Morgunblaðið - 21.09.2000, Síða 26

Morgunblaðið - 21.09.2000, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Nýr framkvæmdastjóri EFTA í heimsókn á fslandi EFTA mikilvægt í viðskiptasamningum við önnur ríki WILLIAM Rossier, sem tók við sem framkvæmdastjóri EFTA í byrjun september, segir samtök- in mikilvæg fyrir aðildarríkin fjögur á meðan þau ganga ekki í Evrópusambandið. Hann segir að ríkin innan EFTA njóti virðingar í alþjóða viðskiptaheiminum og að nýlegar samningaviðræður við Kanada og Mexíkó staðfesti mikilvægi EFTA fyrir þessar þjóðir. Einnig segir hann að EFTA gegni lykilhlutverki við framkvæmd EES-samningsins. Rossier hefur langa reynslu af alþjóðlegum viðskiptamálum í utanríkisþjónustunni í Sviss og var ma. erindreki Sviss í Al- þjóðlegu viðskiptastofnuninni, WTO. Hann telur að EFTA sé f dag mikilvæg stofnun fyrir að- ildarríkin í alþjóðlegum samn- ingamálum á viðskiptasviðinu. „í dag er EFTA eitt mikilvæg- asta tækið sem aðildarrikin hafa í höndunum við að útfæra við- skiptastefnu sína erlendis. Einn- ig má segja að EFTA gegni nauðsynlegu hlutverki í að út- færa EES samninginn." Þá segir Rossier að EFTA sé jafnframt mikilvæg stofnun fyrir ríkin íjögur við að ná við- skiptasamningum við ríki sem ekki tilheyra Evrópusamband- inu. Hann segir að samninga- gerð við ríki utan Evrópusam- bandsins sé orðin nokkuð umfangsmikil, og hafi bein áhrif á útflutningsmöguleika fyrir- tækja í ríkjum innan EFTA. Þeg- ar hefur verið lokið við við- skiptasamninga við 15 þjóðir utan Evrópusambandsins. Slíkir samningar voru fyrst gerðir við ríki í Austur-Evrópu, en siðan hafa bæst við ríki eins og Tyrk- land, ísrael og Marokkó. Á síð- asta ári opnaðist síðan ný vídd í slikum viðskiptasamningum, þegar EFTA hóf viðræður við ríki utan Evrópu handan Atlantshafsins. „Við hófum samningaviðræður við Kanada, sem er mjög mikil- vægt, og í síðustu viku hófum við fyrstu umtalsverðu samn- ingaviðræðurnar við Mexíkó, og jafnframt því er búið að ráðgera samningaviðræður við Chile. Auk þess er áformað að koma á fyrstu tengslum við Suður- Áfríku. Þessar samningaviðræð- ur eru mjög mikilvægar." Að sögn Rossier er líklegt að þessir samningar geti haft tals- verð áhrif á útflutning Islend- inga. Fiskútflutningur jókst til Mexíkó á síðasta ári þrátt fyrir háa tolla, en nefna má til dæmis 30% toll á þorski. Rossier segir að fyrstu viðræður við Mexíkó gefi til kynna góðar horfur í út- flutningi íslendinga á sjávar- afurðum þangað. „Þessir samningar hafa í för með sér óheftan, tollfrjálsan út- flutning til Mexíkó frá Islandi. I Mexíkó búa 100 milljónir manna, og þó að almennt sé kaupgeta þar ekki mikil, þá eru ekki allir Morgunblaðið/Jim Smart William Rossier, nýráðinn fram- kvæmdasfjóri EFTA. fátækir í því landi, og því er Mexíkó mjög áhugavert mark- aðssvæSi.“ Ríki EFTA sterkari en niargir telja Auk Islands eru Noregur, Sviss og Liechtenstein aðilar að EFTA. Varðandi áframhaldandi þátttöku þessara fjögurra ríkja í EFTA segir Rossier að spyrja verði stjórnvöld um framhaldið. Hann segist sjálfur telja að EFTA verði við lýði svo lengi sem stjórnvöld telji stofnunina nauðsynlega, og að í dag sé EFTA áhrifaríkt tæki í al- þjóðlegum viðskiptasamningum. „Þar til rikin ganga hugsan- lega í Evrópusambandið, tel ég að EFTA verði mjög áhrifaríkt verkfæri í höndum þeirra. Hvers vegna segi ég áhrifaríkt verk- færi? Vegna þess að ríkin fjögur eiga mun meira sameiginlegt en við getum ímyndað okkur við fyrstu sýn. Ríki EFTA njóta vel- megunar og hafa mikla kaup- getu, sem leiðir til þess að við- skiptaríki þeirra telja þessi lönd áhugverða markaði. Auk þess eru löndin, ef litið er frá sjónar- hóli annarra ríkja í heiminum, talin hafa svipaða stöðu og Evrópusambandsríkin, sem þýðir að þau hafa efnahagslega getu til að gerast aðilar að Evrópu- sambandinu, en kjósa eigi að síð- ur að gera það ekki.“ Rossier telur samvinnu og samræmdar aðgerðir ríkjanna afar mikilvægar. „Vegna þess, og það þekki ég af reynslu minni, að ríki EFTA eru tekin mjög alvarlega innan WTO. Það er óþarfi fyrir okkur að álíta sem svo, að vegna smæðar okkar vilji enginn hlusta á okkur. Við höfðum t.d. ekki frumkvæðið að samningaviðræðum við Kanada og Mexíkó, þau ríki óskuðu sjálf eftir viðræðum, þannig að EFTA-ríkin eru talin vera mjög áhugaverðir markaðir með mikla kaupgetu. Þetta eru þjóðir sem gera samninga í fullri alvöru og standa við skuldbindingar sínar, þannig að sameinuð eru ríkin sterkari en margir telja.“ Sjálfstæðið o g þj óðareinkennin efst í huga andstæð- inga evrunnar Keuters Drengur að leik við skúlptúra í líki evrumyntar í garði nálægt evrópska seðlabankanum í Frankfurt. Kaupmannahöfn. Morgpinblaðið. NÝ SKOÐANAKÖNNUN Gallups bendir til þess að andstæðingum að- ildar Danmerkur að evrópska mynt- bandalaginu sé mest umhugað um það að Danir geti sjálfir ráðið framtíðarþróun landsins, og að þeir varðveiti þjóðareinkenni sín. Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra hefur undan- farna daga lagt mikið upp úr því að sannfæra kjósendur um að danska eliilífeyriskerfið haldi velli þó landið gangi í myntbandalagið, en sam- kvæmt skoðanakönnuninni virðist framtíð þess ekki skipta sköpum um afstöðu þeirra. I skoðanakönnuninni, sem birt var í dagblað- inu Berlingske Tidende í gær, kemur einnig fram að afstaða fylgismanna aðildar ræðst mest af því að þeir vilja að Danir geti haft áhrif á þróunina í Evrópu, og af því að þeir telja að hagsmunum dansks efnahagslífs og danskra fyrirtækja sé best borgið með því að Danir taki upp evruna. Skoðanakönnunin staðfestir þá gagnrýni sem beint hefur verið að Rasmussen forsætisráðherra í fjölmiðlum fyrir að eyða kröftum sínum í röng málefni síðustu dagana fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna 28. september. Gagnrýnin hefur ekki síst komið frá öðrum stjómmálaflokkum sem berjast fyrir aðild. Rasmussen segir nú að hann ætli að byrja bar- áttuna fyrir evrunni aftur frá byrjun, og snúa umræðunni frá ellilífeyriskerfinu og öðrum óskyldum málum að evrunni sjálfri. Formaður Vinstriflokksins kominn í kosningaslag? Brestir virðast að vera koma í samstöðu flokkanna sem hlynntir eru evrunni. í grein í dagblaðinu Barsen í gær segir að ýmsir jafnaðarmenn og fleiri fylgismenn evr- unnar séu óánægðir með framgöngu Anders Fogh Rasmussens, formanns Vinstriflokksins, og telji að hann sé farinn að gera ráð fyrir því að andstæðingar aðildar hafi betur í atkvæða- greiðslunni og miði því málflutning sinn við að ábyrgðin á ósigrinum lendi öll á jafnaðarmönn- um og forsætisráðherranum, þannig að Vinstriflokkurinn komi vel út í næstu þing- kosningum. í fyrradag birtist viðtal við Anders Fogh Rasmussen í blaðinu Berlingske Tidende þar sem hann sakaði forsætisráðherrann um að hafa látið önnur óskyld mál skyggja á umræð- una um evruna, bæði innflytjendamál og danska ellilífeyriskerfið. Hann tekur jafnframt undir þá gagnrýni, sem oft hefur verið beint að Rasmussen forsætisráðherra, að hann hafi svikið löforð sem hann gaf fyrir síðustu þjóð- aratkvæðagreiðslu um Evrópumál, árið 1998, og því sé h'tið að marka það sem hann segi nú. Flokkarnir, sem hlynntir eru evrunni, hafa hingað til staðið nokkum veginn saman, en Anders Fogh Rasmussen er í viðtalinu mun hvassari í garð forsætisráðherrans heldur en andstæðinga evunnar. Þessi málflutningur hans er mjög á skjön við aðra málsvara evrunn- ar, sem hafa boðað aukna hörku í áróðursbar- áttunni gegn andstæðingunum. Sakaður um að hafa lekið tillögu jafnaðarmanna í greininni í Bnrsen er jafnframt vitnað í ónafngreinda heimildarmenn sem telja að for- maður Vinstriflokksins hafi í síðustu viku lekið í fjölmiðla upplýsingum um tillögu jafnaðar- mannsins Georg Poulsens, fyrrverandi for- manns Samtaka járniðnaðarmanna, þess efnis að flokkarnir gæfu út sameiginlega yiirlýsingu um að þeir ábyrgðust ellilífeyrinn. í Borsen segir að aðrir fylgismenn evrunnar hafi ekki viljað taka undir þessa tillögu, vegna þess að hún myndi gefa til kynna að tengsl væru milli aðildar að myntbandalaginu og ellilífeyriskerf- isins, eins og andstæðingar evrunnar hafa haldið fram, en fylgismenn aðildar ávallt neit- að. Anders Fogh Rasmussen hafi hins vegar viljað vekja athygli á tillögunni til að minna kjósendur á svikin loforð forsætisráðheiTans frá síðustu kosningum. Bent er á að varafor- maður Vinstriflokksins, Lars Lpkke Rasmus- sen, hafi verið fyrstur manna utan Jafnaðar- mannaflokksins til að lýsa stuðningi við hugmynd Poulsens eftir að hún var gerð opin- ber, en nú tali formaðurinn gegn henni. Mimi Jacobsen, formaður miðdemókrata, hefur einnig gagnrýnt Rasmussen/orsætisráð- herra að undanfömu, en einkum vegná hug- myndar hans um að senda bréf til leiðtoga ann- arra Evrópusambandsríkja og biðja þá um að ábyrgjast evruna. Hún sagði að slíkar bréfa- sendingar myndu gera Dani að athlægi. Gagnrýni hennar hefur þó verið mun mildari en sú sem kemur frá formanni Vinstriflokksins. I viðtali við B0rsen segir hún að flokkarnir sem hlynntir eru evrunni verði að varast að skemma hver fyrir öðrum, en vill þó ekki sér- staklega nefna Anders Fogh Rasmussen í því sambandi. Stóryrðin sparai’ Jacobsen fyrir andstæðinga evrunnar. Hún segir að nú þýði ekki annað en að beita sömu aðferðum og þeir, og boðar því að hún ætli framvegis að nota hræðsluáróður til að koma kjósendum í skiln- ing um hvað bíði þeirra merki þeir við nei á at- kvæðaseðlinum. Hefur baráttuna aftur frá byrjun Rasmussen forsætisráðherra segir á hinn bóginn að nú sé kominn tími til að hætta hræðsluáróðri og persónulegum árásum og fara að ræða málin fyrir alvöru. Hann segist ætla að beina athygli kjósenda aftur að því sem hann sagði í byrjun evruumræðunnar fyrir sjö mánuðum, þegar dagsetning þjóðaratkvæða- greiðslunnar var ákveðin, að evran sjái til þess að meira fé verði til velferðarmála og að aðild að myntbandalaginu tryggi Dönum áhrif á stefnu Evrópusambandsins. Hann auglýsir eft- ir framtíðarsýn andstæðinga aðildai’, og segir það ranglátt að fylgismenn evrunnar þurfi stöðugt að svara órökstuddum fullyrðingum þeirra, án þess að þeir skýri nokkurn tíma hvað gerist ef aðild verði hafnað. Rasmussen segist enn trúa því að hægt verði að fá Dani til að sam- þykkja aðild, þrátt fyrir að allar skoðanakann- anir sýni talsverða yfirburði andstæðinganna. Henrik Dam Kristensen, félagsmálaráð- herra og stjórnandi áróðursbaráttu Jafnaðar- mannaflokksins, segist ætla að spyrja alla stjórnmálaflokkana og hreyfingarnar, sem berjast gegn aðild, fjögurra spurninga í því skyni að koma umræðunni aftur á rétta braut. Hann segir að upp á síðkastið hafi hún snúist um framtíð ellilífeyriskerfisins, sem tengist evrunni ekkert, og um gengisfall evrunnar, sem skipti engu máli heldur, því danska krónan sé hvort eð er bundin evrunni og því hafi niður- staða atkvæðagreiðslunnar ekkert að segja um áhrif gengisfallsins. Spurningar Kristensens eru þessar: Verða áhrif Dana meiri eða minni gangi þeir í myntbandalagið? Hvort eru störfin betur tryggð með því að vera utan eða innan myntbandalagsins? Er það besta vörn Dan- merkur gegn gjaldeyrisbröskurum að vera ut- an evrusvæðisins? Hvort eru hagsmunir Aust- ur-Evrópu betur tryggðir með því að Danir séu utan eða innan svæðisins? Kristensen segir að á þessum grundvelli verði hægt að hefja á ný skynsamlega umræðu, því þetta séu þau svið semDönum sé raunveru- lega umhugað um, og evran snerti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.