Morgunblaðið - 21.09.2000, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 21.09.2000, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Reykjavíkurborg kynnir átakið „Borg án einkabfls“ Ibúar hvattir til að skilj a bíl- inn eftir heima BORGARBÚAR eru hvattir til þess að skilja bfla sína eftir heima á morgun og nýta sér almenn- ingssamgöngur eða ferðast fót- gangandi eða hjólandi. Víðsvegar um Evrópu er fólk hvatt til þess að gera hið sama, en allt er þetta hluti af átakinu „Borg án einka- bfls“, sem fram fer í 643 borgum heimsálfunnar. „Markmiðið með bfllausum degi er fyrst og fremst að vekja fólk til umhugsunar um áhrif umferðar á umhverfið, heiisu fólks og efna- hag þjóðfélagsins og einstakl- ingsins," segir í fréttatilkynningu frá borgaryfirvöldum. Hvatinn að deginum er að sífelit fleiri Evrópubúar hafa áhyggjur af loftmengun, hávaða og umferðar- öngþveiti í borgum. Samkvœmt könnun sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lét nýlega gera höfðu 70% Evrópubúa meiri áhyggjur af loftgæðum árið 1999 en árið 1994. í fréttatilkynningunni kemur fram að einn strætisvagn rúmar jafnmargt, fólk og 60 einkabflar, miðað við þá staðreynd að ein- ungis er 1,1 einstaklingur í bfl á annatíma í Reykjavík, en viðhald á gatnakerfi Reykjavíkurborgar kostar hátt í 300 milljónir króna á ári. Þar kemur ennfremur fram að rekstrarkostnaður einkabfls nemur 617 þúsund krónum á ári samkvæmt útreikningum FÍB. Miðað er við nýja bifreið sem kostar 1.350 þúsund krónur, veg- ur 1.056 kg, eyðir níu iítrum á hundraðið og er í 2. trygginga- fiokki. Reiknað er með fimm eign- arárum og 18.000 km akstri á ári. Á næsta ári kemur til greina að ganga skrefi lengra í þessu átaki og loka hluta miðborgarinnar fyr- ir umferð einkabfla. Það verður þó aðeins gert ef samstaða næst með hagsmunaðilum á svæðinu, svo sem kaupmönnum og atvinnu- rekendum. Morgunblaðið/Kristinn Borgarbúar eru hvattir til að skilja einkabflinn eftir heima á morgun og nota t.d. almenningssamgöngur í staðinn. Aðstoðarvegamálastjóri um vinnugögn í Herjólfsútboði Ekkert sem bannar afhendingu útboðsgagna FORDÆMI eru fyrir því að úr- skurðarnefnd um upplýsingamál hafi fellt úrskurð þess efnis að Vega- gerðinni beri að afhenda vinnugögn er tengjast útboði. Stjórn Herjólfs hf. hefur sem kunnugt er óskað eftir Ný könnun meðal VR-félaga 80% vilja endur- menntun SAMKVÆMT nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofiiun Háskóla íslands gerði fyrir Verzlunarmanna- félag Reykjavíkur, VR, hafa 8 af hveijum 10 félagsmönnum VR áhuga á að sækja endurmenntunamám- skeið. Frá þessu er greint á vefsíðu VR. í könnuninni kemur jafnframt fram að einn af hverjum þremur VR- félögum segir að áhersla sé lögð á endurmenntun í sínu starfi. Mestur áhugi fyrir endurmenntun er meðal félaga VR á aldrinum 26 til 45 ára. Eftir því sem menntunarstig þátttak- enda í könnuninni er hærra, því meiri er áhugi á endurmenntun. I könnuninni var einnig spurt um hvaða námskeiði VR-félagar hefðu mestan áhuga á, og var hægt að merkja við fleiri en einn möguleika. Þá kemur í ljós að langflestir vilja komast á tölvunámskeið, eða 78%, tæplega 50% hafa áhuga á fræðslu á sviði stjómunar og viðskipta, 47% vilja fara í tungumálanám og tæplega 42% hafa áhuga á fagtengdri fræðslu. Á aðalfundi VR á síðasta ári var stofnaður fræðslusjóður sem er ætlað að veita félagsmönnum fjárhagsað- stoð vegna endurmenntunar eða sí- menntunar. Sjóðnum er einnig ætlað að auka starfsmenntun og fer styrk- veiting eftir stigaeign viðkomandi. aðgangi að gögnum Vegagerðarinn- ar sem stuðst var við í útreikningi kostnaðaráætlunar í nýlegu útboði á ferjusiglingum. Vegagerðin hefur neitað munnlega að afhenda gögnin en nú hefur stjóm félagsins sent skriflega beiðni. í samtali við Morgunblaðið segir Jón Rögnvaldsson aðstoðarvega- málastjóri að í raun sé ekkert sem bannar Vegagerðinni að afhenda gögnin. Venjan hafi bara verið önn- ur. í einum úrskurði nefndarinnar, sem felldur var 4. febrúar 1998, var Vegagerðinni gert að afhenda verk- taka að hluta umbeðin gögn vegna útboðs sem hann tók þátt í fyrir snjómokstur á Holtavörðuheiði. Vegagerðin bar m.a. fyrir sig 3. tölu- lið 4. greinar upplýsingalaganna þar KOLBRÚN Aðalsteinsdóttir, for- svarsmaður Skóla Johns Casa- blancas, segist hafa gert marg- ítrekaðar tilraunir til að koma á fundi með umboðsmanni barna vegna fyrirspurna umboðsmanns- ins um stöðu fyrirsætna. Skólinn sendi þó engar fyrirsætur á sínum vegum erlendis, en það geri hins vegar umboðsskrifstofan Islenskar fyrirsætur, Icelandic Models, sem Kolbrún rekur. „Það hefur ekkert staðið á því að fara og ræða við umboðsmann barna um þessi mál. Ef eftir því er grennslast þá mun koma í Ijós að ég reyndi hvað eftir annað að fá viðtalstíma hjá þeim,“ sagði Kol- brún en fram kom í Morgunblað- inu í gær að Þórhildur Líndal, um- boðsmaður barna, hefði sent Skóla sem segir að réttur til aðgangs að gögnum taki ekki til „vinnuskjala sem stjórnvald hefur ritað til eigin afnota.“ I þeim tölulið segir einnig að þó skuli veita aðgang að vinnu- skjölum ef þau hafa að geyma end- anlega ákvörðun um afgreiðslu máls eða upplýsingar sem ekki verður afl- að annars staðar frá. I úrskurði sín- um vísaði nefndin einmitt til þessa ákvæðis og einnig til 1. málsgr. 9. greinar upplýsingalaganna þar sem segir að stjórnvöldum sé skylt, sé þess óskað, að veita aðila sjálfum að- gang að skjölum og öðrum gögnum sem varða tiltekið mál ef þau hafa að geyma upplýsingar um hann sjálfan. Höfum haft þessa venju lengi Vegagerðinni hafði síðdegis í gær ekki borist erindi stjórnar Herjólfs Johns Casablancas og Eskimó models fyrirspurnir í kjölfar sýn- ingar heimildarmyndarinnar Bak við tjöldin í tískuheiminum, sem var á dagskrá Sjónvarps í desem- ber. Spurði Þórhildur þar m.a. um aldur þeirra stúlkna sem farið hefðu utan til fyrirsætustarfa á vegum fyrirtækjanna síðustu fimm árin. Mun hafa samband við umboðsmann barna Kolbrún sagði að Skóli Johns Casablancas væri sjálfstyrkingar- skóli barna og unglinga og hluti af grunnskólakerfinu. Ekki væri um það að ræða að skólinn sendi stúlkur erlendis til fyrirsætu- starfa. Umræddur sjónvarpsþáttur hf. Það fékkst þó staðfest á skrif- stofu Herjólfs að erindið væri komið af stað í pósti. Af þeim sökum sagð- ist Jón Rögnvaldsson aðstoðarvega- málastjóri ekki geta tjáð sig um beiðni Herjólfsmanna fyrr en hún væri komin í hús. Þegar Jón var spurður hvort eitt- hvað bannaði Vegagerðinni í raun að afhenda gögnin sagðist hann telja að svo væri ekki. Hann sagðist ekki vera sérfræðingur í upplýsingalög- unum en var á því að þau bönnuðu ekki afhendingu þessara gagna. „En við erum að fjalla um tölur sem fengnar eru héðan og þaðan, sem við teljum að sumar hverjar séu trúnaðarupplýsingar sökum við- skiptalegs eðlis. Þannig að við höf- um haft þessa venju mjög lengi, að gefa þetta ekki upp,“ sagði Jón. hefði fremur snúið að íslenskum fyrirsætum, en það fyrirtæki væri umboðsaðili fyrir Elite-umboðs- skrifstofuna sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Ef til vill hefði orðið einhver misskilningur vegna þess að svo vildi til að John Casablancas var einmitt stofnandi Elite. Aðspurð sagði Kolbrún þó kannski ekki rétt að orða það þannig að umboðsmaður barna hefði einfaldlega verið að skrifa röngum aðilum bréf í þessu sam- bandi. ítrekaði Kolbrún að hún hefði gert ítrekaðar tilraunir til að ná fundi umboðsmanns barna og sagði hún að í framhaldi þessarar umfjöllunar nú myndi hún enn á ný hafa samband við skrifstofu umboðsmanns til að koma á fundi. Forsvarsmaður Skóla Johns Casablancas Gerði ítrekað tilraunir til að koma á fundi Trillan komin af strand- stað TRILLAN Siggi P., sem strandaði á milli Selsstaða og Sunnuholts í fyrrakvöld, er komin upp á bryggju í Seyðis- firði og bíður þar viðgerðar. Guðjón Sigurðsson, formað- ur björgunarsveitarinnar ís- ólfs, sagði að vel hefði gengið að draga bátinn af strandstað, en það var Skotta NS, sex tonna trilla, sem það gerði um klukk- an 15.30 í gær. Guðjón sagði að þegar báturinn strandaði hefði komið gat á stefnið og að það hefði þurft að þétta það áður en báturinn hefði verið dreginn á flot. Hann sagði að gatið hefði verið þétt með vinnugöllum frá SR-mjöli og sérstöku þéttiefni og að það hefði bara gefist vel. Að sögn Guðjóns er báturinn nokkuð skemmdur en sjór flæddi m.a. yfir vélina og raf- kerfið. Hann sagði að ekki hefði verið hægt að draga bátinn á flot í fyrrakvöld þar sem að- stæður þá hefðu verið slæmar og kolniðamyrkur. Ólæti á skólaballi LÖGREGLAN í Reykjavík þurfti að hafa afskipti af ólát- um unglinga fyrir utan Þjóð- leikhúskjallarann í Reykjavík um klukkan eitt í fyrrinótt. Fimm ungmenni voru hand- tekin og þrjár stúlkur voru fluttar á slysadeild eftir átök með minniháttar meiðsl. Menntaskólinn í Hamrahlíð stóð fyrir dansleik í húsinu og komust færri að en vildu. Að sögn lögreglu voru of margir inni í húsinu og þeir sem voru fyrir utan voru ekki sáttir við að komast ekki inn. Nokkrir unglingar gengu í skrokk á lögreglumönnum sem voru að reyna að stilla til friðar. FéH af mótorhjóli og slasaðist MAÐUR slasaðist þegar hann féll af mótorhjóli rétt hjá Helgafelli ofan við Kaldársel í gær. Tilkynnt var um slysið til slökkviliðs höfuðborgarsvæðis- ins síðdegis í gær og var fjalla- jeppi slökkviliðsins sendur á staðinn þar sem ekki er fært fyrir sjúkrabíl á svæðið. Félagi mannsins tilkynnti um slysið en þeir voru tveir á ferð. Talið var að maðurinn hefði fótbrotnað. Vinnuslys í Kópavogi VINNUSLYS varð á bygging- arsvæði verslunarmiðstöðvar við Smáralind í gær. Verið var að hífa upp steypustykki þegar önnur klemman sem hélt stykk- inu uppi losnaði frá og slengdist í andlit starfsmanns á svæðinu. Starfsmaðurinn var umsvifa- laust fluttur á slysadeild. Hann var bæði marinn og skorinn í andliti en ekki var talið að meiðsl hans væru af alvariegum toga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.