Morgunblaðið - 21.09.2000, Page 35

Morgunblaðið - 21.09.2000, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 35 LISTIR Nýjar bækur • Nokkrir íslandskrossar er eftir Ólaf H. Torfason. A krossmessu að hausti, 14. sept- ember, kom út ritið Nokkrir Islands- krossar í tengslum \nð grafíksýningu Þorgerðar Sigurðardóttur í Hafn- arborg í Hafnarfirði. I ritinu er stuttlega bent á með ýmsum dæm- um hvaða hlutverki krosstákn, róðu- krossar og krosstré hafa gegnt í lífi íslensku þjóðarinnar. Rakið er hvernig krossinn varð tákn kristninnar. Greint er frá heim- ildum í íslenskum fornritum um krossa landnámsmanna og trúboða, um róðukrossinn sem særingatæki og um krossa á víðavangi. Bent er á staði þar sem krossmörk eru enn frá fomu fari. Fjallað er um krossör- nefni og birt kort af þeim. Höfundur rökstyður að sumar grjóthrúgur við gamlar alfaraleiðir, „dysjar“ og beinakerlingar, hafí að líkindum upprunalega verið stuðn- ingsvirki vegkrossa á miðöldum, og að álagablettir eigi e.t.v. margir líka fortíð sem reitir krossa og líkneskja. Greint er frá kirkjum sem voru helgaðar krossinum í kaþólskum sið og meðferð hans innan kirkjunnar, en einnig fjallað um krossinn í þjóð- lífinu, krossmessur, krossa í kveð- skap og myndlist og táknmál kross- ins. Loks er sagt frá krossinum í samfélaginu á síðari tímum. Ritið er 60 bls. með myndum og kortum. Það er til sölu á sýningu Þorgerðar Sigurðardóttur í Hafnar- borg en hún er opin daglega kl. 12- 18, síðasti dagur mánudagurinn 25. september. Sjálfsvorkimn í plötubúð y^M-2000 John Cusack og Jack Black á góðri stundu í plötubúðinni í myndinni High Fidelity. þá sérstaklega Jack Black og Todd Louiso sem leika hinn sjálfsörugga og kraft- mikla Barry og hinn var- Fimmtudagur 21. september KVIKMYNDIR S a m b í ó i n HIGH FIDELITY ★★★ Leikstjórn: Steven Frears. Handrit: D.V. De Vincentis eftir samnefndri skáldsögu Nick Hornby. Aðal- hlutverk: John Cusack, Iben Hjelje, Todd Louiso, Jack Black, Lisa Bon- et, Joan Cusack og Tim Robbins. Touchstone Pictures 2000. ÞESSI kvikmynd er byggð á mjög vinsælli bók eftir breska höf- undinn Nick Hornby, þann sama og reit bókina sem myndin „Fever Pitch“ var gerð eftir fyrir um þrem- ur árum. Það eru John Cusack og félagi hans D.V. De Vincentis sem hafa skrifað handritið en þeir eru einmitt framleiðendur myndarinn- ar. Þeir hafa fengið breska leikstjór- ann Steven Frears til að leikstýra verkinu og það verður að segjast að þeim tekst bara býsna vel upp. John Cusack leikur Rob sem álít- ur sjálfan sig algjört fórnarlamb í ástamálum og virðist alltaf vera að sýta þá seinustu sem hafnaði honum í stað þess að njóta þeirrar sem hann hefur. A daginn hangir hann í plötubúðinni sinni ásamt þeim Dick og Barry, en þeir eru allir popptón- listarnirðir sem stytta sér stundir með því að setja saman ýmsa „Topp fímm“-lista laga úr ólíkum tónlistar- stefnum og fyrir ólík tækifæri. Þeg- ar kærastan Laura gefst upp á Rob og flytur frá honum, finnst honum viðeigandi að gera „Topp fimm“- lista yfir erfiðustu sambandsslitin í gegnum tíðina, og leiðir okkur áhorfendur með sér á þeirri trega- fullu minningaför. Mér finnst John Cusack mjög skemmtilegur leikari, sérstaklega þegar hann leikur hálfmisheppnaða náunga og hann smellpassar í hlut- verk Robs. Hann er hér látinn tala beint í myndavélina, sem er mjög skemmtilegur og óvenjulegur frá- sagnarmáti í kvikmyndum og John tekst fullkomlega að halda athygli manns allan tímann. Samleikarar hans eru flestir framúrskarandi, og færna og feimna Dick. Þeir eru skemmtilegustu pers- ónurnar og ég á erfitt með að ímynda mér myndina án þeh-ra. Kannski er danska leikkonan Iben Hjelje (Mif- unes sidste sang) síst leik- aranna. En persóna hennar er frekar húmorslaus og það fellur ekki inn í þessa mynd. Það má sjálfsagt skrifa á leikstjórann. En stundum fannst mér heildarstíllinn ekki nógu sterkur og þá helst í því sem snýr að húmornum. Tim Robbins leikur frekar ýkta týpu, en hins vegar eru öll at- riðin með honum mjög fyndin og stinga svolítið í stúf við restina, og manni þykir mjög ólíklegt að Laura geti hrifist af þessum manni. High Fidelity er engin stórmynd sem býr yfir miklum boðskap, enda var það varla ætlun aðstandend- anna. Sagan er ekki einu sinni frum- leg og stundum er söguþráðurinn laus í reipunum. En persónurnar allar eru bara svo lifandi og hún er svo mannleg og þægileg á að horfa, að manni finnst sagan geta verið saga næsta manns. Kannski næsta manns í næstu plötubúð. Hildur Loftsdóttir LISTASAFN REYKJAVÍKUR - HAFNAR- HÚS KL. 15 cafe9.net ídag taka gestgjafar á móti fólki frá kl. 15. Heimsækið cafe9.net í Hafn- arhús eöa á heimasíðu. www.cafe9.net www.reykjavik2000.is - wap.olis.is ------------♦-*-«------- Ingo sýnir í Café 17 NÚ stendur yfir málverkasýning Ingólfs Þórs Árnasonar, Ingo, í Café 17, Laugavegi 17. Ingo sýnir þar þrjár myndir. Sýningin stendur til 13. október. Íúrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi BATMAN ER MÆTTUR MYNDASÖGUBLAÐIÐ ZETA www.nordiccomic. com Baleno Wagon er rúmgóöur og mjög vel búinn Qölskyldubíll. Nú bjóðum við enn veglegri Ijórhjóladrifinn bíl, Wagon 4x4 Limited á 1.725.000 kr.! 12.699,- á mármöi Dæmi um meöalafborgun miöaö viö 950.000 kr. útborgun (t.d. bill tekinn upp í), í 84 mánuöi. Auk þess er í 4x4 Wagon Limited: > Leöurklætt stýri i Leðurklæddur gírstangarhnúöur i Viöaráferö á mælaboröi > Álfelgur i Geislaspilari > Sílsalistar > Þokuljós > Samlitir speglar > Fjarstýrð samlæsing $ SUZUKI /★ SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, slmi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Ellasson, Grænukinn 20, SUZUKI BILAR HF simi 555 15 50. Hvammstangi: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 22 30. isafjörður: Bilagarður ehf., Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavik: BG bilakringlan, Gröfinni 8, simi 421 12 00. Skeifunni 17. Simi 568 51 00. www.suzukibilar.is Er kominn b'mi tíl að kaupa nýjan og StðETTl ? ^cúsV-yldunnar? BALENO WAGON 4x4 Limited Staöalbúnaður í Baleno Wagon er m.a.: . ABS-bemlar • Vökvastýri . 2 ioftpúöar • 16 ventla 96 hestafia vél . Þakbogar . Rafmagn i rúöum og spcgium . Vindskeið • Styrktarbitar i huröum . Samlitir stuöarar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.