Morgunblaðið - 19.08.2000, Side 12

Morgunblaðið - 19.08.2000, Side 12
12 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR IE og Hoffmann-La Roche lýsa yfír mikilvægum áfanga í rannsóknum á alzheimer Gerir kleift að þróa nýjar aðferð- ir við greiningfu sjúkdómsins Morgunblaðið/Ásdís Jón Snædal læknir, Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, og Þorlákur Jónsson, sérfræðingur hjá IE, greindu frá áfanga sem náðst hefur í rannsóknum á alzheimer-sjúkdómnum á fréttamannafundi í gær. VÍSINDAMÖNNUM íslenskrar erfðagreiningar hefur tekist, í sam- vinnu við íslenska öldrunarlækna, að kortleggja á litningi erfðavísi sem tengist alzheimer-sjúkdómnum og leggur af mörkum til myndunar hans. Næsta skref rannsóknanna er að einangra sjálft meingenið. IE vinnur að þessum rannsóknum í samstarfi við svissneska lyfjafyiár- tækið F. Hoffmann-La Roche og greindu fyrirtækin frá þessum áfanga rannsóknanna í sameigin- legri fréttatilkynningu í gær. Roche greiðir ÍE áfanga- greiðslu vegna rannsóknanna Hoffmann-La Roche hefur þegar reitt af hendi áfangagreiðslu til Is- lenskrar erfðagreiningar, sam- kvæmt samningum fyi-irtækjanna þar að lútandi, vegna þessara niður- staðna en áður hefur fyrirtækið þrí- vegis greitt IE fjárupphæðir vegna árangurs sem náðst hefur við rann- sóknir annarra sjúkdóma skv. sam- starfssamningi fyrirtækjanna. Fyr- irtækin veita ekki upplýsingar um hversu háar fjárhæðir er um að ræða. Kári Stefánsson, forstjóri IE, sagði á fréttamannafundi sem fyrir- tækið boðaði til í gær, að alzheimer- sjúkdómurinn væri algengasta orsök greindarskerðingar í samfélaginu, sérstaklega meðal aldraðra. Aðspurður sagði Kári að engin vissa eða trygging væri fyrir því að þessar niðurstöður ættu nokkurn tímann eftir að hafa áhrif á meðferð sjúkdómsins. „Okkar von er hins vegar sú að þær komi endanlega til með að gera það,“ sagði hann. Áhrifamesta aðferðin „Þetta er að öllum líkindum áhrifamesta aðferðin til að leita nýrrar þekkingar sem við vonumst til að megi nýta til þess að þróa nýja meðferð og greiningartækni," sagði Kári. Hann benti á að aukin þekking yki ævinlega möguleikana á því að hægt verði að fínna nýjar aðferðir við greiningu ogmeðhöndlun sjúkdóma. Að sögn hans hefur teldst að af- marka svæði á litningi þar sem um- ræddan erfðavísi er að finna. „Næsta verkefni er að líta á þá erfðavísa sem liggja á þessu svæði og finna hver það er sem veldur þeim breytingum sem leiða til sjúkdómsins," sagði Kári. Stærri áhrifavaldur en önnur meingen sem fundist hafa Rannsóknimar hafa farið fram í samstarfí við íslenska öldrunar- lækna. Jón Snædal öldrunarlæknir, sem einnig sat fréttamannafundinn í gær, segir að tíu ár séu síðan fyrsti erfðavísir sem tengist alzheimer- sjúkdómnum fannst og fleiri mein- gen hafi fundist á undanförnum ár- um, en þau eigi það sameiginlegt að skýra aðeins örfá prósent sjúkdóms- ins. Nú hafi hins vegar náðst sá áfangi að kortleggja erfðavísi sem væri mun stærri áhrifavaldur á framvindu sjúkdómsins en aðrir erfðavísar sem fundist hafa. Umrædd rannsókn er byggð á þátttöku íslenskra sjúklinga og ætt- ingja þeirra, samtals 1.100 manns. Með rannsóknum á erfðaefni þess- ara einstaklinga hafa vísindamenn ÍE og samstarfslæknar þess fundið afmarkað svæði á litningi sem teng- ist alzheimer-sjúkdómnum. „Þeir hafa sýnt fram á að erfðir eru áhrifa- valdur í framvindu sjúkdómsins og eru þessar niðurstöður mikilvægur áfangi í leit að orsökum hans,“ segir í yfirlýsingu ÍE og Roche. Líta á allt samfélagið í stað einstakra fjölskyldna Kári sagði að rannsóknir ÍE og öldrunarlæknanna á alzheimer-sjúk- dómnum væri að því leyti frábrugðn- ar öðrum rannsóknum á erfðafræði sjúkdómsins að þær hefðu frá upp- hafi beinst að sjúkdómnum sem raunverulegu lýðheilsuvandamáli. „í stað þess að leita uppi litlar fjöl- skyldur þar sem aizheimer-sjúk- dómurinn er mjög algengur byrjuð- um við með lista yfir sjúklinga sem er byggður á áhrifum þessa sjúk- dóms á samfélagið í heild. Þessar niðurstöður hafa því að öllum líkind- um víðara gildi en þegar menn byrja á því að einblína á einstakar fjöl- skyldur," sagði hann. Jón tók undir þetta og sagði: „Það sem skilur að fyrri rannsóknir og þessa er að áður hafa menn einblínt á einstakar fjölskyldur, þar sem þessi sjúkdómur er algengur, en hér Íítum við raunverulega á allt samfélagið og tengjum það saman við sjúklingana með hjálp íslendingabókar," sagði Jón. „Það sem skiptir sköpum í svona vinnu er að sjúkdómsgreining sé ná- kvæm og ég er handviss um að hún er hvergi betri en í okkar samfélagi," sagði Kári Stefánsson. Að sögn hans er erfitt að segja um hvenær búast megi við að takist að einangra sjálfan erfðavísinn. „Yið er- um að vinna í allt öðru umhverfi núna en við gerðum fyrir ári. Nú er búið að raðgreina erfðamengi mannsins og vinnan ætti því að ganga miklu hraðar fyrir sig núna en hún hefur gert hingað til,“ sagði Kári. La Roche lýsir ánægju með árangur af meingenaleit ÍE Fram kemur í fréttatilkynningu frá Roche að fyrirtækið hyggist hefja þróun nýrra aðferða til að greina og meðhöndla alzheimer- sjúkdóminn á grundvelli þessarar þekkingar. Haft er eftir Jonathan Knowles, yfumanni alþjóðlegra rannsókna hjá Roche, að forsvars- mönnum fyrirtækisins finnist mikið til koma hversu hratt og vel vísinda- mönnum ÍE gengur að kortleggja erfðavísa sem tengjast algengum sjúkdómum. Alzheimer-sjúkdómurinn er al- gengasta orsök elliglapa en hann hrjáir um það bil 5% fólks sem komið er yfir 65 ára aldur. Þar sem öldruð- um fjölgar hratt í heiminum er sjúk- dómurinn víða orðinn alvarlegt heil- brigðisvandamál. Nokkrar framfarir hafa orðið í meðhöndlun og grein- ingu sjúkdómsins á síðustu árum en ennþá er engin lækning þekkt. Staðfestir að við erum á réttri leið Dr. Þorlákur Jónasson, starfs- maður IE, hefur stýrt rannsóknar- vinnunni vegna alzheimer-sjúk- dómsins af hálfu IE. Rannsóknin hófst fyrir um tvemur og hálfu ári og starfa nálægt tíu manns við þessa rannsókn í samstarfi við nokkra samstarfslækna, að sögn hans. „Hún er mjög umfangsmikil og það liggur mikil vinna á bak við þessar niður- stöður sem við erum að kynna í dag,“ sagði hann. „Við munum nú leggja mikið kapp á að reyna að finna sjúkdómsvald- andi genið sem þarna er um að ræða sem allra fyi-st. Það er tvímælalaust tímafrekasti þátturinn, þótt sú vinna sé mun auðveldari eftir því sem kort- lagningu erfðamengisins fleygir áfram,“ sagði hann aðspurður. Þorlákur var spurður hvaða vonir þessi rannsóknaráfangi gæfi sjúkl- ingum sem þjást af alzheimer og aðstandendum þeirra. „Þetta er fyrst og fremst mikilvægur áfangi í okkar starfi hér á rannsóknarstof- unni, þar sem þetta staðfestir að við erum á réttri leið, og þetta eru skila- boð fyrii' þá sjúklinga sem hafa tekið þátt í rannsókninni um að henni miði vel áfram. Vonandi kemur þetta til með að leiða til þess að við finnum þá stökkbreytingu sem er einn af áhrifavöldum sjúkdómsins," sagði Þorlákur. ÍE vinnur að samningum við fleiri lyfjafyrirtæki Kári segir að rannsóknir IE á fjór- um öðrum erfðasjúkdómum í sam- starfi við Hoffmann La Roche séu komnar álíka langt og rannsóknmnar á alzheimer-sjúkdómnum, en þar er um að ræða rannsóknir á geðklofa, slitgigt, heilablóðfalli, beinþynningu og psoriasis. I mars síðastliðnum til- kynnti Roche að vísindamenn IE hefðu kortlagt erfðavísi sem tengist heilablóðfalli og á síðasta ári til- kynntu fyrirtækin um staðsetningu erfðavísis sem veldur slitgigt. Að sögn Kára hefur fyi'irtækið að undanförnu unnið að því að ná samn- ingum við fleiri erlend lyfjafyrii'tæki en Roche og hefur það gengið vel, að sögn hans. „Við bæði búumst við og vonumst til að við náum slíkum samningum," sagði hann. Hlutabréf í deCODE hækkuðu á NASDAQ OG EASDAQ í gær Greint verður frá þessum rann- sóknaráfanga með ítai'legri hætti í vísindatímariti innan skamms. Fjall- að var um niðurstöður þessara rann- sókna vísindamanna ÍE og samstarf- ið við La Roche í fréttaskeytum alþjóðlegra fréttastofa í gær. Hlutabréf í deCODE Genetics, móðurfélagi íslenskrar erfðagrein- ingar, hækkuðu í gær á NASDAQ hlutabréfamarkaðinum og á EASDAQ evrópska markaðinum en gengi bréfa fór úr um 24 Bandaríkja- dölum á fimmtudag í 28 dali við lok- un viðskipta á EASDAQ-markaðin- um í gær. Forstjdri Simans um viðbrögðin við samningi Línu.Nets og borgar í bréfí til starfsmanna Rakalaust að póli tík búi að baki ÞÓRARINN V. Þórarinsson, forstjóri Landssímans, vísar því á bug að pólítískar forsendur ráði viðbrögðum fyrirtækisins við þeirri ákvörðun Reykjavíkurlistans að ganga heldur til samstarfs við fyrirtækið Línu.Net um ljósleiðarakerfi fyrir grunnskóla borgar- innar. Þetta kemur fram í bréfi Þórarins sem sent var til allra starfsmanna Símans á innra neti fyrirtækisins á fimmtudag. Þar segir að borg- in hafi kosið að semja um viðskiptin við sitt eigið fyrirtæki enda þótt borgaryfirvöldum hafi verið formlega kynnt að Síminn væri reiðubúinn að bjóða „öflugri lausn en Lína.- Net og það miklu fyrr eða innan tveggja mán- aða og það á hagkvæmara verði,“ eins og seg- ir í bréfinu. I bréfinu segir að því hafi verið haldið fram í umræðunni um óskir Símans um að borgin byði út uppbyggingu skólanetsins að fyrir- tækið væri að „ganga erinda eins tiltekins stjórnmálaflokks“. Segir Þórarinn að þessar fullyrðingar séu rakalausar og ráði aðeins viðskiptalegir hagsmunir því hvernig Síminn hafi snúið sér í þessu máli. Spyrjum aðeins um frammistöðu, ekki hvað fólk kýs „Ég veit að þetta mál hlýtur þó að trufla ýmsa því ásakanirnar eru settar fram af mik- illi festu,“ skrifar forstjórinn. „Hjá Símanum starfa nú um 1.300 manns og auðvitað eiga allir stjórnmálaflokkar góðan hóp stuðnings- manna í okkar hópi. Það er líka grundvallar- viðhorf hér að virða skoðanir fólks og við spyrjum ekki hvað fólk kýs, aðeins hver frammistaðan er við að þjóna viðskiptavinun- um og vinna að hagsmunum Símans. Það geri ég og ætlast til að aðrir geri eins.“ Þórarinn segir að þegar undirbúningur skólanetsins hafi staðið yfir hafi ýmsir fundir átt sér stað með fulltrúum borgarinnar en aldrei hafi verið skilgreint hvaða þjónustu borgin vildi kaupa. Síminn hafi boðið aðgang að því neti sem bankarnir noti til að tengja útibú og höfuðstöðvar og talið það nógu öflugt til að sinna gagnaflutningi grunnskólanna. Engar kröfur hafi verið gerðar um meira. Þórarinn skrifar að Síminn hafi átt góð við- skipti við borgina og ef til vill hefði verið hægt að láta samninginn við Línu.Net liggja ef borgin hefði „ekki haldið því blákalt fram að aðeins þeirra eigin fyrirtæki gæti gert þetta“. Þórarinn segir að hjá Landssímanum séu menn sannfærðir um að geta staðið sig á kröfuhörðum útboðs- og samkeppnismörkuð- um bara ef tækifærið gefist. „En við getum aldrei setið undir því þegj- andi þegar aðili á borð við Reykjavíkurborg fullyrðir að Landssíminn hafi ekki tæknilega burði til að bjóða lausnir á borð við það sem hið nýja lagnafyrirtæki borgarinnar, Lína.- Net, getur gert,“ skrifar Þórarinn. „Það er rangt og við hljótum að koma því á framfæri. Það er hins vegar miður að umfjöllun um faglega og fjárhagslega kosti í uppbyggingu fjarskiptaþjónustu er færð í grímubúning stjórnmálabaráttu.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.