Morgunblaðið - 21.09.2000, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 45
JÓNÞÓR
JÓNSSON
+ Jón Þór Jónsson
fæddist á Raufar-
höfn 11. ágúst 1960.
Hann andaðist á
heimili sínu í Svíþjóð
hinn 7. september
síðastliðinn. Jón Þór
var sonur hjónanna
Jóns Þ. Árnasonar, f.
22.10.
1981 og Borghildar
Guðmundsdóttur, f.
22.9.1915.
Jón Þór ólst upp á
Raufarhöfn til
þriggja ára aldurs þá
flutti fjölskyldan til
Reykjavíkur. Systkini hans eru: 1)
Hildur Jónsdóttir, f. 4.12. 1947. 2)
Margrét Jónsdóttir, f. 7.10. 1949.
3) Árni Stefán Jónsson, f. 19.12.
1951. 4) Jakobína Jónsdóttir, f.
11.8.1960.
Jón Þór varð stúd-
ent. frá Fjölbrauta-
skólanum við Ár-
múla 1980 og fluttist
þá til Svíþjóðar og
nam tölvunarfræði
við Gautaborgarhá-
skóla.
Jón Þór kvæntist
eftirlifandi eigin-
konu sinni Maria
Hedin Jonsson, f.
24.1. 1961, í Smá-
löndunum í Sviþjóð,
10. ágúst 1997 og
eignuðust þau tvo
syni, David Alexander, f. 13.2.
1993 og Jakob Árna, f. 11.4.1997.
titför Jón Þórs fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 10.30.
Elsku Jónki minn, nú ert þú farinn
frá okkur. Mikið þykir mér það ótrú-
legt og ofsalega á ég erfitt með að
trúa því að við eigum aldrei aftur eft-
ir að heyra hlátur þinn glymja yfir
allt eða verða fyrir barðinu á stríðni
þinni sem alltaf var svo stutt í. Mig
langar, elsku frændi, að kveðja þig
með nokkrum orðum.
Mínar fyrstu minningar um þig
eru góða skapið þitt og húmorinn.
Það var alveg sama hvað gekk á, þú
varst alltaf svo lífsglaður, stríðandi
öllum í kiingum þig og hafandi gam-
an af. Þín helsta skemmtun var þó að
æsa tvíburasystur þína upp og hlæja
svo öll ósköpin af á eftir. Þú hafðii-
einstakt lag á að ná henni upp.
Þú varst eini sanni „dellukallinn"
sem ég hef kynnst. Alltaf var það
eitthvað nýtt sem þú varst búinn að
kynnast og fá áhuga á. Þig þyrsti
mikið í að prófa allt sem lífið hafði
uppá að bjóða og þú elskaðir útiveru.
Fyrst voru það skátarnir, að fara í
útilegur og klífa fjöll fannst þér ynd-
islegt. Eitt árið var það Ijósmyndun
sem átti huga þinn allan og eigum við
fjölskyldan myndir af okkur öllum
við hin ýmsu tækifæri sem þú tókst.
Seinna fórstu að stunda elgveiðar,
kajaksiglingar, skútusiglingar og
margt annað til að uppfylla þessa þrá
þína, að prófa nýja hluti. Okkur
fannst mjög gaman að fylgjast með
þessu öllu og vorum alltaf að velta
fyrir okkur í hverju þú værir þá og
þá stundina, hvert hið nýja áhuga-
mál þitt væri því þú komst alltaf á
óvart með ævintýraþrá þinni.
Ungur fluttir þú til Svíþjóðar til að
stunda nám og fluttir aldrei heim
aftur enda leið þér vel þarna úti. Við
hin gerðum grín að því að þú nenntir
ekki að koma heim enda áttirðu fjór-
ar mömmur hér heima sem allar
voru tilbúnar til að stjórna þér. Þetta
var auðvitað í gríni sagt enda vitum
við öll hvernig konurnai- í okkar fjöl-
skyldu eru en þær meina allar vel.
Eftir að þú fluttir út varstu að senda
okkur systkinunum sænsk teikni-
myndablöð og vídeóspólur með
barnaefni sem ekki var mikið um hér
á landi þá. Þetta þótti okkur frábært
og þó sérstaklega bræðrum mínum
sem lásu Knasen út í eitt.
Mér er minnisstæðast eitt sumar
þegar þú komst heim og við fórum á
Harðbak. Þar þótti þér gaman að
vera enda útivist eitt af því fáa sem
hægt er að stunda þar. Með þér í för
voru sænskir vinir þínir sem þú varst
að sýna landið þitt. Og ekki þótti þér
mikið mál að leyfa litlu frænku þinni
að brölta með ykkur þó svo að ég
væri mikið yngri og örugglega ekki
mikil skemmtun íyrir ykkur vinina
enaa með unglingaveiki á háu stigi.
Á Harðbak áttum við langt og gott
samtal um það að verða fullorðin
sem mig langar að þakka þér fyrir
því það samtal gerði mikið gott fyrir
unga konu.
1 Svíþjóð kynntistu Míu þinni.
Mikið varstu stoltur og ástfanginn
þegar þú komst með hana heim til
okkar enda er Mía yndisleg. Þú varst
mikill pabbi í þér sem sannaðist
strax og Davíð Alexander, sonur
þinn, fæddist. Það var yndislegt að
horfa á þig annast hann, því að frá
þér skein hrein ást og umhyggja. Og
ekki varðstu minna stoltur þegar
Jakob Árni fæddist. Þarna voru nýju
áhugamálin þín komin og gerðir þú
allt með drengjunum þínum. Þú
varst duglegur að segja þeim frá
landinu þínu og uppruna,
enda telja þeir sig íslenska eins og
pabbi þó þeir hafi einungis komið
hingað tvisvar. Þeir hafa þó svo
sannarlega erft lífskraftinn þinn og
lífsgleði og verður gaman að fylgjast
með þeim í framtíðinni.
í þinni síðustu ferð hingað heim
giftirðu þig og skírðir yngri son þinn.
Þetta voru miklir gleðidagar fyrir
okkur að taka þátt í enda ekki á
hverjum degi sem við gátum tekið
þátt í lífi ykkar í Svíþjóð. Aldrei hefði
okkur grunað að þetta væri í síðasta
skiptið sem við myndum fá að hitta
þig. En svona er nú víst lífið og ekki
fyrir okkur að skilja tilgang þess. Við
trúum því bara að það hafi verið þörf
fyrir sannan „dellukall" á efri hæð-
inni.
Elsku Mía, Davíð Alexander, Jak-
ob Árni, amma og aðrir í fjölskyld-
unni, við eigum nú tvo Jóna sem líta
eftir með okkui- og þeir munu gera
það eins og þeim einum er lagið.
Megi guð hjálpa okkur að komast yf-
ir þessa miklu sorg og horfa til fram-
tíðar. Elsku Jónki minn, takk fyrir
samfylgdina.
Þín frænka
Borghildur Sigurðardóttir.
Elsku Jón Þór frændi, okkur lang-
ar að kveðja þig með nokkrum orð-
um. Við vorum svo heppnar að fá að
heimsækja þig, Míu og Davíð til Sví-
þjóðar fyrir fjórum árum. Þið áttuð
heima úti í skógi í stóru ævintýra-
legu húsi með fullt af skúmaskotum
þai- sem við gátum falið okkur. Við
máttum gera allt sem við vildum, þú
bara brostir þínu fallega brosi.
Hundarnir ykkar risastórir og ofsa-
lega góðir voni hluti af þessu ævin-
týri. Þeir gerðu allt sem þú sagðir
þeim og það var svo frábært að sjá
hvað þeir voru góðir við Davíð og
pössuðu að hann færi ekki of langt
frá húsinu. Nú ert þú farinn til Guðs
og við fáum aldrei að sjá þig aftur, en
við systumar ætlum að vera dugleg-
ar að halda sambandi við strákana
þína frábæru, Davíð Alexander og
JakobÁrna.
Á þessari sorgarstund höfum við
systurnar velt mörgum spurningum
fyrir okkur um lífið og dauðann og
spurt fullorðna fólkið margra spurn-
inga. Þau svör sem við höfum fengið
höfum við ekki skilið öll fullkomlega.
Við munum væntanlega gera það
betur þegar við verðum eldri. Hins
vegar hefur það gert okkur rólegri
að þú munt fá að hvíla við hlið afa
okkar, sem við fengum að visu ekki
að kynnast þai- sem hann var dáinn
áður en við fæddumst, en höfum
heyrt svo mikið um.
Við kveðjum þig elsku frændi og
biðjum að heilsa afa. Guð geymi þig.
Sunna og Sandra.
í dag kveðjum við góðan vin, Jón
Þór Jónsson, sem lést í Svíþjóð hinn
7. september sl.
Jónki fluttist til Reykjavíkur
ásamt fjölskyldu sinni frá Raufar-
höfn 1971 og settust þau að á Rauða-
læk 79 sem varð fljótt miðstöð okkar
vinanna sem kyntumst Jónka og
Jakó. Okkur strákunum fannst nú
heldur betur spennandi að heim-
sækja Jónka því ávallt voru Jakó og
vinkonur hennar mættar á staðinn
og því oft glatt á hjalla við eldhús-
borðið þar sem mamma tvíburanna
töfraði fram endalalausa skammta af
kleinum, pönnukökum og ískaldri
mjólk.
Við vinirnir fórum í skátafélagið
Dalbúa og nutum útiveru, ferðalaga
og fjallaklifurs sem Jónki hafði sér-
stakan áhuga á og toppnum var náð
þegar hann fann eftir mikla leit í
Bournemouth í Englandi Alpines
bakpoka hannaðan af Dukal Heist-
on. Þetta var toppurinn á tilverunni
þrátt fyrir að vasapeningurinn færi
allur. Útiveran og ferðalögin áttu
hug okkar allan og Jambori-alheims-
skátamótið í Noregi varð okkur
ógleymanleg lífsreynsla sem hnýtti
saman skátahnútinn í hjörtum okk-
ar.
Tíminn leið hratt í þá daga með
ýmsum ógleymanlegum uppátækj-
um eins og þegar við vorum á rúntin-
um og hungrið að fara með Jónka,
sem alltaf var svangur, þá var keyrt
niður á lögreglustöð sem oftar og
fengið að hringja á Næturgrillið sem
kom með hamborgara með öllu
handa mannskapnum. Menntaskóla-
árin liðu og fyrr en varði sátum við í
ógleymanlegri stúdentsveislu heima
á Rauðalæk, virðulegri veislu sem
varð að fjörugri áramótagleði sem
engum líður úr minni.
Um haustið 1980 fór Jónki í fram-
haldsnám til Gautaborgar og eftir
nokkura ára nám og vinnu kynntist
hann Maríu og var þá orðið Ijóst að
hann myndi setjast að í Svíþjóð.
Hugur hans leitaði oft til íslands og í
ágúst fyrir þremur árum komu þau
heim og giftu sig og skýrðu yngri son
sinn. Athöfnin fór fram í blíðskapar-
veðri í gömlu kirkjunni í Árbæjar-
safni. Fyrir okkur vinina var gifting-
in og fríið þeirra hér heima
ógleymanlegt en jafnframt síðasta
skipti sem við hittum Jónka og mun-
um við ætíð minnast þessa ljúfa
drengs sem við kvöddum eftir þessa
gæfuríku daga þeiiTa á íslandi.
Elsku Borghildur, María, Davíð
Alexander, Jakob Árni, Magga,
Hilla, Árni og Jakó.
Okkar innilegustu samúðai-kveðj-
ur og megi Guð vernda góðan dreng
sem ávallt verður í huga okkar sann-
ur og traustur vinur.
Borgar og Arngrímur.
Ég kynntist Jónka sem tvíbura-
bróður Jakó vinkonu. Fyrst voru lítil
samskipti þar sem við vorum í ólík-
um vinahópum, hann í skátunum og
öllu því brambolti sem því er tengt
en við vinkonur uppteknar að öðru.
Er gangfræðaskóla lauk og velja
skyldi framhaldsskóla lentum við
Jónki í sama bekk. Fyrstu tvö árin
vorum við í Viðskiptadeild Laugalæk
áður en skólinn var fluttur í núver-
andi húsnæði sem Fjölbrautaskólinn
í Ármúla. Eftir þá flutninga vorum
við samferða í skólann á morgnana.
Ég var nefnilega uppá Jónka komin
með góðvild því að hann fékk afnot af
Fíkkanum, bíl þeirra tvíbura. Fíat
Uno 127 var fínn bíll þ.e.a.s þegar
hann var ekki rafmagnslaus. Á
hverjum morgni, eða segjum svotil á
hverjum morgni, til að gæta nú allr-
ar sanngirni, upphófst sama ritúalið.
Ég lalla yfir á Rauðalækinn og
hringi bjöllunni. Löng bið, Jónki of
seinn. Ég sem þoli ekki óstundvísi er
orðin vel heit af illsku er Jónki kem-
ur þjótandi niður með stírurnar í
augunum, veifandi bíllyklinum.
Ætt útí bíl og startað. Ekkert ger-
ist, Fíkkinn rafmagnslaus, Jónki
hafði gleymt ljósunum á, eða það var
einfaldlega of kalt íyrir bilinn, því
þetta var bíll með eigin hentisemi.
Og þá var ekkert annað að gera
fyrir mig en að snarast út og byija að
ýta.
Og ég hljóp með bflinn á undan
mér niður Rauðalækinn þangað til
að hann truntaðist í gang. Það er rétt
hægt að ímynda sér að ég morgun-
súr og geðill manneskjan var ekki
hótinu kátari við þessa byrjun dags.
En Jónki sat þá inní bíl ískrandi af
hlátri, og hann átti svo sannarlega
auðvelt með að hlæja þangað tO að
tárin láku. Endaði ferðin svo að er
við renndum í hlað, á síðustu mínútu
eða oftar en ekki var það eftir síð-
ustu mínútu, þá var illskan rokin úr
mér og ég hlammaði mér niður í
gamla pelsinum og skóladagur hófst.
Þessar hlaupaferðir mínar gerðu
alltaf stormandi lukku hjá fjölskyldu
Jónka og var endalaust hægt að
hlæja af morgunskokki mínu með
bflinn. Eftir hádegi hló ég hjartan-
lega með þangað til næsta morgun er
sagan endurtók sig.
Það var svo auðvelt að hlæja með
honum Jónka.
Við Jónki vorum góðir vinir þessi
fjögur ár í Fjölbraut og vorum mikið
saman. Margir héldu okkur kær-
ustupar en það var okkur víðs fjarri.
Okkur leið einfaldlega vel saman.
Við héngum iðulega heima hjá hvort
öðru og ætluðum að læra en enduð-
um á að kjafta mest allan tímann.
Hjá okkur var alltaf viss venja eft-
ir djamm að fá sér ostabrauð og te
fyrir svefninn eftir smá diskúsjón
um það hvort okkar ætti að vera
gestgjafinn.
Fór það oftast svo að við enduðum '
í eldhúsinu heima hjá mér því að
mamma mín bakaði svo góða ban-
anatertu sem okkur þótti mikið lost-
æti. Þrátt fyrir þennan fyiársjáan-
lega endi bar Jónki alltaf upp þessa
klassísku spurningu: „Jæja vinskap-
ur, ostabrauð heima hjá mér eða
þér?“ Vinskapur var það gæluorð
sem hann úthlutaði mér og nefndi
hann mig sjaldan annað okkar á
milli.
Við vorum bæði nátthrafnar mikl-
ir og tókum rispur fyrir próf og byrj-
uðum að læra saman seint að kvöldi .
og sátum fram á nótt og kláruðum
bananatertuna hennar mömmu,
hlýddum hvort öðru yfir eða ég
reyndi að stappa í hann smá stærð-
fræði. Reyndar snerist það við eitt
sinn er við áttum að fara í mikilvægt
próf. Einn hluta stærðfræðinnar var
mér fyrirmunað að skilja og lagði
Jónki alla sína orku og þolinmæði í
að stappa þessu í mig. Tók þetta
mestan part tímans og vildi svo
heppilega til að þessi hluti var stór
þáttur af prófinu. Mér gekk mjög vel
en Jónki var ekki upplagður og
klikkaði sjálfur á því sem hann hafði
kennt mér. Einkunnir voru eftir því
en Jónki bara hló.
Hann er sá mest „ligeglad" pers-
óna sem ég hef kynnst. Mikið gat
maður býsnast á stundum yfir hon-
um Jónka. „Þú ert algjör sauður“
sagði ég við hann og æsti mig upp úr
öllu. Hann alltaf svo rólegur, ekkert
stress, gerði allt á síðustu mínútu en
það var alltaf nóg, þessi síðasta mín-
úta.
Eftir stúdent hleyptum við heim-
draganum, ég til Danmerkur en
hann til Svíþjóðar. Við skruppum oft
í heimsókn. Fannst Jónka reyndar
mun skemmtilegra mín megin, því
Danir voni meira á bylgjulengd*
Jónka heldur en Svíar. Én til Sví-
þjóðar var hann kominn og ég sagði
við hann að hann væri svo latur að
hann myndi aldrei nenna að flytja
heim aftur, nema að einhver gerði
það fyrir hann. Og sú varð raunin.
Við áttum skemmtileg ár saman og
ég sé hann fyrir mér liggja makinda-
lega í stól, skellihlæjandi svo að tárin
hrynja. Núna hrynja mín tár fyrir
litlu drengina hans tvo og fjölskyldu
hans alla. Megi Guð vernda hann og
blessa á nýju heimili sem og veita
fjölskyldu hans styrk og kjark til að
takast á við sorgina.
Sigrún Einars.
+ Guðrún Jónsdótt-
ir fæddist 1. maí
1905. Hún lést á
heimili sínu 13. sept-
ember siðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Guðfinna Jós-
epsdóttir og Jón
Böðvarsson. Hún átti
tvo bræður, Óskar
Haraldsson og Gunn-
ar Haraldsson sem er
látinn. Guðrún ólst
upp hjá föðurfólki
sínu Böðvari og Bóel
á Þorleifsstöðum síð-
an á Butru í Fljóts-
hlíð.
Guðrún giftist Ara Markússyni
frá Valstrýtu í Fljótshlíð 1925 og
Það sem sem alltaf stendur upp úr
þegar ég hugsa til þín amma mín er
trú þín á Jesú Krist og hvernig sú trú
mótaðilíf þitt.
Ég minnist þess, þegar ég kom í
heimsókn til þín til Eyja sem barn,
hversu fallegar mér fannst kvöld-
bænirnar þínar. Bænirnar þínar
veittu mér ætíð þá tilfinningu að Guð
myndi ávallt líta eftir mér og að hann
myndi vernda okkur öll.
Og þegar ég fullorðnaðist þreytt-
ist þú aldrei á að hvetja mig til að
fluttust þau þá til
Vestmannaeyja og
bjuggu þar allan
sinn búskap, Ari lést
1972. Þau eignuðust
sex börn, tvö dóu
mjög ung en íjögur
lifa, Elías, Ester,
Emil og Hörður. Auk
þess ólu þau upp
þrjú barnabörn sín,
Daniel, Ara og
Selmu sem hafði
ömmu (mömmu) sína
hjá sér alveg síðustu
árin.
títför Guðrúnar
fer fram frá Hvítasunnukirkjunni
í dag og hefst athöfnin klukkan kl.
15.
lesa Biblíuna reglulega og varst ekki
á því að láta mig gleyma mikilvægi
trúarinnar.
Ein af þeim hefðum sem hafa
skapast á lífsleiðinni er að ég heim-
sótti þig alltaf á aðfangadag á leið-
inni í jólasteikina og á ég eftir að
sakna þeirra samverustunda.
Um síðustu jól færðir þú mér sálm
sem þér fannst svo fallegur og lang-
ar mig til að láta hann verða kveðju
mína til þín.
Ó, hvar munt eyða eilífð þó?
Oss alla snertir spuming sú.
Ó, hvar munt eyða eilífð þú?
Lát ekki bíða, að svara nú.
Svo margir kjósa Krist í dag,
þeir kjósa líf og sæluhag,
og verða hólpnir himnum á,
en hvar mun sál þín dvelja þá?
Ef nú í trú að Kristi Kross
þú kemur, muntu svara oss:
Ég sæll um alla eilífð verð
með englum Guðs i himinferð!
Elsku amma, ég vona að þú sért
sæl með englum Guðs í himinferð.
Ásta.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
GUÐRUN
JÓNSDÓTTIR