Morgunblaðið - 19.08.2000, Síða 32

Morgunblaðið - 19.08.2000, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Montana lýst hamfarasvæði Miklir skógar- eldar í Vestur- ríkjunum Los Angeles, Helena, Montana. AP, AFP. MIKIÐ hefur verið um skógarelda í Bandaríkjunum undanfarið og brunnu á fimmtudag eldar á 86 stöð- um. Vesturríkin hafa orðið einna verst úti og hafði í gær verið tilkynnt um skógarelda í 13 ríkjum í vestur- hluta Bandaríkjanna. Skógareldur geisaði m.a. á ellefu stöðum í Yellowstone-þjóðgarðinum sem liggur á mörkum ríkjanna Wyoming, Montana og Idaho. Mest- ar skemmdir vegna skógarelda hafa, til þessa, orðið í Montana og var ríkið lýst hamfarasvæði á fimmtudag. „Himinninn í austri er rauðlog- andi,“ sagði Mike Kohnke, yfirmað- ur neyðarþjónustu í Broadwater- sýslu í Montana, í gær um skógareld sem kom upp norður af Missouri- ánni á þriðjudag. „Hver einasti brunabíll og hver einasti björgunar- og lögreglumaður er að vinna í mál- inu,“ sagði Koehnke. „Eldhafið er mikið og þótt við teljum engan vera í lífshættu þykir okkur miður hve margir munu missa heimili sitt og eignir." Sagði hann enn ekki vitað hve mörg hús hafi eyðilagst í brun- anum. Um 1,1 milljón hektara lands hef- ur eyðilagst sökum eldsvoða í Vest- unákjunum í sumar og í Bandaríkj- unum í heild hafa rúmar 2 milljónir hektara lands orðið eldi að bráð. Þetta er rúmlega tvisvar sinnum meiri eyðilegging heldur en búast má við á hverjum áratug og sagði AP-fréttastofan marga telja skógar- eldana í sumar þá verstu sem geisað hefðu sl. 50 ár. Eyðileggingin er mikil í Montana, en Idaho fylgir fast á hæla þess og geisuðu skógareldar á 25 stöðum í ríkinu í gær. Unnu um 5.000 slökkvi- liðsmenn við að ráða að ráða niður- lögum eldanna. Búist er við að skóg- areldarnir muni færast heldur í aukana nú um helgina, en samkvæmt veðurspá fyrir Vesturríkin má bæði búast við eldingum og auknum vindi. Ástæða þessara mikiu skógarelda er m.a. rakinn til mikilla þurrka I sumar, sem og rangra aðferða við ræktun skóglendis. AP Vörubíll með vatnstanki sést hér aka fram hjá skógareldi sem geisar milli bæjanna Helena og Bozeman í Montana. Skógareldar hafa valdið mikilli eyðileggingu í Montana og var ríkið lýst hörmungasvæði. Japanskur truflokkur Svelt í hel Tókýó. AFP, The Daily Telegraph. JAPANSKA lögreglan hefur fundið fimm rotnandi lík í húsi í Osaka og er fundurinn sagður tengjast búddista- helgisiðum sem 66 ára gamall karl- maður hafi staðið fyrir. Var hann yf- irheyrður í gær ásamt systur sinni sem tók þátt í helgisiðunum með honum en segir bróðurinn hafa verið stjórnandann og ráðið öllu. Hún er móðir þeirra sem fundust látnir. Líkin lágu hlið við hlið á dýnum í tveim herbergjum í húsinu er lög- reglan kom á staðinn eftii' að áhyggjufullir ættingjar fólksins höfðu gert henni viðvart. „Þegar við komum að húsinu barst að vitum okkur hræðileg stækja," sagði lögreglumaður. Karlmaðurinn umræddi, Takao Wakasa, og systir hans, Akiko, sem er 64 ára, neituðu að hleypa lögreglumönnunum inn og sögðust vera upptekin við trúarlegar æfingar. Lögreglan beitti þá valdi til að komast inn. „Við vissum þegar í stað að þessi megna lykt stafaði af því að einhver væri látinn inni í hús- inu. Lyktin var ólýsanleg vegna þess að engin loftkæling var á staðnum," sagði lögreglumaðurinn. Hin látnu voru böm Akikos, fjórar systur og einn sonur og voru á aldr- inum 27-41 árs. Álítur lögreglan að þau hafi látist fyrir um það bil tveim- ur mánuðum. Dánarorsökin hafði ekki verið staðfest en Akiko tjáði lögreglunni að Takao hefði bannað fimmmenningunum að neyta nokk- urrar fæðu eða drykkjar, það væri „guðleg skipun". Nágrannar segja að hópurinn hafi haft í frammi ýmsa, undarlega siði og grafið fjórar, kringlóttar holur í garðinum, um tveggja metra djúpar. Mun Ákiko hafa sagt að holumar gerðu „Guði kleift að anda“. Systkinin tvö voru illa haldin af næringarskorti og eru nú á sjúkra- húsi. Verðskyn neytenda Sigurður Freyr Magnússon og Perla Björk Egilsdóttir. • Nýmjólk 1 lítri: 70 krónur • Smjör 500 gr: 500 krónur • Tómatar 1 kg: 300 krónur • Nautahakk 1 kg: 1100 krónur • Kók 2 lítrar: 180 krónur • Skinka 1 kg: 1700 krónur • Ýsuflök 1 kg: 950 krónur Elba Nunez. • Nýmjólk 1 lítri: 75 krónur • Smjör 500 gr: 400 krónur • Tómatar 1 kg: 156 krónur • Nautahakk 1 kg: 600 krónur • Kók 2 lítrar: 158 krónur • Skinka 1 kg: 2000 krónur • Ýsuflök 1 kg: 600 krónur Hvað kostar í matinn? Nokkrir viðskiptavinir í Nýkaupi í Kringlunni og Bónusi á Laugavegi tóku vel í beiðni Bryndísar Sveinsdóttur um að giska á verð á nokkrum al- gengum matvörutegundum, Allir vissu nokkurn veginn hvað mjólkin kostaði en flestir töldu smjörið mun dýrara en það er. UNDANFARIÐ hefur matvöru- verð hér á landi verið mikið til um- ræðu í fjölmiðlum og er skemmst að minnast nýlegrar könnunar neytendasamtakanna þar sem út- koman var ekki sem best fyrir ís- land. En hvað finnst hinum al- menna neytanda sem fer og kaupir í matinn? Er það verðið sem ræður því hvaða vörur fara í körfuna? Vita menn almennt hvað hlutirnir kosta? í Nýkaupi reyndist viðmælend- unum erfiðast að giska rétt á verð tómatanna, að meðaltali töldu menn að kílóið væri á 223 krónur en rétt verð er 398 krónur. Muninn má ef til vill skýra með því að verð á tómötum breytist ört á þessum tíma árs og því erfitt að geta sér til um rétt verð þegar það getur breyst vikulega eða jafnvel oftar. Flestir voru með á hreinu hvað mjólkurlítrinn kostaði en ágiskanir voru á bilinu 65-79 krónur á meðan rétt verð er 78 krónur. Svíar eltast við tilboðin í Nýkaupi varð fyrst á vegi okk- ar Sigrún Ragna Jónsdóttur sem sagðist spá mikið í matvöruverð. Hún hafi búið í Svíþjóð þar sem fólk væri mjög meðvitað um matvöru- verð en sér virtist íslendingar vera Rétt verð Bónus Nýkaup Mjólk 1 lítri 72 78 Smjör 500 g 149 179 Tómatar 1 kg 229 398 Nautahakk 1 kg 748 989 Kók 2 lítrar 169 199 Skinka 1 kg 1.528 1.698 Ýsuflök 1 kg ekki til 899 að taka við sér í þeim efnum. „í Svíþjóð eltast menn mikið við tilboðin og segja má að þegar eitt- hvað fer á tilboð sé það á matar- borði allrar þjóðarinnar. Þannig er því í raun stjórnað hvað þjóðin borðar. Stundum gerist þetta hér eins og til dæmis þegar kjúklingar fara á tilboð þá kaupa allir kjúkling í matinn." Sigrún sagðist helst finna fyrir háu grænmetisverði hér á landi og því væri ofboðslega kostnaðarsamt að vera grænmetis- æta. „í Svíþjóð borgar sig hins veg- ar frekar en hér að borða hollan mat því þar er ruslfæði eins og sæl- gæti og snakk mjög dýrt.“ Við ostaborðið stóð Valgeir Guð- mundsson og beið á meðan kona hans var að velja osta. Hann sagð- Valgeir Guðmundsson. • Nýmjólk 1 lítri: 65 krónur • Smjör 500 gr: 150 krónur • Tómatar 1 kg: 150 krónur • Nautahakk 1 kg: 500 krónur • Kók 2 lítrar: 150 krónur • Skinka 1 kg: 3000 krónur • Ýsuflök 1 kg: 560 krónur Sigrún Ragna Jónsdóttir • Nýmjólk 1 lítri: 79 krónur • Smjör 500 grömm: 135 krónur • Tómatar 1 kg: 280 krónur • Nautahakk 1 kg: 900 krónur • Kók 2 lítrar: 178 krónur • Skinka 1 kg: 1500 krónur • Ýsuflök 1 kg: 800 krónur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.