Morgunblaðið - 21.09.2000, Síða 34

Morgunblaðið - 21.09.2000, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Friedrich Wolf Theatre. Ljósmynda- sýning og þýsk kvik- mynd LJÓSMYNDASÝNINGIN „Kvik- myndahús í Austur-Þýskalandi" verður opnuð í Goethe-Zentrum á Lindargötu 46, í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20. Mai'kmið sýningarinnar er að sýna heimildir í formi ljósmynda um stöðu bíómenningar þeirrar sem þróaðist í Þýska alþýðulýðveld- inu og nú er senn að líða undir lok. Myndirnar, sem teknar eru af Margarete Freudenstadt, sýna kvikmynda„hallir“ í Austur-Þýska- landi þar sem varðveist hafa menj- ar meira en fimm áratuga gamallar kvikmyndasögu. Margarete Freudenstadt fæddist 1956 og býr nú í Munchen. Frá ár- inu 1989 hefur hún starfað sjálf- stætt sem Ijósmyndari. Sýningin stendur til 11. október og svo aftur 1. nóvember til 15. des- ember. Kl. 20.30 verður þar síðan sýnd sígild vesturþýsk kvikmynd, „Himmel ohne Sterne" frá árinu 1955. Þar segir af ástum austur- þýskrar iðnverkakonu og vestur- þýsks landamæravarðar á árunum 1952-53. Þótt myndin, sem hlaut Þýsku kvikmyndaverðlaunin 1956, sé gerð á tímum kalda stríðsins ber hún lít- inn keim af pólítískum áróðri held- ur er þar leitað mannúðar og mennsku handan allrar hugmynda- fræði. Myndin er með enskum texta og aðgangur er ókeypis. QUELLE Dragt 100% Polyester - Stretch Jakki fóðraður Stærðir 36 til 50 3ja hluta dragt 65% Polyester 35% Viskose Jakki og vesti fóðrað Verðtilboð kr. 9.900 2ja hluta dragt 100% polyester - stretch Jakki fóðraður Stæróir 34 til 46 Verðtilboð kr. 9.900 Verðtilboð kr. 9.900 3akki 100% PoLyester Sidd 88 cm. Stærðir 36 til 46 2ja hluta dragt Jakki og pils 100% Polyester stretch VerðtiLboð kr. 10.900 Jakki 100% PoLyester Fóðraður VerðtiLboð kr. 4.500 Verðtilboð kr. 3.990 QUELLE - VERSLUN DALVEGUR 2 • KÓPAVOGUR • S 564 2000 Ljós í sinnið Bækur geta gripið menn misjöfnum tökum. Sumar hverfa okkur fljótt, en svo eru aðrar sem aldrei gleymast. Árni Helgason segir hér frá bók sem hann telur vegvísi til betra og auðugra og farsælla mannlífs. FYRIR nokkru eignaðist ég bók sem mig langar til að minnast nokkrum orðum. Eg tel að hún eigi erindi til allra landsmanna. Bókin heitir Lífsýn og er eftir Gunnþór Guð- mundsson fyrrum bónda að Dæli í Víði- dal í Vestur-Húna- vatnssýslu, en þar bjó hann góðu búi í 30 ár. Um leið og ég eignað- ist þessa bók og hafði lesið hana, komst ég að því að þetta var 4. bókin sem þessi höf- undur lét frá sér fara, eftir að hann komst á áttræðisaldurinn og hætti búskap. Bókin er full af lífsspeki og hugleiðingum manns sem hefír gegnum árin numið af lífinu og kynnst öllum þáttum samfélagsins. Hún geymir bæði rímuð og órímuð ljóð og allt eru þetta vegvísar til betra og auðugra og farsælla lífs. Höfundurinn er fundvís leið- sögumaður ungra og eldri gegnum veröldina og allt hennar vafstur sem hún býður upp á og ég tel að hvert spakmæli sem þar er að fínna sé gullkorn, og er þess full- viss að sá sem byrjar að lesa bók- ina, en hún lætur ekki mikið yfír sér, hættir ekki við lesturinn fyrr en allt er lesið og það er undarleg- ur maður sem ekki getur tileinkað sér margt sem þar er að finna til leiðbeiningar á lífsins leið. Bókin er ekki mjög stór, eitthvað rúmar 100 blaðsíður og ritar sr. Kristján Björnsson aðfaraorð. Ég náði mér strax í aðra bókina hans Gunnþórs sem ber nafnið: Óður til nýrrar aldar og hún er ekkert síðri, en því miður er fyrsta bókin ófáanleg þar sem hún er uppseld. Það er merki- legt að erfiðismaður í lok búskapar fari út á þá braut, að gefa út og semja slíkar bækur sem Gunnþór hefír nú komið á prent, auk þess sem hann hefir farið út á braut list- málara og þar komið mörgum á óvart með sinni náttúrugáfu og virðist ætla að verða þar mjög virkur eftir því sem þau málverk hans hafa fengið lofsamlega viðtök- ur. Já, það má segja að Gunnþóri sé margt til lista lagt og landið er með honum einum manni auðugra, þeirra sem skapa bæði lestrar- og hugðarefni handa fólkinu í landinu. Mig langar til að taka dæmi úr bókum hans til að sýna fólki hve hugsanir Gunnþórs stefna. Til dæmis ljóð sem hann nefnir Barn- ið: Barnið sem lítur spyrjandi mót lífmu. Gefðu því glóaldin tungu þinnar svo illgresi nái ekki að vaxa í sporum þess heldur ástliljur og angan nýgræðings. Ungur sveinn og meyja mikið er lífið fagurt í kringum okkur. Jafnvel krunkið í honum krumma vekur bros. Fiðrildi í blómahafinu er meðal undranna. Svanur svífur til heiðarvatnanna bláu í ríki sumarsins. Lömb, folöld og annað ungviði kann sér ekki læti í vordagsins blóma. Pannig skartar náttúran auði sínum og fegurð. Með börnunum er best að njóta alls þessa. Verum því sem börn. Og gleðin stráir fræjum lífsins í frjóan jarðveg og uppsker hamingju hjá bömum Meistarans. Þá eru þankabrotin ekki síðri. T.d. Traustið sem skín úr augum barnsins ættum við að rækta með okkur til æviloka, og eins þetta: Við höfum lengi búið við framfarir á andlegu og efnislegu sviði, við gætum því vænst óvæntra sigra á þessum sviðum um ókomna framtíð. Og eins þetta: Þeir sem leituðu athvarfs í eiturnautnum áð- ur, finna nú slíkar hvatir víðsfjarri og eins: Aðgerðarleysið er ef til vill mesta áhættan. Víðidalur Sumarfagra sveitin mín sæluríkið þinna barna. Leikur blær við laufin þín ljúft á meðan sólin skín. Vetrarhörku veðrið dvín vermir sólin breiður hjarna. Sumarfagra sveitin mín sæluríkið þinna barna. Grundin slétt og grösug hlíð glóir elfa í sumarflóði hljómsveit þrasta heillar fríð hörpu stillir söngva blíð. Laufvindar á Ijúfri tíð leika brot úr nýjum óði. Grundin slétt og grösug hlíð glóir elfa í sólarflóði. Brúnir fjalla brosa við blaka vængjum tignir svanir, loftið fyllist ljúfum klið, lækjahjali, fossanið. Feðrasporin færðu á svið frónskir sveinar þrautum vanir. Brúnir fjalla o.s.frv. Hátt við gnæfir himin blá hvítur skalli jökulbungu. Víðidals er vinleg brá verndar niðja tjóni frá. Æskubyggðum ég vil tjá orð við hæfi lands á tungu. Hátt við gnæfir o.s.frv. Þetta eru aðeins smá sýnishorn úr bókinni en þó skír og finnst mér fara vel á að kynna þennan reynda og hugsunarsnjalla íslenska bónda og erfiðismann. Þá má geta þess að tvær bækurnar eru gefnar út af Hörpuútgáfunni á Akranesi, en hinar af höfundi sjálfum. Ég er viss um að þeir sem eign- ast þessar bækur munu bæði lesa þær og leita á þeirra mið ef þeir þurfa að vitja góðra spakmæla og þankabrota til að lýsa upp og örva hugi annarra til hugleiðinga um fegurra mannlíf. Gunnþór Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.