Morgunblaðið - 21.09.2000, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 21.09.2000, Qupperneq 46
46 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL GUÐMUNDSSON fyrrv. verkstjóri, Unnarbraut 6, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunnni mánu- daginn 25. september kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Sveinbjörg Kristjánsdóttir, Margrét Pálsdóttir, Alfreð Bóasson, Guðmundur Þ. Pálsson, íris Dungal, Magnús Pálsson, Laura Sch. Thorsteinsson, Björg Pálsdóttir, Hildur Pálsdóttir, Aðalsteinn Sigurþórsson, Kristján Pálsson, Erna Kettler, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og iang- amma, VILBORG JÓHANNSDÓTTIR, Sólvangsvegi 3, áður Sléttahrauni 23, Hafnarfirði, sem lést á St. Jósefsspítala sunnudaginn 10. september, verður jarðsungin frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði föstudaginn 22. september kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á St. Jósefsspítalann í Hafnar- firði. Gunnar V. Andrésson, Anna Ágústsdóttir, Þorbjörn J. Sveinsson, Bergdís Sveinsdóttir, Guðrún Sveinsdóttir, Friðrik Harðarson, Særún Sveinsdóttir, Borgþór Sveinsson, Ásdís Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. tú + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA STEINUNN ÞÓRISDÓTTIR, Múlavegi 1, Seyðisfirði, sem lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar mánu- daginn 18. september, verður jarðsungin frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 23. septem- ber kl. 14.00. Sigríður Friðriksdóttir, Svava Friðriksdóttir, Magnús Gehringer, Þórir Dan Friðriksson, Sigríður V. Sigurðardóttir, Helga Ósk Friðriksdóttir, Guðni H. Kristinsson, íris Brynja Pétursdóttir, Tom Tychsen, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, BÖÐVAR ARI EGGERTSSON, Selvogsgrunni 13, Reykjavík, lést þriðjudaginn 19. september. Jarðarförin auglýst síðar. Guðjón Böðvarsson, Guðríður Sveinsdóttir, Sigrún Böðvarsdóttir, Lúðvík Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. Gylfi Jónsson, Solveig Lára Guðmundsdóttir, Jón Gunnar Gylfason. KRISTJÁN BJÖRNSSON + Kristján Björns- son fæddist í Reykjavík 5. maí 1972. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi 10. september síðastliðinn. Foreldr- ar hans eru Sigrún Oddgeirsdóttir, f. 18. maí 1937 í Reykjavík, og Björn B. Krist- jánsson, f. 25. mars 1933 í Reykjavik. Unnusta Kristjáns er Helga Berglind Val- geirsdóttir, f. 12. júlí 1974. Foreldrar hennar eru Soffía Ragnheiður Ragnarsdóttir, f. 26. ágúst 1950, og Valgeir Ingi Ólafs- son, f. 29. nóvember 1952, kona hans er Kristín Anný Jónsdóttir. Bróðir Helgu er Jón Ómar Val- geirsson. Systkini Kristjáns eru: 1) Odd- geir Björnsson, f. 27. janúar 1957, maki Rósa I. Jónsdóttir. Sonur Oddgeirs er Sigurður Björn, móð- ir hans er Laufey Sigurðardóttir. Börn Rósu og Oddgeirs eru Sig- rún og Oddgeir Hlífar. 2) Matthías Björnsson, fæddur 26. febrúar 1960, maki Anna Elínborg Gunn- arsdóttir. Dætur þeirra eru Brynja og Diljá. 3) Birna Rún Björnsdóttir, f. 29. maí 1966. Sonur hennar er Isleifur Kári, faðir hans er Helgi Einarsson. 4) Hildur Rún Björns- dóttir, f. 27. október 1969, maki Hallur G. Hilmarsson. Sonur þeirra er Ágúst Freyr. Kristján ólst upp í Breiðholtinu. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breið- holti í júní 1995. Starfaði hjá Breiðholtssundlaug á árunum 1993-1995 og hjá málarameistur- um árin 1996-1998. Hóf störf á auglýsingadeild Morgunblaðsins í september 1998 og hóf samhliða þvi nám við Háskóla Islands I löggildingu fasteigna-, skipa- og fyrirtækjasölu. Lauk prófi sem löggiltur fasteignasali í desember 1999. Hóf störf hjá fasteignasölu í júlí sl. Útför Kristjáns fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Þú varst minn vetrareldur. Þú varst mín hvíta lilja, bæn af mínum bænum og brot af mínum vilja. Við elskuðum hvort annað, en urðum þó að skilja. Eg geymi gjafir þínar sem gamla helgidóma. Af orðum þínum öllum var ilmur víns og blóma. Af öllum fundum okkar slær ævintýraljóma. Og þó mér auðnist aldrei neinn óskastein að finna, þá verða ástir okkar og eldur brjósta þinna og lampi fóta minna. (Davíð Stef.) Elsku Krissi minn, ég mun alltaf elska þig. Þín Helga. Kveðja til bróður. Það lítill þröstur sagði mér, ungur maður næstur fer, annað hlutverk honum ætlað er á æðri stað í heimi hér. Með sálu hans mun ég brátt svífa eigi þarf þó neins að kvíða, því skapari vor mun hans bíða og kalli meistarans ber að hlýða. Ég hváði og spurði hver það er sem næstur hans kalli hlýða ber? Best er að vita eigi hver næstur fer þá þrösturinn litli svaraði mér. Og nú ert það þú sem ert allur! Þó eigi lífsdaga saddur, brátt varstu frá okkur kvaddur, ég veit þó hvar þú ert staddur. Sárt mun mér það svíða að þröstur varð með sál þína að svífa bróður minn Ijúfa, fagra, blíða, þú á betri stað munt okkar bíða. Nú söknuð ber að og einsemd. Ég bið þig þröstur með vinsemd, að ástar kveðja verði honum send kærleikur og gleði verður við Kristján kennd. Þakka þér bróðir hin ljúfustu kynni. Minning þín mun aldrei líða mér úr minni. Sæl vorum við í návist þinni, ég kveð þig í hinsta sinni. Þröstur litli taktu við kveðju minni. Þín systir, Birna Rún. Hér sit ég og reyni að koma orð- um á blað, kveðjuorðum til þín elsku bróðir. En orðin láta á sér standa og mér finnst engin orð nógu sterk eða nógu falleg til að lýsa þér Krissi minn, ég vil þakka þér fyrir 28 yndisleg ár sem geyma margar fallegar minningar um þig. Fagra haust, þá fold ég kveð, faðmi vef mig þínum, bleikra laufa láttu beð að legstað verða mínum. (Steingr. Thorsteins.) Hinsta kveðja. Þín systir, Hildur. Mig langar að skrifa nokkrar línur um hann Kristján tengdason minn. Aldrei datt mér í hug að ég myndi skrifa minningarorð um þig elsku vinur. Okkar fyrstu kynni voru þegar þú komst með dóttur minni heim til mín og upp frá því varst þú heimagangur hjá mér. Þú varst alltaf svo góður við mig og ljúfur, aldrei varð okkur sundur- orða þennan tíma sem við áttum saman. Ef ég var í vondu skapi sagðir þú við mig ósköp rólega: „Á nú að fara að þenja sig,“ og ég játti því, þá var orðatiltækið hjá þér: „Ég elska þig líka Soffía mín.“ Ég man líka þegar þið keyptuð íbúðina ykkar, hvað hamingjan blasti við ykkur. Þú varst svo dug- legur að gera heimilið ykkar snot- urt, til dæmis þegar þið máluðuð málverkið ykkar. Þið voruð svo samhent í einu og öllu. Elsku Krissi, þín er sárt saknað af okkur öllum sem þig þekktu. Ég veit að þú ert á fallegum stað núna og afi þinn og amma hafa tekið vel á móti þér, ég veit líka að þú ert með okkur og fylgist með okkur eins og þú gerðir í lifanda lífi. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pétursson.) Elsku Helga mín, ég votta þér innilega samúð á þessari sorgar- stund en mundu það að þú áttir góðar og fallegar stundir með Krissa þínum, ég bið guð að gefa þér styrk elsku stelpan mín. Elsku Sigrún, Björn, Oggi, Matti, Birna, Hilla og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur samúð mína og minn- ing um góðan dreng mun lifa. Elsku Krissi, ég bið guð að vera með þér, drengurinn minn. Ég geymi minningu þína í hjarta mínu, blessuð sé minning þín. Þín tengdamóðir, Soffía. Til eru fræ, sem fengu þennan dóm: að falla í jörð, en verða aldrei blóm. Eins eru skip, sem aldrei landi ná, og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá, og von, sem hefir vængi sína misst, og varir, sem að aldrei geta kysst, og elskendur, sem aldrei geta mæst, og aldrei geta sumir draumar ræst. Til eru ljóð, sem lifna og deyja í senn, og lítil börn, sem aldrei verða menn. (Davíð Stef.) Þegar maður er ungur heldur maður alltaf að maður sé eilífur og tíminn nægur. En maður gerir sér ekki grein fyrir hvað bilið milli lífs og dauða er stutt. Maður gleymir því líka að gleðin og sorgin eru systur. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þér og fyrir þær stundir sem við fengum notið með þér. Og við vitum að þú Krissi værir stoltur að sjá hvað hún Helga er dugleg og gerir allt til að varðveita minningu þína. Elsku Helga, við sendum þér og öllum öðrum ættingjum og vinum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Megi guð veita ykkur styrk á þess- ari stundu. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur. Og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf. ók.) Lísa og Einar. Krissi, þú ert farinn frá mér, ég sakna þín svo mikið. Ég bið bæn- irnar mínar á kvöldin og bið fyrir Helgu systir minni og þér. Mamma segir að þú sért hjá guði og englarnir passi þig. Ég skal lofa þér því að passa Helgu fyrir þig. Ég vil þakka þér hvað þú varst góður við mig og allar sam- verustundirnar sem við áttum saman. Ég gleymi því aldrei þegar þú kallaðir mig ófriðinn þegar ég var óþekkur og það átti við mig. Elsku Krissi, ég bið guð að vera með þér, kæri vinur, ég skal passa kisurnar fyrir þig. Ég gleymi þér aldrei. Blessuð sé minning þín. Þinn vinur, Jón Ómar. Nýr dagur, allt er breytt, ekkert verður eins og áður. Elsku Krist- ján, þér hlýtur að vera ætlað eitt- hvert mikilvægt hlutverk, fyrst þú ert tekinn í burtu svo fyrirvara- laust. Vel ég man hvar vin hef átt þótt venjulega segi fátt. En þegar burt hann frá mér fer fínn ég best hvað hann var mér. (Gunnar Dal.) Ég man það eins og það hafí gerst í gær, þegar Matthías kynnti mig fyrir móður sinni og Kristjáni bróður sínum. Ég man þegar við köstuðum kveðju hvort á annað, bæði jafn feimin. Það var notalegt að fínna hversu náið samband var á milli þín og móður þinnar. Fyrstu árin eftir að sambúð okkar Matthíasar hófst hittumst við ekki oft, en þegar við urðum vinnufé- lagar hittumst við nær daglega og töluðum oft saman. Ég var svo glöð en samt kvíðin, þegar þú tókst þá ákvörðun að hefja störf á auglýsingadeild Morgunblaðsins. Kvíðinn var frá fyrsta degi óþarfur. Mér fannst svo gaman þegar vinnufélagarnir voru að uppgötva hvernig við vær- um tengd. Ég var svo stolt að segja þeim að þú værir bróðir Matthíasar mannsins míns. Mér fannst svo gaman að segja Matt- híasi hvað þú stæðir þig vel í vinn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.