Morgunblaðið - 21.09.2000, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
BÓKASALA í ágúst
Rðð Var Titill/ Hofundur/ Otgefandi
1 Kortabók/ / Mál og menning
2 Amazing lceland-Ýmis tungumál/ Sigurgeir Sigurjónsson/ Forlagið
3 Stjörnurnar í Konstantínópel/ Halla Kjartansdóttir vaidi/ Mál og menning
4-5 Dönsk-islensk/íslensk-dönsk orðabók/ Ritstj. Sigurlín Sveinbjarnardóttir
og Svanhildur Edda Þórðardóttir/ Orðabókaútgáfan
4- 5 Panorama-ísland/ Páli Stefánsson/ lceland Review
6 Harry Potter og leyniklefinn/ Joanna Rowling/ Bjartur
7 Ensk-íslensk/ íslensk-ensk orðabók/ Ritstj. Sævar Hilbertsson/Orðabókaútg.
8 Brennu Njáls saga/ / Mál og menning
9 íslandsklukkan/ Halldór Kiljan Laxness/ Vaka-Helgafell
10 Where nature shines-Ýmis tungumál/ Sigurgeir Sigurjónsson og
Ari Trausti Guðmundsson/ Forlagið
Einstakir flokkar: ÍSLENSK OG ÞÝDD SKÁLDVERK
1 Stjörnurnar í Konstantínópel/ Halla Kjartansdóttir valdi efni/ Mál og menning
2 Brennu Njáls saga/ / Mál og menning
3 íslandsklukkan/ Halldór Kiljan Laxness/ Vaka-Helgafell
4 Góðir íslendingar/ Huldar Breiðfjörð/ Bjartur
5 Parísarhjól/ Sigurður Pálsson/ Forlagið
6 Hús úr húsi/ Kristín Marja Baldursdóttir/ Mál og menning
7 Híbýli vindanna/ Böðvar Guðmundsson/ Mál og menning
8 Uppvöxtur litla trés/ Forrest Carter/ Mál og menning
9 Riddarar hringstigans/ Einar Már Guðmundsson/ Mál og menning
10 Við urðarbrunn/ Viiborg Davíðsdóttir/ Mál og menning
ÍSLENSK OG ÞÝDD LJÓÐ
1 Eddukvæði/ Gísli Sigurðsson sá um útgáfuna/ Mál og menning
2 Há vamál-Ýmis tungumál/ / Guðrún
3-4 Ljóð dagsins/ Sigurbjörn Einarsson valdi efni/ Setberg
3-4 Nýja söngbókin 2/ / Klettaútgáfan
5- 6 Gullregn úr ástarljóðum íslenskra kvenna/ Gyifi Gröndal valdi/ Forlagið
5- 6 Spámaðurinn/ Kahlil Gibran/ Muninn
ÍSLENSKAR OG ÞÝDDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR
1 Harry Potter og leyniklefinn/ Joanna Rowiing/ Bjartur
2 Harry Potter og viskusteinninn/ Joanna Rowling/ Bjartur
3 Úlfurinn og sjö kiiðlingar/ Richard Soarry/ Björk
4 Litlu dýrin á bænum/ James C. Shooner/ Björk
5 Hjólin á strætó/ ísl. texti Stefán Júlíusson/ Björk
6- 7 Anna getur það/ Margo Lundell/ Björk
6-7 Láki jarðálfur/ Grete Janus Hertz/ Björk
8 Stubbur/ Bengt Nielsen/ Björk
9 Ástarsaga úr fjöllunum-Ýmis tungumál/ Guðrún Helgadóttir og Brian
Pilkington/ Vaka-Helgafell
10 Hjá afa og ömmu/ Lawrence DiFiori/ Björk
ALMENNT EFNI OG HANDBÆKUR ~
1 Kortabók/ / Mál og menning
2 Amazing lceland-Ýmis tungumál/ Sigurgeir Sigurjónsson/ Forlagið
3-4 Dönsk-íslensk / íslensk-dönsk orðabók/ Ritstj. Sigurlín Sveinbjarnardóttir
og Svanhildur Edda Þórðardóttir/ Orðabókaútgáfan
3-4 Panorama - ísland/ Páll Stefánsson/ lceland Review
5 Ensk-íslensk / íslensk-ensk orðabók/ Ritstj. Sævar Hilbertsson/ Orðabókaútg.
6 Where nature shines-Ýmis tungumál/ Sigurgeír Sigurjónsson og
Ari Trausti Guðmundsson/ Forlagið
7 Gönguleiðir í reykjavík/ Ásta Þorleifsdóttir og Björn Jóhannsson/ Reykjavíkurb.
8 íslenska vegahandbókin/ Steindór Steindórsson frá Hlöðum/ (slenska bókaútg.
9 Frönsk-íslensk / íslensk-frönsk orðabók/ Þór Stefánsson/ Orðabókaútg.
10 Þýsk-íslensk / íslensk-þýsk orðabók/ Eygló Eiðsdóttir/ Orðabókaútgáfan
Bókabúðir sem tóku þátt í könnuninni
Höfuðborgarsvæðið:
Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi
Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla
Bókabúðin Hlemmi
Bókabúðin Mjódd
Bóksala stúdenta, Hringbraut
Eymundsson, Kringlunni
Penninn-Eymundsson, Austurstræti
Penninn, Kringlunni
Samantekt Félagsvísindastofnunar á sölu bóka i ágúst 2000. Unnið fyrir Morgunblaðið,
Féiag íslenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaverslana. Ekki eru taldar með þær
bækur sem seldar hafa verið á mörkuðum ýmiss konar á þessu tímabili, né kennslubækur.
Bókabúðin Hamraborg, Kópavogi
Penninn-Eymundsson, Hafnarfirði
Utan höfuðborgarsvæðisins:
Bókabúð Keflavíkur, Keflavík
Bókval, Akureyri
Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum
KÁ, Selfossi
Bjartsýni á fram-
tíð heimsins
BÆKUR
Fræðirit
HIÐSANNA ÁSTAND
HEIMSINS
eftir Bjern Lomborg. 2000. Fiskifé-
lagsútgáfan, Reykjavík. 320 bls.
VIÐ SEM gleðjumst yfir því á
hverjum morgni að sólin rís höfum
átt fáa bandamenn í
röðum þeirra sem láta
skoðanir sínar í Ijósi
um umhverfismál. Það
er eins og bölsýnin sé
óhjákvæmilegur fylgi-
fiskur áhuga á um-
hverfísmálum, ein-
hvers konar herpingur
í sálinni sem kemur í
veg fyrir að þeir sjái
það sem við hin sjáum,
voni það sem við von-
um. Nú er fram kom-
inn bandamaður okkar
bjartsýnismannanna í
umhverfismálunum og
var ekki seinna vænna.
Það er Bjprn Lom-
borg, danskur tölfræðingur, sem
hefur skrifað heila bók um af
hverju við eigum að horfa bjartsýn
fram á veginn með mannfélagið yf-
irleitt og umhverfismálin sérstak-
lega.
Það er eftirtektarvert að yfir-
lýsingar um yfirvofandi dómsdag
hafa einkennt umræðu um um-
hverfismál frá upphafi. Það má
með nokkrum rétti segja að bókin
Raddir vorsins þagna marki upp-
haf umhverfishreyfingar nútímans.
Hún er dómsdagsbók. Síðan hefur
verið borið á borð fyrir almenning
reglulega að ýmsir þættir umhverf-
isins væru í stórhættu. Nýjasta
dæmi slíks er stöðugur fréttaflutn-
ingur af því að íshellur norður- og
suðurskautsins bráðni meir og
hraðar en menn hafa áður þekkt.
Venjulega er því bætt við að þetta
kunni að leiða til þess að sjávar-
borð hækki, Golfstraumurinn hætti
að bera hlýja strauma hitabeltis-
sjávar inn í Norður-Atlantshafið.
Ymsir merkilegir vísindamenn
halda þessu fram og við sem ekki
erum sérfróð á þessum sviðum er-
um í nokkrum erfiðleikum að bera
brigður á þessar staðhæfingar. I
þessu sérstaka dæmi er hollt að
minnast þess að óvissan sem þessir
spádómar byggja á er umtalsverð:
sérfræðingarnir vita til dæmis ekki
hvort þetta er náttúruleg sveifla í
veðurlaginu eða stafar af hlýnun
lofthjúps jarðar. Það er líka hollt
að minnast þess að vísindin ganga
þannig að við vitum ekki hvort þær
hugmyndir sem hæst ber á hverj-
um tíma standast skoðun nánustu
framtíðar. Einn mikilvægasti inn-
viður vísindanna er skoðun og
gagnrýni viðtekinna sanninda og
kenninga. Þótt menn telji sig nú
hafa vísbendingar um miklar
sveiflur í veðurfari fyrir 100 þús-
und árum, svo að dæmi sé nefnt, þá
er ekki þar með sagt að sú skoðun
standist athugun frekari gagna.
Það ber því ævinlega að gjalda var-
hug við því að trúa yfirlýsingum
vísindamanna um dómsdag.
Bjprn Lomborg hefur haft fyrir
því að fara yfir mikið magn af
gögnum og ritum um umhverfis-
mál. Niðurstaða hans er einföld.
Hún er sú að það sé ástæða til að
vera bjartsýnn um framtíð núver-
andi mannfélags og þeirrar skip-
anar sem hefur komist á. Samfélag
nútímans er sjaldan lofað nógsam-
lega. Það hefur losað menn úr
þeirri ógeðfelldu áþján sem menn
bjuggu við bara fyrir eitt hundrað
árum. Ef við færum lengra aftur í
tímann verður enn ljósara hve
framfarirnar eru miklar. Til að
rökstyðja þessa skoðun skoðar
Lomborg meðalaldur, fátækt,
hungur, heilbrigði og mannfjölgun
og allt ber að sama brunni: nútím-
anum hefur tekist að bæta allt
þetta og leysa þau vandamál sem
til dæmis fylgja aukinni mannfjölg-
un. Menn hafa haft áhyggjur af
fólksfjölgun frá dögum Malthusar
á fyrri hluta síðustu aldar sem
ganga út á að ekki sé nokkur von
til að hægt sé að brauðfæða þann
aukna mannfjölda sem fyrirsjáan-
legur er. Spádómar
um þetta efni hafa
verið að koma fram
alveg fram á síðustu
ár. Niðurstaðan er
hins vegar sú að næg-
ur matur er fyrir alla
jarðarbúa en fátækt,
stríð og önnur félags-
leg óáran koma í veg
fyrir að allir geti
brauðfætt sig.
Bjprn Lomborg
byrjar bók sína á að
fara yfir það sem
hann kallar ákæruna.
Það er sú mynd að
samfélag nútímans sé
komið á yztu nöf:
skógarnir að hverfa, fiskistofnarnir
að hrynja og sífellt meira gróið
land fer undir malbik. I raun gangi
samfélag nútímans svo nærri vist-
kerfi náttúrunnar að það muni ekki
þola álagið mikið lengur og samfé-
lag nútímans hrynji áður en langt
um líður. Allt sem við vitum segir
okkur hins vegar að þessi skoðun
sé röng. Þetta merkir ekki að við
engan vanda sé að etja í umhverfis-
málum, enda heldur Bjprn Lom-
borg því ekki fram. Þetta merkir
einungis að við eigum að takast á
við vanda í umhverfismálum eins
og annan samfélagsvanda með heil-
brigðri skynsemi, skoða alla mögu-
leika og velja þann sem bezt kemur
öllum mönnum.
Það má benda lesendum bókar-
innar á að það er ein forsenda
málflutningsins að umhverfismál
séu ekkert öðruvísi en önnur mál-
efni samfélagsins: í þeim eins og
öðrum verði að velja þann kostinn
sem skynsamlegastur er hverju
sinni. I þeim eins og flestum öðrum
samfélagsmálefnum eru tiltekin
verðmæti sem halda ber í heiðri:
almannaheill, frelsi og jöfnuður,
svo að nefnd séu þrjú í hópi þeirra
mikilvægustu. Þessi verðmæti kom
lítið við sögu í málflutningi Bjprns
Lomborgs en hann skoðar ólíkan
kostnað við ólíkar aðgerðir. Þessi
þáttur í málflutningi hans kemur
einna skýrast fram í því sem hann
segir um gagnsleysi Kyoto-samn-
ingsins og þeirri tillögu að bregð-
ast við afleiðingum af auknum kol-
tvísýringi í andrúmsloftinu en ekki
orsökinni. Það sé einfaldlega ódýr-
ara. Mér virðist að þessi forsenda
málflutnings Bjprns Lomborgs fari
helzt í taugarnar á þeim sjálfskip-
uð talsmönnum umhverfisins sem
tröllríða fjölmiðlum samtímans.
Þeir virðast trúa því að sé hægt að
benda á verðmæti í umhverfinu
sem glatast við tilteknar aðgerðir
þá séu þeir með sjálfkrafa rök-
semdir sem útiloka þessar aðgerðir
og breytir þá engu hvort bent er á
svartar auðnir, mýrarfláka á öræf-
um, djúp gil eða fossa í ám. Það er
eins og það sé auðsætt mál að þetta
trompi virkjanir, íbúðabyggð, vegi
eða hvað annað sem mönnum dett-
ur í hug að framkvæma. En málið
er að þessi verðmæti í umhverfinu
verður að vega og meta á móti öðr-
um og það er aldeilis ekki sjálfgefið
hver eiga að vega þyngst.
í fyrsta og öðrum kafla bókar-
innar fjallar Bjprn Lomborg um
ákæruna og aðstæður mannsins á
borð við aldur, heilbrigði og vel-
megun. I þriðja kaflanum leitast
hann við að svara spurningunni:
geta mannlegar framfarir enn auk-
ist? Þar skoðar hann auðlindir eins i
og vatn, hráefni, orku, skóga og I
matvæli. Hann kemst að þeirri nið- §
urstöðu að ekkert af þessu sé í P
hættu eða af svo skornum skammti
að vandræði þurfi að hljótast af.
Þótt nóg sé af vatni í heiminum eru
þó nokkur lönd sem þjást af vatns-
skorti. Það er ekki augljóst hvernig
þau eiga að bregðast við honum en
höfundur bendir á nokkur úrræði
og telur ekki að þetta vandamál
verði óyfirstíganlegt.
Fjórði kaflinn er um mengun,
loftmengun, súrt regn, loftmengun (
innanhúss, vatn og sorp. Ekkert P
þessara atriða er þess eðlis að það
ógni samfélagi manna á jörðunni.
Fimmti kafli nefnist framtíðar-
vandi og þar er farið yfir möguleg-
an umhverfisvanda í framtíðinni:
skort á vatni, of mikla notkun eit-
urefna, fækkun líffræðilegra teg-
unda, gróðurhúsaáhrif.
I þessum kafla eins og öllum öðr-
um skoðar hann þau gögn sem lögð |
hafa verið fram um hvert og eitt h
efni og athugar hvort þau standast |
skoðun og hvaða ályktanir eðlilegt
er að draga af þeim. í lokakafla
bókarinnar dregur hann fram að í
umhverfismálum eins og öðrum
verði að beita forgangsröðun, meta
mikilvægi ólíkra hluta. Ef mál-
flutningur hans stenzt er ekki
ástæða til að hafa sérstakar
áhyggjur af umhverfinu. Meta
verði allan mögulegan skaða í Ijósi j
beztu gagna og bera hann saman g
við aðra kosti. Dæmi um slíkan I
samanburð má sjá á bls. 261 þar
sem borinn er saman kostnaður við
ólíkar aðgerðir til að bjarga
mannslífum.
Þetta er þörf bók, áminning um
að treysta mannlegri skynsemi í
umhverfismálum sem öðrum. Hún
er skýr í uppbyggingu á einföldu
máli og þýðingin hefur í heildina
tekizt vel þótt hnökrar séu á jj
nokkrum stöðum.
Það er eiginlega nokkurt afrek j?
að gera skýrslur um hag landbún-
aðar að skemmtilesningu.
Guðmundur H. Frímannsson
Sýning-
um
MÁLVERKASÝNINGU
Guðrúnar Kristjánsdóttur, Af
fjöllum, í Hafnarborg, lýkur
mánudaginn 25. september.
Aðalviðfangsefni Guðrúnar
eru fjöllin £ íslensku lands-
lagi, en auk málverkanna eru
í hliðarsal verk úr langtað-
komnum rekavið með áskrif-
uðum tímamæli í árhringum
og ullarvisk af gengnum
kindum.
Sýningin er opin alla daga
kl. 12-18.
Sýningu á grafíkverkum
Þorgerðar Sigurðardóttur,
Tréristur, í Hafnarborg, lýk-
ur mánudaginn 25. septem-
ber.
I verkum sínum fjallar Þor-
gerður um trúarlega merk-
ingu krossins.
Sýningin er opin alla daga
nema þriðjudaga.
Listaskálinn
í Hveragerði
SÝNINGU Jóhönnu Boga-
dóttur, Heit jörð, í Listaskálan-
um í Hveragerði lýkur um
næstu helgi.
Jóhanna sýnir málverk, olíu-
krít og vatnslitamyndir.
Sýningin er opin alla daga frá
kl. 13-17.
Ókeypis aðgangur.
Bjern
Lomborg