Morgunblaðið - 21.09.2000, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 21.09.2000, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 25 ERLENT Stuðningsmenn Torr- icellis undir rannsókn BANDARÍSK alríkisyfirvöld standa nú að yfirgripsmikilli rannsókn sem tengist öldungadeildarþingmannin- um og demókratanum Robert G. Torricelli, sem íslendingar þekkja e.t.v. best fyrir þátt hans í deilunni um sjóflutninga fyrir varnarliðið. Torricelli lagðist fast gegn öllum breytingum á samkomulagi Islands og Bandaríkjanna um sjóflutninga. Rannsókn alríkisyfirvalda tengist hins vegar því hvort stuðningsmenn Torricellis, sem hefur verið ötull við fjáröflun, hafi haft í hótunum við David Chang, einn gjafmildasta stuðningsmann demókrata, eftir að bandaríska alríkislögreglan (FBI) handtók hann í desember á síðasta ári. Er Chang var fyrst handtekinn var hann sakaður um ólögleg fjár- framlög í kosningasjóð Torricellis árið 1996. Nú er Chang hins vegar orðinn eitt aðalvitni alríkisyfirvalda sem fallið hafa frá fjölda ákæru- atriða á hendur honum, m.a. ákæru um samsæri. Chang játaði þó í júní sl. að hafa staðið að baki ólöglegum fjárframlögum í kosningasjóð Torr- icellis, er nema 53.000 dollurum, eða rúmum 4,2 milljónum króna. Michael Critehley, fyrrverandi lögfræðingur Changs, lýsti því yfir er skjólstæðingur hans kom fyrst fyrir rétt í desember sl., að Chang hefði ekki hug á að vera samvinnu- þýður við yfirvöld. Daginn eftir réð Chang sér hins vegar nýjan lögfræð- ing og hefur í kjölfar þess greint frá því að hann hafi fengið nokkrar heimsóknir helgina sem hann gisti í fangelsi Hudson-sýslu. Mennina kveðst Chang aldrei hafa hitt áður, en einn þeirra varaði hann við að ræða við stjórnvöld á meðan annar lagði einfaldlega fingur yfir varir sér. Undanfarnar vikur hafa þrír fangaverðir, sem voru á vakt helg- ina sem Chang sat inni, verið kallaðir fyrir al- ríkisdómstóla, auk þess sem starfsmenn FBI hafa gert gestabók fangelsisins, starfs- mannaskrár, mynd- bönd og önnur gögn upptæk. Að sögn lögfræðings fanga- varðanna er hins vegar ekkert sem bendir til að skjólstæðingar hans hafi ógnað Chang. Torricelli neitar aðild Torricelli sjálfur hef- ur neitað að hafa átt þátt í að ógna Chang. Slíkar ásakanir sagði hann vera „rangar, hlægilegar og fáránleg- ar“ og hefur Jan- iszewski einnig neitað allri aðild að málinu. Fyi-ir handtökuna var Chang einn virtasti og gjafmOdasti stuðn- ingsmaður demókrata. Hann heimsótti þing- menn reglulega og var í nánu sambandi við Torricelli, auk þess að hitta Bill Clinton Banda- ríkjaforseta við fjölmörg formleg og óformleg tækifæri. Sameinast gegn upp- reisnar- mönnum RÁÐAMENN í sex fyrrverandi sovétlýðveldum tilkynntu í gær, að þeir hygðust koma á fót sam- eiginlegum herafla til að berjast gegn múslimskum uppreisnar- mönnum. Um er að ræða Rúss- land, Armeníu, Hvíta-Rússland, Kasakstan, Kírgístan og Tads- íkístan. Kom þetta fram hjá Val- eri Níkolajenko, framkvæmda- stjóra öryggisráðs Samveldis sjálfstæðra ríkja. Kvaðst Níkolajenko vona, að Usbekíst- an yrði þátttakandi í þessu en stjómvöld þar sögðu sig úr ör- yggisráðinu á síðasta ári. Mikil spenna er í Mið-Asíuríkjunum vegna undirróðurs og skæru- hemaðar múslima þar. Hlutskipti kvenna verst í Bangladesh OFBELDI gagnvart konum er hvergi meira en í hinu músl- imska Bangladesh. Kemur það fram í skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum en í henni segir, að 47% kvenna þar í landi séu beitt ofbeldi. Er þá um að ræða bar- smíðar, nauðgun og annað. Til dæmis er ekki fátítt, að skvett sé sýru í andlit konum sem ekki hafa viijað þóknast einhverjum karlmanni. Þeir sem ofbeldinu beita era oftast eiginmenn kvennanna, unnustar eða þeir sem þær vísa á bug. Næstverst er ástandið á Indlandi þar sem 40% kvenna sæta ofbeldi en ekki er þó allt með felldu á Vestur- löndum heldur. I Kanada segj- ast 29% kvenna hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi og 22% í Bandaríkjunum. Vaxtahækkun íNoregi NORSKI seðlabankinn hækk- aði í gær vexti um 0,25 prósentu- stig í því skyni að vinna gegn vaxandi þenslu og verðbólgu- þrýstingi. I tilkynningu bankans sagði, að nauðsynlegt væri, að verðlagsbreytingar í Noregi væra í takt við það sem gerðist á evrusvæðinu en nú væri útlit fyrir, að þær yrðu meiri en spáð var í júní sl. Þá var talið, að verð- bólgan á þessu ári yrði 3%. Á hátt olíuverð sinn þátt í því en Norðmenn verða að lúta því þótt þeir séu aðrir mestu olíuútflytj- endur í heimi. Olían svarar nú til 14,6% af þjóðarframleiðslu og 36,3% af heildarútflutningi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.