Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 19.08.2000, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 69 ---------------------------"V. FÓLK í FRÉTTUM Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar í kvöld, menningarnótt Veitingahúsið Naustið LEIKUR Á morgun mætast KR og Fylkir á heimavelli vest- urbæinganna. Liðin tvö eru í tveimur efstu sætum Landssímadeildarinnar og gætu úrslitin því jafnvel ráðist þar og þá. En hvað ætla stuðningsmenn lið- anna að gera til þess að blása kjarki 1 sína menn? „Djöflagengið“ úr Árbænum hefur slegið í gegn. I hjarta Arbæj arh verfisins „VIÐ VIL JUM bikarinn í Árbæinn," sé að ná því að lokka allt að 10% Ár- söng sigursveit Músíktilrauna þetta árið, XXX Rotweilerhundar, um það leytið sem fyrsta umferð Landssíma- deildarinnar var að byrja. Og viti menn, þeir gætu jafnvel fengið ósk sína uppfyllta. Fylkir hefur nú slitið barnsskónum og er að komast all- hressilega á gelgjuskeiðið og lætin eru slík að þau heyrast alla leið niður í vesturbæ þar sem aldursforsetar KR eru byrjaðir að ókyrrast. Stuðningsmenn Fylkis hafa þann háttinn á að hittast í hjarta Árbæjar- hverfis. „Stuðningsmannafélagið og Club Orange ætla að hittast á Blásteini klukkan þrjú,“ segir Pétur Stefáns- son, hinn appelsínuguli talsmaður stuðningsmannafélags Fylkis. „Þar verður hitað upp með andlitsmáln- ingu og öðru. Svo verður KR-ingum hjálpað vegna bílastæðamála þeirra með ókeypis rútuferðum þaðan á kostnað Club Orange. En við byrjum að keyra mannskapinn svona um korter til tíu mínútur í fimm á völl- inn. Við ætlum að vera með tvær rút- ur í því að ferja liðið sem mætir.“ Club Orange er hópur fólks sem sér meðal annars um kaffisöluna og annað slíkt á leikjum liðsins en stuðningsmannafélagið sjálft er í raun nafnlaust. Pétur segist halda að kjarni fé- lagsins innihaldi um 300 manns þrátt fyrir að það eigi enga skráða félaga- tölu. í dag ályktar hann þó að félagið innihaldi allt upp i 600 stuðnings- menn. Hann segir einnig að Fylkir bæinga á völlinn. „Að sjálfsögðu eru allir velkomnir, þetta er ekkert lokað fyrirtæki," segir Pétur. Hópur háværra ásláttarpilta sér til þess að hjartsláttur stuðnings- manna sé í takt. Þessir piltar kalla sig „Djöflagengið". „Það eru allt ungir piltar sem hafa verið viðloðnir við félagið lengi,“ seg- ir Pétur. „Flestir þeirra hafa nú spil- að alla yngri flokkana. Þetta byrjar eins og með allt að með velgengninni spretta upp svona fyrirbæri. Þetta eru strákar sem hafa verið að gera frábæra hluti á vellinum í sumar.“ Stuðningsmenn Fylkis eru því búnir að reima skó sína gætilega og ætla í hundruða tali að mæta askvað- andi á völlinn. Veðurútlit er gott og því ætti enginn að verða svikinn með það að mæta á völlinn og styðja sína menn. Áfram Fylkir! ætla að gera (fyrir utan það að vinna leikinn) er að endurvekja þátt Sigurðs Péturs Harðarsonar, „Landið og miðin“, sem var á dag- skrá Rásar 2 forðum daga. Svartí^ hvítir vesturbæingar ættu því að vakna snemma og kveikja á við- tækjum sínum því útsending þátt- arins hefst klukkan níu á sunnu- dagsmorgun og lýkur um hádegið. Eftir það verður að sjálfsögðu út- varpað fram að leik og eitthvað eftir hann. Höskuldur segir að ef þetta gengur vel og úrslitin verða KR í hag þá verði útvarpið með fleiri útsendingar af þessu tagi. „Það er eitt sem er mjög merki- legt,“ segir Sigurður með lands- þekktri útvarpsröddu sinni, „og það er að á milli þrjú og fjögur umr - daginn ætlar svo Hellen Magnea Gunnarsdóttir að leika fótboltalög úr ýmsum áttum. Þetta hefur aldrei gerst í útvarpi hér á landi áður.“ Aðspurður að því hvort þarna sé um að ræða síðasta skiptið sem Sigurður verður með þátt sinn svarar hann: „Nei, ætli við verðum ekki að skoða eitthvað framhald af þessu.“ Á Rauða Ljóninu, sem er sam- astaður allra gallharðra KR-inga, byrjar upphitun kl. 14:00 þar sem í boði verða andlitsmálning, tár, bros og takkaskór. Áfram KR! ARSINS Morgunblaðið/Ásdís Sigurður Pétur Harðarson (t.v.) tekur við sérmerktum búningi frá Höskuldi Höskuldssyni og er því formlega tekinn í tölu KR-inga. KR, landið og miðin LJÓST er að leikurinn á morgun er einn sá mikilvægasti fyrir bæði liðin en þó kannski sérstaklega fyrir liðsmenn KR úr vesturbæn- um sem þurfa að steypa úthverfa- piltunum úr Ái’bæjarhverfi af toppi deildarinnar. Samstaða og þolinmæði KR-manna hefur alltaf verið með ólíkindum og var þeim líka verðlaunuð biðin í fyrrasumar þegar félagið vann tvöfaldan sigur. Höskuldur Höskuldsson, vara- maður KR-félagsins og útvarps- stjóri KR-útvarpsins, segir að út- varpið verði með sérstaklega langa útsendingu á morgun í tilefni stór- leiksins. „KR-útvarpið hefur verið starf- rækt í tvö ár og hefur verið með útsendingar frá heimaleikjum og útileikjum,“ segir Höskuldur. „Við höfum verið með dagskrá svona klukkutíma fyrir útileiki en allt að þremur tímum fyrir heimaleiki. Núna er þetta náttúrulega úrslita- leikur Islandsmeistaramótsins og í tilefni þess ætlum við að blása til sóknar og byrja snemma. Útvarp KR er með tíðnina FM 98,3 og er með leyfi til útvarpsreksturs svo við getum gert það sem okkur langar til að gera.“ Það sem KR-ingar langar til og KR og Fylkir mætast á KR-vellinum á morgun ^mb l.i is EITTHVAO NÝTl s kifan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.