Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 49 UMRÆÐAN Innlegg í umræður um auglýsingamál Á undanförnum dög- um hafa birst greinar um auglýsingar og tengd málefni og lang- ar mig að leggja mitt af mörkum í þeirri um- ræðu. Bæði hefur verið rætt um dreifingu auglýsinga milli miðla og tekist á um réttmæti þess að bera saman ís- lenskan auglýsinga- markað og bandarísk- an. Það er rétt að átta sig á því að markaðs- fræðin er lengst komin í Bandaríkjunum enda hafa verið stundaðar rannsóknir á því sviði um áratuga skeið ásamt mjög blómlegu mark- aðs- og auglýsingastarfí. Það verður seint sagt um íslenska markaðinn að hann standi framarlega á því sviði þegar grunnupplýsingar um íslensk- an auglýsingamarkað liggja ekki einu sinni fýrir, hvað þá ítarlegri rannsóknir á markaðs- og auglýs- ingamálum. ísland verður því seint mekka markaðsfræðinnar því þekk- ingu og reynslu ásamt rannsóknum, sem pakkað er saman á skipulegan hátt, er miðlað í því sem almennt er kallað menntun. Flestir markaðs- fræðingar líta hins vegar á Banda- ríkin sem þungamiðju markaðs- fræðinnar en það þýðir samt ekki að margt gott sé ekki unnið í öðrum heimshlutum. Ef þróun auglýsinga- mála er skoðuð sést að bandaríski markaðurinn hefur leitt þróunina og V-Evrópa kemur þar í kjölfarið en er þó áratugum á eftir. Öll sú þróun sem átti sér stað í Bandaríkjunum er að eiga sér stað í Evrópu í þessum efn- um, hvort heldur það er lestur dagblaða, sjón- varpsáhorf eða dreifing auglýsinga á þessa miðla. Þegar ísland er síðan skoðað í þessu samhengi sést glöggt að við fylgjum þróun- inni í bæði Bandaríkj- unum og Evrópu en þó erum við eitthvað Viktor seinna á ferðinni en Ólason aðrar Evrópuþjóðir. Ástæður þess að Evrópa hefur ekki enn náð sömu stöðu og Bandaríkin eru nokkrar en helst má nefna löggjafann í þeim efn- Auglýsingar Fjölmiðlaumhverfið í Bandaríkjunum, segir Yiktor Ólason, er ekki frábrugðið fjölmiðla- umhverfínu á Islandi. ingafé þeirra rennur til dagblaða annars vegar og sjónvarps hins veg- ar í Bandaríkjunum: fleiri skynfæra en nokkrum öðrum miðli og því hafi sjónvarps- auglýsingar mestu áhrifin. Hvort til- tekið blað eða tiltekin sjónvarpsstöð hafi mikla útbreiðslu breytir engu um eðli miðilsins og um það á um- fjöllunin náttúrlega að snúast. Fjölmiðlaumhverfið í Bandaríkj- unum er ekki frábrugðið fjölmiðla- umhverfinu á íslandi. í báðum lönd- um eru dagblöð, tímarit, útvarp, og Dagblöð Sjónvarp Símaþjónusta 11,32% 75,14% Matvörur 1,11% 79,12% Snyrti- og hreinlætisvörur 0,18% 75,37% Bílar 8,20% 70,86% Fjármálaþjónusta 12,46% 62,66% Skyndibitar 0,22% 94,72% Ýmsar neysluvörur s.s. föt, raftæki og leikföng 6,70% 68,81% um því frjálsari vindar hafa leikið um Bandaríkin en Evrópu hvað sjón- varp varðar. Ef 100 verðmætustu vörumerki heims eru skoðuð og þau flokkuð saman í fyrirtækjaflokka kemur í ljós að efirfarandi hlutfall af auglýs- Það er eitthvað sem segir mér að öll þessi fyrirtæki, sem hafa náð svona góðum árangri og eru að keppa á mjög stórum markaði, hafi einhverja ástæðu til að dreifa auglýsingafé sínu með þessum hætti. A.m.k. er hvergi í heiminum gerð eins mikil krafa á arðsemi fyrirtækja og arðsemi markaðsfjár eins og í Bandaríkjunum. í kjölfar ábendinga um að ísland sé öðruvísi en Bandaríkin og þess vegna sé þessum málum öðruvísi farið hér vil ég benda á að auglýs- ingafræðin beinist að einstaklingum. M.ö.o. má segja að stór hluti auglýs- ingafræðinnar __ snúist um félags- fræðileg svið. Eg veit ekki betur en að við kennslu í háskólum hér á landi, sem og annars staðar í heimin- um, sé stuðst við rannsóknir á mannskepnunni þótt þær séu fram- kvæmdar í öðrum löndum. Það hefur enginn fært haldbær rök fyrir því að sjónvarpsauglýsing virki öðruvísi á Islending en Pólverja, Japana eða Bandaríkjamann. Það eru til ógrynni rannsókna sem sýna fram á að með sjónvarpinu nær auglýsandinn til sjónvarp helstu auglýsingamiðlam- ir. En að sjálfsögðu eru mun færri miðlar á hverju sviði á íslandi en í Bandaríkjunum. Það er alveg sama hvaða íslenski miðill er skoðaður, það er ekki hægt að finna eins háar notkunartölur, hvorki í Bandaríkj- unum né annars staðar. Ég vil di'aga fram nokkrar tölur sem vert er að skoða og velta fýrir sér: Vikuleg dekkun Dagblöð Sjónvarp Bandaríkin 80% 93% ísland 81% 98% Heimildir: TVB og Fjölmiðlakönnun Gallup fyrir SÍ A og helstu miðla í mars 2000. Þegar öllu er á botninn hvolft er ekki svo mikill munur milli þessara landa, þó að fjöldi fjölmiðlafyrir- tækja sé annar. í grein Margétar Kr. Sigurðar- dóttur, markaðsstjóra Morgunblaðs- ins, birtist þessi fyllyrðing: „Það er enginn einn þáttur í íslensku sjón- varpi sem skilar auglýsandanum jafnmörgum áhorfendum og ein birt- ing í Morgunblaðinu.“ Þessi fullyrð- ing er ákaflega hæpin í faglegri um- fjöllun um auglýsingabirtingar, svo ekki sé sterkara að orði kveðið. Ég bendi á að helmingur lesenda Morg- unblaðsins eyðir minna en 30 mínút- um í lestur blaðsins sem er vel innanc- við 30 sekúndur á hverja síðu. Einn- ig bendi ég á að þær mælingar sem gerðar eru á íslenskum fjölmiðlum geta ekki sýnt fram á að fullyrðingin standist. Þegar sjónvarpsáhorf er ákvarðað er hvert korter mælt þann- ig að auglýsandi getur fengið upp- lýsingar um áhorf á hvem einasta þátt sem sýndur er í sjónvarpi á ís- landi, en þegar dagblaðalestm’ er ák- varðaður em eftirfarandi þættir mældir: Spurt er hvort viðkomandi dag- blað sé lesið eða því flett! Spurt er hversu oft viðkomandi * dagblað erlesið! Spurt um 13 sérblöð yfir vikuna, hvort það sé lesið eða því flett! Auglýsendur hafa því ekki upplýs- ingar um lestur á tilteknum síðum dagblaða, Morgunblaðsins eða ann- arra. Ef auglýsandi kaupir auglýs- ingu á síðu 21 í blaðinu hver er þá lesturinn? Margrét fellur hér í þá gryfju að bera saman daglega dekk- un (daily reach) Morgunblaðsins og áhorf á einstaka þætti í sjónvarpi, nær væri að bera saman annaðhvort daglega dekkun hjá báðum tegund- um miðla eða þá áhorf á tiltekinn sjónvarpsþátt og lestur á tiltekinni síðu, en þær upplýsingar um Morg- unblaðið em ekki fyrir hendi. Ég tek undir það með öðrum er hafa skrifað í Morgunblaðið undan- farna daga um þessi mál að aukin umfjöllun um fagleg markaðs- og auglýsingamál er nauðsynleg. Égvil leggja á það áherslu að haldi menn umræðunni faglegri mun árangur- inn verða betri en ella. Höfundur er markaðsfræðingur og félagi í ÍMARK. Vinnudeilan á Loðnuvinnslan hf. á Fáskrúðsfirði er ungt og athyglisvert fyrir- tæki sem stofnað var árið 1994. Eins og vænta má af nafninu er hér um að ræða fiski- mjölsverksmiðju, sem reist var á skömmum tíma og tók hún til starfa 1996. Það þarf vissulega kraft og áræði til að byggja upp jafnmikið og dýrt fyrirtæki og heila fiskimjölsverks- miðju, þar sem af- kastagetan er um 900- 1000 tonn á sólarhring. Þeir sem standa í forsvari fyrir hug- myndinni verða að vera trúverðugir og geta unnið fjárfesta og lánastofn- anir á sitt band. Þetta tókst Gísla Jónatanssyni, kaupfélagsstjóra á Fáskrúðsfirði. Maður skyldi ætla að Fáskrúðsfirð- ingar allir sem einn hafi verið ánægðir með þá nýsköpun í atvinnu- málum, sem þarna tókst að koma á í hinu litla samfélagi, sem byggir af- komu sína svo mikið á veiðum og vinnslu sjávarfangs. Traustarí stoð- um var nú skotið undir atvinnulífið á Fáskrúðsfirði, sem liggur svo vel við vinnslu á þeim uppsjávarteg- undum sem skipta verulegu máli fyrir þjóðarbúið. Frá því Loðnuvinnslan tók til starfa hefur hún virkað sem hressi- leg innspýting í atvinnumál Fá- skrúðsfirðinga með margvíslegum jákvæðum hliðaráhrifum fyrir íbúa staðarins, sveitarsjóð og hafnarsjóð. Síðasta ár hefur verið öllum fiski- mjölsverksmiðjum landsins erfitt sökum mjög svo lækkandi verðs á mjöli og lýsi. Loðnuvinnslan hefur því eins og aðrir lýsis- og mjölfram- leiðendur þurft að ganga í gegnum erfiðleika af völdum niðursveiflunn- ar í verðum á afurðunum. Nýverið birti Loðnuvinnslan upp- gjör fyrir fyrstu 6 mánuði þessa árs. Þrátt fyrir verulega aukin hráefnis- innkaup eða móttöku á alls 82 þúsund tonnum af hráefni, sem er álíka mikið og verksmiðjan tók á móti allt árið 1999, þá var tap upp á 6 milljónir króna. Það sem vekur hins vegar athygli mína á þessari stundu eru þau ósköp að starfsmenn verksmiðjunnar með fulltingi Verkalýðs- og sjómannafélagsins á Fáskrúðsfirði skuli standa fyrir verkfalls- aðgerðum sem staðið hafa frá því um mán- aðamótin júní / júlí og fólust í yfirvinnu- og útskipunar- banni á fyrirtækið. Þar sem slík að- gerð lamar svo gjörsamlega starf- semina, neyddust stjórnendur Loðnuvinnslunnar til að setja verkbann á starfsemina viku síðar. Ekkert hefur gengið né rekið í Lodnuvinnslan Það tapa allir á vinnu- deilu eins og þarna er í gangi, segir Emil Thor- arensen, bæði verkfalls- menn, fyrirtækið, svo og sveitarfélagið. deilunni síðan og er hún hjá sátta- semjara eins og reyndar fleiri óleystar vinnudeilur. Verksmiðjan, þetta dýra framleiðslufyrirtæki, hefur því ekki getað tekið á móti hráefni til vinnslu síðan í júní sl. Mér er kunnugt um að Verkalýðs- félagið á Fáskrúðsfirði hafi hafnað samningi sem gefur starfsmönnum Loðnuvinnslunnar heldur betri kjör en samið var um við starfsmenn annarra loðnuverksmiðja á Austur- landi fyrr í sumar. Thorarenssen Fáskrúðsfirði Enn fremur liggur ljóst fyrir að þeir starfsmenn Loðnuvinnslunnar sem í verkfalli eru höfðu um 2 millj- ónir króna í laun hver og einn fyrir fyrstu 6 mánuði þessa árs eða til jafnaðar um 330 þúsund krónur á mánuði. Samt er verið í verkfalli og haldið fast við þá kröfu, að Verka- lýðsfélagið ráði starfsmannafjöld- anum í fyrirtækinu, sem er þó grundvallarréttur atvinnureka- ndans. Geti atvinnurekandinn ekki ráðið til sín þann starfsmannafjölda sem hann telur eðlilegan miðað við starfsemi fyrirtækisins hverju sinni er viðkomandi fyrirtæki óstarfhæft og verður á endanum engum til gagns. Formaður Verkalýðsfélagsins á staðnum beitir handalögmálum og veldur tjóni á búnaði verksmiðjunn- ar. Deilan skaðar Fáskrúðsfirðinga bæði inn á við og út á við. Það bætir ekki stöðu landsbyggðarinnar, sem fyi'ir á í vök að verjast, að heimatil- búinn vandi eins og þessi skuli vera til staðar. Það tapa allir á vinnudeilu eins og þarna er í gangi, bæði verkfalls- menn, fyrirtækið, svo og sveitarfé- lagið. Það er þýðingarmikið að í for- svari verkalýðsfélaga séu skynsamir menn, sem líti ekki á at- vinnurekendur sem svarna óvini. Fyrirtæki eins og Loðnuvinnslan eiga í nógu miklum erfiðleikum með að fóta sig í því umhverfi sem fylgir sveiflum í afurðaverði og hráefnis- öflun að ekki bætist við heimatil- búinn vandi. Vonandi ber Fáskrúðsfirðingum gæfa til að leysa þessa deilu á far- sælan hátt sem fyrst. Höfundur er útgerðarstjóri á Eskifirði. IÐNA0ARHURÐIR ÍSYa\L-EíO><Ga\ ehf HÓFDABAKKA 9. 11? REYKJAVÍK SÍMl 587 8750 f AX 587 8751 Aðsendar greinar á Netinu yjþmbl.ÍS MJJHÍf* eiTTH\SA& NÝTT \ar nýjar bækur g stök snið fyrir ÉSíI Lanöhollsvciíur 111 Símí 568 6500 www.fondra.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.