Morgunblaðið - 21.09.2000, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 25
ERLENT
Stuðningsmenn Torr-
icellis undir rannsókn
BANDARÍSK alríkisyfirvöld standa
nú að yfirgripsmikilli rannsókn sem
tengist öldungadeildarþingmannin-
um og demókratanum Robert G.
Torricelli, sem íslendingar þekkja
e.t.v. best fyrir þátt hans í deilunni
um sjóflutninga fyrir varnarliðið.
Torricelli lagðist fast gegn öllum
breytingum á samkomulagi Islands
og Bandaríkjanna um sjóflutninga.
Rannsókn alríkisyfirvalda tengist
hins vegar því hvort stuðningsmenn
Torricellis, sem hefur verið ötull við
fjáröflun, hafi haft í hótunum við
David Chang, einn gjafmildasta
stuðningsmann demókrata, eftir að
bandaríska alríkislögreglan (FBI)
handtók hann í desember á síðasta
ári.
Er Chang var fyrst handtekinn
var hann sakaður um ólögleg fjár-
framlög í kosningasjóð Torricellis
árið 1996. Nú er Chang hins vegar
orðinn eitt aðalvitni alríkisyfirvalda
sem fallið hafa frá fjölda ákæru-
atriða á hendur honum, m.a. ákæru
um samsæri. Chang játaði þó í júní
sl. að hafa staðið að baki ólöglegum
fjárframlögum í kosningasjóð Torr-
icellis, er nema 53.000 dollurum, eða
rúmum 4,2 milljónum króna.
Michael Critehley, fyrrverandi
lögfræðingur Changs, lýsti því yfir
er skjólstæðingur hans kom fyrst
fyrir rétt í desember sl., að Chang
hefði ekki hug á að vera samvinnu-
þýður við yfirvöld. Daginn eftir réð
Chang sér hins vegar nýjan lögfræð-
ing og hefur í kjölfar þess greint frá
því að hann hafi fengið nokkrar
heimsóknir helgina sem hann gisti í
fangelsi Hudson-sýslu. Mennina
kveðst Chang aldrei
hafa hitt áður, en einn
þeirra varaði hann við
að ræða við stjórnvöld
á meðan annar lagði
einfaldlega fingur yfir
varir sér.
Undanfarnar vikur
hafa þrír fangaverðir,
sem voru á vakt helg-
ina sem Chang sat inni,
verið kallaðir fyrir al-
ríkisdómstóla, auk þess
sem starfsmenn FBI
hafa gert gestabók
fangelsisins, starfs-
mannaskrár, mynd-
bönd og önnur gögn
upptæk. Að sögn lögfræðings fanga-
varðanna er hins vegar ekkert sem
bendir til að skjólstæðingar hans
hafi ógnað Chang.
Torricelli
neitar aðild
Torricelli sjálfur hef-
ur neitað að hafa átt
þátt í að ógna Chang.
Slíkar ásakanir sagði
hann vera „rangar,
hlægilegar og fáránleg-
ar“ og hefur Jan-
iszewski einnig neitað
allri aðild að málinu.
Fyi-ir handtökuna
var Chang einn virtasti
og gjafmOdasti stuðn-
ingsmaður demókrata.
Hann heimsótti þing-
menn reglulega og var í
nánu sambandi við Torricelli, auk
þess að hitta Bill Clinton Banda-
ríkjaforseta við fjölmörg formleg og
óformleg tækifæri.
Sameinast
gegn upp-
reisnar-
mönnum
RÁÐAMENN í sex fyrrverandi
sovétlýðveldum tilkynntu í gær,
að þeir hygðust koma á fót sam-
eiginlegum herafla til að berjast
gegn múslimskum uppreisnar-
mönnum. Um er að ræða Rúss-
land, Armeníu, Hvíta-Rússland,
Kasakstan, Kírgístan og Tads-
íkístan. Kom þetta fram hjá Val-
eri Níkolajenko, framkvæmda-
stjóra öryggisráðs Samveldis
sjálfstæðra ríkja. Kvaðst
Níkolajenko vona, að Usbekíst-
an yrði þátttakandi í þessu en
stjómvöld þar sögðu sig úr ör-
yggisráðinu á síðasta ári. Mikil
spenna er í Mið-Asíuríkjunum
vegna undirróðurs og skæru-
hemaðar múslima þar.
Hlutskipti
kvenna
verst í
Bangladesh
OFBELDI gagnvart konum er
hvergi meira en í hinu músl-
imska Bangladesh. Kemur það
fram í skýrslu frá Sameinuðu
þjóðunum en í henni segir, að
47% kvenna þar í landi séu beitt
ofbeldi. Er þá um að ræða bar-
smíðar, nauðgun og annað. Til
dæmis er ekki fátítt, að skvett sé
sýru í andlit konum sem ekki
hafa viijað þóknast einhverjum
karlmanni. Þeir sem ofbeldinu
beita era oftast eiginmenn
kvennanna, unnustar eða þeir
sem þær vísa á bug. Næstverst
er ástandið á Indlandi þar sem
40% kvenna sæta ofbeldi en ekki
er þó allt með felldu á Vestur-
löndum heldur. I Kanada segj-
ast 29% kvenna hafa orðið fyrir
einhvers konar ofbeldi og 22% í
Bandaríkjunum.
Vaxtahækkun
íNoregi
NORSKI seðlabankinn hækk-
aði í gær vexti um 0,25 prósentu-
stig í því skyni að vinna gegn
vaxandi þenslu og verðbólgu-
þrýstingi. I tilkynningu bankans
sagði, að nauðsynlegt væri, að
verðlagsbreytingar í Noregi
væra í takt við það sem gerðist á
evrusvæðinu en nú væri útlit
fyrir, að þær yrðu meiri en spáð
var í júní sl. Þá var talið, að verð-
bólgan á þessu ári yrði 3%. Á
hátt olíuverð sinn þátt í því en
Norðmenn verða að lúta því þótt
þeir séu aðrir mestu olíuútflytj-
endur í heimi. Olían svarar nú til
14,6% af þjóðarframleiðslu og
36,3% af heildarútflutningi.