Morgunblaðið - 21.09.2000, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 21.09.2000, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 21 Fjörutíu milljdnir bréfa eru árlega flokkaðar sem auglýsingapóstur Fáar kvartanir berast þeim sem dreifa póstinum EKKI er hægt að fá sérstaka miða til að setja á útidyrahurðir hér á landi með skilaboðum um að óum- beðinn auglýsingapóstur sé af- þakkaður. Slíka miða geta heimili t.d. í Danmörku, Svíþjóð og Þýska- landi nálgast. Askell Jónsson, framkvæmda- stjóri markaðs- og sölusviðs Islandspósts, segir að ríkari hefð sé fyrir auglýsingapósti eða fjölpósti erlendis. „Við höfum fengið tiltölulega fá- ar kvartanir vegna óumbeðins auglýsingapósts og kannski fyrst og fremst þess vegna hefur lítið verið gert í þessu hér á landi. Við erum þó að skoða þessi mál núna en höfum enn ekki komist að neipni niðurstöðu ennþá.“ Askell segir að óumbeðinn auglýsingapóstur sé _um 40 millj- ónir bréfa á ári og að Islandspóstur sé með innan við helminginn af því. Um 4% afþakka auglýsingapóst „Flækjan er fyrst og fremst vegna þess að menn eru ekki sam- mála um hvað er auglýsingapóstur og hvað ekki. Viðkomandi vill til dæmis ekki fá vikulega auglýsinga- bæklinga en gjarnan IKEA- bækl- inginn, mörkin eru því óljós og ein- staklingsbundin. Þar sem við erum ekki einir á dreifingamarkaðnum viljum við ekki vei’a einir í hlutverki ritskoðunar. Lykilatriðið er að ’nelstu dreifingaraðilar svo sem Is- landspóstur, Póstdreifing og Morg- unblaðið séu sammála um hvernig slíkar óskir skuli virtar." Askell segir að kannanir sýni að um 90% fólks lesi auglýsingapóst- inn, reyndar mismunandi mikið. „Skiptingin er einföld, 30% lesa hann oft, 30% stundum, 30% sjald- anog 10 % alls ekki. í löndum þar sem fólk getur fengið miða á hurðir og afþakkað auglýsingapóst eins og t.d. í Dan- mörku, Hollandi, Svíþjóð og Þýska- landi eru það yfirleitt um 4% sem notfæra sér það.“ 18.500 manns hafa skráð sig á bannlista Hver sem er getur borið út bækl- inga inn á hvert heimili enda er þá Nýtt Salöt og kryddolíur FRÓN ehf. hefur hafið sölu á nýj- um vörum frá franska fyrirtækinu St. Dalfour. Island er annað landið í heiminum sem selur þessar vör- ur. Um er að ræða tvær tegundir af salati; pasta og grænmeti annars vegar og túnfisk og pasta hins- vegar. Auk þess fjórar tegundir af kryddolíum; fyrir pasta, grænmeti og brauð, fyrir nauta-, lamba-, og kálfakjöt, fyrir kjúklinga-, kalkúna-, og svínakjöt og fyrir sjávarrétti. Vörurnar eru allar í glerflösk- um og í fréttatilkynningu segir að líftími salatsins sé þrjú ár eða tveir dagar eftir opnun í kæli og h'ftími kryddoliunnar sé tvö ár eða í ijóra mánuði eftir opnun í kæli. Salatið er tilbúið til neyslu og má borða við stofuhita, kælt eða hitað. Kryddolíuna á að setja í hráefn- ið einni minútu áður en maturinn er tilbúinn og í henni er enginn viðbættur syk- ur, salt né þriðja kryddið (MSG). Hrista skal vel fyrir notkun og gott er að bæta við salti og pipar eftir þörfum. ekki um neitt úrtak að ræða úr þjóðskrá. Hægt er að skrá sig á sér- stakan bannlista hjá Hagstofu ís- lands en þá er ekki um allan óum- beðinn póst að ræða, heldur virkar bannlistinn þegar um úrtak sam- kvæmt þjóðskrá er að ræða. „Bannlistinn byggist á ákvæði í lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga og alls eru nú rúmlega átján þúsund og fimm- hundruð manns á bannlista hjá Hagstofunni," segir Þyrí Baldurs- dóttir, ritari hagstofustjóra. „Fólk getur skráð sig með þrennum hætti á bannlistann. Það getur komið hingað á Hagstofuna og fyllt út sérstakt eyðublað, þá getur það hringt til okkar og/eða haft samband við fyrirtæki sem hafa leyfi okkar til að prenta út úr þjóðskrá. Þau hafa fengið leyfi tölvunefndar til að senda út dreifi- póst og getur fólk því snúið sér til þeirra með beiðni um að taka sig af útsendingarlistum enda skal koma fram á dreifipósti þeirra að um sé að ræða úrtak úr þjóðskrá í vörslu viðkomandi fyrirtækis. Ef einstaklingur vill ekki fá slík- an póst getur hann snúið sér til við- komandi fyrirtækis og ber þá fyrir- tækinu skylda til að koma þeim upplýsingum áfram til Hagstofunn- ar.“ Bannlistar Hagstofunnar virka þegar þjóðskrá er notuð, til dæmis þegar um útsendingar á happ- drættismiðum er að ræða svo og dreifípóst frá hinum ýmsu fé- lagasamtökum, stofnunum, fyrir- tækjum og einstaklingum sem vilja koma upplýsingum sínum á framfæri. Þá má geta þess að ef aðilar vilja koma pósti til barna undir átján ára aldri þá er almenna reglan sú að stfla verði póstinn á forsjármann barnanna, að sögn Þyrí. SPARAÐU ÞUSUNDIRWA EINU GOLFI DÆMI: GÓLFFLÍSAR Hásindrað postulín stærð 30x30 var kr. 1995,- NÚ kr. 995,-pr/m2 DÆMI: DREGLAR 70 cm 80 cm 90 cm á breidd FLISARESTAR allt að 12m2 NÚ 750,-pr/m2 DÆMI: VEGGFLÍSAR Stærð 20x25 t.d. Aurora Rosa Maia Azzuro var kr. 1790,- NÚ kr. 890,-pr/m2 DÆMI: POLIFACE plastparket teg. Deco var kr. 1250,-pr/m2 990,-pr/m2 ■21% r|9JrP I DÆMI: ARMSTR0NG gólfdúkur teg. GALLERIE 2m / 4m var 1197 pr/m2 NÚ kr. 695.-pr/m2 -42% DÆMI: FILTTEPPI teg. FUN 4m á breidd var kr. 395,-pr/m2 NÚ kr.290,-pr/m2 Takið málin “/fc m /O með það flýtir afgreiðslu! DÆMI: M0TTUR 100% polypropoleme Teg. RUBY t.d. stærð 120x160 cm var kr. 4935,- NÚ kr. 3455,- G6ð greiðslukjör! Raðgreiðslur til allt að 36 mánaða DÆMI: B0EN parket norsk gæði teg. EikAkzent 15mm2stafa l.flokkur SÉRTILBOÐ kr. 2650,-prm2 DÆMI: G0LFTEPPI teg. California Dreams var kr. 2790,-pr/m2 NÚ kr. 1814,-pr/m2 teg. Oslo var kr. 1565,-pr/m2 NÚ kr. 1096,-pr/m2 tippŒlís*, teppaboðin ALLT AÐ 70% AFSL. 0PNUNARTÍMI: 9-18 vírka daga 10-16 laugardaga Suðurlandsbraut 26 s: 5681950
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.