Morgunblaðið - 19.08.2000, Side 22

Morgunblaðið - 19.08.2000, Side 22
22 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Atli Vigfússon Jón Helgi Jóhannsson í Víðiholti að mála þakið á Qóshlöðunni. Fegurri sveitir Laxamýri - Mikið er málað og tekið til á sveitabæjum landsins í sumar, en það er liður í átaks- verkefninu „Fegurri sveitir 2000“. Mjög mörg sveitarfélög taka þátt í verkefninu og er markmið- ið hreinsun á landi og fegrun mannvirkja í þeim tilgangi að bæta ásýnd dreifbýlisins og ímynd þess. Jón Helgi Jóhannsson bóndi að Víðiholti f Reykjahverfi er einn þeirra mörgu bænda sem eru að mála útihúsin. Þetta er mikið verk því um mikla fleti er að ræða þar sem stórar byggingar eru. Jón er ekki lofthræddur en bindur um sig kaðal í öryggis- skyni því oft getur verið hált á nýmáluðum þökunum. Lagarfljótsormurinn bætir við lendingarstöðum Gamall hertrukkur notaður sem bryggja Morgunblaðið/Guttormur V. Þormar f fjörunni gjálfrar aldan við „Orminn" og gamla hertrukkinn hans Há- konar sem gegnir hlutverki færanlegrar bryggju með prýði. Geitagerði - í SUMAR hefur skemmtiferðaskipið Lagai-fljótsorm- urinn bætt við lendingarstöðum á siglingu sinni um Lagarfljót. Þannig hefur hann um skeið lagt vikulega að við svokallaðan Húsatanga í Fljóts- dal, gegnt Atlavík. Þau hjónin, Sigrún Benediktsdótt- ir og Hákon Aðalsteinsson, hafa reist sérstæða byggingu á tanganum, lík- asta tjöldum sama, nema hvað í stað skinna er þetta háa sex-strenda tjald klætt skarsúð úr íslensku lerki. Það er borið uppi af átta metra háum súl- um, úr íslensku lerki einnig. Gólflð er lagt skinnum þar sem gestir láta fara vel um sig flötum beinum við varð- eldinn sem logar fyrir miðju gólfi og hlýða á eða syngja við leik þeirra Þórlaugar Jónsdóttur og Gylfa Bjömssonar milli þess sem fljóta ýmsar sögur af vörum húsráð- andans, flestar í léttum dúr. Úti fyrir grillar Sigurður Ananías- son veitingamaður lambasteikina af kunnáttu. í fjörunni gjálfrar aldan við „Orminn“ og gamla hertrukkinn hans Hákonar sem gegnir hlutverki færanlegrar bryggju með prýði. Þessi áfangastaður Lagarfljót- sormsins á Húsatanga nýtur vin- sælda og nú er ekki aðeins horft austur yfir til Atlavíkur eftir mann- lífi heldur ekki síður úr víkinni norð- ur yfir á tangann hvort rjúki upp úr tjaldinu og Lagarfljótsormurinn liggi þar við festar. Það gerir hann hvert fimmtudagskvöld og mun gera svo fram í byijun október. Þá leggjast af fastar áætlunar- ferðir skipsins um Lagarfljót til vors. Rekstur Lagarfijótsormsins hefur gengið nokkuð vel í sumar og farþeg- um farið jafnt og þétt fjölgandi. Skipstjóri á Lagarfljótsorminum er Aðalsteinn Valdimarsson frá Eski- firði. Lundur Nínu Sæ- mundsson opnaður Fljótshlfð - Minningarlundur einnar frægustu listakonu Suðurlands, Nínu Sæmundsson, verður opnaður með viðhöfn 26. ágúst nk. en hún var fædd þann sama dag árið 1892. Lundurinn er á gamla bæjarstæðinu að Nikulásarhúsum í Fljótshlíð sem var fæðingar- og æskuheimili henn- ar. Umtalsverð vinna hefur verið lögð af mörkum við gerð lundarins en settar hafa verið göngubrýr úr lím- tré á tvo læki, sem eru á milli Hlíðar- enda og Nikulásarhúsa og ætlunin að gestir lundarins aki að bílastæð- um Hlíðarendakirkju og gangi síðan um 100 metra spöl að lundi Nínu. Á þeirri leið eru tvær girðingar og hafa verið sett upp fagurlega gerð skrauthlið í þær, en það er einn ætt- ingja listakonunnar sem gefur hliðin. Hlaðinn hefur verið 30 metra langur bogadreginn setbekkur við lundinn. Tré hafa verið gróðursett sam- kvæmt skipulagningu landlagsarkit- ekts. í lundinum er fögur uppsprettulind sem búið er að hlaða upp, en lindin var kæligeymsla á uppvaxtarárum Nínu og sjálfsagt síðar. Lundurinn verður rammi um eitt listaverka Nínu sem ber nafnið Ung móðir. Styttan var stækkuð af fag- mönnum í Englandi og verður 160 cm há á stalli sínum. Lundurinn er mikil prýði í fögru umhverfi, einkum eygður frá Hlíðarendakirkju í átt að gamla bæjarstæðinu að Nikulásar- húsum, því brýrnar, hliðin og fram- kvæmdirnar við lundinn bera þess merki að þarna hefur ekki verið kastað til hendi, heldur unnið af stór- hug að því að móta listakonunni Nínu Sæmundsson verðugan minn- isreit á fæðingarstað hennar, en Fljótshlíðin var henni alla tíð kærust staða. Ef að líkum lætur verður lundur- inn ákjósanlegur áningarstaður fyrir alla sem um Fljótshlíðina fara í framtíðinni, um leið og staldrað er við hjá einu af listaverkum konu, sem var yngst 15 systkina, en komst til listnáms fyrir aðstoð skilnings- ríkrar frænku, og vann til æðstu við- urkenninga fyrir list sína bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, þar sem hún dvaldist um áratugaskeið. Einn afkomandi systkinanna 15 í Nikulásarhúsum, Ríkey Ríkarðs- dóttir hjúkrunarfræðingur, setti fram hugmyndina um lundinn í hópi ættingja Nínu. Ættingjahópurinn hefur síðan stutt við bak Ríkeyju við framkvæmd hugmyndarinnar. Leyfi fékkst fyrir stækkun styttunnar Ung móðir til uppsetningar í lundin- um, og jafnframt fékkst leyfi til að gera 100 styttur eftir frummynd Nínu, en hún var 40 cm há. Tuttugu af styttunum eru steyptar í brons en 80 í gifs. Sala þeirra hefur staðið undir framkvæmdum við lundinn, og eru vonir bundnar við að innkoman muni nægja til að ljúka við gerð lundarins. Á uppstigningardag, 1. júní, var efnt til fundar um framkvæmdirnar í lundi Nínu í Sögusetrinu á Hvols- velli. Þar mættu um 120 manns og gerði Ríkey grein fyrir gangi mála, aðdraganda og framkvæmdum. Hún minnti líka á hið fagra útsýni frá lundi Nínu, og sagði að ef til vill myndi eitthvert af þeim mörgu menningarfélögum sem unna Fljóts- hlíðinni og Njáluslóðum, vilja standa straum af uppsetningu útsýnisskífu þar. Við opnun minningarlundar Nínu Sæmundsson að Nikulásarhúsum í Fljótshlíð munu Ríkey Ríkharðs- dóttir, framkvæmdastóri lundarins, og Björn Bjamason menntamálaráð- herra flytja ávörp. Séra Önundur S. Björnsson, sóknarprestur á Breiða- Morgunblaðið/Önundur S. Björnsson Uppsprettulindin í Nikulásarhúsum hefur verið snyrt og hlaðin. F.v. Ríkey Ríkharðsdóttir, frumkvöðull og framkvæmdastjóri Nínulundar, ásamt Hörpu Viðarsdóttur sem var að skoða aðstæður. Morgunblaðið/Önundur S. Björnsson Horft frá Nínulundi í átt til kirkjunnar að Hlíðarenda. Ríkey Ríkharðs- dóttir fremst á myndinn. bólstað í Fljótshlíð, mun síðan helga og áður segir laugardaginn 26. ágúst lund og lind. Athöfnin fer fram eins og hefst kl. 14. Morgunblaðið/Davíð Pétursson Kvennareið í Borgarfirði Grund - Hin árlega kvennareið hestakvenna í Borgarfirði var farin miðvikudagskvöldið 9. ágúst sl. 45 konur komu saman við Hvann- eyri og riðu upp með Andakílsá, yf- ir hana við Andakílsárvirkjun og þaðan að Hreppslaug. Hestunum var þar sleppt í girðingu á meðan staldrað var við í tijálundi Guð- mundar bónda Þorsteinssonar í Efri-Hrepp. f trjálundinum var framborinn veislumatur, grillað Igöt, salat, og grillaðar kartöflur, öllu skolað nið- ur með rauðvíni, hvítvíni eða Kóka Kóla. Þar urðu karlmenn að sjá um matreiðlsu og alla þjónustu. Eftir tveggja tíma átveislu og eftir- minnileg skemmtiatriði var sest á bak og riðið eftir þjóðveginum til Hvanneyrar. Dílaskarfur langt inni í landi Laxamýri - Það er óvanaleg sjón að sjá algenga sjófugla langt inni í landi en svo bar við að dílaskarfur fór langt upp með Laxá og inn á tún. Fuglinn hljóp allhratt með hjálp vængjanna en í ljós kom hann gat ekki flogið nema stuttar vegalengdir vegna sára á hægri vængnum. í þeirri von að hann grói sára sinna var ekið með hann út að sjó við Húsavík og var hann mjög feginn frelsinu. Morgunblaðið/Atli Vigfússon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.