggst byggja ný bilastæðahús Gj aldskrárbr eyting nauð- synleg til uppbyggingar Ægir dregur Thor Lone DANSKA flutningaskipið Thor Lone, sem Eimskip hefur á leigu, varð vélarvana í fyrrinótt 3 mflur norðaustur af Garðskaga þegar stimpill brotnaði. Skipið var á leið frá Reykjavík til Færeyja þegar óhappið varð og óskaði skipstjórinn eftir aðstoð. Varðskipið Ægir var komið á staðinn um kl. 8 í gær- morgun eftir fjögurra tíma stím og tók flutningaskipið í tog. Sóttist sú ferð vel og komu skipin tvö til hafn- ar í Reykjavík síðdegis í gær. VEÐUR hefur verið með eindæm- um gott í höfuðborginni síðustu daga. Blaðamaður Morgunblaðsins rakst á þessa krakka við Tjömina í NÝLEGRI gjaldskrá Bílastæða- sjóðs er ætlað að standa undir bygg- ingu nýrra bílastæðahúsa fyrir tvo milljarða, auk þess sem Bflastæða- sjóður glímir við skuldaklafa eftir misheppnaðar gjaldskrárbreytingar árið 1988. Einnig er markmiðið með hækkununum að freista þess að Reykjavík þar sem þau spókuðu sig í blíðviðrinu, en þau voru að koma úr nammiveislu hjá Nóa og Síríusi, sem var haldin i tilefni af 80 ára afmæli fyrirtækisins. stýra nýtingu stæðanna í miðbænum og færa stæðanotkun yfir í hliðar- götur. Stefán Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Bflastæðasjóðs, segir að nauðsynlegt hafi verið að hækka gjaldskrána, þar sem hún hafi verið óbreytt í 12 ár frá 1988. Gjaldskráin var öll endurskoðuð þar sem nánast allir liðir hækkuðu og uppbyggingu hennar breytt til þess að frekar væri hægt að nota hana sem stjórntæki til að ná fram betri nýtingu á stæðum . Tímagjald- ið hækkaði mest við Laugaveg og í Kvosinni, úr 50 krónum í 150 krónur, en það hafði verið óbreytt frá árinu 1988. í hliðargötum hækkaði gjaldið hins vegar aðeins í 80 krónur. Aukastöðugjald, sem innheimt er þegar ekki er borgað í stöðumæli, fór úr 850 krónum í 1.500 krónur, og tímafrestur til að borga lágmarks- gjöld var lengdur í 14 daga í stað þriggja. Þá er innheimt 2.500 króna sekt ef lagt er á gangstétt og aðra staði þar sem bannað er að leggja. Gjaldskrárbreytingamar tóku gildi í júní sl. „Fólki bregður auðvitað, en mað- ur heyrir núna í fyrsta skipti, t.d. varðandi aukastöðugjöldin, að þetta sé fjárhæð sem skiptir einhveiju máli. Þannig að nú fer fólk að spá meira í þetta og það er tilgangurinn með þessu, að gera þessa breytingu og hafa hana hressilega, þannig hef- ur hún áhrif í þá átt sem við viljum. Við reiknum líka með að þessum sektargreiðslum muni fækka og að draga muni úr vægi þeirra í tekjum. Og þessum gjaldskrárbreytingum fylgir líka fyrirheit um að byggja bfl- astæði fyrir tvo milljarða á næstu fáu árum,“ segir Stefán. Gjaldskrárbreytingar mistókust árið 1988 Bflastæðasjóður skuldar nú um 700 milljónir, þannig að skuldir eru enn þá töluvert miklar, að sögn Stef- áns. „Við höfum hins vegar verið að lækka þær nokkuð hressilega á síð- ustu 5 árum, og þá hefur okkur tek- ist að ná þessu niður úr 800-900 milljónum og við höfum verið á þeirri braut að lækka skuldimar.“ Stefán segir að hægt hefði verið að hækka gjaldskrána minna og halda áfram á sömu braut og borga þau hús sem búið er að byggja, en borgaryfirvöld hafi ákveðið að leggja meira í uppbygginguna í mið- borginni. Hann segir að gjaldskrár- breytingin tryggi það jafnframt fyr- ir fram að fjármögnun sé til staðar. ,Árið 1988 mistókust gjaldskrár- hækkanir og þá brugðust menn þeirri skyldu sinni að stinga upp- byggingaráformum niður í skúffu um leið. Það hefur nú valdið okkur töluverðum erfiðleikum." Bflastæðahúsin við Vesturgötu 7, Ráðhúskjallara, Kolaport og Berg- staðastræði eru orðin fullnýtt. Trað- arkot við Hverfisgötu er á eðlilegu róli, að sögn Stefáns, og Vitatorg við Vitastíg, nýjasta húsið, ætti fljótlega að fara að skila sér. Morgunblaðið/Júlíus Sveitar- félög fá 140 millj- ónir STJÓRN Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag íslands (EBÍ) hefur ákveðið á grundvelli sam- þykkta fulltrúaráðs félagsins að greiða aðildarsveitarfélögum sínum samtals 140 milljónir króna í ágóðahlut í ár. Greiðslan rennur til þeirra 86 sveitarfé- laga sem aðild eiga að Sameign- arsjóði EBÍ í réttu hlutfalli við eignaraðild þeirra að sjóðnum. Akureyri fær hæstu greiðsl- una, eða rúmar 15 milljónir króna. Til Kópavogs renna rúm- ar tólf milljónir, Reykjanesbær fær tæpar tíu milljónir í sinn hlut, ísafjarðarbær tæpar sjö milljónir og Vestmannaeyjabær tæpar sex milljónir. í samræmi við samþykktir félagsins mæl- ast stjóm og fulltrúaráð EBÍ til þess við sveitarfélögin að þau verji framlaginu meðal annars til forvama, greiðslu iðgjalda af tryggingum sveitarstjóma og brunavama í sveitarfélaginu, en ágóðahlutur aðildarsveitarfé- laganna frá EBÍ hefur orðið til þess að nokkur sveitarfélög munu endumýja slökkvibifreið- ar sínar á næstunni. EBÍ hefur um langt skeið greitt aðildarsveitarfélögum framlag til ágóðahlutar af starf- semi sinni. Slíkar greiðslur hóf- ust árið 1934 með samningi Brunabótafélags íslands við sveitarfélög um fjármögnun slökkvitækja. 1 Maður var hætt kominn við viðgerð á lyftu í þjdnustumiðstöð aldraðra við Lindargötu Oryggismál lyftu ekki sem skyldi SVO virðist sem öryggismál fólkslyftu í fé- lags- og þjónustumiðstöð aldraðra við Lind- argötu séu ekki sem skyldi en maður sem var þar staddur við viðgerð á lyftunni var hætt kominn þegar lyftan fór í gang á með- an hann var ofan á henni. Atvikið átti sér stað á miðvikudagsmorgun og er maðurinn enn á sjúkrahúsi. Hann náði að kasta sér niður þegar lyftan fór að hreyfast en klemmdist milli lyftunnar og þaksins. I fyrstu virtist maðurinn hafa slasast talsvert en betur fór en á horfðist og í gær var ljóst að meiðsl hans eru ekki aivarleg. Var sagt að fríbilið hefði mælst 8,5 sm en átti að vera 30 Samkvæmt teikningum af húsnæðinu er fríbilið rúmir 30 sentímetrar en svo er nefnt bilið milli þaks og lyftu þegar lyftan er kom- in í efstu stöðu samkvæmt upplýsingum Magnúsar Guðmundssonar tæknifulltrúa hjá Vinnueftirliti ríkisins en Vinnueftirlitið fer með rannsókn málsins. Manninum sem slas- aðist var þó sagt að fríbilið hefði verið mælt eftir slysið og þá hefði það reynst vera 8,5 sentímetrar. Lyftan var ekki komin í efstu stöðu þegar hún stöðvaðist með manninn of- an á. Veitt undanþága gegn því að stöðvunarbúnaður yrði settur upp Að sögn Hauks Sölvasonar, deildarstjóra hjá Vinnueftirliti ríkisins, var veitt undan- þága fyrir þessari tilteknu lyftu hvað fríbil varðar gegn því skilyrði að settur yrði upp sérstakur stöðvunarbúnaður ofan á lyftunni. Lyftan var sett upp fyrir um tíu árum. Magnús segist ekki hafa sannreynt fríbilið og það sé ekki hluti af reglubundnu eftirliti Vinnueftirlitsins. Hann segist gera ráð fyrir að í kjölfar rannsóknar málsins muni Vinnu- eftirlitið gera úttekt á aðstæðum og koma með tillögur að endurbótum svo unnt sé að koma í veg fyrir slys af þessu tagi. Að sögn Hauks má reikna með að niður- staða rannsóknar liggi fyrir um miðja næstu viku en það fari þó eftir því hversu fljótt lögregluskýrslur berist. Maðurinn var starfsmaður Iselekt sem nýverið gerði samning við rekstraraðila hússins um viðhald lyfta í húsinu en þær eru átta talsins en umrædd lyfta mun vera sú eina þar sem þörf var á undanþágu vegna lítillar lofthæðar. Fyrirtækinu barst tilkynning um bilun í lyftunni og við viðgerðina þurfti maðurinn að vera ofan á lyftunni. Af einhverjum or- sökum fór lyftan af stað á meðan viðgerð stóð yfir og við það klemmdist maðurinn milli þaks lyftunnar og loftsins fyrir ofan. Magnús segir að við þær aðstæður sem voru á miðvikudagsmorgun hafi öryggisbún- aður ekki virkað. Hann segir ekki ljóst hvers vegna lyftan hafi farið af stað en þó sé í henni tölvubúnaður sem virki þannig að eftir að búið sé að vinna við hana leiðrétti tölvukerfið sig og við það fari lyftan sjálf- krafa á ákveðna hæð i húsinu til að stilla sig. Magnús segist telja að það hafi verið það sem hafi átt sér stað á miðvikudagsmorgun- inn og viðgerðarmaðurinn hafi ekki áttað sig á þessu. Þó svo að maðurinn sé þaulreyndur lyftuviðgerðarmaður segir Magnús hann ekki hafa áður komið að þessari tilteknu lyftu og hafi því líklega ekki verið meðvitað- ur um að ekki væri nóg rými fyrir ofan lyft- una né heldur hafi hann vitað hvar ofan á lyftunni stöðvunarbúnaðurinn hafi verið. Aðstæður óvenjulegar vegna hönnunargalla Magnús segir enn fremur að lyftan hafi ekki farið jafnhátt og hún hefði getað farið en líklegt að hann hafi fundið stöðvunarbún- aðinn eftir að lyftan fór af stað og þannig náð að stöðva hana eða jafnvel að hann hafi lent á búnaðinum þegar hann kastaði sér flötum. Annar viðgerðarmaður var inni í lyftunni og náði að spenna upp hurðina þeg- ar lyftan stöðvaðist. Magnús segir aðstæður þarna óvenjulegar sökum hönnunargalla á húsinu. Samkvæmt reglum Vinnueftirlits eru þeir sem eiga lyftur eða reka þær skyldugir til að gera samning við þjónustuaðila sem kem- ur minnst þriðja hvern mánuð og yfirfer lyftuna og búnað hennar. Auk þess yfirfara starfsmenn Vinnueftirlits allar fólkslyftur árlega, fara yfir öryggisbúnað og staðfesta að viðhald sé í lagi. Stöðvunarbúnaður í lagi Magnús segir starfsmenn Vinnueftirlits- ins síðast hafa yfirfarið lyftuna í júní og svo einnig eftir atburðinn og þá hafi stöðvunar- búnaðurinn reynst vera í lagi. Otis, fyrirtækið sem áður hafði eftirlit með lyftunni, yfirfór hana síðast í maí og þá reyndist búnaðurinn í lagi að sögn Aðal- steins Árnasonar framkvæmdastjóra. Reykjavíkurborg bauð þjónustuna út og við það náðust samningar við íselekt. Þetta var þeirra fyrsta útkall vegna lyftunnar. Maðurinn var fluttur af vettvangi með sjúkrabfl og þegar slíkt gerist er það regla Vinnueftirlitsins að kalla til lögreglu. Af ein- hverjum ástæðum var lögreglu þó ekki j greint frá slysinu fyrr en daginn eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.