Morgunblaðið - 19.08.2000, Page 56

Morgunblaðið - 19.08.2000, Page 56
<#6 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær faðir minn, GUÐMUNDUR E. KRISTINSSON, Vancouver, Kanada, lést þriðjudaginn 8. ágúst sl. í Vancouver. Jarðarförin hefur farið fram. Fyrir hönd aðstandenda, Díana Kristinsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, KATRÍN SÆMUNDSDÓTTIR, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 11. ágúst, verður jarðsungin frá Laugarnes- kirkju mánudaginn 21. ágúst kl. 13.30. Agnes S. Eiríksdóttir, Marinó Ó. Gíslason, Guðjón Eiríksson, Þröstur Eiríksson, Ane Holme, Guðrún K. Eiríksdóttir, Jóhannes Brynjólfsson, Gísli E. Marinósson, Bára D. Guðjónsdóttir, Bjarki D. Guðjónsson, Ingvar Ö. Þrastarson, Agnes S. Þrastardóttir, Hanna Þrastardóttir, Eiríkur Þrastarson, Katrín Þ. Jóhannesdóttir, Brynjar Jóhannesson. t Ástkær eiginmaður minn, sonur okkar, bróðir, bamabarn og tengdasonur, SIGURBJÖRN FANNDAL ÞORVALDSSON, Karlagötu 1, Reykjavfk, sem lést á heimili sínu 13. ágúst, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 22. ágúst kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á krabbameinsdeild Landspítalans, deild 11E. Ása Lára Þórisdóttir, Þorvaldur Skaftason, Hafdís Þorvaldsdóttir, Jónas Fanndal Þorvaldsson, Skafti Fanndal Jónasson, Sigurbjörn Sigurðsson, Guðríður Ásgrimsdóttir, Þórir Bjarnason, Erna Sigurbjörnsdóttir, Björgvin Bragason, Ragna Magnúsdóttir, Jóna Guðrún Vilhjálmsdóttir, Margrét Árnadóttir, Anna Filippía Sigurðardóttir. + Útför GUÐRÚNAR PÁLSDÓTTUR söngkennara frá Hrfsey, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 21. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Starfsfólki í Lönguhlíð 3 og Heimahlynningu Krabbameinsfélgsins eru færðar sérstakar þakkir. Laufey Sigurðardóttir, Þorsteinn frá Hamri, Guðrún Theódóra Sigurðardóttir, Lan Shui, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Ágúst Hilmisson og fjölskyldur. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is + Sigurður Sveinn Magnússon fæddist í Amþórs- holti í Lundarreykja- dal í Borgarfirði 4. ágúst 1915. Hann lést á Héraðssjúkrahús- inu á Blönduósi 6. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Magnús B. Jónsson, f. 18.6.1887, d. 17.5. 1962, og Sig- rún Sigurðardóttir, f. 21.4. 1895, d. 8.2. 1981. Þau bjuggu nær allan sinn bú- skap á Brekku í Þingi í A-Hún. Sig- urður átti fjóra bræður: Jósef, f. 22.5.1919, bóndi í Steinnesi; Þórir, f. 3.1. 1923, bóndi á Syðri-Brekku; Haukur, f. 1.9.1926, bóndi og kenn- ari á Brekku, og Hreinn, f. 28.5. 1931, bóndi á Leysingjastöðum. Sigurður kvæntist 18. janúar 1948 Guðrúnu Jónsdóttur, f. 17.1. 1916 frá Hnjúki í Vatnsdal í A-Hún. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Hallgrímsson og Steinunn Jósefs- dóttir ábúendur þai\ Böm Sigurðar og Guðrúnar eru:l) Jón Þórhallur, f. 23.3. 1947, kona hans er Alda Bjömsdóttir, f. 15.1. 1946, d. 20.2. 1994. Þau ólu upp fóst- urdóttur Rögnu Guð- mundsdóttur, f. 31.8. 1970. Sambýliskona Jóns er Þórhalla Sig- urgeirsdóttir. 2) Magnús Rúnar, f. 7.2. 1951. Hann kvæntist Maríu Kristínu Guð- jónsdóttur, f. 5.12. 1958. Þeirra böm era Guðjón f. 12.3. 1978, Sigurður Rúnar, f. 27.10. 1981, Jóhanna Guðrún, f. 22.3. 1987 og Steinunn Hulda, f. 12.12. 1988. Þau slitu samvistir. Sambýliskona Magnúsar er Mar- grét Benjamínsdóttir, f. 8.10.1954. 3) Stefán Steindór, f. 11.3. 1955, var í sambúð með Emu Þormóðs- dóttur, f. 14.9. 1957. Þeirra böm era Valur, f. 25.12. 1976, og Sig- urður Sveinn, f. 9.1.1980. Þau slitu samvistum. Þá ólu Sigurður og Guðrún upp frá fimm ára aldri Laufeyju Sigurðardóttur, f. 24.11. 1960. Hún á eina dóttur Sigríði Erlu Jónsdóttur, f. 1.7.1981. Sigurður fluttist tveggja ára með foreldram srnum að Brekku og ólst þar upp. Hann gekk í Reyk- holtsskóla í Borgarfirði og útskrif- aðist þaðan 1939 eftir tveggja ára dvöl. Á yngri áram stundaði Sig- urður ýmis störf svo sem brúar- vinnu, uppsetningu á sauðfjárvarn- argirðingum og var vetrarmaður á ýmsum bæjum í Sveinsstaðahreppi. Um átta ára skeið vann hann hjá Ræktunarsambandi Kjalames- þings. Árið 1955 hóf hann ásamt konu sinni búskap á Hnjúki í Vatnsdal og bjó þar til 1994 en 1. janúar það ár fluttu þau til Blönduóss. Þar keyptu þau sér hús að Mýrarbraut 25. Sigurður tók mikinn þátt í fé- lagsstörfum. Hann var um árabil í sljórn Sölufélags Austur-Húnvetn- inga. Hann var mikill áhugamaður um hestamennsku og hrossarækt og sat lengi í sljóm Hestamannfé- lagsins Neista. Sigurður keppti fyrir hönd íslands á fyrsta Evrópu- móti íslenskra hesta 1970. Utför Sigurðar fer fram frá Þingeyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 14. SIGURÐUR SVEINN MAGNÚSSON Þegar mamma sagði mér og Steinunni að þú værir dáinn þá trúði ég henni ekki af því að þú sagðir mér að þú ætlaðir ekki að deyja strax! Ég var farin að hlakka til að segja þér hvernig mér hafði gengið að keppa fyrir vestan og éghlakkaði líka til að segja þér hvemig það var að fara með Bliku í hestaferð (í kringum Vatnsdalinn) en ég segi þér það bara núna. Eins og þú vissir þá var Blika að koma frá Stóðhest og hún var ekki í mjög góðu formi en hún komst þetta samt. Þú hafðir hreint yndi af hestum og þú varst nýbúinn að vera á hestamannamóti og þá varstu svo hress. En afi ég mun alltaf muna það þegar þú vaktir með okkur í sauðburðinum og gafst okkur nammi. Núna þegar ég kom að vestan þá fannst mér skrítið að tipla ekki inn til þín inn í sjónvarps- herbergi og vekja þig. Ég mun alltaf muna hláturinn þinn, elsku afi minn. Kveðja, þín afatelpa, Jóhanna G. M. Elsku besti afi minn. Það streyma fullt af minningum um þig. Mér finnst ósanngjarnt að þú hafir farið frá mér, ég sem var búin að hlakka til að hitta þig eftir keppnina og segja þér hvemig mér gekk en þú varst þá farinn frá mér kæri afi. En lífið er bara svona, ég hefði viljað tala við þig áður en þú fórst um Dimmu, hestinn sem við eigum saman. Ég man þegar þú komst heim í Hnjúk þá baðstu mig alltaf að koma með þér til að skoða hrossin og ég fór alltaf með þér þótt ég væri að gera eitthvað annað. Og þegar ég svaf hjá þér þá komstu allt- af til að kyssa mig góða nótt. Og síð- an varstu alltaf að spyrja mig hvort að Rós væri búin að læra brokkið og svo einu sinni þá sýndi ég þér þér og þú varst svo glaður. Og ég man líka þegar þú vaktir með mér yfir kind- unum þegar þær voru að bera og þú gafst mér alltaf kúlupoka. Ég man líka þegar randaflugumar komu inn þá tókst þú alltaf viskustikki og hentir því yfir hana og fórst með hana út og drapst hana og nú er enginn til að taka randaflugurnar. Ég sakna þín elsku besti afi minn. Og kveð þig hér með söknuði. Guð geymi þig, þín afastelpa Steinunn H. M. Vinur minn Sigurður Sveinn Magnússon, fyrrum bóndi á Hnjúki í Vatnsdal, er látinn eftir skamma r Bló*nabí\Am N , v/ FossvogskiVkjugarS J Símii 554 0500 legu kominn hátt á níræðisaldur. Það er orðið alllangt síðan við kynntumst eða rösklega fimmtíu ár. Þá var Sigurður búsettur í Reykja- vík en hann hafði ásamt konu sinni Guðrúnu Jónsdóttur og tengdafor- eldrum Jóni Hallgrímssyni og Stein- unni Jósefsdóttur flutt til Reykja- víkur árið 1947 þegar þau létu af búskap á Hnjúki. Kynni okkar urðu með þeim hætti að haustið 1949 hóf ég nám við Kennaraskóla íslands. Ég auglýsti eftir herbergi og fæði og fékk inni hjá þessu ágæta fólki. Þau héldu saman heimili og bjuggu á Eiríks- götu 35 og ég leigði hjá þeim meðan ég var í Kennaraskólanum. Síðan þá hefur verið mikill og góður vinskap- ur á milli okkar og fjölskyldna okk- ar. Á þessum tíma þegar við Sigurður kynntumst vann hann við skurðgröft á Suðvesturlandi. Vinnudagurinn var þá oft langur en starfið gaf góð- ar tekjur. Jón Hallgrímsson tengda- faðir Sigurðar hafði selt frænda sín- um Hnjúk þegar hann flutti til Reykjavíkur en eftir fá ár kom jörð- in aftur í sölu. Jón gat ekki hugsað sér að jörðin færi úr eigu ættarinnar og þá réðust þau í það Sigurður og Guðrún að kaupa hana. En sama ár og þau kaupa þá brennur íbúðarhús- ið á Hnjúki. Ekki lét Sigurður það á sig fá en hóf byggingu á íbúðarhúsi og útihúsum af miklum stórhug. Ekki leist öllum á þessar miklu framkvæmdir, byggja stórt íbúðar- hús með tveimur íbúðum og síðan öll útihús, hlöðu, fjós og fjárhús. En maðurinn var ódeigur og áræðinn og kotbóndi vildi hann ekki vera. Vorið 1955 flytja þau svo í Hnjúk og tengdaforeldramir með. Forfeð- ur Guðrúnar höfðu lengi búið á Hnjúki og var Guðrún fimmti ættlið- urinn sem þar bjó. Þau höfðu blandað bú. Sigurður var snjall búmaður og hafði góðar afurðir af skepnum sínum. Hann var bóndasonur sem gerþekkti til allra verka og harðduglegur. Bóndaeðlið var mjög ríkt í honum og lengst af hafði hann unnið við búskap. For- eldrar hans Magnús B. Jónsson og Sigrún Sigurðardóttir voru bændur á Brekku í Þingi og synir þeirra fimm urðu allir bændur £ Sveins- staðahreppi. Sigurður hafði sótt sér menntun á æskuslóðir móður sinnar er hann fór til náms í Reykholt í Borgarfirði en afi hans hafði verið prestur í Lundi í Lundarreykjadal. Sá vélabúskapur sem var að ryðja sér til rúms þegar Sigurður hóf bú- skap gerði það kleift að auka rækt- unina. Þar tók Sigurður til óspilltra málanna og jók heyfenginn til muna. Jörðin var nokkuð vel til ræktunar fallin með þeim vélakosti sem nú var til kominn þó þar væri nokkurt brattlendi. Þá voru engjar nytjaðar til heyskapar og gáfu oft góða upp- skeru. Fljótlega var Sigurður kom- inn með allstórt kúabú á þeirra tíma mælikvarða og gott fjárbú. Þá hafði hann talsvert stóð enda hestamaður af lífi og sál. En Sigurður var ekki einn um þessa uppbyggingu. Þau hjón voru mjög samhent um rekstur búsins og Hnjúksheimilið annálað fyrir myndarskap. Þangað þótti mönnum gott að koma. Sigurður var vakandi fyrir öllum velferðarmálum sveitarinnar og tók mikinn þátt í félagsstörfum bæði hvað varðaði verslunarmál, ræktun- armál og veiðimál en Hnjúkur á veiðirétt í Vatnsdalsá. Þá tók hann mikinn þátt í sönglífi sveitarinnar. Hann hafði ákveðnar skoðanir í stjórnmálum, var sjálfstæðismaður á gamla vísu. En Sigurður átti aldrei í erfiðleikum að ræða við pólitíska andstæðinga sín. Hann var góður fundarmaður og setti skoðanir sínar skýrt fram og hafði enga minnimátt- arkennd þó við þjóðkunna menn væri að etja. Bæði var það að hann var mjög hreinskiptinn og svo hitt sem var svo stór þáttur í skapgerð Sigurðar en það var hans góði og mikli húmor. Hann var orðheppinn í viðræðum og geislaði af honum bjartsýnin við hverja framkvæmd. Við fáa menn hef ég haft meiri ánægju af að eiga orðastað en Sig- urð enda urðu samtöl okkar mörg gegnum tíðina bæði í heimsóknum hvor til annars svo og langar lotur í síma. Mest ræddum við um hross og svo um landsmálin og þó við fylgd- um andstæðum flokkum í pólitík fóru skoðanir okkar oft vel saman. Sigurður var vel greindur og sanngjam í umfjöllun sinni um menn og málefni. Þó gat hann verið snöggur upp á lagið og hlífði mönn- um þá ekki ef honum fannst rang- indum beitt. Þó Sigurður hefði ánægju af flest- um skepnum þá voru það þó hest- amir sem umfram allt áttu hug hans. Hann hafði gott auga fyrir hrossum og var góður tamninga- maður meðan honum entist aldur til. Frá honum hafa margii' gæðingar komið gegnum árin. Hann var lag- inn að selja hross og kunni vel þau klókindi sem beita þurfti þegar þannig viðskiptamenn voru annars vegar. Hann verðlagði hross sín eftir gæðum, setti hátt verð á góð hross en miðlunga og þar íyrir neðan gaf hann oft fala fyrir lítið. Hann gætti þess í hrossabúskap sínum, sem margir mættu taka sér til fyrir- myndar í dag að vera aldrei með mjög stórt stóð. Hann var duglegur að skera úr hópnum enda oft auð- veldara á þeim ámm að losna við hross til slátrunar. Hrossabúska- pnum hélt hann áfram til dauðadags þótt hann væri íluttur frá Hnjúki. Þess er gaman að minnast nú að þegar úrtaka fyrir fyrsta Evrópu- mót íslenskar hesta fór fram, en það var á Þingvöllum 1970 þá sigraði Sigurður A-flokkinn og var í fyrsta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.