Morgunblaðið - 21.09.2000, Page 22

Morgunblaðið - 21.09.2000, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Mikil aukning í sölu þjófa- varna fyrir heimili Sífellt fleiri fá sér þjófavörn á heimili sitt seg;ia talsmenn fyrirtækja sem annast öryggisþjónustu fyrir heimili. Kannað var verð hjá þremur slíkum fyrirtækjum. SALA öryggiskerfa hefur aukist gríðarlega undanfarið að sögn Hannesar Guðmundssonar fram- kvæmdastjóra Securitas. „Fyrir um það bil fimm árum voru á bilinu eitt til tvö hundruð heimili með öryggis- kerfi, nú skipta þeir hundruðum sem bætast í hópinn hjá okkur á hverju ári.“ Hann segir að fólk hringi mikið sjálft til íyrirtækja sem annast ör- yggisþjónustu og óski eftir öryggis- kerfi. „Væntanlega má rekja þessa þróun til ástandsins í þjóðfélaginu. Nánast daglega heyrir maður um innbrot í blöðunum eða fréttum. Fólk öðlast ákveðna öryggistilfinn- ingu þegar komið er kerfí í húsið.“ Algengast í grónum hverfum Hann segir viðskiptavinina vera á öllum aldri og af öllum stéttum en þó séu öryggiskerfi algengari í einbýl- is- og raðhúsum en til dæmis blokk- um. „Það er sérstaklega í grónum hverfum þar sem trén eru það há að auðvelt er fyrir þjófa að athafna sig án þess að til þeirra sjáist.“ Hann segir að miðamir, sem á stendur að öryggiskerfi sé í húsinu, fæli marga frá og að frá upphafi hafi aðeins einu sinni verið brotist inn í heimili þar sem var öryggiskerfí frá fyrii-tæk- inu. Mikil vakning er að verða í örygg- ismálum á heimilum að sögn Karls Jónssonar framkvæmdastjóra VARA, „Gerðar era sífellt meiii kröfur til íyrirtækja og stofnana um öryggisbúnað en á sama tíma eru engar öi-yggiskröfur gerðar til heimilanna þar sem fjölskyldan og dýrmætar persónulegar eigur eru í húfi.“ Securitas 1 Vari j Oryggismiðstöð _________i___________________j_____Islands Verð j Leiga kerfis 4.250 kr. á mánuði ••• KECTOlTtó Leiga kerfis 4.450 kr. á mánuði. Ef kerfi er keypt kostar það 60 þús. og síðan þjónustan §rjm 3.250 á Leiga kerfis 4.365 kr. á mánuði. Þráðlaust kerfi kostar5.142 kr. Tilboð: ef greitt er með Visa fást tveir mánuðir á ári ókeypis Búnaður Tveir hreyfiskynjarar, einn reykskynjari, stjórnstöð, sírena, rafhlaða, hurðarofi. Tveir hreyfiskynjarar, einn reykskynjari, stjórnstöð, sírena, hurðarofi. Tveir hreyfiskynjarar, einn reykskynjari, stjórnstöð, sírena, rafhlaða. Innifalið Stofnkostnaður, uppsetning, vöktun, útköll, árlegt eftirlit og viðhald tækja Stofnkostnaður, uppsetning, vöktun, útköll, viðhald tækja og eftirlit á tveggja ára fresti. Stofnkostnaður, uppsetning, vöktun, útköll, viðhald tækja og árlegt eftirlit. Annað Hægt er að fá handslökkvitæki og eldvarnarteppi fyrir 300 kr. aukalega. Hægt er að tengja vatnsskynjara og gas- skynjara við kerfið sem kostaraukalega Hægt að velja um þráðlaus kerfi eða vímð W**<N Sífellt fleiri fá sér þjófavöm til að verjast óboðnum gestum. Senda mann strax á staðinn „Mikið er um að fólk fái sér kerfi eftir að það sjálft eða nágrannamir hafa verið rændir," segir Máni Stef- ánsson öiyggisráðgjafi hjá Öryggis- miðstöð Islands. Hann segir ótrú- legt að sjá hvemig þjófar geti komist inn í hús. „Stundum hafa þeir komist inn um svo örmjóa glugga að manni dettur helst í hug að börn hafi verið send inn og síðan látin opna fyrir þjófunum.“ Hann segir sum tiyggingafélög vera farin að lækka iðgjöld af heimilistryggingum ef heimilin em með öryggiskerfi en þó misjafnlega mikið eða frá 15-35%. Ef kerfið sendir frá sér boð um óboðinn gest er maður sendur á staðinn og er hann kominn innan nokkurra mínútna til að athuga hvað er á seyði, að sögn Mána. LIÐ-AKTIN Góð fæðubót fyrir fólk sem er með mikið álag á liðum Úheilsuhúsið Skólavörðustlg, Kringlunni & Smáratorgi tnilupa Norski osturinn 210% dýrari hér en í Svíþjóð Morgunblaðið/Ásdís Ekta geitaostur kostar 1.298 kr. kílóið hér en 718 kr. í Svíþjóð. NORÐMENN borga í sumum til- fellum meira fyrir norskar matvör- ur en Svíar. Þetta kom fram í dag- blaðinu VG fyrir nokkru. Ástæðan er sögð sú að offramleiðsla Norð- manna sé m.a. seld til Svíþjóðar þar sem hún býðst neytendum á lægra verði. Hærra verð á vörum í Noregi má meðal annars rekja til þess að þar er virðisaukaskattur á matvör- ur 23% en 12% í Svíþjóð. Á íslandi er virðisaukaskattur á matvörur 14%. I VG er tekið dæmi um verð á nokkrum norskum ostum sem eru ódýrari í Svíþjóð en í Noregi. Þegar verðið á Guðbrandsdalsostinum er borið saman við verð á slíkum osti hér á landi kemur í ljós að þessi norski ostur er 210% dýrari hér en í Svíþjóð en kílóið kostar 1.796 krón- ur hér á landi, 611 krónur í Noregi og 580 krónur í Svíþjóð. Ekta geita- oStur kostar 1.298 krónur kílóið hérlendis og 718 krónur í Svíþjóð en 826 krónur í Noregi. Osturinn er því 81% dýrari hér á landi en í Sví- þjóð. Verndartollar ein ástæðan „Þennan mikla verðmun má með- al annars rekja til verndartolla á innfluttar landbúnaðarvörur," segir Lárus Óskarsson, framkvæmda- stjóri Aðfanga, þegar hann er spurður hvað skýri þennan mikla verðmun á erlendum ostum. „Samkvæmt GATT-samningnum ber ríkisstjóminni skylda til að auglýsa til umsóknar leyfi til inn- flutnings á 54 tonnum af osti tvisvar á ári á lægri tollum en ella,“ segir Ámi Ingvarsson, innkaupastjóri hjá Nýkaupi. „Ef sótt er um meira kemur til útboðs. Það er hæstbjóðandi sem fær kvótann og auðvitað hefur það áhrif á verð til neytenda. Meðalverð á ostakvóta í síðasta útboði var uml90 krónur kflóið,“ segir Árni. Til era margir tollflokkar á inn- fluttum osti hér á landi. Franski Camembertosturinn er t.d í einum flokki en brauðostur, guðbrands- dalsostur og ekta geitostur í öðr- um. „Þau fyrirtæki sem eiga kvóta borga 165 króna toll á hvert kfló í flokknum sem Camembertosturinn tilheyrir og að auki borga þau 190 krónur á kfló fyrir ostakvótann sjálfan. Þá fellur niður 30% tollur á kostnaðarverð vörunnar heimkom- innar. Þennan 30% toll verða þeir að borga sem ekki eiga kvóta svo og 500 króna fastan magntoll,“ segir Láms. Hinn hefðbundni brauðostur, þ.ám. Guðbrandsdalsosturinn, em í öðmm flokki. Sá sem á kvóta borg- ar 107 krónur í magntoll, 190 krón- ur lyrir kvótakílóið en 30% tollurinn fellur niður. Þeir sem eiga ekki kvóta þurfa að borga fastan '430 króna magntoll, ásamt 30% tolli á kostnaðarverð vöm heimkominnar. Sala á erlendum ostum hefur dregist saman Nýkaup fékk engan ostakvóta í ár og því þarf fyrirtækið að greiða meira fyrir ostana. „Ef við tökum sem dæmi franska Camembertost- inn sem er fluttur til landsins með flugi þá er innkaupsverðið 908 krónur á kíló, síðan bætast við 270 krónur, sem er 30% tollurinn, og loks 500 króna magntollur. Ostur- inn er þá kominn upp í 1.678 krónur kflóið þegar hann kemur að vöra- húsi. Franski Camembertosturinn er seldur á 2.196 krónur kílóið í Nýkaupi í dag og þá eram við að selja hann með 14% álagningu sem skiptist á milli .Nýkaups og vöra- hússins, “ segir Árni. „Hér er um ofurtolla á innfluttum osti að ræða, gengið spilar auðvitað inn í þetta líka en hefur lítil áhrif miðað við þessa háu tolla,“ segir hann. „Helsta baráttumálið er auðvitað að fá tollana afnumda því þá myndi verðið á innfluttum ostum lækka til muna. Það að auglýsa ostkvóta og bjóða í hann er ekkert annað en hækkun á vöraverði til neytenda. Innfluttir ostar era dýrir hér á landi og þess má geta að við höfum minnkað úrvalið hjá okkur töluvert. Islenskar landbúnaðarvöiur eru auðvitað mjög góðar og geta auð- veldlega keppt við innfluttar," segir Láras.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.