Morgunblaðið - 19.08.2000, Síða 29

Morgunblaðið - 19.08.2000, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 29 ERLENT Ymsar kenningar komnar á kreik um orsakir þess að kafbáturinn Kúrsk sökk Spurningar vakna um „þunga hlutinn“ ILÝA Klebanov, aðstoðarfor- sætisráðherra Rússlands og yfir- maður rannsóknarnefndar þeirrar er fer með slysið á rússneska kaf- bátsnum Kúrsk, hefur undanfarna tvo daga haldið fast í þá skýringu að báturinn hafi rekist á „t.iltekinn þungan hlut“ í Barentshafi og síð- ar sokkið. ígor Dugalo, yfirmaður upplýsingadeildar rússneska flot- ans, sagði við ITAR-TASS í gær að rannsókn á slysinu beinist nú nær einvörðungu að meintum árekstri og farið verði yfir upplýsingar til að ákvarða stærð og gerð hlutar- ins. Hafa heimildarmenn innan rússneska flotans sagt að hlutur þessi kunni að hafa verið ofan- sjávar en hafa ekki neitað því að hluturinn gæti hafa verið neðan- sjávar. Samgöngumálaráðuneyti Rússlands hefur lýst því yfir að engin farskipaumferð hafi verið á því svæði í Barentshafi þar sem flotaæfingar rússneska flotans áttu sér stað um helgina og fullyrti AI- exander Ushakov ráðherra að eng- in umferð ísbrjóta hafi verið á svæðinu. Þykja ummæli ráða- manna nokkuð óljós og í gær veltu rússneskir fjölmiðlar fyrir sér nokkrum kenningum um orsakir slyssins, þ.á m. að Kúrsk hafi rek- ist á bandarískan kafbát. Annar kafbátur sagður á ferð Rússneska dagblaðið Segodnia telur sig hafa heimildir fyrir því að á laugardag hafi Kúrsk rekist á annan kafbát, hugsanlega banda- rískan, og að við áreksturinn hefði svo stórt gat rifnað á framenda bátsins á stjórnborða að hann hafi sokkið. Segodnia rekur frásögn Evrópusambandið Skjala- leynd efld Brussel. Reuters. EVRÓPUSAMBANDIÐ lýsti því yfir á fimmtudag, að það myndi héðan í frá framfylgja strangari stefnu um aðgang að skjölum í því skyni að herða á öryggi upplýsinga nú þegar sambandið vinnur að því að taka upp sameiginlega öryggis- og varnarmálastefnu. „Tilgangurinn með þessum breytingum er að tryggja að eingöngu þeir sem til þess hafa tilskilin réttindi fái aðgang að gögnum merktum háleynileg, leynileg eða trúnaðarmál og varða öryggis- eða varnarmál,“ segir í fréttatilkynningu sem gefin var út í Brussel. Evrópusambandið er um þessar mundii' að vinna að því að koma á fót 60.000 manna við- bragðsherliði, sem á að vera hægt að senda með skömmum fyrirvara til að stilla til friðar eða sinna mannúðarverkefnum á svæðum þar sem pólitísk for- ysta sambandsins telur þörf á að grípa inn í með slíkum hætti. Samruni Vestur-Evrópu- sambandsins (VES), sem ís- land hefur sem NATO-ríki átt aukaaðild að, við ESB er liður í uppbyggingu sameiginlegrar öryggis- og varnarmálastefnu ESB. Hermálafulltrúar ESB-ríkj- anna, sem stýra þessu verki, halda reglulega fundi í Justus- Lipsius-byggingu ráðherraráðs sambandsins í Brussel. Hafa stjórnarerindrekar haft á orði að þetta hús sé eins götótt og svissneskur ostur. Alvanalegt sé að skjöl týnist og þess séu jafnvel dæmi að dýr húsgögn, sem höfð hafa verið til sýnis í byggingunni, hverfi sporlaust. heimildarmanns síns, yfirmanns í rússneska flotanum, sem sagði að rétt áður en Kúrsk sökk hafi hljóð- sjárbúnaður um borð í beitiskipinu Piotr Beliki greint ferðir annars kafbáts á svæðinu. Eftir að sjóliðar Piotr Belikis hafi ráðfært sig við stjórnstöð norðurflotans hafi því verið slegið föstu að báturinn væri „erlendur". Greinir blaðið frá því að stuttu síðar hafi beitiskipið misst sjónar á „erlenda kafbátnum“ og hann horfið. Á sunnudag hafi tvær bandariskar Orion könnunar- flugvélar flogið yfir slysstað. Georgei Kostev, aðmíráll í rúss- neska flotanum, fullyrti í viðtali við blaðið að ef annar kafbátur hefði orðið valdur að árekstrinum og komist klakklaust frá honum væru líkur á að það hefði aðeins getað verið bandarískur kafbátur af Ohio-gerð vegna stærðar slíkra kafbáta. „Aðeins bátur á stærð við Ohio-gerðina gæti valdið svo mikl- um skaða og siglt í burtu,“ sagði Kostev. Samkvæmt heimildum blaðsins heyrði rússneski flotinn kall frá bandarískum kafbát þar sem beðið var um leyfi til að leggjast að í norska höfn í fimm daga. Þangað hafi báturinn sfðar haldið á litlum hraða sem bendi til skemmda á ytri byrðingi. Grunsamleg björgunarbelti Þá vöktu fréttir RTR-sjónvarps- stöðvarinnar, sem er sú eina sem hefur fengið leyfi til að sjónvarpa frá slysstað í Barentshafi, mikla at- hygli í gær en fréttamaður stöðv- arinnar, Arkadý Mamontov, sem er um borð í herskipinu Pétri mikla, sagði að ónafngreindir heimildar- menn hafi tjáð sér að í fyrstu könnunarlciðöngrum niður að Kúrsk hefðu menn fundið björgun- arbelti sem ekki voru af rússneskri gerð þar nærri. „Rétt eftir slysið fundu menn nokkur björgunarbelti sem eru ólík björgunarbeltum rússneska flotans. Rússnesk björg- unarbelti eru rauð og hvít en þessi belti voru græn og hvít. Síðar hurfu þau og sfðan hefur enginn séð til þeirra," sagði Mamontov í gær. Frétt RTR virtist styðja þá kenningu að Kúrsk hafi rekist á annan bát þrátt fyrir að hvorki Rússar né nokkurt annað ríki hafi gengist við því að fley á þeirra veg- um hafi lent í árekstri á þessum slóðum. Mamontov sagði að Rússar hefðu þegar í stað gert rannsóknir á öllum sínum herskipum á svæð- inu og að niðurstöður þeirra bentu til að þau væru öll ósködduð. Bandaríkjastjórn hefur neitað því að bátur á þeirra vegum hafí rekist á Kúrsk. En jafnframt er Ijóst að einn til þrír bandarískir kafbátar hafi verið í grennd við flotaæfingar norðurflotans. Samsæri á hæstu stöðum? En samsæriskenningar hafa ekki látið staðar numið við áreksturinn sjálfan heldur eru leiddar líkur að því að leiðtogar Rússlands og Bandaríkjanna hafi bundist fast- mælum um að greina ekki frá því sem gerðist á botni Barentshafs. Izvestia greinir frá því að skjótt eftir að slysið átti sér stað hafi Vladimír Pútín Rússlandsforseti átt símaviðtal við Bill Clinton Bandaríkjaforseta. Þá greinir blaðið frá því að áður en greint hafí verið frá því opinberlega að Kúrsk hefði sokkið hafi samtöl átt sér stað milli ígors ívanovs utan- ríkisráðherra og Samuels Bergers þjóðaröryggisráðgjafa Banda- rfkjaforseta. Alkunna er að rússneskir og bandarískir kafbátar leika „leik katta og músa“ í undirdjúpunum og oftlega eru bátar látnir rekast viljandi á. Mörg dæmi eru um slíkt. Þá er talið víst að ef kafbátur ann- ars ríkis er einhvers staðar á ferð þá sé „skuggi" sem fylgi og greini ferðir andstæðingsins. MENNINBARNDTT □ pið til kl 23.□□ á laugaveginum 13-lB á margun sunnudag brjálað verðhrun á frábærum vörum allt að BD% afsláttur góð stemmning í miðbarginni Kanur Kapkal Imltz □ iesel Tark All Salnts Tara Harmon IVIenn Paul 5mith Van Bils 4-yau French Cannectlan □KNY mens Llayd 5kór Billi Bl 5helly's Bull Boxer Vagahand Farnarlna Kaokai 5hoes cafésautján gallerisautján Laugavegi 91. 511 1/1/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.