Morgunblaðið - 21.09.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.09.2000, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Misfærsla gagna hjá Hagstofunni títflutning- ur á óunn- um físki óbreyttur ÚTFLUTNINGUR á óunnum fiski fyrstu sjö mánuði ársins var um 19.600 tonn en ekki um 23.530 tonn eins og fram kemur í gögnum Hag- stofunnar og greint hefur verið frá. Ástæða mistakanna er, að sögn Björns Þ. Mássonar, fulltrúa í utan- ríkisfærslum hjá Hagstofunni, mis- færsla gagna hjá Hagstofunni þar sem landanir á um 4.000 tonnum af kolmunna í Færeyjum í júh' voru skráðar í dálki með óunnum fiski en ekki með fiski til bræðslu eins og rétt er. Verðmæti útflutningsins á tímabil- inu frá janúar til júlí í ár var um þrír milljarðar króna og um 2,856 millj- arðar á sama tíma í fyira, en þá var útflutningurinn rétt rúmlega 19.000 tonn. Aukningin er því óveruleg og innan skekkjumarka. íslenskir fiskverkendur hafa gagn- rýnt útflutning á óunnum fiski og hef- ur Logi Þormóðsson, stjómarfor- maður Fiskmarkaðs Suðumesja, m.a. sagt að allur óunninn fiskur eigi að fara á fiskmarkað hérlendis. Haft var eftir Árna M. Mathiesen sjávar- útvegsráðherra í Morgunblaðinu í gær að ráðuneytið væri að skoða út- flutning á óunnum fiski ofan í kjölirin en í granninn ætti verðið að ráða. Við- brögð hans miðuðust við 23% aukn- ingu á útflutningi óunnins fisks en hann segir að allt það sem hann hafi sagt um málið standist, þrátt fyrir fyrrnefnda misfærslu gagna, því eng- ar breytingar hafi orðið á útflutnings- mynstrinu. „Þetta er hlutur sem við höfum verið að skoða og við höldum því áfram,“ segir hann. „Þessi niður- staða kallar því ekki eftir neinu nýju.“ Isferja á Jökulsárlóni JÖKULBROTIN á Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi geta tekið á sig hinar íjölbreyttustu myndir í haust- blíðunni. Hér mætti halda að ferja hefði hafið siglingar á lóninu og lyft stefninu svo bátar eða önnur farar- tæki geti komið sér þar fyrir. Aðrir gætu jafnvel haldið að hér væri myndarlegur hvalur að galopna ginið. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Helgarkvikmyndir Sjonvarpsins Auglýsingahlé til athugunar FORRÁÐAMENN Sjónvarpsins eru með til skoðunar þau áform markaðssviðs stofnunarinnar að gera stutt auglýsingahlé á kvik- myndum sem sýndar era um helgar. Þorsteinn Þorsteinsson, forstöðu- maður markaðssviðs RÚV, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði þessi áform, ásamt fleir- um, stöðugt vera til skoðunar í tekju- öflun stofnunarinnar. Útvarpslög leyfðu auglýsingahlé af þessu tagi og vísaði Þorsteinn m.a. til útsendinga á Formúlu 1 kappakstri. Þorsteinn sagði ákvörðun liggja fyrir fljótlega í málinu en ef af yrði þá yrði þetta gert til reynslu í októ- ber. Hann sagði að um eitt 2ja mín- útna hlé yrði að ræða á kvikmyndum með meira en 90 mínútna sýningar- tíma. Forsvarsmenn Ágætis segja að dregið hafí úr sölu á grænmeti síðustu daga Engin salmonella fínnst í fyrstu sýnum SALMONELLA fannst ekki í nokkr- um sýnum úr jöklasalati frá Dole sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur haft til ræktunar á undanfömum dögum en niðurstaðna úr rannsókn- um á fleiri sýnum úr öðram jöklasal- athöfðum frá Dole er að vænta fyrir helgi. Guðrún Sigmundsdóttir smit- sjúkdómalæknir hjá Sóttvamarlækni segir í samtali við Morgunblaðið að þrátt fyrir þetta liggi salatið undir sterkum gran um að vera uppspretta salmonellufaraldursins sem gengið hefur yfir suðvesturhorn landsins undanfama daga. Segir hún að far- aldsfræðilegar rannsóknir, þ.e. kann- anir á því hvar og hvað menn sem sýktust borðuðu, bendi eindregið til þess að uppruna sýkingarinnar sé að finna í salatinu. Á heimasíðu Landlæknisembætt- isins í gær kom fram að 87 manns hefðu greinst með salmonellusýkingu síðustu vikuna og því spáð að enn fleiri eigi eftir að gi-einast með sjúk- dóminn á næstu dögum. Guðrún telur þó að faraldurinn sé í rénun og bætir því við að það gæti tengst því að jöklasalatið sem hér um ræðir sé ekki lengur fáanlegt á markaðnum. Almar Hilmarsson framkvæmda- stjóri Ágætis hf., sem flutti inn jökla- salatið frá Dole í lok ágúst sl., segir að fyrirtækið hafi orðið fyrir töluverðum fjárhagsskaða vegna umfjöllunarinn- ar um hugsanlega salmonellusýkingu í salatinu frá Dole. Segir hann að hún hafi ekki einungis dregið mjög úr sölu á grænmeti og ávöxtum frá fyrirtæk- inu Dole Fresh Vegetables Inc. held- ur hafi hún einnig dregið úr sölu á öðru innfluttu sem og innlendu græn- meti. „Ég get ekki nefnt neinar tölur í fljótu bragði en þetta era umtals- verðar fjárhæðir," segir hann þegar hann er beðinn um að meta það tap sem hann telur að fyrirtækið hafa orðið fyrir vegna þessa. Hótanir um málshöfðun ■ Almar segir aðspurðui- að fyrir- tækinu hafi borist hótanir um máls- höfðun frá einstaka mönnum sem hafi sýkst af salmonellu en telur þó ólíklegt að af þeim verði. „En þetta sýnir hve almenningur er fljótur að dæma okkur,“ segir hann. Kveðst hann miklu frekar gera ráð fyrir því að heilbrigðisyfirvöldum verði stefnt og bendir í því sambandi á að fleiri fyrirtæki en Ágæti flytji inn vörur frá Dole þótt umrædd salatsending hafi einungis verið á ábyrgð Ágætis. „Við ætlum að bíða eftir endanlegum nið- urstöðum úr rannsóknum á sýnum úr salatinu en í kjöllárið munum við skoða allar þær leiðir sem okkur era færar til að fá bætt það tjón sem við höfum orðið fyrir í þessu máli.“ Undrast yfírlýsingar heilbrigðisyfirvalda Almar kveðst undrast þær yfirlýs- ingar sem komið hafa frá heilbrigðis- yfirvöldum í kjölfar niðurstaðna á rannsóknum úr nokkrum sýnum úr jöklasalatinu í gær. „Mér finnst skrít- ið að menn geti sagt í sömu setningu að salmonella hafi ekki fundist í salat- inu en um leið að allt bendi til þess að salatið sé uppspretta sahnonellusýk- ingarinnar. Ég átta mig ekki á þess- um málflutningi." Almar bendir á að sýni til rannsókna hafi verið tekin úr níu eða tíu salathöfðum og telur hverfandi líkur á því að þau hafi öll komið úr sömu kössunum. Hann heldur því m.ö.o. fram að sýnin sem um ræðir gefi góða mynd af sending- unni sem kom til landsins í ágúst sl. en þá hafi verið fluttir inn áttatíu kassar af umræddu salati. Eric Schwartz, talsmaður banda- ríska fyrirtækisins Dole Fresh Veg- etables Inc., ítrekaði í samtali við Morgunblaðið í gær að fyrirtækinu hefðu ekki borist neinar tilkynningar um hugsanleg tengsl Dole salatsins við salmonellusýkingu frá öðrum löndum en íslandi. Salatið sem hér um ræðir væri ræktað í Bandaríkjun- um og segir Schwartz að það sé lítill hluti af mjög stórri uppskera sem næmi um það bil 2,4 milljónum salat- höfða. „Við höfum ekki fengið neinar kvartanir um hugsanlega salmonellu- Geisladiskataska / Skipulagsmappa / Penni Námsmannalinudebetkort / Bílprófsstyrkir Námsmannalínureikningur / Netklúbbur Framfærslulán / Lægriyfirdráttarvextir Námsstyrkir / Námslokalán / Tölvukaupalán ISICafsláttarkort / Heimilisbankinn ® BÚNAÐARBANKINN Traustur Imnki námsmánhatínan sýkingu frá öðram löndum en ís- landi.“ Aðspurður segir hann að fyr- irtækið sé heldur ekki að undirbúa vöm gegn hugsanlegum skaðabóta- kröfum á hendur sér vegna sýkingar- innar á íslandi. „Við undirbúum ekki slíka vörn nema öraggar niðurstöður sýni að sýkinguna megi rekja til sal- ats frá okkur,“ segir hann og telur reyndar afar ólíklegt að salatið sé uppspretta sýkingarinnar á Islandi. Ábyrgðarleysi að gera ekkert Þegar Guðrún Sigmundsdóttir sóttvarnarlæknir er spurð um hugs- anlegar skaðabótakröfur á hendur embætti Sóttvarnarlæknis takist ekki að rekja sýkinguna til salatsins, segir hún að embættið telji sig hafa haft lagalegan rétt á því að benda á salatið sem hugsanlega orsök sýking- arinnai-. „Við álítum að við séum i fullum rétti til að gera það enda er sterkur rökstuddur granur um að salatið sé sýkt,“ segir hún og vísar til faraldsfræðilegu rannsóknarinnar. „Það hefði líka verið ábyrgðarhluti að gera ekki neitt," bætir Guðrún við. Rögnvaldur Ingólfsson, sviðstjóri matvælasviðs Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, segir aðspurður að það verði tekið til skoðunar um næstu áramót hvort ástæða þyki til að fylgj- ast betur með því hvort innflutt og innlent grænmeti geti verið sýkt af salmonellu. Hann segir að nú sé vel íylgst með magni vamarefna í inn- fluttu grænmeti en tekur fram að rannsóknir á því hvort grænmeti sé salmonellusýkt taki lengri tíma en rannsóknir á varnarefnum. Þær rannsóknir, sem snerast um salmon- ellu, hefðu því ekki fyrirbyggjandi áhrif vegna þess að grænmetið væri iðulega komið í neyslu þegar niður- staðan lægi fjTÍr. „En við munum hins vegar skoða hvort ástæða sé til að taka upp reglubundna sýnatöku [vegna hugsanlegrar salmonellu- sýkingar] á næsta ári.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.