Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 51
’ Heildsöludreifing, s. 897 6567 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN tir ar Smiðjuvegi 9 • S. S64 1475 Gefín virðing er engin virðing Frumskilyrði allra sem vinna á geðdeildum, segir Guðmundur Sæ- var Sævarsson, og sjálf- sagt eina ástæðan fyrir því að færir starfsmenn endast í þessu starfí er umhyggjan fyrir skjól- stæðingum spítalans. sem þeir eru ófaglærðir starfsmenn, hjúkrunarfræðingar eða læknar, hvert svo sem þeirra starfsheiti er, þá eiga allir starfsmenn geðdeildar Landspítalans, ótakmarkaða virð- ingu skilið. Ófaglærðir starfsmenn eiga, þó væri ekki nema vegna lágmarks mannréttinda, að fá borguð mann- sæmandi laun samkvæmt menntun sinni, starfsreynslu og getu sam- kvæmt þeim starfsvettvangi sem unnið er við. Greinarhöfundur hefur unnið í þrjú ár á geðdeild Lsp og á þeim tíma hitt fyrir einstaklinga, bæði ófag- lærða og faglærða, sem hafa unnið í yfir þrjátíu ár við að hjálpa öðrum. Sumir ófaglærðir á kjörum sem fær þá til að hvísla skömmustulega ef þeir eru spurðir um launakjör sín. Frumskilyrði allra sem vinna á geðdeildum og sjálfsagt eina ástæðan fyrir því að færir starfsmenn endast í þessu starfi er umhyggjan fyrir skjólstæðingum spítalans. Hefur það sýnt sig að þeir sem sýna starfi sínu virðingu er sýnd virðing og gefin áheym af öllum stéttum spítalans. Hver og einn verður að vinna fyrir sínu. Starfsvirðing getur aldrei verið gefin, fyrir henni er unnið. Eitt er það þó sem aldrei má gleymast í hvaða baráttu sem það er, öryggismál, launakjör eða önnur at- riði sem efst eru í huga manna. Skjólstæðingar spítalans hafa og eiga ávallt að hafa forgang. Höfundur er vaktmaður, starfsmaður geðdeildar. Rýmingarsala með allt að 50% afslætti! ÞÓTT skoðun sé sett niður á blað og birt á prenti er þar með ekki sagt að það þurfi að vera hinn heilagi sann- leikur. Nýlega hafa verið birtar tvær greinar um málefni starfsmanna á geðdeildum. Báðar hafa haft mik- ið til síns máls um mál- efni sem var löngu orðið tímabært að rætt yrði um. Eru ýmsum málefn- um sem varðar starf- semi geðdeilda landsins gerð góð skil í grein sem birt var þann 13. ágúst þar sem farið er ofan í ýmis atriði sem góð ástæða er til að athuga. Því er frekar leiðinlegt þegar vel er gert að ein mistök í annars góðri grein skuli standa ofar öðru og allt annað skuli falla í skuggann. En þegar birt er álit á framkomu fagstétta í allri heild sinni gagnvart öðru samstarfsfólki og hún dæmd eins og um sé að ræða tvo einstakl- inga er umræðan komin út í þá sálma sem engan veginn er hægt að rök- styðja málefnalega. Allir eru svertir sem einn, sem endurspeglar engan veginn vitræna hugsun og á ekki við rök að styðjast í heildarmynd sinni. Þetta sýnir einungis þá réttlátu reiði sem er farin að skjóta rótum hjá ófaglærðu starfsfólki vegna launa- mála og annarra kjara. Þægilegt virðist að herja á þeim sem næstir eru sem er ljótur blettur á góðri grein og hefur ýtt í burtu allri málefnalegri umræðu milli stétta og sett vinnufélaga í vamarstöður. Samfélög og hópar byggjast upp af einstaklingum og ekki er hægt að setja alla undir sama hattinn, eins og er vitað þá er misjafn sauður í mörgu fé og hefur einstaklingsbundin pers- ónugerð ekkert með menntun að gera. Ástæðuna fyrir reiði starfsmanna verður að komast til skila og gera verður það ljóst að hún hefur ekkert með hjúkrunaifræðinga eða lækna aðgera. I gegnum árin hefur ófaglærðu starfsfólki verið sýndir miklir for- dómar eins og getið er í greininni og megn vanvirðing. En hverjir eru það sem sýna ófag- lærðu starfsfólki geðdeilda þessa óv- irðingu? Greinilega eru skiptar skoðanir um það. Sumir myndu hugs- anlega benda á að þeir sem ráða launamálum starfsmanna ættu að skammast sín. Það ætti að vera Ijóst að ef full- orðnu fólki er sýnd sú skömm sem það fær sent heim til sín í hverj- um mánuði í formi launaseðils, þá að lok- um slær það frá sér eða gefstupp. Hver og einn ætti að þakka sínum Guði fyrir að svo er ekki. Grunur læðist að manni að öll starfsemi á geðdeildum landsins myndi lamast ef allir sem einn myndu einfaldlega gef- ast upp og kúldrast heima hjá sér á atvinnuleysisbótum. Því má bæta við að það er frekar kaldhæðnislegt að atvinnuleysisbæt- urnar eru hæm fyi-ir fjölskyldufólk en laun ófaglærðra starfsmanna. Athyglisvert er að skoða það stétt- arfélag sem á að vera í forsvari fyrir ófaglærða starfsmenn á geðdeiidum. Sá sem hér ritar getur varla annað en brosað að sjálfum sér fyrir að vera slíkur erkibjáni að vera neyddur til að vera í stéttarfélagi sem ekkert getur né vill aðstoða félagsmenn þess starfandi innan geðdeilda. Slíkur vilji hefur að minnsta kosti ekki verið sýndur. í dag er varla starfandi ófaglærður starfsmaður innan geðdeildar Land- spítalans sem hefur ekki sýnt áhuga á því að komast inn í annað stéttarfé- lag. Ekki einungis vegna launamála. Mætti nefna til viðbótar áhugaleysi og vanvirðing sem félagsmönnum þess er sýnd ef starfsmenn leita til þeirra um aðstoð í launabaráttu sinni. Það eru heitar tilfinningar í gangi hjá starfsmönnum og ófaglærðum starfsmönnum líður eins og í lausu lofti án viðunandi stuðnings síns fé- lags. Umrætt stéttarfélag þarf þó ekki að óttast því launin eru svo lág að enginn heilvita maður endist við þetta starf, enda horfir maður stund- um spyrjandi á sjálfan sig í spegli, hvort maður sé hreinlega búinn að missa vitglóruna að standa í þessari vitleysu, eftir að hafa fengið launa- seðihnn í hendurnar. Sannleikurinn er sá, að þeir sem vinna á geðdeildum landsins, hvort Guðmundur Sævar Sævarsson kerfisins í náinni framtíð • draga úr óþægindum einstakl- inga sem annars hefðu glímt við af- leiðingar langvinnrar sýkingar • bæta vinnuþrek þeirra sem að öðrum kosti hefðu þjáðst af afleið- ingum sýkingarinnar. Með góðri samvinnu Landlæknis- embættisins, sóttvarnalæknis, SAA og smitsjúkdómadeildar Landspít- ala - háskólasjúkrahúss hefur verið ráðist í gerð fræðsluefnis til handa almenningi og heilbrigðisstarfsfólki og liggur það frammi á sjúkrastofn- unum, heilsugæslustöðvum og læknastofum. I ágústmánuði vekur landlæknir sérstaka athygli á lifr- arbólgu C sem samfélagsvanda. Sérfræðingar hérlendis hafa á undanförnum misserum meðhöndl- að nokkra tugi einstaklinga með lifrarbólgu C. Búast má við að kostnaður vegna meðferðar aukist í framtíðinni vegna vaxandi fjölda einstaklinga er greinast með sjúk- dóminn. Eins og að framan greinir er þeim fjármunum vel varið. Miklu varðar að heilbrigðis- og fjárveit- ingayfirvöld hafi í huga að útgjöld í þessum málaflokki í dag eru sparn- aður í framtíðinni. Höfundur eryfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala - háskólasjúkrahúss íFossvogi. www.mbl.is Fingur tannbursti Wem&li i r^j tz>5? AorpxAÆ/ Iðnbúð 1,210 Garðabœ sími 565 8060 Geddeildir Opið í dag, laugardag frá kl. 11-16 Opið á morgun, sunnudag frá kl. 13-16 Smiðjuvegi 6D - Rauð gata 200 Kópavogur- Sími 554 4544 fiífí^l ffíflol ÍÍTffSI fTTfT^l fTTFM fíífíHl (TíTf^l LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 51 ffl°) (200 M°) fuBS QÍH3 QI03 Offlsr Við flytjum! og seljum á fádæma lágu verði eldhúsinnréttingar sófasett LHJ borðstofusett eldhússtóla 1 baðinnréttingar eldhúsborð 1 |oJ staka sófa staka stóla fataskápa og úrval af n 1 skrifborð gjafavöru. I U I tágastóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.