Morgunblaðið - 19.08.2000, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR19. ÁGÚST 2000 5 7
keppnisliðinu sem tU Evrópu fór.
Signrður var þá 55 ára gamall og ég
veit ekki til að eldri knapi hafi keppt
fyrir íslands hönd á þessum mótum.
Árið 1970 hóf Magnús sonur hans
félagsbúskap með foreldrum sínum
og stóð sá félagsbúskapur í 24 ár eða
þar til Sigurður og Guðrún fluttu til
Blönduóss 1994. Þá hafði Magnús
tekið við stærstum hluta búsins.
Þessi félagsbúskapur gekk með
miklum ágætum og samvinna þeirra
feðga góð.
Það var eitt af einkennum Sigurð-
ar hve auðvelt hann átti með að
vinna með sér yngra fólki. Áhuginn
var svo lifandi. Þetta kom ekki síst
fram í hestamennskunni en þar var
hann drífandi kraftur með ungu
mönnunum sem vildu bæta ræktun-
ina heima í héraði. Hann átti mjög
auðvelt með að vinna með þessum
mönnum þótt þeir væru hálfri öld
yngri en hann. Þetta var glöggt
dæmi um það hve lifandi hann var
og fylgdist vel með.
Á Blönduósi bjuggu þau Sigurður
og Guðrún sér mjög fallegt heimili
að Mýrarbraut 25 og undu þar vel
hag sínum. Ekki fórum við hjón svo í
gegn á Blönduósi að ekki væri
drukkinn kaffisopi hjá Sigga og
Nunnu væru þau heima. En það var
ekki líkt því að verið væri að heim-
sækja öldruð hjón. Þau voru heima í
öllu sem var að gerast. En oft barst
þá talið að hestum.
Þegar elsti sonur minn var 12 ára
var hann í sveit á Hnjúki. Hann kom
um haustið með sótrauðan fola á
fjórða vetur. Það urðu fyrstu kynni
mín af hestum Sigurðar. Þessi hest-
ur var nefndur Gáski og reyndist
gæðingur. Eftir það hafa mörg
hross frá Hnjúki komið í mína eigu
og sú hryssa sem ég hef verið að
rækta út af, Fjöður 4344, var frá
honum. Mig langar að segja hér frá
einu tilsvari Sigurðar sem sýnir vel
viðhorf hans og skynsemi. Það var á
fjórðungsmóti á Kaldármelum að
ung hryssa sem Sigurður hafði selt
sem tryppi til Grundarfjarðar fékk
fyrstu verðlaun. Þá segir einn móts-
gestanna við Sigurð: „Mikið hefur
þú verið óheppinn að selja frá þér
svona gott hross, hún hefði veið góð í
ræktuninni þessi.“ Þá svaraði Sig-
urður: „Það er nú ekkert víst að hún
hefði náð þessum árangri hjá mér og
hún auglýsir ekki síður mín hross
þótt hún sé í annarra eigu.“
Já, það er margs að minnast þeg-
ar litið er til baka yfir svo langan
tíma. Haust eftir haust fór ég norður
á hrossaréttir í Vatnsdal og tók þátt
í að smala hrossunum til réttar. Þá
var stóðið rekið til réttar um
Hnjúksland og auðvitað komu þá all-
ir inn og þáðu kaffi hjá húsmóður-
inni og Sigurður bragðbætti sopann.
Það var sérstök hátíð að fara í rétt-
irnar og mikil tilhlökkun að leggja af
stað norður eftir vinnu á föstudegi
til að geta smalað á laugardeginum
og farið svo í hrossadráttinn á
sunnudeginum og rekið heim. Eftir
að hross voru komin í nátthaga á
laugardagskvöldið var komið við á
bæjum. Alls staðar átti Sigurður þar
vinum að mæta. Á sunnudeginum
þegar Þverhreppingar riðu hjá með
sitt stóð var staðið á tröppunum á
Hnjúki og tekið lagið en Sigurður
var góður söngmaður sem og synir
hans.
Fyrri hluta sumars fór ég norður
til að reka stóðið á heiðina og svo
seinna á haustin þegar ásetningur
var ákveðinn. Þannig hrúgast minn-
ingarnar upp og alltaf var Sigurður
hrókur alls fagnaðar. En mest er
þakklætið fyrir að hafa kynnst þess-
um ágæta manni, sem mér fannst
aldrei gamall þótt hann yrði aldrað-
ur og fjölskyldu hans og átt vináttu
þeirra jafnlengi og raun ber vitni.
Oft ræddum við eilífðarmálin og
Sigurður bar ekki kvíðboga vegna
vistaskiptanna. Hann var þess full-
viss að þegar þessari jarðvist lyki þá
tæki við annað tilverustig. Hann var
þakklátur fyrir að vera borinn í
heiminn af góðum foreldrum, eign-
ast góða fjölskyldu og eiginkonu
sem hann virti mjög mikils. Hennar
er nú mestur söknuðurinn við
brotthvarf hans. En hún eins og við
öll sem Sigurð þekktum getum yljað
okkur við minningar um góðan
dreng.
Nunna mín. Við Ingibjörg send-
um þér, sonum þínum og fjölskyld-
um þeirra okkar innilegustu samúð-
arkveðjur og biðjum ykkur Guðs
blessunar.
Kári Amórsson.
Sgurður vinur minn, fyirverandi
bóndi á Hnjúki er látinn. Ég talaði
við hann nokkrum dögum áður, þá
var hann hress og kátur eins og
venjulega. Fljótt skipast veður í
lofti. Vinátta okkar Sigurðar hefm-
haldist síðan við vorum saman í
barnaskóla og í Reykholtsskóla í
Borgarfirði. Hann var mjög vinsæll
meðal skólasystkina enda alltaf kát-
ur og grínsamur alla tið. Við Sigurð-
ur vorum sveitungar mestan hluta
ævinnar og kom okkur alltaf vel
saman. Við unnum saman í ýmsum
nefndum og störfum. Hann flug-
mælskur í ræðustól og talaði oftast
blaðalaust á fundum. Við Sigurður
fórum oft saman í göngur, var þá
ætíð gaman í Fljótsdrögum er við
hittum Borgfirðinga þar sem var
mikið sungið og talað saman. Við
Sigurður vorum ekki óvanir að
syngja saman þar sem við vorum
báðir í kirkjukór og blönduðum kór í
okkar sveit. Sigurður var kunnur
hestamaður og alltaf vel ríðandi.
Hann ræktaði sín hross og vann að
því að fá inn í héraðið þá bestu stóð-
hesta sem völ var á. Sigurður og
Guðrún kona hans byrjuðu búskap á
Hnjúki og settu þau fljótlega upp
stórbú. Þetta var blandaður búskap-
ur, kýr, kindur og hross. Þau stóðu
fyrir miklum framkvæmdum, svo
sem byggingum, ræktun og upp-
þurkun á landi. Daginn áður en Sig-
urður fór á sjúkrahúsið á Akureyri
talaði ég við hann í síma. Hann var
jafnhress og kátur og venjulega,
hann spurði mig hvort ég héldi að
við gætum ekki farið saman í undan-
reið í haust. Ég tók því vel en sagði
að við þyrftum að þjálfa hestana áð-
ui' „Það er nú ekki mikið mál“ sagði
Sigurður. Svona er minning mín um
Sigurð, léttur og grínsamur félagi
alla tíð. Guðrún og Sigurður lifðu í
fai-sælu hjónabandi í rúm50 ár. Við
hjónin og fjölskylda okkar þökkum
þeim vináttu liðinna ára og sendum
Guðrúnu og fjölskyldu innilegar
samúðarkveðjur.
Leifur og Elna.
í morgunsárið sunnudaginn 6. þ.
m. lagði Sigurður á Hnjúki upp í
ferðina miklu. Oft mun hann hafa
tekið daginn snemma og vel við hæfi
að hann fengi að ganga árla til vista-
skiptanna þegar dýrð sumarsins var
í hámarki.
Sigurður Magnússon var elstur
fimm bræðra frá Brekku í Þingi og
má telja það sérstakt að þeir urðu
allir bændur í sinni heimasveit,
Sveinsstaðahreppi, þótt einn þeirra
væri jafnframt kennari um skeið.
Sigurður kvæntist ágætri konu,
Guðrúnu Jónsdóttur einkadóttur
hjónanna á Hnjúki í Vatnsdal, og
bjuggu þau_ fyrstu átta árin í
Reykjavík. Árið 1955 keyptu þau
jörðina Hnjúk, sem var óðal hús-
freyjunnar. Þar er víðsýnt og fagurt
um að litast og má geta nærri um
bjartsýni ungu hjónanna þegar þau
voru komin þangað heim. Þau hófu
þegar umsvifamikinn búskap en þá
fór í hönd mesta framfara- og fram-
kvæmdaskeið íslensks landbúnaðar.
Slíkir tímar voru Sigurði vel að
skapi. Hann var stórhuga og dug-
mikill framkvæmdamaður, bóndi
sem rak gagnsamt bú í nálega fjóra
áratugi. Hann var hestamaður og
þótti vænt um hrossin sín. Má vera
að þau hafi verið honum sem krydd-
ið í búsýslunni og átt betur við hans
eigin skapgerð en hinn hæggengari
búsmalinn sem þó stóð að megin-
hluta undir afkomu búsins. Auk
þessa kom Sigurður víða við í félags-
málum, m.a. á sviði samvinnufélag-
anna í héraðinu.
Sigurður var hvatlegur í hreyfing-
um og óvílinn til starfa. Hann var
mannblendinn og lífsglaður maður,
sem með glaðværð sinni og glettni
smitaði út frá sér á mannfundum og
á meðal samferðamanna. Kunn-
ingjahópurinn var stór og víða átti
hann vinum að mæta.
Heimili þeirra hjóna var mynda-
rlegur rausnargarðm' og áttu þau
bæði óskiptan hlut þar að. Sigurður
var flestum mönnum glaðari heim að
sækja og skorti hvergi á um ríkuleg-
ar veitingar þeirra hjóna. Mér varð
þar stundum skrafdrjúgt. Hann var
vel að sér á mörgum sviðum, raun-
sær og ráðhollur. Ég á honum margt
að þakka frá langri leið og mér
fannst að ég tæki ævinlega með mér
eitthvað af gleði hans og bjartsýni er
ég hvarf af hans fundi.
Haustið 1994 seldu þau hjónin
jörð og bú að fullu í hendur Magnús-
ar sonar síns, sem þá hafði búið
ásamt þeim í allmörg ár, og fluttu til
Blönduóss. Þar keyptu þau einbýlis-
hús og bjuggu sér fallegt heimili. Ég
hygg þó að Sigurður hafi átt ærið
margar ferðirnar að Hnjúki til að
grípa í verk fyrir son sinn sem
stundum vann utan heimilis, en þó
fyrst og fremst sjálfum sér til lífs-
fyllingar. Alltaf kallaði ég hann Sig-
urð á Hnjúki þótt hann hefði fært
sig um set.
Sigurður var gæfumaður. Sú
mikla ágætis kona sem hann eignað-
ist og synir þeirra áttu þar auðvitað
drýgsta þáttinn. Þau hjónin virtust
einstaklega samrýmd. Eftir að þau
fluttu til Blönduóss tóku þau sem
áður þátt í því sem var að gerast í
samfélaginu og voru oft í hópnum
þar sem fólk kom saman. Þau fóru
saman ýmsar ferðir til útlanda, síð-
ast fyrir tæpum tveimur árum þegar
þau áttu gullbrúðkaupsafmæli. Þau
nutu lífsins saman meðan bæði
stóðu. Sigurður hélt léttleika sínum
og skopskyni að heita mátti til
hinstu stundar, þótt þrekið væri
mjög að bila síðustu vikumar. Hann
varð aldrei gamall maður þótt hann
næði 85 ára aldri.
Að leiðarlokum flyt ég Sigurði
þakkir fyrir samskipti okkar öll, fyr-
ir vináttu hans og stuðning við mig
um áratuga skeið. Ég veit að honum
mun fylgja ferskur blær til nýrra
heimkynna. Við Helga sendum Guð-
rúnu, sonum þeirra hjóna og öðru
venslafólki einlægar samúðarkveðj-
ur. Megi minningin um góðan dreng
ylja þeim á komandi tímum.
Pálmi Jónsson.
Hratt flýgur stund. Síðasta sumar
aldarinnar vel hálfnað, kom seint, er
þegar orðið eitt hið besta á öldinni.
Þeim fækkar stórbændunum í
Vatnsdal sem voru kóngar hver í
sínu ríki, horfðu til heiðanna með
blik í augum, sáu í huga sínum
„hvítagulli streyma til byggða,“ eins
og Ágúst á Hofi orðaði það svo
snilldarlega. Ekki var blikið daufara
í augum Sigurðar þegar hann var
mættur á hrossamarkaði, þá gerðist
hann svo umsvifamikill að mönnum
stóð ekki á sama. Þegar hann gekk
berserksgang, hafði öll ráð í hendi
sér og hafði jafnan hag af.
Þau hjón sátu á friðarstóli á
Blönduósi hin síðustu ár enda heilsu
og burðum að hraka eftir langan
vinnudag. Ég held að Sigurður hafi
verið veðurglöggur og sannspár er
hann lyfti hendi af enni og kvað úr
um að gott yrði á heiðinni í dag,
fylgdist vel með öllu er menn lögðu á
Árnarvatnsheiði að Fljótstungu í
einum áfanga með ekki allt of marga
hesta.
Það er rétt mánuður síðan við
kvöddum þau Guðrúnu og Sigurð
eftir smá innlit og kaffibolla. Menn
voru kátir yfir síðasta landsmóti
hestamanna í Reykjavík. Við þurft-
um ekki að hotta á okkar fólk né
hesta, landsmótið var glæsilegt svo
ekki sé meira sagt. Sigurður á
Hnjúki var áhugamaður á öllum
sviðum samfélagsins og um félags-
mál. Hann fylgdist vel með öllum
þeim hestum sem hann lét til ann-
arra og gladdist vel þegar vel tókst
til. Þegar við í þessum hóp vorum til
hressingar á Orkinni í Hveragerði
var farið ásamt Njáli Gunnarssyni
að skoða sjöunda eða níunda undur
veraldar sem sagt stærsta hesthús
landsins. Vorum við Sigurður og
Njáll sammála um að heldur mynd-
um við hafa klárana okkar úti á
klakanum en að vera í þeim húsa-
kynnum. Við hjón þökkum þeim
hjónum frábæra kynningu og sam-
verustundir, við vottum Guðrúnu og
fjölskyldu hennar samúð.
Hjálmar Gunnarsson,
Grundarfirði.
+ Gyða Þorsteins-
dóttir fæddist í
Sælingsdal í Dölum
2. apríl 1942. Hún
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
28. júlí síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Fossvogs-
kirkju 11. ágúst.
Fyrir um það bil 11
árum kynntumst við
hjónin Gyðu og Guð-
mundi er við keyptum
land á sumarbústaða-
svæðinu við Gíslholts-
vatn í Holtum. Hófust kynni okkar
með þeim hætti að Guðmundur átti
sendiferðabíl á þeim tíma og flutti
hann fyrir okkur efni til byggingar
bústaðar okkar og ekki stóð á því
að það væri sjálfsagt.
Érá þeim tíma hefur vinskapur
aukist milli okkar og þeirra jafnt
og þétt. Við biðum alltaf eftir að
þau hjónin kæmu þær helgar sem
Guðmundur átti fríhelgi. Einnig
eyddu þau mestum tíma sínum í
sumarleyfum í bústaðnum. Tóku
þau hjón mikinn þátt í uppbygg-
ingu svæðisins. Guðmundur var
gjaldkeri fyrir félag okkar í mörg
ár og tók Gyða ekki síður þátt í
störfum á svæðinu og hafði hags-
muni og uppbyggingu svæðisins í
fyrirrúmi. Sérstaklega hafði hún
hagsmuni barna í huga og hafði
forgöngu um að koma upp leikvelli
fyrir börnin og þau Guðmundur
sáu um hirðingu og viðhald í mörg
ár.
Margs er að minnast þann tíma
er við vorum samtímis við Gísló.
Gyða var dugleg göngukona og fór
oft langar leiðir og undruðumst við
oft hvað hún var dugleg. Heim-
sóknir á kvöldin voru
margar og voru þá
oftast rædd áhuga-
málin sem voru oftast
í þá veru hvernig við
gætum gert svæðið
sem snyrtilegast og
fallegast. Þar lagði
Gyða margt gott til
mála og hafði
ákveðnar skoðanir á
málum. Gestrisni var
Gyðu í blóð borin,
kaffi og meðlæti var
komið á borð áður en
maður vissi af. Á
sumrin var gestagang-
ur mikill og öllum sýnd sama
gestrisnin hvort sem það voru
heimamenn á svæðinu eða skyld-
fólk og kunningjar. Dugnaður
Gyðu við hannyrðir var undraverð-
ur, marga fallega gripi sáum við
hjá henni og kenndi hún okkur það
sem okkur langaði að læra. Veik-
indi Gyðu komu okkur í opna
skjöldu, því sjúkdómur hennar tók
hana þvílíkum heljartökum og
gekk hratt yfir, að okkur sem
fylgdumst með veikindum hennar
var mjög brugðið. Guð tók hana of
fljótt. Hún sem átti svo mikið ógert
í þessu lífi. Okkur finnst það mikið
lán að hafa kynnst Gyðu og notið
vináttu hennar og Guðmundar, því
þau voru oftast nefnd í sama orð-
inu, Gyða og Guðmundur. Þar sem
Gyða var, þar var Guðmundur líka
og öfugt. Við þökkum Gyðu sam-
veruna og vináttuna og munum
minnast hennar því Gísló og Gyða
eiga samleið í huga okkar, þau
góðu ár sem við áttum þar.
Takk fyrir allt, Gyða okkar. Við
biðjum Guð að styrkja fjölskyldu
Gyðu.
Stella og Nikulás.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegs sambýlismanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og bróður,
EYJÓLFS JÓNSSONAR
frá Flateyri,
síðar búsettur á ísafirði.
Helga Hermundardóttir,
Guðrún Eyjólfsdóttir, Guðmundur Níelsson,
Jón Eyjólfsson, Guðrún Indriðadóttir,
barnabörn og systur hins látna.
+
Móðir mín, tengdamóðir og systir,
KATRÍN DALHOFF BJARNADÓTTIR
fiðluleikari,
andaðist í Hamborg sunnudaginn 6. ágúst síðastliðinn.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Margrét Dannheim,
Jón Björnsson,
Björg Bjarnadóttir.
GYÐA
ÞORSTEINSDÓTTIR