Morgunblaðið - 19.08.2000, Síða 16

Morgunblaðið - 19.08.2000, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Einkaaðila neitað um leyfi til að reisa einangrunarstöð fyrir gæludýr Segja synjunina ekki eiga sér stoð í lögum Morgunblaðið/Kristinn Langir biðlistar eru eftir plássi í einangrunarstöðinni í Hrísey. Landbúnaðarráðuneyt- ið hefur synjað Dýra- læknastofunni í Garða- bæ um leyfi til þess að reisa einangrunarstöð * fyrir gæludýr. I grein Rúnars Pálmasonar kemur fram að ráðu- neytið ber því við að einungis opinberir aðil- ar geti rekið einangr- unarstöðvar. Dýra- læknastofan bendir á að allar einangrunar- stöðvar í landinu eru reknar af einkaaðilum. I VOR synjaði landbúnaðarráðu- neytið Dýralæknastofunni í Garða- bæ um leyfi til að reisa einangrun- arstöð fyrir gæludýr. Dýralæknastofan hefur látið gera uppdrátt að einangrunarstöð sem á að vera í Krýsuvík. Til stóð að end- urbyggja gamalt fjós í þeim til- gangi en Hanna M. Arnórsdóttir, sem er ein þriggja dýralækna sem reka Dýralæknastofuna, segir þó ekkert ákveðið í þeim efnum. Hún telur að bygging slíkrar stöðvar muni kosta um 15-20 milljónir. Ástæðan sem landbúnaðarráðu- neytið gaf fýrir synjuninni var sú að einkaaðilar mættu ekki starf- rækja slíka stöð. Hanna bendir hinsvegar á að allar einangrunar- stöðvar í landinu, líka einangrunar- stöð fyrir hunda og ketti í Hrísey, eru reknar af einkaaðilum. Synjun ráðuneytisins hefur verið vísað til umboðsmanns Alþingis sem hefur málið til athugunar. Verið að stækka stöðina í Hrísey Innflutningur á gæludýrum til landsins hefur aukist mjög á síð- ustu árum. Biðlistar eftir plássi í einangrunarstöðinni í Hrísey hafa að sama skapi lengst. Samkv. upp- slýsingum frá Hrísey mun vera a.m.k. 7-8 mánaða biðtími eftir plássi fyrir hunda en 4 mánuða bið- tími fyrir ketti. Framkvæmdir standa nú yfir við stækkun ein- angrunarstöðvarinnar. Hún verður stækkuð um helming og endurbætur gerðar á eldra húsnæði hennar. Ríkissjóður ber kostnað- inn sem nemur um 18 milljónum króna. Þegar hinn nýi hluti stöðvar- innar verður tekinn í notkun í lok nóvember er gert ráð fyrir að biðlistar styttist til muna. Allar einangrunarstöðvar reknar af cinkaaðila Dýralæknastofan í Garðabæ sendi landbúnaðarráðuneytinu ósk um leyfi til að reisa einangrunar- stöð fyrir gæludýr 27. mars sl. Ráðuneytið synjaði stofunni um leyfið og sagði að einungis opinber- ir aðilar gætu rekið einangrunar- stöð fyrir gæludýr. í svari ráðun- eytisins segir: „Samkvæmt lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra er gert ráð fyrir að einungis opinberir aðilar geti rekið einangrunarstöð fyrir gæludýr sem flutt eru til landsins. í samræmi við þetta lét landbúnaðarráðuneytið reisa ein- angrunarstöð fyrir hunda og ketti í Hrísey og er ekki áformað að breyta því fyrirkomulagi." í lögun- um segir að landbúnaðarráðu- neytið eigi að annast og bera ábyrgð á innflutningi búfjár. Þar er jafnframt kveðið á um að landbún- aðarráðherra sé heimilt að fela inn- flutninginn einstökum búgreina- samböndum eða ræktunarfélögum. Þetta leyfi hefur landbúnaðarráð- herra nýtt sér enda eru einangrun- arstöðvar kúabænda, svína- og al- ifuglaræktenda allar reknar af viðkomandi búgreinafé- lögum. Einangrunar- stöð gæludýra í Hrísey er í eigu ríkisms en einkaaðili, Stefán Björnsson, sér um rekstur hennar. Á síðasta þingi var lagt fram stjórnar- frumvarp sem var ætlað að breyta núgildandi lögum. í útskýringum með frumvarpinu er sérstaklega rætt um einangrunarstöð gælu- dýra: „Fyrstu árin annaðist emb- ætti yfirdýralæknis rekstur stöðv- arinnar í umboði ráðuneytisins en hin síðari ár hefur reksturinn verið í höndum einkaaðila undir eftirliti yfirdýralæknis samkvæmt sérstök- um samningi.“ Synjun ráðuneytis- ins á beiðni Dýralæknastofunnar er hinsvegar rökstudd með því að „einungis opinberir aðilar geti rek- ið einangrunarstöð fyrir gæludýr.“ í stjórnarfrumvarpinu er gert ráð fyrir að landbúnaðarráðherra geti falið einstaklingum, fyrirtækj- um og félagasamtökum rekstur sóttvarnastöðva. Frumvarpið var lagt fram í apríl en fékk ekki af- greiðslu. Búast má við að það verði lagt aftur fram í haust þegar Al- þingi kemur saman á ný. Hanna M. Amórsdóttir segir að þegar Dýralæknastofan óskaði eft- ir leyfi til að reisa einangrunarstöð fyrir gæludýr hafi þau fundið fyrir því að ráðuneytið hafi ekki viljað fleiri en eina slíka stöð. „Við feng- um neitun á grundvelli þeirra laga sem eru í gildi í dag. En við fáum ekki séð að þau stöðvi að það séu reknar fleiri en ein einangrunar- stöð fyrir gæludýr í landinu,“ segir Hanna. Ekkert sé því til fyrirstöðu að reka tvær eða fleiri slíkar stöðv- ar hér á landi. Það hljóti þó að vera æskilegast að einangrunarstöð sé staðsett sem næst þeim stað sem dýrin koma inn í landið. Gæludýra- eigendur gætu þá valið sjálfir hvora stöðina þeir vilja skipta við. Þegar hundar eða kettir eru fluttir til landsins án tilskilinna leyfa er vaninn sá að gefa eiga- ndanum kost á að flytja þau aftur til upprunalands ins. Á meðan beð- ið er eftir flugfari fyrir dýrin dvelja þau í herbergi í Leifsstöð sem venjulega er notað til þess að geyma fíkniefnahunda tollgæsl- unnar. Þess eru dæmi að þau hafi þurft að bíða þar í 1-2 sólarhringa. Á meðan sjá tollverðir eða starfs- menn stöðvarinnar um að að fóðra þau. „Sú aðstaða sem dýrin þurfa búa við á Keflavíkurflugvelli er ófullnægjandi, bæði fyrir starfs- menn flugvallarins og fyrir dýrin sjálf,“ segir Hanna. Hún segir þess jafnvel dæmi að dýr hafi náð að komast út úr herberginu þar sem þeim var haldið í einangrun. Hætta á að sóttkví rofni Hanna segir þau ákvæði sem gildi varðandi innflutning gælu- dýra séu mjög ströng hér á landi. Henni virðist þó sem ekki sé farið nægjanlega vel eftir þeim. Það sé undarleg mótsögn að dýrin þurfi að dvelja í einangrun í 6-8 vikur þar sem enginn utanaðkomandi megi koma nálægt dýrunum. Hinsvegar sé afar lítið eftirlit með dýrunum frá því þau koma í Leifsstöð og þar til rekstraraðili Hríseyjarstöðvar- innar tekur við þeim. Of margir fari höndum um dýrin frá því þau komi til Keflavíkur og þar til þau komist til Hríseyjar. I því felist talsverð hætta á að sóttkvíin rofni og smit berist í önnur dýr eða um- hverfið. „Það er eins og það þurfi eitthvað alvarlegt að gerast til að menn taki við sér,“ segir Hanna. I nýlegri greinagerð frá Sam- bandi dýraverndunarfélaga segir að mikið ófremdarástand ríki í inn- flutningi gæludýra. Það sé óskilj- anlegt að landbúnaðarráðuneytið neiti einkaaðilum um að reisa ein- angrunarstöð á sinn eigin kostnað. Á sama tíma þurfi fólk að bíða í heilt ár eftir að geta flutt inn dýr. Rök ráðuneytisins fyrir synjun er sagður fyrirsláttur sem ekki eigi við rök að styðjast, enda engin ein- angrunarstöð rekin af opinberum aðilum. Þegar dýrin koma í Leifsstöð eru þau í búrum sem eiga að tryggja að einangnjn rofni ekki. Úr flugvél- inni eru þau sett í töskusal þar sem þau bíða þar til sendibílstjóri sem sér um flutningana nær í þau. Hann flytur dýrin í fragtgeymslu Flugfélags íslands á Reykjavíkur- flugvelli. Þaðan er flogið með þau til Akureyrar þar sem starfsmaður einangrunarstöðvarinnar í Hrísey tekur við þeim. Misjafnt er hversu langan tíma dýrin eru á þessu ferðalagi. Ef allt gengur eins og í sögu tekur flutningurinn nokkra klukkutíma. Frestun á flugi eða ófærð getur þó lengt ferðatímann. í fyrmefndri greinargerð sam- bands dýraverndunarfélaga segir að þetta ferðalag sé mikil þolraun fyrir dýrin til viðbótar við flugferð- ina til landsins og önnur ferðalög í landinu sem þau komu frá. Ljóst sé að ekki sé hægt að viðhalda ein- angrun dýranna alla þess leið. Yfirdýralæknir segir sóttkví ekki stefnt í hættu Halldór Runólfsson yf- irdýralæknir telur ekki að sóttkví sé stefnt í hættu á leiðinni frá Keflavík til Hríseyjar. Menn reyni eftir fremsta megni að láta flutninginn frá Kefla- vik til Hríseyjar taka skamman tíma. Dýrin séu ávallt í búrum og hverfandi hætta á að þau smiti út frá sér. Þar að auki sé gerð krafa um að dýrin hafi verið bólu- sett við hættulegustu sýkingunum, s.s. hundaæði. Halldór segir að herbergið sem dýr sem hafa verið flutt til landsins í óleyfi þurfi stund- um að dvelja í sé vandlega sótt- hreinsað þegar dýrin fara þaðan. Halldór segir að Hrísey sé að mörgu leyti hentugur staður fyrir einangrunarstöð. Það sé þó alls ekki loku fyrir það skotið að slík stöð geti risið annars staðar, t.d. í Krýsuvík. Með viðeigandi girðing- um og búnaði mætti tryggja sóttkví í slíkum stöðvum. Hánn segir ekk- ert mæla á móti því að slík stöð yrði rekin af einkaaðila enda tryggt að sóttvarnardýralæknir hefði eftirlit með henni. I minnisblaði sem Sigríður Norð- mann, lögfræðingur og deildar- stjóri í landbúnaðarráðuneytinu, skrifaði árið 1998 segir hún að í lög- um séu engin ákvæði sem beinlínis banni einkaaðilum að reka sótt- vamarstöðvar en heldur engin ákvæði sem leyfi það. Sigríður vís- ar í greinargerð sem fylgdi með frumvarpi til laga nr. 54/1990 þar sem segir: „Af öryggisástæðum er það mikilvæg grundvallarregla að opinber aðili annist innflutning og geti þannig borið ábyrgð á að ekki berist til landsins sjúkdómar sem valda stórfelldu tjóni eins og dæm- in sanna.“ Sigríður vísar enn frem- ur í aðrar greinar laganna og segir þær styðja að ríkið eigi að fara með rekstur stöðvanna, Hún bendir einnig á að samkvæmt lögunum eigi landbúnaðarráðherra að setja gjaldskrá sem eigi að miðast við að tekjur sóttvarnarstöðvarinnar standi undir útgjöldum hennar. Sigríður telur því að ekki megi reka slíka stöð í hagnaðarskyni. Samkvæmt upplýsingum sem feng- ust hjá landbúnaðarráðuneytinu setur ráðuneytið aðeins gjaldskrá fyrir gæludýrastöðina, ekki aðrar einangrunarstöðvar. I lögum um innflutning dýra er hinsvegar eng- inn greinamunur gerður á gælu- dýrum og öðrum dýrum. I greinar- gerð með lögunum segir að lögin séu sett á breiðum grundvelli og þar til bærum aðilum ætlað að setja nánari reglur um innflutning dýra. Verktaki sér um rekstur stöðvarinnar í Hrísey Hákon Sigurgrímsson, deildar- stjóri í landbúnaðarráðuneytinu, segir það mat lögfræðinga ráðu- neytisins að ekki sé heimilt að leyfa einkaaðilum að reisa einangrunar- stöð fyrir gæludýr samkv. gildandi lögum. Aðspurður hvort einangr- unarstöð fyrir gæludýr í Hrísey sé ekki þegar rekin af einkaaðila, sagði Hákon að stöðin sjálf væri í eigu ríkisins en Stefán Bjömsson ræki hana í umboði þess sam- kvæmt sérstökum samningi, hann væri því í raun verktaki. Stöðin starfar samkvæmt gjaldskrá sem landbúnaðarráðuneytið setur en ráðuneytið setur öðrum einangrun- arstöðvum, s.s. fyrir naut og svín, ekki slíka gjaldskrá. Hákon segist ekki sjá önnur rök en þau sem koma fram í lögum fyrir því að banna einkaaðila rekstur einangr- unarstöðvar fyrir gæludýr. Hann telur þó að um innflutning gælu- dýra gildi nokkuð önnur lögmál en innflutning annarra dýra. Svín og naut séu t.a.m. flutt inn afar sjald- an og þá frá viðurkenndum rækt- unarbúum. Hundar og kettir séu hinsvegar flutt inn frá ýmsum heimshomum og því meiri hætta á smiti en ella. Hvert einstakt dýr sé því sjálfstætt tilfelli og því e.t.v. meiri ástæða til að einangrun þess sé á ábyrgð opinbers aðila. Hákon telur núver- andi staðsetningu ein- angrunarstöðvarinnar heppilega. „Það er ekki tilviljun að Hrís- ey hafi verið valin fyr- ir þessa starfsemi. Það er tvímælalaust kostur að vera með einangrunarstöð á eyju. Það eru engin meindýr í Hrísey, hvorki mýs né rottur, sem geta borið smit. Það er ekki heldur hægt að horfa framhjá því að í þessi tíu ár sem stöðin hefur starfað hefur ekki bor- ist frá henni smit,“ segir Hákon. Hann segir stækkun einangrunar- stöðvarinnar í Hrísey hafa verið nauðsynlega þar sem mikil aukning hafi orðið á innflutningi gæludýra frá því stöðin var tekin í notkun ár- ið 1990. Sá möguleiki hefur verið ræddur að bjóða rekstur gæludýr- astöðvarinnar út þegar fram- kvæmdum við stækkun hennar lýk- ur í lok nóvember. Margir koma að flutningi gæludýranna frá Kef lavík til Hríseyjar Mikil aukning hefur orðið á innflutningi gæludýra á síðustu árum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.