Morgunblaðið - 21.09.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.09.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Líflegt á bygg- ingamark- aðnum Gísli Már Gíslason stjórnarformaður Rannsóknastöðvarinnar við Mývatn Kæra eina leiðin til að koma ráðgjöf á framfæri Morgunblaðið/Kristján Framkvæmdir við byggingu verslunarhúsnæðis við Langholt, en þar mun Baugur opna Bónusverslun. UMHVERFISRÁÐ Akureyrar út- hlutaði 16 einbýlishúsalóðum á síðasta fundi sínuni, þar af 13 f Giljahverfi og tveimur á Eyrar- landsholti. Fyrirtækið SKG verk- takar ehf. fékk úthlutað 12 lóðum undir einbýlishús í Valagili og Vesturgili en öðrum lóðum var úthlutað til einstaklinga. Jóhannes Ottósson hjá bygg- ingafulltrúa Akureyrarbæjar sagði að framboð af einbýlis- húsalóðum væri li'tið í' bænum en eftirspurn nokkur. Töluvert væri spurt um lóðir í Naustahverfi en þar eru ekki hafnar bygginga- framkvæmdir enn. Jóhannes sagði að mestur áhugi væri fyrir einbýlishúsalóðum á einni hæð með garðinn til suðurs, eins og hann orðaði það. Nokkuð líflegt hefur verið á byggingamarkaðnum á Akureyri að undanfórnu og á Eyrar- landsholti eru um 60 íbúðir í byggingu, um 10/ Giljahverfi og annað eins í miðbænum. Þá er einnig vcrið að byggja óvenju mikið af iðnaðar- og verslunar- húsnæði í bænum. GÍSLI Már Gíslason formaður stjórnar Náttúrurannsóknastöðv- arinnar við Mývatn segir að hlut- verk stöðvarinnar sé að vera stjórnvöldum til ráðgjafar um allt það er varðar framkvæmd laga um verndun Mývatns og Laxár, en markmið þeirra laga sé að stuðla að verndun Mývatns- og Laxár- svæðisins. Það sé því alrangt hjá sveitarstjórn að halda því fram að stjórnin hafi farið út fyrir hlutverk sitt með því að kæra úrskurð skipulagsstjóra sem heimilaði í sumar kísilgúrnám úr Syðri-flóa Mývatns. I reynd sé kæruleiðin eina leiðin til að koma á framfæri ráðgjöf eftir að skipulagsstjóri hafði kveðið upp úrskurð sinn. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti á fundi sínum í liðinni viku tillögu þar sem lýst er áhyggj- um af stöðu Náttúrurannsókna- stofnunarinnar við Mývatn í kjölfar umræddrar kæra. Þar segir að hlutverk stöðvarinnar sé að standa fyrir rannsóknum á hinu friðlýsta svæði, að sjá um framkvæmdir og rekstur og vera stjórnvöldum til ráðgjafar um framkvæmd laganna um verndun Mývatns og Laxár. Að mati sveitarstjórnar hafi stjórn stöðvarinnar farið út fyrir hlutverk sitt með kærunni og geti því ekki sinnt því hlutverki sínu að vera stjórnvöldum til ráðgjafar. Sveitar- stjórn telur því brýna nauðsyn bera til að núverandi stjórn verði leyst frá störfum. Stjórnin fór ekki út fyrir hlutverk sitt Fram kemur í bréfi Gísla til sveitarstjóra Skútustaðahrepps sem ritað er af þessu tilefni að meirihluti stjórnar Rannsókna- stöðvarinnar við Mývatn hafi falið stjórnarformanni að kæra úrskurð skipulagsstjóra_ á fundi sínum í ágústmánuði. Á þeim fundi hafi ekki komið fram önnur skoðun en sú að stjórnsýslukæra væri eina leiðin á lokaspretti mats á um- hverfisáhrifum til að koma á fram- færi ráðgjöf við umhverfisráð- herra, þegar ljóst hafi verið að rannsóknaniðurstöður höfðu verið hundsaðar í úrskurði Skipulags- stofnunar. Enginn fundarmanna hafi á þessum stjórnarfundi lýst þeirri skoðun sinni að stjórnin færi út fyrir hlutverk sitt með sam- þykki kærunnar. Hann minnir á að oddviti Skútustaðahrepps sitji í stjórn stöðvarinnar en hann hafi ekki greitt atkvæði með efni stjórnsýslukærunnar. Varamaður hans, sem er sveitarstjóri, hafi set- ið fundinn. Andstaða fulltrúa sveit- arstjórnar við afgreiðslu tillögu meirihluta stjórnarinnar hafi komið fram í mótatkvæði og bókun, sem ekki hafi snúist um hlutverk stjórn- arinnar. Fulltrúinn hafi verið á móti tillögu um stjórnsýslukæru en ekki tekið fram að stjórnin hefði ekki heimild til að kæra úrskurð- inn. Tölvu- og upplýsingatæknibraut Háskólans á Akureyri Tölvufyrirtæki af- hentu 5 fartölvur FIMM tölvufyrirtæki á Akureyri afhentu nemendum á þriðja ári tölvu- og upplýsingatæknibrautar Háskólans á Akureyri fartölvur við athöfn í húsakynnum háskólans í liðinni viku. Háskólinn útskrifar nemendur af brautinni í fjTsta skipti næsta vor, en fimm nemend- ur stunda nú nám við þessa braut. Hvert íyrirtæki afhenti einum nemanda fartölvu. Fyrirtækin sem um ræðir eru Hugur hf. Akureyri, Nett ehf., Skrín ehf., Tölvumyndir hf. og Þekking upplýsingatækni hf. Um er að ræða öflugar fartölvur sem koma munu nemendum að miklu gagni við námið og þá sérstaklega þar sem unnin eru forritunarverk- efni. Sigtryggur Símonarson, einn nemanna, sagði að stærsta verk- efnið sem unnið væri að á haust- hönn bæri heitið Ofurtölvan Akur- eyri en það felst í því að smíða forrit sem getur sameinað reiknis- afla margra einkatölva. Sigtryggur sagði námið á tölvu- og upplýsinga- tæknibrautinni hagnýtt og það uppfyllti mikla þörf á markaðnum fyrir fólk með menntun af þessu tagi. Sem dæmi nefndi hann að all- ir fimm nemendur brautarinnar hefðu þegar fengið störf í tengslum við nám sitt þó svo að þeir yrðu ekki útskrifaðir fyrr en næsta vor. Mikilvægt fyrir uppbyggingu á Akureyri Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, sagði af- hendingu fartölvanna vera viður- kenningu fyrirtækjanna á góðu Morgunblaðið/Kristján Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjó Skrín efh., og Ingibjörg Osp Stef- ánsdóttir, einn nemanna á tölvu- og upplýsingatækni- braut, undirrita samning um fartölvu. starfi nemanna, sem vissulega væru brautryðjendur að nýrri þekkingu á Ákureyri. „Þetta er líka mikilvæg viðurkenning fyrir háskólann og það starf sem unnið hefur verið við að byggja upp tölvu- og upplýsingatæknibraut- ina,“ sagði rektor og bætti við að unnið væri að enn frekari upp- byggingu á því sviði innan háskól- ans. „Það er erfitt verkefni því gríðarlegur skortur er á sérfræð- ingum til að kenna þessar greinar, en með samstarfi við tölvufyrir- tækin á Akureyri sem og önnur veit ég að háskólanum mun takast að efla þessa kennslu og þetta nám. Það er að mínu viti mjög mikilvægt fyrir uppbyggingu hér á Akureyri. Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri og félagsmálaráðherra Samningur um rannsókn á sameining'u sveitarfelaga PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra og Grétar Þór Ey- þórsson, rannsóknastjóri Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri, hafa ritað undir samning þess efnis að Rann- sóknastofnunin tekur að sér að gera skýrslu um samein- ingar sveitarfélaga, áhrif þeirra og afleiðingar. Grétar Þór sagði að skortur væri á gögnum um ýmis at- riði og hefði það háð sameiningarumræðunni. Hafist verð- ur handa við rannsóknina um næstu mánaðamót og ráð- gert að henni verði lokið 1. desember á næsta ári. Alls verða áhrif sameiningar og afleiðingar hennar skoðaðar á sjö svæðum, Árborg, Borgarfjarðarsveit, Snæfellsbæ, Vesturbyggð, Dalabyggð, Skagafirði og Fjarðarbyggð. Skriður á sameiningarmálum Rannsóknin beinist að fimm meginþáttum, lýðræði, rekstri og fjármálum, þjónustu, stjómsýslu og búsetuþátt- um. Rannsóknin beinist einnig að því að skoða þau mark- mið sem sveitarfélögin sem stóðu að sameiningunum sjö settu sér og hvort náðst hafi að uppfylla þau. Gerðar verða kannanir meðal íbúanna, fulltrúa og embættismanna og einnig verður að sögn Grétars leitað eftir ýmsum gögnum í fórum sveitarfélaganna. Páll Pétursson félagsmálaráðhen-a sagðist fagna því að unnið yrði að þessu verkefni, það væri gagnlegt og í raun nauðsynlegt skref í þróun sveitarstjórnarmála. Töluverð þróun hefði orðið á síðustu árum og nokkur skriður á sam- einingarmálum. Nefndi ráðherra að þegar hann hefði tekið við félagsmálaráðuneytinu hefðu sveitarfélögin í landinu verið 172 en væru nú 124 og allvíða væri verið að huga að frekari sameiningu. Taldi Páll að rannsókn sú sem nú er að fara af stað gæti gagnast forsvarsmönnum þeirra sveitarfélaga sem nú væru að velta fyrir sér sameiningu. Vafalaust kæmu einnig fram í henni ýmsir annmarkar sem orðið hefðu við sameiningu sveitarfélaganna og þá gætu menn í framtíðinni varast. Páll sagði að forveri sinn í starfi hefði reynt að þrýsta Morgunblaðið/Kristján Grétar Þór Eyþórsson hjá Rannsóknastofnum Háskól- ans á Akureyri og Páll Pétursson félagsmálaráðherra skrifa undir samning um að rannsóknastofnunin geri könnun um sameiningu sveitarfélaga, áhrif þeirra og afleiðingar. sveitarfélögum til sameiningar. „Fólk verður að finna út úr því sjálft hvort það vill sameinast, það er ekki hægt að knýja það til þess ef það vill það ekki sjálft,“ sagði ráð- herra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.