Morgunblaðið - 21.09.2000, Page 42

Morgunblaðið - 21.09.2000, Page 42
42 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Aðstoð á Alþingi Ætti fulltrúi kjósenda á höfubborgar- svæðinu hins vegarfyrir alvöru að ná til umbjóðenda sinna veitti honum varla afhelmingi fleiri aðstoðarmönn- um en landsbyggðarþingmönnunum eru ætlaðir. Altént þarfhann að ná til allt að helmingi fleira fólks. Eftir Karl Blöndal Þingheimur hefur löng- um átt í vök að verjast gagnvart fram- kvæmdavaldinu. AI- þingi hefur ekki mikið bolmagn tii rannsókna og þurfa menn að vera hamhleypur til allra verka ætli þeir að undirbúa mal sín sómasamlega og vera um leið heima í öðru, sem fram fer í þing- sölum. Því hefur verið haldið fram að vandi þingsins endurspeglist í því að fremur en að vera leiðandi afl í lagasetningu sé það harla leið- itamt og láti skriffínnana í ráðu- neytunum ráða ferðinni. Nú virðist sem þingmenn ætli að tfinunoc gerabreytingu VIÐHOftr á þessu. Sam- hliða breyttri kjördæma- skipan er ráð- gert aðjjingmenn fái aðstoðar- menn. I fyrstu verður ekki gengið svo langt að hver þingmaður fái sinn aðstoðarmann, heldur verður fyrirkomulagið þannig að íyrsti þingmaður hvers flokks í hverju kjördæmi fær einn aðstoðarmann og hver þingmaður, sem á eftir kemur, hálfan aðstoðarmann. Þetta virðist við íyrstu sýn vera hið mesta afbragðsuppátæki. Ástæðan að baki þessari fyrirhug- uðu ráðstöfun er hins vegar ekki jafn einfold og ætla mætti. Hér er ekki á ferðinni tilraun til að efla starf þingsins, þótt sú gæti orðið afleiðingin. Ætlunin er einfaldlega að bæta landsbyggðarþingmönn- um upp að með nýrri kjördæma- skipan þokast í jafnræðisátt með íbúum þessa lands, þótt áfram verði langt í land að hver maður hafi eitt atkvæði. Áfram munu sumir kjósendur hafa helmingi meiri skriðþunga en aðrir í kjör- klefunum. Áðstoðarmennimir eiga að auðvelda þingmönnum að halda uppi samskiptum við kjósenduma með tvöföldu atkvæðin, en óþarfi er að fulltrúar kjósendanna með litlu atkvæðin hafi aðstoðarmenn. Það er sem sé niðurstaðan að þing- menn höfuðborgarsvæðisins fái ekki aðstoðannenn. Ástæðan er sögð sú að landsbyggðarþingmenn muni eiga fullt í fangi með að kom- ast yfir flennistór kjördæmi sín og halda sambandinu við kjósendur. Ætti fulltrúi kjósenda á höfuð- borgarsvæðinu hins vegar fyrir al- vöra að ná til umbjóðenda sinna veitti honum varla af helmingi fleiri aðstoðarmönnum, en landsbyggð- arþingmönnunum era ætlaðir. Al- tént þarf hann að ná til allt að helmingi fleira fólks. Þingmenn höfuðborgarsvæðis- ins era einstaklega ósamlyndir miðað við landsbyggðarþingmenn, sem oft og tíðum láta flokkslínur lönd og leið þegar heiður kjördæm- isins er í húfi. Sinnuleysi þing- manna höfuðborgarsvæðisins gagnvart Reykjavík og nágranna- byggðunum ber því vitni, sem áður er sagt um að þeir séu ekki í tengsl- um við kjósendur sína. Þegar litið er til þess hvemig fjárlög dreifast milli landshluta gæti í það minnsta enginn ætlað að rúmlega þriðjung- ur þingheims býr í Vesturbænum, eða 23 og þar af 11 landsbyggðar- þingmenn og sex ráðherrar, sam- kvæmt samantekt í Vesturbæjar- blaðinu. Ef einhver hefur ætlað að með breyttri kjördæmaskipan væri ætlunin að breyta því, sem breyta átti, er nú að koma í ljós ýmsum finnst greinilega heldur geyst farið. Þegar litið er á skýrslu þing- nefndarinnar, sem fjallaði um þessi mál, kemur á daginn að það er mjög á reiki hvemig ráða á þá að- stoðarmenn, sem nefndin gerir að tillögu sinni að þingmenn geti ráð- ið. Aðstoðarmennimir skulu þjóna þingmönnum Norðvestur-, Norð- austur- og Suðurkjördæmis. Þar verða kosnir 30 þingmenn. Eiga þingmennimir að fá vinnuaðstöðu í kjördæmunum og geta ráðið til sín starfsmenn, sem væntanlega starfi þar. Lítið er sagt um það hvaða kröfur eigi að gera til þessara starfsmanna, en þó sagt að æski- legt væri að þeir hefðu góða menntun, gætu starfað sjálfstætt og til dæmis lagt drög að þingmál- um og þingræðum. Þetta er eina skilgreiningin, sem er að finna á starfssviði aðstoðarmannsins og ljóst að landsbyggðarþingmenn þurfa mun fremur á aðstoð af þessu tagi að halda en þingmenn á höfuðborgarsvæðinu. Með þessu er einnig lagt lóð á vogarskál byggð- astefnunnar og nokkrir mennta- menn sendir út á land. Eftir var tekið þegar for- setaembættið auglýsti nýlega eftir sérfræðingi án þess að tiltaka í hveiju. Ekki er að sjá í hverju að- stoðarmenn þingmanna ættu að vera sérfræðingar og jafnvel æski- legra að þeir væra alfræðingar. Þeir þurfa að kunna skil á búfræði til að fyrirverða sig ekki þegar þeir gerast staðgenglar yfirboðara sinna í sveitum landsins. Þeir þurfa að hafa numið mælskulist tíi að vita hvemig gera megi orðhengil að ræðusnillingi. Og spakir mega þeir vera um lög og allt það, sem lögin snúast um, sem þeir þurfa saman að sjóða. Þessar stöður aðstoðarmanna gætu reyndar orðið nokkurs konar happdrætti, því sumir munu eiga vísan frama Jjegar þingmenn þeirra komast í ráðherrastóla en aðrir verða dæmdir til að hírast til sveita. Kafli um aðstoðarmenn þing- manna í öðrum löndum veitir reyndar vísbendingu um það, sem koma skal. Þar er greint frá því að í Danmörku ráði þingmenn sér oft sérfræðinga úr röðum náms- manna. Skrýtin þula. í fyrsta lagi er heldur hæpið að námsmenn geti talist sérfræðingar. í öðra lagi kemur upp í hugann það fyrir- komulag, sem haft er á í Banda- ríkjunum. Þar eru námsmenn eða nýútskrifuð ungmenni oft og tíðum fengin til að aðstoða stjórnmála- menn. Þegar stjómkerfi Banda- ríkjanna lamaðist um árið vegna þess að þingið neitaði að afgreiða fjárlög sáu þessir aðstoðarmenn meira að segja um að reka banda- ríska stjómkerfið og komst einn þeirra í svo náin kynni við Banda- ríkjaforseta að hann riðaði til falls. Og nú munu þingmenn fá sínar Mónikur, en gæðunum verður mis- skipt því að sumir fá eina, aðrir hálfa og flestir enga. KONRÁÐ ODDGEIR JÓHANNSSON + Konráð Oddgeir Jóhannsson fæddist 9. aprfl 1943. Hann lést 6. septem- ber siðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey frá Dóm- kirkjunni 18. sept- ember. Okkur langar að minnast í fáeinum orð- um góðs drengs, Kon- ráðs Oddgeirs Jóhanns- sonar, sem nú hefur lokið harðri baráttu við illvígan sjúkdóm. Konni er einn þeirra manna sem setja mark sitt á tilvera þess fólks sem kynnast þeim. Leiðir okkar lágu saman í landvörslu og náttúravemd fyrir rúmum áratugi og þar mynduð- ust tengsl sem ekki munu rofna. Fyrstu kynnin af Konna vora á land- varðanámskeiði á Akureyri 1986. Það komst enginn hjá því að taka eftir þessum manni, hann var eldri en við flest og áberandi, jafnvel svo að sum- um þótti í byijun nóg um. En þegar við fóram að hlusta eftir því sem hann sagði, fór ekki milli mála að þama var maður sem hafði eitthvað að segja. Einlægur áhugi hans á viðfangsefn- inu leyndi sér ekki og hann var búinn að starfa á hálendinu sem landvörður í mörg ár. Og þekkingu sinni vildi hann deila með okkur. Þess vegna kom það okkur á óvart í lok nám- skeiðsins þegar Konni bað um orðið til að þakka hinum þátttakendunum fyrir að hafa komið fram við sig eins og jafningja, þótt hann væri ekki með stúdentspróf eins og við hin. Og þótt aðeins annar okkar væri á þessu nám- skeiði varð það samt upphaf kynna okkai- beggja við hann. Við nánari kynni af Konna hefur okkur oft þótt þetta atvik lýsa honum vel. Þrátt fyrir þekkingu sína og reynslu fannst hon- um hann ekki alltaf standa jafnfætis sumum öðram, af því þeir höfðu meiri skólagöngu en hann. Svar hans var þá stundum að afla sér meiri þekkmgar á eigin vegum og halda henni stíft fram í umræðum, eins og til að fá að spegla sig í viðræðum við aðra. Þá kom maður aldrei að tómum kofun- um hjá þessum fróða og víðlesna manni. Það var flest stórt við Konna. Hann var sjálf- ur stór, rómurinn var voldugur, vináttan trygg og sterk, reiðin raunveraleg og glað- værðin sönn. Ýmsir sem kynntust honum lítið héldu kannski að þetta væri maðurinn allur, en þeim sem hlotnaðist að fá að kynn- ast honum nánar lærðist að inni fyrir hrærðist viðkvæm sál sem tók nærri sér illsku heimsins, einkum ef hún beindist að þeim sem honum þóttu minni máttar. Hann bar í brjósti sanna umhyggju fyrir því sem honum þótti vænt um. Ást hans og virðing fyrir hálendinu okkar var óheft og skýr. Henni má kannski best líkja við óspillta bamatrú, svo tær og einlæg var hún. Hann unni landinu svo mjög að hann gat aldrei skilið af hveiju sumt fólk fór um það af tillitsleysi og sóðaskap. Þá gat hann bragðist hart við, eins og faðir sem sér illa farið með lítið bam sitt. Hann reyndi því mjög í starfi sínu að fræða fólk um há- lendið og segja því hvemig best væri að umgangast það svo það héldist fag- urt og óspillt. Þannig vissi hann að menn myndu læra að meta öræfin og myndu því síður skaða þau. Þótt Konni vildi takmarka umsvif manna á vissum svæðum var hann ekki náttúrufriðunarsinni í eðli sínu. Hann sýndi það í leik og starfi að hann taldi eðlilega og upplýsta landnýtingu skynsamlegustu leið Is- lendinga til að lifa góðu og innihalds- ríku lífi í sátt við landið sitt. Hann var t.d. mikill veiðimaður og þær vora margar veiðisögurnar sem hann sagði okkur. Konni var líka ótrúlega skemmtilegur sögumaður. Hann hafði náttúralega frásagnargáfu sem gat breytt einfoldum atburðum úr hversdagslífinu í stórbrotna sögu, eft- irtektarverða og skemmtilega. Stundum kom glampi í augu hans þegar hann var að segja frá, því hann vissi að við vissum að hann væri kannski ögn að ýkja. Það traflaði hann samt ekki við að segja söguna með sínum hætti, hann vissi að bæði við og hann hefðum miklu meira gam- an af henni þegar hann hélt sínu striki. Við munum seint gleyma heim- sóknunum til hans í Herðubreiðar- lindir sumarið 1988 þegar hann gerði allt sem hann gat til að ljúka upp aug- um gestanna fyrir dásemdum staðar- ins og þegar hann sagði okkur frá því þegai’ hann var að reyna að veiða níu punda silunginn á stöng. Þá lýsti hann fyrir okkur hvemig stöngin svignaði í þijá hringi þegar silungur- inn þreif öngulinn af fullum krafti - og við sáum þetta allt ljóslifandi fyrir okkur. Konni var tryggur félagi í land- vörslunni og alltaf reiðubúinn að fræða, hjálpa og leiðbeina ef á þurfti að halda. Þótt hann væri hættur að vinna sem landvörður hélt hann áfram að starfa innan Landvarðafé- lags Islands þar sem hann var á með- al vina. Þótt við sæjumst sjaldnar er frá leið, vissum við alitaf hver af öðr- um og höfðum samband okkar í milli þegar ástæða þótti til. Þá sagði hann okkur frá gleði sinni og sorgum og þakkaði samúð í garð íjölskyldunnar þegar sorgin knúði dyi’a án miskunn- ar. Þó gerðum við ekkert annað en láta hann vita að við hugsuðum til hans, eins og við geram til fjölskyldu hans nú, þegar hann er genginn. Vilj- um við votta öllum aðstandendum okkar innilegustu samúð en um leið þakkir fyrir samvistir við hann og Sindra sem við kynntumst líka í Herðubreiðarlindum. Það verður skrítið fyrir okkur að fá ekki oftar að eiga góða stund með Konna en við eigum samt skemmti- legar og dýrmætar minningar um mikilsverð kynni. Fyrir þau er Ijúft að þakka. Friðrik Dagur Amarson, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson. + Haraldur Páls- son fæddist á ísa- firði 24. aprfl 1927. Hann lést á líknar- deild Landspítalans 30. ágúst síðaslliðinn og fór útför hans fram frá Grafarvogs- kirkju 7. september. I dag kveðjum við kæran vin og félaga sem andaðist 30. ágúst sl. á líknardeild Land- spítalans eftir erfið veikindi. Haraldur var ljúfur og traustur vinur þar sem fjölskyldan sat í fyrirrúmi og ávallt tilbúinn að rétta hjálparhönd og leitandi eftir hvar hennar var þörf. Halli og Dísa, eins og þau vora ávallt nefnd, vora ákaflega samhent, bæði í leik og starfi, og lágu kynni okkar og vinátta í sameiginlegum áhugamál- um. Þau vora félagslynd og vora þau t.d. mjög virkir félagar í dansklúbbn- um Kátt fólk í áratugi eins lengi og heilsa leyfði og virkir félagar vora þau bæði í Garðyrkjufélagi íslands svo og Dalíuklúbbnum. Þau vora ein af frambyggjum í Grafarvogi, en þar reistu þau sér heimili 1984 og hófu að rækta garð- inn sinn og sem dæmi um hve mikill áhugi þeirra hjóna var á garðyrkju er þeirra eigin garður sælureitur sem þau hafa hlotið margar viðurkenn- ingar fyrir. Þau vora samtaka í því eins og öðra og nutu þess að vinna við garðinn sinn og ganga um hann með fjölskyldu og vinum. Halli var einnig félagi í Oddfellow- reglunni og þar var hann einnig mjög virkur og starfaði af miklum áhuga að þeim málefnum sem þar vora of- arlega á baugi hverju sinni. Halli var einn af þessum félögum sem ávallt voru vakandi í því að fylgjast með vinum sínum og félög- um, reiðubúinn að rétta fram hjálparhönd þar sem með þurfti. Halli og Hilmar minn vora í sömu Oddfellow- stúkunni og þegar geta Hilmars til að taka þátt í félagsstarfinu og sækja fundi varð minni var Halli ávallt reiðu- búinn að sækja hann og hvetja og aðstoða á all- an þann hátt sem hægt var og þannig gat hann lengur sótt fundi en ef Halla hefði ekki notið við. Það var venja hjá Halla og Dísu að koma að minnsta kosti einu sinni á sumri í heimsókn til okkai’ í sumar- bústaðinn og var þá gjarnan gengið um, gróðurinn skoðaður, þvi þar var áhugi þeirra ótakmarkaður. Og ekki nutum við hjónin þess minna að heimsækja Halla og Dísu í Hverafold, og ganga með þeim um lystigarðinn þeirra og ávallt var þar eitthvað nýtt að dást að, viðkvæmar, fágætar plöntur sem þurftu alúð og umhyggju, þau ræktuðu svo sannar- lega garðinn sinn á marga vegu. Halli og Dísa voru svo lánsöm að eignast stóra, samhenta fjölskyldu, mannvænleg börn svo og barnabörn og það var ekki síður gleði þeirra og gæfa. Það er erfitt fyrir Hilmar minn að geta ekki fylgt vini sínum hinsta spöl- inn, en Halli heimsótti Hilmar í hverri viku á sjúkrahúsið allt frá því í nóvember síðastliðinn og meðan heilsa hans leyfði en fylgdist með veikindum hans gegnum Dísu eftir það. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við traustan og góðan vin og biðjum góðan Guð að styrkja og styðja Dísu og fjölskylduna alla í sorg þeirra og söknuði og sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu um góðan dreng. Sigrún og Hilmar. Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/ sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. HARALDUR PÁLSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.