Morgunblaðið - 19.08.2000, Page 8

Morgunblaðið - 19.08.2000, Page 8
8 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ FramsóknarfLokkiir. sýni íhaldi Mæmar Framsóknarmenn nggandi vegna fylgis- lægðar flokksins. Ungliðar heimta „meiri grimmd gegn íhaldinu.“ Það er ekki hægt, húsbóndi, hún er bara með klaufir. Sólargleði ÞAÐ var líf og fjör á öldrunardeildinni á Landakoti á fimmtudag. Starfsmenn deildarinnar skipulögðu sólar- gleði fyrir sjúklingana í veðurblíðunni, tónlistarfólk frá Morgunblaðið/Ami Sæberg og söngur menningarmiðstöðinni í Gerðubergi spilaði og kór starfsmanna söng nokkur lög fyrir fólkið. Sumir tóku jafnvel nokkur vel útfærð dansspor. Fræðslusjóður verka- fólks á landsbyggðinni tekur til starfa FRÆÐSLUSJÓÐUR verkafólks á landsbyggðinni hefur formlega tekið til starfa. Sjóðurinn er afsprengi síðustu kjarasamninga á milli Verka- mannasambands Íslands/Lands- sambands iðnverkafólks og Sam- taka atvinnulífsins, þar sem ákveðið var að veita fjármagni í að efla menntun verkafólks á lands- byggðinni. Hlutverk verkefnisstjómar er að sinna stuðningsverkefnum, þróunar- og hvatningaraðgerðum í starfsmenntun verkafólks og stuðla þannig að hæfara starfs- fólki sem síðan skilar sér í bættri samkeppnisstöðu fyrirtækja. Á fyrsta fundinum var ákveðið að leggja 500.000 krónur í átakið „Menntun er skemmtun“. Þar er lögð áhersla á mikilvægi menntun- ar fyrir verkafólk og í tengslum við viku símenntunar sem haldin verð- ur 4-10 september næstkomandi. í nýrri verkefnisstjóm vom skipaðir Ingi Bogi Bogason, Sam- tökum iðnaðarins og Halldór Frí- mannsson VÍS fyrir hönd atvinnu- rekenda, Aðalsteinn Baldursson, Vlf. Húsavíkur, Elínbjörg Magn- úsdóttir, Vlf. Akraness og Hjördís Þóra Sig- urþórsdóttir, Vökull-stéttarfélag og fyrir hönd Vinnumálastofnunar situr Gissur Pétursson. „Á ekki að geta gerst“ UMTALSVERÐ röskun varð á starf- semi Flugfélags íslands á miðviku- dag þegar svo vildi til að þrjár vélar flugfélagsins biluðu í einu. Varð seinkun á mörgum leiðum ílugfélags- ins og fella varð eina ferð niður. Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍ, segii’ að ótrúleg tilviljun hafi ráðið því að þrjár vélar biluðu svo til á sama tíma. „Þetta á ekki að geta gerst. Við hljótum að vera búnir með kvótann núna,“ segir hann, en ein ATR-vél og tvær Fokker-vélar varð að taka úr áætlun vegna bilunar. í tílviki tveggja véla var aðeins um smávægilega bilun að ræða, en ein Fokker-vél varð fyrir skemmdum af völdum lausamalar á flugvellinum í Vestmannaeyjum. Hratt gekk að koma flugvélunum í lag aftur, að sögn Jóns Karls, og voru samgöngur á vegum félagsins komn- ar í samt lag aftur á fimmtudag. Garðyrkja og gróðursvæði Níu reynitré í Menningar- borgarlundi Jóhann Pálsson IDAG verður gróður- settur í Laugardal sérstakur Menning- arborgarlundur, þar sem fulltrúar menningarborg- anna níu gróðursetja sér- staka runna, en þegar hafa verið gróðursett í lundin- um níu reynitré. „Reynir vex í öllum þessum níu löndum sem menningarborgimar eru í, þess vegna varð hann fyrir valinu,“ sagði Jóhann Pálsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar. „Runnarnir verða und- irgróður og er þá valin teg- und sem er upprunaleg í landi viðkomandi borgar." - Hvaða tegundir eru þetta t.d. ? „Fyrir Reykjavík er val- inn loðvíðir, fyrir Santiago de Compostela er valinn geislasópur, sem er upprunnin úr Pyrenea- fjöllum en er algengur í íslenskum görðum engu að síður og þannig koll af kolli." - Haustið nálgast hröðum skrefum þótt sumarið sé enn í fullum þroska. En hvernig hefur gróðrinum vegnað í sumar ? „Vorið var gróðrinum erfitt, það var kalt, en þegar fór að hlýna þá tók hann aldeilis við sér og hef- ur verið með eindæmum kröftug- ur í allt sumar. Rigning hefur ver- ið lítil svo illgresið hefur ekki verið sérlega hvimleitt. - Hvað með skordýraplágur? „Ekki hefur verið mikið um slíkt og mega gai-ðeigendur í Reykjavík vera ánægðir með að ekki hefur borið á ryðsveppum sem voru farnar að hrjá bæði gljá- víði og ösp í fyrrasumar." - Hefur sjúkdómum í plöntum fækkað vegna kuida? „Kalt vor getur gert slíkt að verkum að sumu leyti en ekki er það þó einhlítt. Ef árferði er kalt er gróður oft viðkvæmari en ella, en á hlýjum sumrum geta sveppa- sýkingar orðið erfiðar, en það hef- ur ekki borið mikið á því í sumar.“ - Er það ný stefna að gróður- setja svona mikið af túlípönum eins og gert var í vor, öllum veg- farendum til mikilsyndisauka? „Það hefur farið sívaxandi að setja túlípanalauka á áberandi staði. Það er dálítið kostnaðar- samt vegna þess að það þarf að gróðursetja önnur sumarblóm seinna um sumarið af því að túlípanarnir eru búnir að blómg- ast í júlíbyrjun. En okkur fínnst þetta kostnaðarins vert því borg- arbúar hafa verið ánægðir." - Hvað getur þú sagt okkur um grænu svæðin í Iteykjavík? „Við höfum lagt mikla áherslu á sumarblóm, mér finnst að Austur- völlur hafi aldrei verið fallegri en í sumar. “ - Hvernig veljiðþiðlitina? ,Á haustin ræða garðyrkju- menn og landslags- arktitektar um hvað heppnast hafi vel sl. sumar, byrja að leggja línurnar og undirbúa gróðursetningu næsta árs og þá eru litir vald- ir í hvert og eitt svæði.“ -Hvað með Grasa- garðinn í Laugardaf! „Þar hafa orðið töluverðar breytingar í sumar. Þar eru núna vikulega sérstaklega kynntar plöntur vikunnar og fyrir rúmri viku var opnaður nýr hluti í garð- inum, nytjaplöntugarður, þar sem ► Jóhann Pálsson fæddist í Reykjavík 21. júlí 1931. Hann lauk leiklistarprófi frá Leiklist- arskóla Þjóðlelkhússins 1952 og stundaði leiklistarstörf í um 16 ár en tók svo stúdentspróf 1969 frá Menntaskólanum í Reykjavík og próf í líffræði frá Háskóla ís- lands 1972. Stundaði síðan nám í grasafræði við háskólann í Upp- sölum til 1978, þegar hann tók við starfi forstöðumanns Lysti- garðsins á Akureyri. Garðyrkju- stjóri Reykjavíkurborgar varð hann í nóvember 1985. Hann er kvæntur Hrafnhildi Jónsdóttur þýðanda og eiga þau eina dóttur, Hrefnu Kristínu Jóhannsdóttur, sem er líffræðingur að mennt. fólk getur kynnst öllum nytja- plöntum sem ræktaðai- eru á land- inu. Aðsókn hefur vaxið mjög mikið að garðinum, ekki síst eftir að tekið var að reka veitingastað þar. Laugardalurinn er raunar orðinn vinsælasti skrúðgarður borgarinnar." - Hvaða trjátegundir eru heppilegastar hér í opinberum görðum? „Við notum mest birki, greni og ösp. En aðalatriðið er að við höf- um verið að byggja upp töluvert mikinn samfelldan trjágróður í borginni til að mynda fljótt skjól og hlýlegt umhverfi. Viðkvæmari tegundir eins og hlynur og álmur eru svo gróðursettar í skjóli hinna.“ - Hvert er virðulegasta tré borgarinnar? „Eg held að mér þyki alltaf silf- urreynirinn í gamla kirkjugarðin- um við Aðalstræti virðulegasta tré borgarinnar. Schierbech land- læknir gróðursetti hann 1884.“ - Hver eru helstu verkefnin fram undan? „Við erum að ljúka við að ganga frá svæði við vesturenda Oskju- hlíðar, þar sem viðra má hunda. Þar geta hundeigendur sleppt hundum og leyft þeim að hlaupa ftjálsum, en annars má ekki vera með hunda á þessum slóðum nema í ól. Fram undan eru svo haustgróðursetningar. Þar er stærsta verk- efnið að gróðursetja í kringum mislæg gatna- mót Miklubrautar og Skeiðarvogs. Síðan er verið að vinna að ýmsum minni nýbygg- ingarverkefnum á leiksvæðum og síðan tak svo hin hefðbundnu haustverk, skýla og hreinsa til og loks að klippa og grisja." Verið að ganga frá svæði við Öskjuhlíð þar sem hundar mega hlaupa frjálsir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.