Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 65 BRÉF TIL BLAÐSINS Koffínistar og aðrir dópistar Kristnihátíð er lögð í einelti Frá Guðmundi Rafni Geirdal: SUNNUDAGINN 16. júlí síðastlið- inn var endurbirt Morgunblaðsgrein með yfirskriftinni Ávanaefnavand- inn á erindi við okkur öll. Hún er eft- ir barnalækni og aðstoðarlandlækni. Þar koma þeir með nýja náigun á viðfangsefnið um hinn tíðrædda vímuefnavanda, með því að stækka umræðusviðið og bæta inn í tveimur óhollum og löglegum efnum sem ekki eru vímuefni en era hins vegar, líkt og önnur vímuefni, ávanaefni. Það eru koffín og nikótín. Þeir setja koffínið í heildarsamhengið sem skaðlausasta en um leið algengasta efnið og að það valdi ekki fíkn þó að ávani í það þyki sterkur og frá- hvarfseinkenni þess hvimleið. Þeir segja að fylgifiskar koffínneysiu séu þeir að heili okkar venjist í frum- bernsku á örvandi efni sem „... gæti vakið með okkur falska trú á öryggi efna sem hafa áhríf á heilastarfsem- ina“. Það athyglisverða er að læknarnir gefa bendingu um að með notkun á amfetamíni, dímu og kókaíni sé verið að „... sækjast eftir vímu og marg: földum örvandi áhrifum koffíns". I þessu samhengi verða hörðustu fíkniefnaneytendur vart mikið verri en hörðustu kaffiþambarar (sam- kvæmt geðlækni sem ég hef rætt við hafa streitusjúklingar verið þekktir fyrir að drekka allt að 3 lítra af kaffi á dag). Af öllum þessum ávanaefnum þá segja þessir ágætu læknar: „Koff- ín er mest notaða ávanaefni sem til er.“ Varðandi annað löglegt efni, sem fólk sækist svo í að það er tilbúið til að húka út á svölum í næturfrosti, segja þeir: „Nikótín (ávanaefnið í tóbaki) er með eitruðustu efnum sem neytt er.“ Það áhugaverða er að bæði þessi efni eru lögleg og sleppa þann- ig framhjá Iaganna vörðum, mitt í leit þehTa í öllum hornum að fíklum, sem þeir geta dregið fyrir rétt, og dæmt. Læknarnir gefa einnig svar við hvers vegna fólk sækir svo fast í öll þessi efni, allt frá þeim mildustu (koffíns) til þeirra sterkustu (am- fetamíns, dímu og kókaíns): „Losun dópamíns í stýrikerfí ávana fram- kallar vellíðunarkennd (euphoria) og er sameiginleg verkun allra ávana- efna.“ Við erum semsagt að leita að vellíðunarkennd með því að láta ofan í okkur þessi óhollu efni. Annað sem heldur okkur við þessi efni segja þeir vera að við óttumst fráhvarfsein- kenni af hvimleiðum einkennum ef við hættum. Þetta tvennt heldur okkur í horfinu, ár eftir ár, og stuðlar að langvinnri neyslu. Eftirspurn eft- ir þessum ófullkomnu „gleðigjöfum" spinnst saman við nútímalega versl- unarhætti og síaukna flutningsgetu, þar sem gróði er gífurlegur. Þannig telja læknarnir hringrásina vera fyr- ir síaukinni neyslu, sístækkandi víta- hring í átt til þess sem verra er. Þetta sjónarhorn læknanna er af- ar áhugavert fyrir þær sakir að litla saklausa fólkið úti í bæ sem segir vinalega að það sé heitt á könnunni og bíður nágrannann velkominn er út frá þessu séð að byrla eiturseyði fyiár öðru ágætu fólki. Saman sötrar það ávanaefnið koffín og er þannig þátttakendur í enn stærri vítahring heilsuspillandi efna. Samkvæmt þessu er aðeins stigsmunur á koffín- istum og dópistum. Báðir vilja „dópa“ sig upp af fölskum gleðigjafa til að örva dópamín í líkamsvefjum sínum. Höfum í huga að koffín er líka í tei, súkkulaði, kakói og kóla- drykkjum, þannig að börnin okkar taka jú einnig þátt í hildarleiknum. Ég legg því til að við öll áttum okkur á því að menning mannkynsins er eitt syndandi haf af óhollum efnum, sem ýmist eru lögleg eða ekki, og að við erum flest hluti af heildar- mynstrinu (það hefur víst farið um þriðjungur af bolla af kaffi á dag inn fyrir mínar varir undanfarna mánuði en ég ákvað að hætta þegar ég las greinina). Við höfum því miður ekki sloppið frá alþjóðlegum straumum af þessu tagi uppi á okkar litla íslandi. Meginmálið er að halda sér eins hreinum og kostur er frá þessum ófullkomnu leiðum til velh'ðunar og leita annarra betri. GUÐMUNDUR RAFN GEIRDAL, skólastjóri. Svavar A Jónsson skrifar: MIKIL umræða hefur verið um kristnihátíðina á Þingvöllum. Hún var til umfjöllunar löngu áður en hún fór fram og þá þegar voru fjölmiðlar duglegir við að finna henni allt til for- áttu. Andófið gegn henni magnaðist þegar nær dró hátíðarsetningunni og segja má síðan þá hafi kristnihátíð verið lögð í einelti, meðal annai’s af fjölmiðlafólki. Síðasta dæmið er í Morgunblaðinu í gær, miðvikudag. Þar fjallaði bókmenntarýnir blaðsins um nýlega bók eftir erlenda skáld- konu. Auðvitað var það ekki hægt án þess að kristnihátíð á Þingvöllum væri blandað í málið! Margt má gagnrýna í Þjóðkirkj- unni og ekkert við það að athuga þótt menn kjósi að setja aðfinnslur sínar fram á beinskeyttan hátt. Kirkjan hefur á undanfömum vikum enn- fremur fengið sinn skammt af skömmum og á síðustu mánuðum eru fleiri en eitt dæmi um að trú og til- beiðsla þjóðkirkjufólks hafi verið höfð að háði og spotti á opinberum vettvangi. Ég tek undir með séra Sig- urbirni Einarssyni, biskupi, þegar hann líkti umræðunni við áróðurs- brögð í alræðisríkjum. Nasistar og kommúnistar beittu gjaman þeim að- ferðum í opinberri umræðu, að þeir gerðu andstæðinga sína tortryggi- lega í augum almennings og skopuð- ust að þeim og skoðunum þeirra. Full ástæða er til þess að hvetja kirkjufólk til þess að snúa bökum saman og standa vörð um þjóðlegan og öfgalausan kristindóm. Énnfrem- ur er full ástæða til þess að hafa áhyggjur af tjáningarfrelsinu í þessu landi í ljósi úrskurðar siðanefndai’ C. Prestafélags íslands í máh séra Sig- urbjöms. Hann sagði sitt álit á um- ræðunni og tjáði það af miklum al- vöruþunga. Éfalítið hafa einhveijir hneykslast á orðum biskupsins. Ekki hefði ég orðið hissa á því þótt hann hefði verið beðinn góðfúslega að skýra mál sitt betur en unnt er í stuttu blaðaviðtali. Það sem máh skiptir er þó ekki hvort menn era sammála eða ósammála hinum frægu ummælum biskupsins. Aðalatriðið er hvort menn megi tjá skoðanir sínar. Þess vegna er úrskurður siðanefndar til skammar fyrir íslenska presta-- — stétt og hann er tilræði við tjáningar- og skoðanafrelsið í þessu landi. SR. SVAVAR A. JONSSON, sóknarprestur á Akureyri DOMUS MEDICA við Snorrabraut - Reykjavík Sími 551 8519 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN KRINGLAN Kringlunni 8-12 - Reykjavík Sími 568 9212 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS Vökum af list í Galleríi Fold ✓ ✓ ✓ ✓ ✓ ✓ ✓ Verið velkomin að sjá, spjalla og njóta Listamenn verð að störfum í galleríinu við olíu- og vatnslitamálun og leirkeragerð. Þrykkt verður á fyrstu grafíkpressu sem kom til landsins. Teiknimyndasamkeppni fyrir böm, 12 ára og yngri - verðlaun veitt fyrir bestu teikningar í hverjum aldursflokki. Harmonikkuleikari verður á staðnum. Eins og ávallt - mörg hundruð myndverk til sýnis og sölu eftir um 200 listamenn. Heitir drykkir og sætar kökur í boði fyrir börn og fullorðna. Opið frá klukkan 17.00 til 01.00 LÍNA í UNDRALANDI Boðskort Kl. 17.00 opnar Lína Rut sýningu á olíuverkum í Rauðustofunni Þér er boðið Gunnlaugur St. Gíslason 17-20 Vatnslitun Gyða Jónsdóttir 17-20 Leir Hrafnhildur Bemharðsdóttir 19-22 Olíumálun Garðar Pétursson 20-23 Vatnslitun Guðrún Jónasdóttir 20 -23 Leir Ásgúst Bjamason 22-01 Þrykk Gunnella 22-01 Olíumálun RAUDARÁRSTÍG 14-16 SÍIVII 551 0400 OPIÐ TIL KL. 01.00 ÍNÓTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.