Morgunblaðið - 21.09.2000, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 21.09.2000, Qupperneq 24
Frábært úrval bæði í leðri og áklæði 24 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ URVERINU C53h»sqöqn Ármúla 8 -108 Reykjavlk Sfmi 581-2275 ■ 568-5375 ■ Fax 568-5275 Morgunblaðið/Líney Hjónin Jónas Jóhannsson og Þorbjörg Þorfínnsdóttir í brúnni á nýja skipinu. Nýr bátur til Þórshafnar Geir ÞH-150 siglir inn í heimahöfn á Þórshöfn. Morgunblaðið/Líney Þórshöfn - Nýr bátur bættist í flot- ann á Þórshöfn þegar Geir ÞH-150 kom til heimahafnar á laugardaginn. Þetta er 117 tonna stálbátur, smíðaður í Ósey í Hafnarfirði og tók smíðin skamman tíma eða tæpt ár. Báturinn er glæsilegur og vinnuað- staða og aðbúnaður starfsmanna frábær. Að sögn Jónasar Jóhannssonar útgerðarmanns er þessi nýi bátur sá fímmti í röðinni sem ber Geirsnafnið. Geirsútgerðin er gamalgróin hér á Þórshöfn en fyrsti báturinn kom nýr til Þórshafnar fyrir 40 árum; var smíðaður í Hafnarfirði árið 1960. Jóhann heitinn Jónasson, faðir Jónasar, var stofnandi Geirsútgerð- arinnar og hefur hún verið happasæl og slysalaus frá upphafi en bátarnir hafa ávallt borið Geirsnafnið. Ibúum byggðarlagsins var boðið að skoða bátinn og þiggja veitingar á sunnudag og var fjölmenni um borð. Séra Sveinbjörn Bjarnason blessaði bátinn og óskaði eigendum gæfu og gengis með útgerðina. Eigendur meðtóku blómakörfur, góðar gjafir og óskir um að útgerð Geirs verði áfram farsæl sem fyrr. Óuiminn fískur fari á íslenska markaði „Þjónar almenn- um hagsmunum“ A AÐALFUNDI Samtaka fisk- vinnslustöðva án útgerðar í október verður lögð áhersla á að stjórnvöld beiti sér fyrir því að óunninn fiskur fari allur á íslenska fiskmarkaði. „Ef frjálsræði er það mikið að það skað- ar þjóðhagslega hagsmuni, eins og útflutningur á óunnum fiski gerir, setja stjórnvöld einhverjar reglur til að tryggja almenna hagsmuni, og það er það sem við viljum,“ segir Óskar Þ. Karlsson, formaður Sam- taka fiskvinnslustöðva án útgerðar og framkvæmdastjóri fiskvinnsl- unnar ísfisks hf. Óskar bendir á að hann tilheyri þeim hópi fiskverkenda sem byggja rekstur sinn á því að kaupa fisk á fiskmörkuðum og áherslur hópsins séu einfaldar. „Við viljum njóta að minnsta kosti jafnræðis við útlend- inga varðandi möguleika á að bjóða í fisk sem er veiddur hér á miðunum," segir hann. „Þannig er staðan ekki í dag. Fiskur er fluttur út óseldur í stórum stíl og okkur svíður það.“ Samkeppni við unninn fisk Að sögn Óskars tapast miklar virðisaukatekjur vegna núverandi fyrirkomulags. „Sala á fiskmörkuð- unum heima er eina fyrirkomulagið sem tryggir hámarksvirðisauka og hámarksverð fyrir útgerðina. Því þjónar það öllum að hafa þennan hátt á og ekkert er þessu til fyrir- stöðu. Við lítum að vísu öðruvísi á það þegar togarar sigla með afla því fyrir því er áratugahefð en útflutn- ingur á óunnum fiski í gámum er til- tölulega nýtilkominn. Hann byrjaði af miklum krafti fyrir um 20 árum, áður en fiskmarkaðirnir byrjuðu, og hefur því miður haldið áfram í svo miklum mæli að það skaðar útgerð- ina í heild. Ég tel að ef farið væri of- an í saumana á málinu og það rakið upp í þætti kæmi í ljós að virðis- aukatapið væri einn til tveir millj- arðar króna eða jafnvel meira. I þessu sambandi verður að hafa í huga að útflutningur á þessum óunna fiski er í samkeppni við fisk- inn sem er fluttur út ferskur en unn- inn í flökum og flakahlutum. Auk þess mætir þessi unni fiskur undir- boðum vegna fisks sem fluttur er út óunninn. Mikill sérskorinn fiskur fer til dreifingar í stórmarkaði í Evrópu og það er mjög mikill virðis- auki í þessari vinnu heima. Hins vegar er verið að flaka og vinna þennan óunna fisk meira og minna á styrkjakerfi erlendis." Gæði og áreiðanleiki Óskar segir að þegar rætt sé um hvernig ná megi hámarksárangri í sambandi við verð og markaðsstöðu íslenskra fiskvinnslufyrirtækja þurfi að hafa tvennt í huga. í fyrsta lagi að gæðin séu sem mest og þar standi útflytjendur unnins fisks vel að vígi með markvissum vinnu- brögðum. I öðru lagi þjónustugæð- in, áreiðanleikinn í því að útvega fiskinn. „Þessi útflutningur á óunn- um fiski í gámum er í þeim mæli að hann truflar verulega þennan mikil- væga þátt í sambandi við að útvega fiskinn. Oft hefur komið upp sú staða að fjöldi gáma af óunnum fiski hefur farið út en á sama tíma hafa fiskframleiðendur ekki getað staðið við pantanir. Það er mjög slæm staða og því spyrjum við stjórnvöld hvers vegna ekki sé hægt að hafa það fyrirkomulag sem gefur mögu- leika á að láta á það reyna hverju sinni hvort íslensk fyrirtæki vilja bjóða betur í íslenskt hráefni en er- lend fyrirtæki.“ Virðisaukinn á íslandi Óskar segist ennfremur vona að fyrirkomulaginu verði breytt, að all- ur óunninn fiskur fari á markað hér- lendis. „Það þjónar útgerðinni og hagsmunum hennar best. Við viljum að íslensk útgerð beri sem mest úr býtum og hugsum vel til hennar en við væntum þess líka að útgerðinni sé umhugað um það að allur virðis- auki eigi sér stað í landinu frekar en erlendis, um leið og hún vill fá sem hæst verð fyrir sinn fisk.“ Maestro ÞITT FE HVAR SEM ÞÚ ERT I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.