Morgunblaðið - 21.09.2000, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BMW-verk-
smiðjurnar óska
eftir samstarfí
við Islendinga
Flestir stærstu bílaframleiðendur í heimin-
um hafa um árabil unnið að þróun bílvéla
sem geta gengið fyrir vetni en reglan er sú
að unnið hefur verið út frá þeirri hugmynd
að nota vetnið til þess að framleiða rafmagn
með samruna vetnis og súrefnis, svokallaða
efnarafa sem síðan eru notaðir til þess að
knýja bifreiðina. Nú hafa BMW-bílaverk-
smiðjurnar kynnt nýjan vetnisbíl sem
knúinn er vél sem sprengir vetni.
BMW 750hL verður nær eins útlits og aðrar BMW-bifreiðar.
í LIÐINNI viku var haldin mikil
ráðstefna um nýtingu vetnis í
Munchen í Þýskalandi og sótti hátt
í einn tugur íslendinga ráðstefn-
una, þar á meðal Valgerður Sverr-
isdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, og fulltrúar frá íslenskri
nýorku sem vinna að vetnisverkefni
með þýska bílaframleiðandanum
DaimlerChrysler. Á ráðstefnunni
kynntu BMW-verksmiðjurnar nýj-
an vetnisbíl sem búinn er sprengi-
hreyfli og er ljóst að BMW ætlar
að fara eigin leiðir í framleiðslu á
vetnisbílum og má telja víst að
stefni í verulega samkeppni á miili
þýsku bílarisanna tveggja, BMW
og DaimlerChrysler, á þessu sviði.
Sýna íslandi
mikinn áhuga
Að sögn Valgerðar Sverrisdótt-
ur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
sýndu stjórnendur BMW því áhuga
að starfa með íslendingum á sviði
vetnisnýtingar og óskuðu einnig
eftir að fá upplýsingar um orkumál
á íslandi. Valgerður segir að BMW
eigi, ásamt öðrum bílaframleiðend-
um í Þýskalandi, sæti í nefnd sem
skipuð sé af þýska samgönguráð-
herrann um nýtingu orkulinda og
að vinna þessarar nefndar sé
einkar áhugaverð fyrir íslendinga.
Valgerður átti fund með stjórn-
endum BMW ytra um þessi mál og
segir að ráðuneytið og Orkustofnun
ætli nú að fara betur yfír málin.
Ætlunin sé að leggja fram hug-
myndir um hvernig þetta samstarfi
gæti litið út frá sjónarhóli íslend-
inga en sú vinna sé öll eftir en að
henni lokinni megi reikna með að
menn fundi aftur enda sé það ósk
stjórnenda BMW.
Valgerður segir að það sé þó
Ijóst að ekki verði um neitt verk-
efnasamstarf að ræða, að minnsta
kosti ekki í bili. Aðspurð segir Val-
gerður að viðræður við BMW þurfi
ekki að hafa nokkur áhrif á sam-
vinnu Islenskrar nýorku og
DaimlerChrysler. BMW ætli sér
greinilega að fara aðrar leiðir og
einbeita sér að sprengihreyfli í stað
efnarafals. Samvinna íslenskrar
nýorku og DaimlerChrysler snúist
um ákveðið verkefni sem þegar sé
byrjað að vinna að.
í byrjun þessa árs heimsótti ís-
lensk sendinefnd ásamt iðnaðar- og
viðskiptaráðherra DaimlerChrysler
í Þýskalandi en tilgangur ferðar-
innar var að fá DaimlerChrysler til
samstarfs um tilraunaverkefni með
íslenskri nýorku um að vetnis-
strætisvagnar yrðu látnir aka til
reynslu á leiðum Strætisvagna
Reykjavíkur. Áður höfðu Daiml-
erChrysler, Shell Hydrogen og
Norsk Hydro og Vistorka, sem er
eignarhaldsfélag íslenskra fjárfesta
sem á 51% í íslenskri nýorku, und-
irritað samning um að rannsaka
möguleikana á að láta vetni koma í
stað olíu á Islandi og skapa þannig
fyrsta vetnissamfélagið í heiminum.
Eftir heimsóknina til Þýskalands lá
fyrir að DaimlerChrysler myndi
setja allt í verkefnið, sem lýtur að
þeirra hlut, þ.e. vagna, alla tækni
og allt viðhald, þjónustu og búnað
sem verkefninu fylgir. Stefnt var
að því að frá og með haustinu 2002
muni strætisvagnar með vetnis-
knúnum efnarafölum hefja reglu-
bundinn akstur um götur Reykja-
víkur og er þar einungis um fyrsta
þátt verkefnisins að ræða.
BMW syndir gegn straumnum
Hin nýja vél, sem BMW kynnti á
ráðstefnunni í Miinchen í síðustu
viku, mun geta brennt vetni á mjög
svipaðan hátt og venjulegar bílvél-
ar brenna bensíni. Talsmenn BMW
staðhæfa að þessi vetnisvél muni
ekki valda nokkurri mengun, út um
útblástursrörið muni eingöngu
koma vatnsgufa. BMW telur sig
geta sett BMW 750hL, sem gengur
fyrir þessari vél, á markaðinn árið
2003 en hjá BMW hafa menn unnið
að þróun slíkrar vélar í meira en
tuttugu ár og varið til þess hátt í
einum milljarði dala. Aðrir bíla-
framleiðendur segja að það fylgi
því fleiri kostir að nota vetnið til
þess að framleiða rafmagn, hröðun
bifreiðanna sé meiri við lægri
hraða, viðhaldskostnaður sé minni
auk þess sem nýting orkunnar sé
allt að tvöfalt meiri og það skipti
höfuðmáli þegar horft sé til fram-
tíðarinnar.
Samkeppni milli BMW
og DaimlerChrysler
Forráðamenn BMW telja hins
vegar að almenningur muni ekki
sætta sig við afllitlar bifreiðar sem
ganga fyrir rafmagni og ná litlum
hámarkshraða. BMW 750hL, sem
er talinn munu kosta um 100.000
dali, er ekki ólíkur venjulegum lúx-
usbílum frá BMW og hann getur
náð um 225 kílómetra hraða eða 80
kílómetra meiri hraða en nýjasta
vetnisbifreiðin frá DaimlerChrysl-
er. Hann verður auk þess útibúinn
tönkum fyrir vetni og bensín þann-
ig að ökumaður getur skipt yfir á
bensínið ef vetnið er að klárast.
Sérfræðingar segja að BMW sé
vissulega að taka verulega áhættu
með því að fara eigin leiðir, það
geti beinlínis verið hættulegt að
sigla gegn straumnum og fjarlægj-
ast þær gerðir sem iðnaðurinn í
heild veðjar á. Aðrir benda á að
BMW ætli að gera það sem fyrir-
tækið hafi ævinlega gert vel, þ.e. að
framleiða bíla með aflmiklar vélar.
Efnarafallinn
hreyfíll 21. aldarinnar
Þorsteinn I. Sigfússon, stjórnar-
formaður íslenskrar nýorku, segir
að á ráðstefnunni í Munchen hafi
menn tekið eftir því að BMW sé
enn þá með svokallaða sprengi-
hreyfla í bílum sínum. Það sé hins
vegar vitað að nýtni sprengihreyfla
sé mikiu minni en nýtni efnarafala.
BMW hafi greinilega ákveðið að
veðja á sprengihreyflana, að
minnsta kosti um sinn.
Þorsteinn segir að almennt sé þó
talið að efnarafalinn sé raunveru-
lega hreyfill 21. aldarinnar. Auk
þess myndi sprengihreyfilinn einn-
ig talsvert meira af svokölluðu nit-
uroxíni eða noxefnum sem séu talin
hættuleg og óæskileg. Aðspurður
segir Þorsteinn að það standi ekki
til að breyta þeim áætlunum sem
Islensk nýorka er að vinna að í
samvinnu við DaimlerChrysler og
allt útlit sé fyrir að þær muni
standast þótt skakka kunni örfáum
mánuðum. Að sögn Þorsteins vakti
það athygli manna að einn af að-
stoðarforstjórum DaimlerChrysler
hafi sýnt heimskort þar sem
merktir voru þeir staðir þar sem
hlutirnir væru raunverulega að
gerast og var Reykjavík þar á með-
al. Forstjóri DaimlerChrysler tók
einnig fram að Reykjavík yrði
áherslusvið DaimlerChrysler á
þessu sviði og þar ætti að láta
reyna á allt heildardæmið. Þor-
steinn segir að sprengivél af því
tagi sem BMW kynnti sé engan
veginn ný af nálinni og að hans
mati sé hún ekki framtíðarlausnin
og þar skipti mestu að nýtni henn-
ar sé minni.
Sérfræðingar segja að eitt helsta
vandamálið sem blasi við vegna
notkunar á vetni til að knýja bfla sé
sú staðreynd að framboð af því sé
enn mjög lítið en eins og stendur
sé aðeins ein stöð þar sem hægt sé
að fá vetni í allri Evrópu. Þá er og
talið að það geti tekið langan tíma
eða allt frá fimm til tíu ár að þróa
leiðir til þess að dreifa og geyma
vetni í miklum mæli með öruggum
hætti.
Svar ríkislögreglustjóra vegna fyrirspurnar frá fréttastjóra Stöðvar 2-Bylgjunnar
Ljósmyndari var í
boði húsráðanda
HARALDUR Johannessen ríkis-
lögreglustjóri hefur sent Páli Magn-
ússyni, fréttastjóra Stöðvar 2-Bylgj-
unnar bréf vegna fyrh’spurna Páls í
tengslum við opinbera heimsókn Li
Pengs, forseta kínverska þjóðþings-
ins. hingað til lands.
I greinargerð Jóns H. Snorrason-
ar saksóknara og Helga Magnúsar
Gunnarssonar, löglærðs fulltrúa,
sem unnin var að beiðni ríkislög-
reglustjóra, er því m.a. svarað hvers
vegna ljósmyndari Morgunblaðsins
fékk að starfa óáreittur í Ráðherra-
bústaðnum fyrir fund forsætisráð-
herra og Li Pengs og einnig í Gyðu-
felli 8, þar sem íslenskt alþýðu-
heimili var sótt heim af kínversku
gestunum.
í bréfi Páls Magnússonar, sem
sent var ríkislögreglustjóra 5. sept-
ember sl., var í flestu óskað eftir
skýringum við sömu spurningum og
Árni Snævarr fréttamaður hafði
sent ríkislögreglustjóra með bréfi
dags. 5. september sl. Svör og grein-
argerð við þeim spurningum voru
birt í heild sinni í Morgunblaðinu í
gær en Páll vakti í bréfi sínu jafn-
framt athygli á því að í Gyðufelli hafi
ijósmyndari Morgunblaðsins fengið
að athafna sig að vild án nokkurra
afskipta lögreglu og sama hafi gilt
um Ráðherrabústaðinn, þar sem
lögreglan hafi lagt einungis stein í
götu Stöðvar 2 og Ríkissjónvarpsins
meðan Morgunblaðið og kínverskir
fjölmiðlar hafi fengið að starfa al-
gjörlega óáreittir, eins og það er
orðað, og spurt hvort þetta sé í sam-
ræmi við jafnræðisreglu stjórnsýsl-
unnar.
í svari ríkislögreglustjóra kemur
m.a. fram að heimsókn Li Pengs til
fjölskyldu að Gyðufelli 8 hafi verið
að ósk hans um að fá að fara í einka-
heimsókn inn á íslenskt alþýðuheim-
ili.
„Ljósmyndari Morgunblaðsins
mun hafa verið staddur á heimili
gestgjafanna í boði heimilisföðurins
sem er starfsmaður Morgunblaðs-
ins. Lögreglan hafði ekki afskipti af
því hverjum heimilisfólk bauð inn á
sitt heimili. Li Peng hafði auk þess í
fylgdarliði sínu fulltrúa fjölmiðla frá
Kína. Þessir kínversku fjölmiðla-
menn voru skilgreindir af kínversk-
um yfirvöldum sem hluti af sendi-
nefndinni og fylgdu þeir Li Peng af
þeirri ástæðu. Kínversku frétta-
mennimir höfðu því sömu stöðu og
aðrir í sendinefnd Li Peng,“ segir
enn fremur.
Myndatökumenn sjónvarps-
stöðvanna mættu of seint
í greinargerðinni er því einnig
svarað hvers vegna myndatöku-
mönnum Stöðvar 2 og Ríkissjón-
varpsins var meinaður aðgangur að
Ráðherrabústaðnum og kemur fram
að Þorvarði Björgúlfssyni, mynda-
tökumanni Stöðvar 2, hafi verið
meinaður aðgangur þar sem hann
kom ekki á staðinn fyrr en mynda-
tökur voru afstaðnar.
„Ríkissjónvarpinu var ekki frekar
en Stöð 2 meinað að hafa mynda-
tökumann viðstaddan í Ráðherra-
bústaðnum að kvöldi 2. september
sl. Samkvæmt upplýsingum frá yfir-
manni öryggisgæslunnar átti það
sama við myndatökumann Ríkis-
sjónvarpsins og Stöðvar 2, hann
mætti of seint.“
Um meinta mismunun frétta-
manna segir svo í athugasemdum
við einstök atriði fyrirspurnarinnar.
,Af greinargerðum lögreglum-
annanna má sjá að mismunun frétta-
manna ræðst ekki af ákvörðun lög-
reglu. Ljósmyndari Morgunblaðsins
var í boði húsráðanda og kínverskir
fréttamenn hluti sendinefndar Li
Peng sem naut réttar samkvæmt
þjóðréttarlegum skuldbindingum ís-
lenska ríkisins og voru á ábyrgð
hinna kínversku gesta. Mismunun
sú sem fyrirspurnin lýtur að helgast
því af ákvæðum laga um friðhelgi
heimilis og alþjóðalögum um réttar-
stöðu sendierindreka. Það er því álit
undirritaðra að ekki sé brotið með
þessu gegn jafnræðisreglu stjórn-
sýsluréttar enda ákvörðunin á hendi
húsráðanda og gestsins."