Morgunblaðið - 19.08.2000, Page 34

Morgunblaðið - 19.08.2000, Page 34
34 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ Sálfræði Er sjónvarpsgláp ung- mennum skaðlegt? Konur Mælt með lýsi fyrir eldri konur. Sjúkdómar Ibúprófen vörn gegn Alzheimer? Áfangar Söguleg hand- arágræðsla árangursrík Læknar meta árangur sögulegrar handarágræðslu Skrifar, kastar og* hnýtir skóreimar New York. Reuters. Associated Press Matt Scott hreyfir fingur vinstri handar viku eftir að hún var grædd á hann í fyrra. JLÆKNAR í Bandaríkjunum segja að söguleg handarágræðsla sem framkvæmd var þar vestra fyrir í-úmu ári hafi tekist vel. Handar- þeginn hafi nú um 40% not af ágræddu höndinni samanborið við þau sem hann ella hefði. Getur hann m.a. hnýtt skóreimar sínar, skrifað og kastað bolta. Umrædda aðgerð, hina fyrstu í Bandaríkjunum, framkvæmdu 12 læknar við Gyðinglega sjúkrahúsið í Louisville í Kentucky-ríki í janúar í fyrra. Þá var hönd af 58 ára látnum manni grædd á hinn 38 ára gamla Matt Scott. Vinstri höndina og um fimm sentímetra af handleggnum hafði Scott misst í slysi 11 árum áð- ur. Hann er örvhentur. Umdeild aðgerð Aðgerðin var byltingarkennd fyr- ir þær sakir að hönd af látnum manni var grædd á Matt Scott. Læknar hafa hins vegar grætt limi sem menn hafa misst aftur á þá í rámlega 30 ár. Læknarnir sem framkvæmdu að- gerðina hafa gjörla fylgst með Matt Scott á þeim mánuðum sem liðnir eru. Lýsa þeir yfir því í nýjasta hefti New England Journal of Medicine að aðgerðin hafi heppnast vel. Aðgerðin var á hinn bóginn um- deild. Margir sérfræðingar hafa lýst yfir efasemdum um ágæti slíkra ágræðslna þar eð missir útlima ógni sjaldnast lífi manna. Slíkum ágræðslum íylgi hins vegar ströng lyfjagjöf þar eð bæla þurfi ónæmis- kerfi þegans. Slíkri lyfjagjöf geti hins vegar fylgt stórhættulegar hliðarverkanir. Sýklalyf og sterar I grein læknanna kemur fram að Scott hefur þrívegis þurft á auka- lyfjagjöf að halda til að berjast gegn höfnun líkamans, sem lýsir sér á þann hátt að ónæmiskerfi þegans ræðst gegn framandi vefjum ágræddu handarinnar. Scott varð einnig fyrir sýkingu af völdum ágræddu handarinnar. í þessum til- fellum var sýklalyfjum og sterum beitt og náði Scott aftur heilsu. Greinir niun á heitu og köldu Nú getur handarþeginn haldið á glasi, hellt vatni í glas, hnýtt skó- reimar sínar, flett blaðsíðum og kastað bolta. Telja læknarnir að not hans af ágræddu höndinni séu um 40% og er þá samanburðurinn mið- aður við þau 100% not sem Scott hefði af vinstri höndinni hefði hann ekki orðið fyrir slysinu öriagaríka fyrir 11 árum. Það sem einkum hái handarþeganum sé skortur á hreyfi- getu, hann geti ekki opnað höndina til fullnustu. Hins vegar geti hann snúið höndinni og megi þakka það úlnliðnum sem einnig var græddur á Matt Scott. Hann geti að auki skynjað mun á heitu og köldu sem sýni að taugatengingar hafi tekist. Tenglar Gyðinglega sjúkrahúsið I Louis- ville:www.jhhs.org/iewhos- lo.html Upplýsingasíða um handar- ágræðslur:www.handtrans- plant.com/ New England Journal of Medi- cine:www.nejm.org/content/ index.asp Hljóðritar heilinn tónlist? The New York Times Syndicate. ALLIR kannast við að hafa fengið „lög á heilann". Nú kann að vera fundin skýr- ing á þessu fyrir- brigði sem í mörg- um tilfellum getur reynst afar hvim- leitt. Vísindamenn telja að þeir hafí ef til vill fundið stað í heilan- um þar sem tónlist, a.m.k. þekkt Iög, er geymd. Þessi merka uppgötvun tengist afar sér- stöku tilfelli manns sem heyrði ofheyrnir eftir að hafa orðið fyrir veijaskemmd í heila. Greint er frá þessu óvenju- lega máli í nýjasta hefti tíma- ritsins Neurology. Um er að ræða 57 ára gamlan þýskan mann sem leitaði til læknis sök- um svima og slappleika. Rann- sókn leiddi í ljós vefjasýkingu neðarlega í aftanverðum lieila mannsins, á milli heilabarkar- ins og mænunnar. Maðurinn fékk sýklalyf og var á góðum batavegi en á tíunda degi með- ferðarinnar tók hann að heyra oflieymir. I hægra eyra hans hljómaði án afláts þýskt Iag er nefnist „Vort fagra land Brand- enburg“ sem fjallar um eitt sambandslanda Þýskalands þar sem maðurinn fæddist. Nokkr- ar klukkustundir liðu þar til maðurinn gerði sér Ijóst að um ofheyrnir væri að ræða því hann gekk að því sem vísu að hljómsveit væri að spila fyrir utan sjúkrahúsið. „Þetta er ótrúlegt og með öllu óútskýran- Iegt,“ segir dr. Uwe Reuter, sem starfar við Aðal- sjúkrahús Boston- borgar í Massa- chusetts í Banda- ríkjunum og unnið hefur að rannsókn á þessu tilfelli ásamt vísinda- mönnum í Berlín. „Tónlistin var ein- hvern veginn varð- veitt í heilanum - og heilinn var með einhverjum hætti fær um að kalla hana fram.“ Maðurinn mátti þola ofskynjanir þessar í heilar fimm vikur en þá lauk með- ferðinni og lagið hætti að hljóma í höfði hans. Fátítt er að tónlistarlegar of- skynjanir fylgi vefjaskemmdum af því tagi sem maðurinn varð fyrir. I þeim tíu tilfellum sem skráð hafa verið hefur undan- tekningalaust verið um meiri- háttar áföll að ræða á borð við heilablóðfall og heilablæðingar. „Mér finnst þetta rökrétt," seg- ir Marco nokkur Joachim, sem hefur atvinnu sína af því að semja tónlist við auglýsingar. „Sennilega eru lagasmiðir með mikinn „tónlistarforða" í lieil- anum og eru færir um að kalla hann fram“. Hann segir að vís- bendingar um að heilinn geti „hljóðritað“ tónlist til geymslu sé sérlega forvitnileg. „Þetta minnir á Beethoven. Eftir að hann missti heyrnina, heyrði hann tónlistina „inni í höfðinu" án þess að hann yrði fyrir nokkru utanaðkomandi áreiti." Associated Press Verður snilligáfa Ludwig Van Beet- hovens útskýrð? Veruleikafírríng GYLFIÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Getur stöðugt sjónvarpsgláp verið skaðlegt fyrir börn og unglinga? Er líklegt að þau taki upp hegðun sem þau sjá t.d. í ofbeldis- og hasarmyndum? Svar: Það getur haft bæði kosti og galla að lifa sig inn í spennu- myndir, jafnvel þar sem eitthvað ofbeldi kemur við sögu. Gömlu góðu ævintýrin höfðu einnig að geyma ofbeldi af einhverju tági og þau voru full af atburðum og per- sónum sem voru íjarri veruleikan- um sem við búum við. Þau höfðuðu til ímyndunaraflsins og fengu börn og unglinga til að samsamast hetjunum sem þar réðu ríkjum og til að lifa sig inn í draumaveröld þar sem hægt var að fá útrás fyrir óskir þeirra og tilfinningar eins og ást og blíðu, vonir og þrár en einn- ig spennu, reiði og jafnvel grimmd. Hrói Höttur, Tarzan, Leðurblökumaðurinn og Ofur- mennið eru slíkar hetjur og með breyttri heimsmynd koma stöðugt fram nýjar hetjur, bæði góðar og vondar, vélmenni og verur frá öðr- um hnöttum. En allt er best í hófi og of mikið má af öllu gera. Unglingar og börn sem eyða stórum hluta af frítíma sínum í að horfa á spennu- myndir, þar sem fram kemur hegðun sem lítið á skylt við veru- leikann, geta smám saman farið að halda að svona sé lífið. Það er minnisstætt úr kvikmyndinni Fyrirmyndir Fram í sviðsljósið með Peter Sell- ers, eftir samnefndri sögu Jerzy Kosinskis, þegar söguhetjan kynn- ist hinum raunverulega heimi. Allt frá barnæsku hefur hann verið einangraður og verndaður á heim- ili sínu, hugsað um garðinn en eytt þó mestum tíma fyrir framan sjónvarpið. Þar er hans veruleiki sem hann getur breytt að eigin geðþótta með fjarstýringunni. Þegar hann verður loks að yfir- gefa heimili sitt, fullorðinn maður, dugar fjarstýringin ekki lengur til að breyta því sem hann sér í kringum sig honum til mikillar undrunar. Þótt flest börn fái nægan skammt af raunverulegu lífi í kringum sig getur orðið viss veru- leikafirring hjá þeim sem verða óhóflega háð sjónvarpinu. Þau horfa á hraðakstur, slagsmál, skotbardaga og ofbeldi, þar sem hetjan kemur alltaf ósködduð úr hildarleiknum og hættan er sú að það síist inn hjá þeim að svona eigi maður að gera. Það eru ekki bara góðu hetjurnar sem verða fyrir- myndir í þessum myndum. Þegar börn taka aðra sér til fyrirmynd- ar, fyrst foreldra sína og síðan ýmsa aðra, t.d. poppstjörnur og kvikmyndaleikara, samsamast þeim og vilja vera eins og þeir hef- ur komið í ljós að það eru ekki bara góðu eiginleikarnir sem þau tileinka sér heldur einnig þeir vondu. Þannig geta börn og ungl- ingar tekið sér andhetjurnar í bíó- myndum og sjónvarpi sér til fyrir- myndar og líkt eftir hegðun þeirra og hugsunarhætti. Það er því full ástæða til að vera á varðbergi og hafa nokkra stjórn á því hvað og hve mikið börn horfa á sjónvarp og örva þau til að taka sem mest- an þátt í hinu daglega lífi, leikjum, íþróttum og ýmiss konar skyldu- störfum þannig að þau læri að taka ábyrgð á sjálfum sér og öðr- um. Hóflegur veruleikaflótti þarf ekki að vera slæmur. Það er gott að eiga sér drauma, jafnvel þótt þeir verði aldrei uppfylltir nema í innra hugai’heimi eða í skáldsög- um, kvikmyndum og sjónvarps- efni. En draumheimurinn má aldrei verða ráðandi þannig að munurinn á veruleika og draumi verði óljós eða hverfi. Slíkt væri merki um alvarlegar geðtruflanir. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á lijarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í sima 5691100 og bréfum eða símbréfum nn'rkt:Vikulok, Fax:5691222. Einn- ig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á netfang Gylfa Ásmundssonar:gylfias@li.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.