Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrirlestur um jökla og eldfjöll áMars JAMES Head frá Brown University flytur fyrirlestur laugardaginn 19. ágúst um nýjustu niðurstöður Mars- könnunar. Heiti fyrirlestursins er: „Jöklar og eldfjöll á Mars“ og verðui- hann fluttur í Sal 2 í Háskólabíói, kl. 14. Head er prófessor. í jarðvísindum og hnattfræðum (planetology) og í forystusveit Marsfræðinga nú á dög- um. Hann hefur tekið þátt í undirbún- ingi Apollo, Voyager, Viking, Magell- an, Galileo og Mars Global Surveyor hnattleiðangranna og haft umsjón með úrvinnslu gagna frá könnunar- förunum. Hann tók þátt í þjálfun geimfaranna sem fyrstir fóru til tunglsins með Apollo 11 og hefur á síðari árum m.a. tekið þátt í að undir- búa Bjama Tryggvason fyrir nýlega ferð hans út í geim. Hann er nú stadd- ur á íslandi til að taka þátt í alþjóðleg- um ráðstefnum um eldgos undir jökl- um og um heimskautasvæðin á Mars. I fyrirlestri sínum mun James Head greina frá nýjum kortum af yf- irborði Mars, heimskautajöklum hnattarins og hinum miklu eldl'jöll- um. Sérstök áhersla verður lögð á fyrirbæri, sem eiga sér hliðstæður á Islandi; s.s. eldgos undir jöklum, jök- ulhlaup, móberg, gervigíga o.fl. Sýnd- ur verður fjöldi nýrra mynda, sem teknar hafa verið úr könnunarfarinu Mars Global Surveyor, og gerð grein fyrir frekari Marskönnun í framtíð. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Fræðsludag- skrá í Krýsu- vík á sunnudag DAGSKRÁ í tengslum við ár- þúsundaverkefni Hafnarfjarðar „Krýsuvík - samspil manns og náttúru" verður á sunnudag og er það þriðji og síðasti dagskrár- dagurinn í sumar. Að þessu sinni er unnið með orkuna sem þema. Fræðsla verður á hverasvæð- inu við Seltún á klukkustundar fresti og einnig verður farið í gönguferð með leiðsögn til Aust- urengjahvera. Eins og fyrri dag- skrárdagana er Sveinshús opið, en þar hafði listamaðurinn Sveinn Björnsson vinnustofu sína. Boðið verður upp á kaffi- veitingar í Krýsuvíkurskóla hjá Krýsuvíkursamtökunum og einnig bjóða afkomendur síð- ustu ábúenda á Stóra-Nýjabæ gesti velkomna og munu standa fyrir fræðslu á svæðinu. Dagskráin á sunnudag hefst með messu í Krýsuvíkurkirkju kl. 11, en önnur dagskráratriði hefjast eftir hádegi. Rútuferðir verða frá BSÍ og Upplýsinga- miðstöð ferðamanna í Hafnar- firði og þar er einnig til sölu ný- útgefið kort af Krýsuvík sem gott er að hafa meðferðis. Samgöngu- ráðherra á Nýfundnalandi STURLA Böðvarsson, samgöngu- ráðherra, verður í opinberum er- indagjörðum á Nýfundnalandi og Nova Seotia dagana 19.-29. ágúst næstkomandi. Heimsókn ráðherrans tengist hátíðahöldum vegna landa- fundanna og mun hann m.a. vera við komu víkingaskipsins íslendings til Halifax. Þá er einnig á dagskrá ráð- herra að afhjúpa minnisvarða um 125 ára afmæli byggðar íslendinga á Nova Scotia og heimsókn í höfuð- stöðvar Eimskips í tilefni af tíu ára afmæli skrifstofu þeirra í Halifax. Geir H. Haarde, fjármálaráð- herra, mun gegna störfum sam- gönguráðherra í fjarveru hans. Aukaferðir hjá SVR SVR mun aka samkvæmt áætlun kvöld og helgar til miðnættis í kvöld en aukaferðir verða á leið 6 og næt- urvögnum vegna menningarnætur Reykjavíkur. Leið 6 mun aka samkvæmt áætlun í Vesturbæ til kl. 1.32. Næturvagn- arnir hefja akstur kl. 24.30 og aka á 30 mín. fresti til kl. 5. Næturvagn- arnir hefja akstur í Lækjargötu á móts við MR, aka Hverfisgötu og um Hlemm á leið í austurhverfi borgar- innar en með næturvögnunum má komast í öll hverfi borgarinnar sem liggja austan miðborgar. „SVR hvetur alla þá sem vilja taka þátt í viðburðum menningarnætur til að nýta sér þjónustu strætisvagna en bent er á að greið leið er úr öllum hverfum borgarinnar til miðborgar," segir í frétt frá SVR. Gengið um fornar slóðir SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykja- víkur stendur fyrir göngu sunnudag- inn 20. ágúst kl. 13.30 í Heiðmörk. Er það einn af dagskrárliðum í til- efni 50 ára afmælis Heiðmerkur. Að þessu sinn hefst gangan á plan- inu við bæinn Elliðavatn og verður aðaláhersla lögð á skoðun fornminja á svæðinu. Þar er margt merkilegt að sjá svo sem fornminjar í Þingnesi, gömlu íbúðarhúsin á Elliðavatni o.fl. Aætlað er að gangan taki um 3 klst. Öllum er frjálst að taka þátt og það er ekkert þátttökugjald. Samstarfsaðilar Skógræktarfé- lagsins að þessu sinni eru Árbæjar- safn sem mun leggja til sérfróða leið- sögumenn um fornminjar og Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000 en dagskrá í tilefni 50 ára afmælis Heiðmerkur er hluti af heildardagskrá menningarborgar- innar. Iðnó með á Menningarnótt Á MENNINGARNÓTT verður Iðnó með opið Kaffihús frá kl. 12 á hádegi fram á nótt. Jón Gnarr verð- ur með uppistand kl. 21, 22 og 23. DJ úr leikritinu Shopping & Fucking kl. 21.30, kl. 22.30. Kl. 24 mun Hljóm- sveitin I svörtum fötum spila fyrir dansi fram eftir nóttu. LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 61 1 n ^ndóneáíá uáaoan ...A FRAMANDI VERÐI Glæsileg húsgögn frá Inddnesíu úr gegnheilu tekki. Stjörnuspá á Netinu v^mbl.is VELVILDAR ^VOGIN^ M m nCíUiSStóáfc SS E r - ,± " , * rf Starfsþróunarfyrirtækið Skref fyrir skref ehf. heldur opinn morgunverðarfund í Víkingasal Hótel Loftleiða 21. ágúst nk., kl. 8.00 til 11.00. Tilefnið er að gefa stjórnendum menntastofnana tækifæri til að kynnast Velvildarvoginni (Etisk regnskap), nýrri aðferð til árangursmælingar í stofnunum og fyrirtækjum. Ipallborði verða auk frummælenda: Ólafur Guðmundsson, skólastióri Kópavogsskóla og Börkur Hansen, dósent I uppeldisgreinum við Kennarahéskóla Islands. Fundarstjóri er Anna E. Ragnarsdóttir, kennari og verkefnastjóri hjá Skref fyrir skref ehf. Fundargjald kr. 1.500 - morgunverður og kaffi. Ármúla 5 • 108 Reykjavik • sími 581 1314 • fax 581 1319 • www.step.is Dagskrá 8:00 Gestir boðnir velkomnir - Sigrún Jóhannesdóttir, M.S. í kennslutækni og menntunarhönnun og verkefnastjóri hjá Skref fyrir skref Ávarp - Björn Bjarnason, menntamálaráðherra Etisk regnskap - den etiske læreproces - Tom Christensen, ráðgjafi EKL Consult Álaborg Frumreynslan úr Kópavogsskóla - Jón Ólafur Halldórsson, foreldraráði Kópavogsskóla 9:00 Kaffihlé 9:15 Erfaringen fra Danmark - Ingelise Thyssen, skólastjóri Lyndevang skólans í Fredriksberg Velvildarvogin innleidd - Ketill B. Magnússon, siðfræðingur og verkefnastjóri hjá Skref fyrir skref 10:10 Pallborðsumræður 11:00 Fundarslit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.