Morgunblaðið - 21.09.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.09.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ h AKUREYRI Uppsagnir mjólkurfræðinga hjá MSKEA Bjartsýni á lausn innan tíðar ÁGÚST Þorbjömsson fram- kvæmdastjóri MEKEA og MSKÞ er bjartsýnn á að viðunandi lausn iinnist í deilu milli félagsins og mjólkurfræðinga en allir mjólkur- fræðingar hjá MSKEA sögðu upp störfum um síðustu mánaðamót í kjölfar boðaðra skipulagsbreyt- inga. Breytingarnar eru til komnar vegna sameiningar félaganna tveggja og Grana, félags mjólkur- framleiðenda á samlagssvæðinu. Nokkrum millistjórnendum úr hópi mjólkurfræðinga var sagt upp vegna breytinganna í sumar og í lok ágúst var einnig gripið til upp- sagna, þannig að alls var níu manns sagt upp vegna skipulagsbreytinga. í kjölfarið sögðu allir mjólkurfræð- ingar í samlaginu á Akureyri upp störfum um síðustu mánaðamót. „Við erum að vinna að lausn málsins og ég á von á að niðurstaða muni liggja fyrir fljótlega. Eg er bjartsýnn á að viðunandi lausn finnist,“ sagði Ágúst. Geir Jónsson formaður Mjólkur- fræðingafélagsins sagði engar formlegar viðræður hafa farið fram milli stjórnenda KEA og félagsins en menn hefðu verið að þreifa á málum innanhúss í rólegheitum. Það gengi hins vegar á uppsagnar- tímann, flestar uppsagnir tækju gildi 1. desember næstkomandi og því hlytu mál að fara að skýrast. Ferdamálaráð Islands lcelandic Tourist Board ráðstofnai * í Stjórnsýsluhúsinu á Isafirði 27.0G28.SEPTEMBERNK. Dagskrá Miðvikudagur 27. september kl. 09.30 Skráning og afhending gagna kl. 11.00 Setning, Tómas Ingi Olrich formaður Ferðamálaráðs kl. 11.30 Ávarp Halldórs Halldórssonar. bæjarstjóra isafjarðarbæjar kl. 11.40 Ávarp samgönguráðherra. Hr. Sturla Böðvarsson kt. 12.00 Hádegisverðarhlé Pallborð kl. 13.30 kl. 13.45 kl. 14.00 kl. 14.15 kl. 14.30 kl. 14.45 kl. 15.15 kl. 15.30 kl. 16.00 kl. 16.15 kl. 17.45 Tækifæri landsbyggðar í ferðaþjónustu. Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Ftugfélags íslands Áslaug Alfreðsdóttir. hótelstjóri Hótel (safirði Reinhard Reynisson, bæjarstjóri Húsavík Auður Anna Ingólfsdóttir. hótelstjóri Hótel Héraði Magnús Oddsson. ferðamálastjóri Fyrirspumir Kaffihlé Afhending umhverfisverölauna FMR fyrir árið 2000 Hlutverk Reykjavíkurftugvallar í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Þorgeir Pálsson. flugmátastjóri Almennar umræður og afgreiðsla ályktanna Ráðstefnuslit kl. 20.00 Kvöldverður og skemmtun -------------------------▼" Fimmtudagur 28. september kl. 10.30 Skoðunarferð í boði heimamanna kl. 15.35 FlugtilRvk. Ráðstefnustjórar: Bima Lárusdóttir. forseti bæjarstjómar ísafjarðarbæjar. Láms G. Valdimarsson. bæjarfulltrúi (safjarðarbæjar. Ráðstefnugjald kr. 6.000,- Innifalið í ráðstefnugjaldi em ráðstefnugögn og kaffiveitingar. Skráning og nánari upplýsingar em veittar á skrifstofu Ferðamálaráðs íslands. Akureyri. í síma 461 2915 eða á netfanginu: upplysingar@icetourist.is Skráning í gistingu erá Upplýsingamiðstöðinni á ísafirði í síma 456 5121 eða á netfanginu: info@vestfirdir.is - •- - - ■1 ÍSAFJORÐUR Morgunblaðið/Kristján Slökkviliðsmenn frá Akureyri aðstoöuöu við að loftræsta húsnæði Kjarnafæðis á Svalbarðseyri. Ammon- íaksleki á Sval- barðseyri SLÖKKVILIÐI Akureyrar barst til- kynning um ammoníaksleka í hús- næði matvælafyrirtækisins Kjama- fæðis hf. á Svalbarðseyri í gær- morgun. Húsnæðið var rýmt í skyndi og ekki urðu slys á fólki en hins veg- ar var óvíst með skemmdir á mat- vælum. Þegar tilkynningin barst til slökkviliðsins hafði starfsmanni tek- ist að stöðva lekann en leitað var eftir aðstoð slökkviliðsins við að loftræsta húsið. Óhappið varð er lyftara var ekið utan í ammoníaksrör með þeim afleiðingum að það fór í sundur. Mömmumorgnar í Glerárkirkju Verkefnið um „Nýja barnið“ kynnt MÖMMUMORGNAR hófust að nýju í Glerárkirkju eftir sumar- hlé í síðustu viku þannig að önn- ur samverustund vetrarins verð- ur í dag, fimmtudaginn 21. september. Samverustund for- eldra með ung börn sín stendur yfir frá kl. 10 til 12 og er öllum velkomið að taka þátt í henni. Á fyrstu stund haustsins var farið yfir dagskrá vetrarins sem að venju verður fjölbreytt en það fyrirkomulag er haft á að í ann- að hvert skipti kemur fyrirlesari í heimsókn og fræðir gesti um hin ýmsu mál er varða börn og barnauppeldi. Hitt skiptið er frjálst, þar gefst kostur á að spjalla um alla heima og geima og börnin leika sér saman. Boð- ið er upp á kaffi og svala. Á samverustundinni í dag kemur Karólína Stefánsdóttir fé- lagsráðgjafí í heimsókn og kynnir verkefni sem unnið hefur verið að á Heilsugæslustöðinni á Akureyri og nefnist „Nýja barn- ið“. Mekka-tölvulausnir taka við rekstri Hugar NÝTT hlutafélag, Mekka-tölvu- lausnir hefur tekið við rekstri skrifstofu Hugar á Akureyri. Fé- lagið er í eigu Hugar og EJS jafn- framt því sem stefnt er að því að starfsmenn Mekka-tölvulausna verði hluthafar í fyrirtækinu og mun það gerast á næstu mánuðum. Alls starfa 15 manns hjá fyrirtæk- inu en það hefur vaxið hratt á síð- ustu mánuðum. Reynir B. Eiríksson fram- kvæmdastjóri Mekka-tölvulausna sagði að með stofnun hins nýja fyr- irtækis væri í raun verið að færa út kvíarnar og skapa svigrúm til að bæta við nýjum þjónustuþáttum. Nýja félagið mun taka við þeim þjónustuþáttum sem Hugur áður sinnti en bjóða að auki nýja þjón- ustu en markmiðið væri að veita fyrirtækjum og stofnunum heildar- lausnir á sviði tölvu- og upplýs- ingakerfa. „Við höldum áfram á þeirri braut sem mörkuð var hjá Hugi og byggjum þar á traustum grunni en með því að þetta nyja fyrirtæki varð til gefst fyrirtækjum og stofn- unum kostur á að eiga viðskipti við eitt félag varðandi öll sín upplýs- ingamál og fá á einum og sama Morgunblaðið/Kristján Kristinn Svanbergsson, sölu- og markaðsstjóri, Reynir B. Eiríksson framkvæmdastjóri og Gunnar Ingimundarsonk framkvæmdastjóri Hugar, kynna nýtt hlutafélag, Mekka-tölvulausnir. staðnum heildarlausnir á því sviði,“ sagði Reynir en starfsfólk félags- ins sagði hann búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á þessu sviði auk þess sem það hefði sterka bak- hjarla í stærstu eigendum sínum, Hugi og EJS. Náið samstarf verð- ur við bæði þessi fyrirtæki og eyk- ur það breiddina enn frekar. Sem dæmi má nefna að unnið er að Þarfir fyrirtækjanna hafa breyst Aukin ökuréttindi Leigu-, vöru- og hópbifreiðar Námskeiö hefst föstudaginn 29. sept. nk. Upplýsingar og innritun Hreióar Gíslason s. 892 0228 / 462 1141 Kristinn Jónsson s. 892 9166 / 462 2350 stóru forritunarverkefni í Noregi um þessar mundir og er það að hluta til unnið frá Akureyri. „Við höfum trú á þeim tækifær- um sem hér eru en það sem ýtti enn frekar undir að við fórum út í þetta er að þarfir fyrirtækja á sviði upplýsingatæki hafa breyst mikið. Áður sóttu fyrirtækin þjónustu sína til margra en vilja nú fá þjón- ustu sem mest frá einu og sama fyrirtækinu. Það einfaldar hlutina og einnig er ljóst hvar ábyrgðin liggur," sagði Gunnar Ingimundar- son framkvæmdastjóri Hugar. Mekka-tölvulausnir þjóna fyrir- tækjum á öllu Norðurland að sögn Kristins Svanbergssonar sölu- og markaðsstjóra en hann sagði í raun engin landamæri á þessu sviði þannig að félagið hefði einnig viðskiptavini sem það sinnti á Austurlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.