Morgunblaðið - 19.08.2000, Page 66

Morgunblaðið - 19.08.2000, Page 66
66 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÍDAG Gítartónleikar í Pakkhúsinu á Höfn PÉTUR Jónasson gítarleikari heldur tónleika í Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði, sunnudags- kvöldið 20. ágúst kl. 20.30. Á tónleikunum mun Pétur leika spænska gítartónlist eftir Francisco Tárrega, Isaac Albén- iz og Manuel de Falla, en einnig íslensk verk sem samin hafa verið sérstaklega fyrir hann af Kjartani Ólafssyni og Eyþóri Porlákssyni. Pétur hefur haldið einleik- stónleika í á þriðja tug landa, leikið í útvarpi, sjónvarpi og á geisladiskum. Pétur hlaut heið- ursstyrk úr Sonning-sjóðnum í Kaupmannahöfn og var tilnefnd- ur til Tónlistarverðlauna Norð- urlandaráðs árið 1990. Tónleikarnir eru á vegum Pétur Jónasson menningarmálanefndar Homa- fjarðar og styrktir af Félagi ís- lenskra tónlistarmanna og menntamálaráðuneytinu. Tríó Romance á Seyðisfírði TRÍÓ Romance mun flytja verk fyr- ir píanó og flautur eftir Clinton, Schubert, Gaubert, Bizet, Dinicu, Liszt, Franck o.fl. á Seyðisfírði á miðvikudagskvöld, 23. ágúst, kl. 20.30. Tónleikarnir eru í tónleika- röðinni Bláa kirkjan. Tríóið skipa þau Peter Máté píanóleikari, Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau flautuleikarar. Miðar fást á skrifstofu Bláu kirkjunnar, Ránargötu 3 á Seyðis- - firði, og í kirkjunni fyrir tónleikana. Síminn er 472-1775 og tölvupóstfangið er <muff@eld- horn.is>. Aðgangseyrir er kr. 1000. Tríó Romance. Sinfóníuhlj ómsveit æskufólks með þrenna tónleika SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT æsku- fólks, Elbe-Weser, heldur þrenna tónleika hér á landi á næstunni. j- Fyrstu tónleikamir verða í í Hafnar- borg, Hafnarfirði, í kvöld, laugar- dagskvöld, kl. 20. Aðrir tónleikar verða sunnudagskvöld kl. 21 í Reyk- holtskirkju og hinir þriðju í Lang- holtskirkju mánudagskvöldið 21. ágúst kl. 20. Hljómsveitina skipar ungt tónlist- arfólk frá níu Evrópulöndum. Megin- uppistaða hljómsveitarinnar eru þó nemendur í tónlistarskólum á svæð- inu milli ánna Elbe og Weser í Norð- ur-Pýskalandi, m.a. frá Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar í Þýskalandi. Alls leika 74 hljóðfæraleikarar á aldr- inum 15-24 ára í hljómsveitinni í ár. Á efnisskrá hljómsveitarinnar þetta árið eru Enigma-tilbrigðin eftir Edward Elgar og píanókonsert í a-moll eftir Edvard Grieg, þar sem einleikari á píanó er Hafnfirðingur- inn Ástríður Alda Sigurðardóttir. Hún er fædd í Reykjavík 1980. Hún stundaði nám við Tónskóla Sigur- 'j sveins, Tónlistarskólann í Hafnar- firði og Tónlistarskólann í Reykjavík, en þaðan lauk hún einleikaraprófi með hæstu einkunn 19 ára gömul. Nú í haust mun Ástríður Alda halda til framhaldsnáms við Tónlistarháskól- ann í Bloomington, Indiana (BNA). Stjómandi hljómsveitarinnar síð- an 1992 er Svisslendingurinn And- reas Mildner. Hann nam hljómsveit- arstjómun hjá próf. Klauspeter Seibel í Hamburger Hoehschule fur Musik und Theater, og sat m.a. nám- skeið hjá Ferdinand Leitner, Leon- ard Bemstein og Gerd Albrecht. Al- mennur aðgangseyrir er 1.000 kr. en 500 kr. fyrir böm, nemendur og eldri borgara. Sýning framlengd Gallerí Sævars Karls Sýning Tuma Magnússonar er framlengd til 25. ágúst. Erum við hætt að nota höfuðið? ÉG var að keyra eftir Reykjanesbrautinni nú fyrir stuttu og við ljósin á gatna- mótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar hafði orð- ið aftanákeyrsla. Kem ég þá að kjama málsins: Oku- menn bílanna ásamt stálp- uðu bami stóðu á milli bíl- anna, sem stoppuðu alla umferð á þeirri akgrein, og því var töluverð hætta á að aðvífandi bílar keyrðu aftan á og þá hefði tiltölulega sak- laus aftanákeyrsla orðið að dauðaslysi eða leitt til örkumla. Erum við hætt að nota höfuðið? Sigríður Hanna Jóhannesdóttir. 1.512 þúsiuid krónur fyrir „ekki neitt“ ENN þann dag í dag er ríkissjónvarpið íyrirtæki sem allir eiga og þeir sem eiga sjónvarpstæki verða að borga afnotagjöld tdl. Er það réttlátt að allir sem eiga sjónvarp verði að borga af- notagjöld til ríkissjónvarps- ins (eignar allra lands- manna)? Það em örugglega fleiri en einn og fleiri en tveir sem fá sér sjónvarp til að horfa á stöð 2, Sýn, Skjá 1, video eða aðrar stöðvar sem nást nú í síauknum mæli á Reykjavíkursvæð- inu. Hvert er lýðræðið í þess- um sjónvarpsmálum eigin- lega? Um leið og maður fær sér sjónvarpstæki er skylda að borga af því til einhverrar stöðvar hvort sem maður vill eða ekki, annars fær maður bara lögfræðing á sig. Mikið hlýtur þetta að vera gott starf að vera framkvæmda- stjóri ríkissjónvarpsins. Maður getur hent hvaða drasli sem er í landann og hann skal borga, annars fær hann lögfræðinginn á sig. Svona fyrirtæki getur varla annað en skilað hagnaði. Hvemig er svo lýðræðisleg VELVAKAIVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags samkeppnisstaða sjónvar- psins gagnvart hinum stöðv- unum sem þurfa að rembast við að kaupa dýrara efrii til að fá áhorfendur í áskrift? Ríkissjónvarpið/útvarpið auglýsir sig sem þjóðareign í þína þágu. En hver vill eiga úldið lambalæri inni í ís- skáp? Það er nefnilega þannig að allt sem maður á þarf maður að greiða fyrir og á fólk ekki að fá að ákveða það hvort það vilji „eiga“ ríkissjónvarpið eða ekki? En þetta er ekki nema 2.100 krónur á mánuði. Það em hvort eð er alltaf að ber- ast einhverjir tvö þúsund króna greiðsluseðlar fyrir hitt og þetta svo mann mun- ar varla um einn enn á mán- uði frá Ríkissjónvarpinu, kunna margir að hugsa. En setjum nú upp dæmi. Segjum svo að maður kaupi sér sjónvarp þegar maður er orðinn 20 ára gamall, og borgi afnotagjöld til ríkis- sjónvarpsins, þangað til maður er orðinn 80 ára og fer undir græna torfu. Þetta em 2.100 krónur á mánuði, í 12 mánuði, sem gerir 25.200 krónur á ári, í 60 ár, sem gerir 1 milljón, 512 þúsund krónur. Maður borgar 1 miþjón og 512 þúsund krónur fyrir ekki neitt. Hvert er réttlæt- ið/lýðræðið í því? Ég skora því á alþingi að taka á þess- um málum og gera ríkissjónvarpið samkeppnis- hæft. Ef alþingi Islendinga telur sig vera lýðræðislega stofnun, sem kosin er lýð- ræðislega, til að taka lýð- ræðislegar ákvarðanir, ber því að taka á þessu máli. Ég fékk mér nýlega sjónvarpstæki og ég sé að ef ég næ því að verða 80 ára gamall þýðir það að ég muni þurfa að borga 1 miþjón, 260 þúsund krónur til fyrirtækis sem ég vil ekkert með hafa. Sem sagt 1.260,000 fyrir ekki neitt í mínu tilfelli. Ásgeir Aðalsteinsson. Perlur landsins eign útlendinga? ÉG vil koma því á framfæri vegna umræðu í fjölmiðlum undanfarið að VaÚiöll sé til sölu að ég er ekki hrifrn af því að erlendir auðmenn komi tíl landsins og kaupi hér eignir í þjóðgarði lands- ins. Við eigum ekki að þola það að perlur landsins verði eign útlendinga og að við getum jafnvel ekki í framtíð- inni ferðast um og skoðað landið okkar því það sé kom- ið í eigu erlendra auðmanna. Einn vinur minn, sem býr á Guam, sagði að erlendir auð- menn hefðu komið til Guam og keypt þar upp mikið land og í dag eigi íbúamir ekki landið sem þeir búa í. Ásdís Konráðsdóttir, Suðurgötu 47, Hf. Of stutt var um liðið MARGT hefur verið sagt og skrifað um kristnihátíð á Þingvöllum. Nú síðast hefur birst Gallup-könnun um sama efni. Mín skýring á miklum hluta hinna neikvæðu við- bragða landsmanna við hátíðinni er einföld. Ég tel að hremmingar og von- brigði, sem þorri manna mátti þola vegna skorts á skipulagningu þjóðhátíðar 1994 hafi leikið þar stórt hlutverk. Enginn var þá gerður ábyrgur. Gremja hfir enn misdjúpt í þjóðarsálinni. Þess vegna var hún svo mót- tækileg fyrir áróðri þeirra, sem löttu fólk til þess að sækja kristnihátíð á Þing- völlum og ýtti undir neik- væð viðhorf. Of stutt var um hðið. Þóra Jónsdóttir, Þorragötu 5. Tapað/fundid Skór teknir í misgripum I JÚLI sl. gleymdi ég skóm í búningsklefa kvenna í Laugardalslaug. Þetta eru Reebok hlaupaskór hvítir með gylltu munstri og blá- um sérsmíðuðum innleggj- um. Sá sem tók þá í misgrip- um er vinsamlega beðinn að hringja í Guðrúnu í síma 553-3717. Dýrahald Læða í óskilum BRÚNBRÖNDÓTT ung læða með hvítar loppur og hvítan blett á hálsi hefur verið í óskilum á Urðar- stekki 8 síðustu 3 vikur. Eig- andi getur haft samband í síma 557-4714. African Gray-fugl týndist AFRICAN Gray er stór fugl. Hann er grár með svartan gogg og rautt og svart stél. Hann týndist 9. ágúst í Hraunbænum. Til hans hefur sést í Grafarvogi. Þeir sem hafa orðið varir við fuglinn hafi samband í síma 567-4804 eða 899-1680. Páfagaukur týndist GULUR páfagaukur týnd- ist frá Laugamesvegi. Þeir sem hafa orðið varir við ferðir hans vinsamlega hafi samband við Sólveigu í síma 696-3343 eða 553-3455 eftir kl. 19. Svört læða týndist frá Miðtúni SVÖRT htil læða með rauðköflótta hálsól með bjöhu týndist frá Miðtúni sl þriðjudagskvöld. Hún er ókunnug í hverfmu og gæti verið villt. Þefr sem hafa orðið vaiir við hana hafi samband í síma 862-6798. Páfagaukur týndist BLÁGRÆNN páfagaukur týndist við Heiðargerði. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 553-4641 eða 699-5641. Víkverji skrifar... AUSTURLAND er ákaflega skemmtilegt heim að sækja, eins og Víkveiji dagsins komst ný- lega að. Hann kom þá í fyrsta sinn á lífsleiðinni á Egilsstaði og Seyðis- fjörð og heillaðist upp úr strigaskón- um. Skilur hann engan veginn hvers vegna í ósköpunum hann hefur aldrei látið verða af því fyrr að heimsækja þessa ágætu staði. Báðir bæir eru einstaklega snyrti- legir og vel hirtir. Fallegar sumar- blómaskreytingar setja svip á Eg- ilsstaðabæ og náttúran umlykur á alla kanta; grænir skógar og græn tún nánast inn í miðjan bæ. Heyjað er á þeim ágætu túnum og þykir Vík- verja sem þar hafi hugtakið „heima- hagar“ öðlast fulla merkingu. Á Seyðisfirði liggur fegurðin einn- ig í náttúrulegu umhverfinu, en ekki síður í húsunum sjálfum. Þar eru menn afar duglegir við að gera upp gömul hús og hefur tekist vel upp. Mættu fleiri staðir taka sér til fyrir- myndar framtak Seyðfirðinga í þeim efnum. Eitt af þeim húsum sem vel njóta sín í bænum er Bláa kirkjan, en þar er í sumar haldið úti metnaðar- fullri tónleikadagskrá sem ástæða er til þess að kynna sér, hyggi menn á ferð austur. Menningarmiðstöðin Skaftfell er einnig forvitnilegur við- komustaður, og sennilegt að net- kaffihúsið á neðri hæðinni sé kær- komið ferðalúnu fólki sem nennir ekki að senda póstkort til vina og ættingja. Farþegar ferjunnar Nor- rænu bæta vikulega nýrri vídd í bæj- arlífið og vonar Víkverji að stækkun Norrænu eigi eftir að verða bænum enn frekari lyftistöng. XXX SKEMMTILEGT er það upp- átæki veitingastaðarins Pizza 67 á Egilsstöðum að fella matseðla sína inn í eintök gamalla íslenskra tíma- rita. Um er að ræða tölublöð frá ár- inu ’67, að sjálfsögðu, til samræmis við nafn veitingakeðjunnar. Víkverji snæddi á staðnum öldungis ágætan mat en minnstu munaði þó að hann gleymdi að panta þar sem hann sat í hláturskasti yfir tískuþáttum, ljós- myndum og þýddum smásögum í Vikunni og Kvennablaðinu Hrund frá 1967. Hátíðlegt málfar, hallæris- legar hárgreiðslur og óborganlegir vandamáladálkar vöktu kátínu við borð Víkverja, auk auglýsinganna sem sýna að hégóminn er eins á öll- um tímum. í Kvennablaðinu Hrund var t.d. eftirfarandi auglýsing: „Maðurinn hefur um langan aldur reynt margt til þess að viðhalda hinni upprunalegu fegurð líkama síns. Loksins er nú hægt að fá hér það tæki, sem hefur reynzt einna bezt til þess að fyrirbyggja óæskilega fitu- myndun, eða jafnvel eyða fitu sem þegar hefur safnast á líkamann. Vibró nudd er einföld og ódýr leið til grenningar, - og að auki skapar það veOíðan, sem þér hafið ekki kynnzt fyrr. Franska Calor Vibro nuddtæk- ið fæst nú hér á landi. Kynnið ykkur kosti þess og þér munuð verða sam- mála okkur um að Calor Vibro nudd- tækið ætti að vera til á hverju heim- ili.“ Já, ómissandi heimilistæki geta greinilega verið af ýmsum toga. xxx VÍKVERJI er mikill aðdáandi tímaritsins Skýja sem er að finna í flugvélum Flugfélags íslands. Stuttar og laggóðar greinar, magn- aðar ljósmyndir og forvitnileg efnis- tök gera blaðið að hinni ágætustu af- þreyingu sem yfirleitt endist alla flugleiðina. Ritstjóri Skýja, Jón Kaldal, stýrir einnig tímaritinu Atl- antica sem kúrir í sætisvösum Flug- leiðavéla og er sömuleiðis oft áhuga- vert. Einnig í því blaði njóta myndir Páls Stefánssonar sín til fulls. Nú skal tekið fram að Víkveiji þekkir ekki til þeirra Ský-manna nema af afspurn - þeir eru hvorki frændur hans né nágrannar. Víkverji veit heldur ekki til þess að eiga ættir að rekja austur á firði. Þannig stend- ur á þessum margradda lofsöng Vík- verja dagsins að hann er einfaldlega vel stemmdur í dag og í skapi til þess að gleðjast yfir því sem vel er gert.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.