Morgunblaðið - 21.09.2000, Page 50
MORGUNBLAÐIÐ
í 50 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000
* MINNINGAR
SIGURJÓN
, GUÐFINNSSON
+ Sigurjón Guð-
finnsson fæddist
að Árnesi í Árnes-
hreppi í Stranda-
sýslu 18. október
1958. Hann lést 8.
september síðastlið-
inn. Sigurjón var
sonur hjónanna Guð-
rúnar Ágústu Svein-
bjömsdóttur, f. 12.9.
1934, og Guðfinns
Ragnars Þórólfsson-
ar, f. 4.7. 1926, d.
1.1. 1981. Þau hjón
eignuðust sex börn.
Systkini Sigurjóns
eru: a) Þórólfur, f. 25.4. 1955,
ókvæntur og barnlaus. b) Svein-
dís, f. 1.6.1957, gift Hávarði Bene-
diktssyni og eiga þau þrjú börn og
eitt barnabarn. c) Jóhanna, f. 2.4.
1960, gift Stefáni Sigurðssyni og
eiga þau tvö börn. d) Margrét, f.
7.4. 1962, gift Bjarna Ingólfssyni-
,þau skildu en eiga
tvö börn. e) Guðrún, f.
27.8. 1966, gift Jó-
hanni Áskeli Gunn-
arssyni og eiga þau
fjögur börn.
Sigurjón kvæntist
28. júní 1997 Sigríði
Jónu Jóhannsdóttur,
f. 7. júli 1960. Hún er
dóttir hjónanna Eyju
Sigríðar Viggósdótt-
ur, f. 21. maí 1939, og
Jóhanns Jóns Hafliða-
sonar, f. 29. júní 1939.
Sigurjón og Sigríður
eignuðust þrjú börn.
1) Eyrún Þóra, f. 20.11. 1989. 2)
Jóhann Finnur, f. 24.5. 1991. 3)
Hafdís Jóna, f. 22.5.1997.
Sigurjón stundaði nám við
Barnaskólann að Finnbogastöð-
um, Héraðsskólann að Reykjum í
Hrútafirði og síðan við Mennta-
skólann á Akureyri og varð
stúdent þaðan árið 1978. Á náms-
árum sínum við menntaskólann
stundaði hann ýmsa sumarvinnu,
svo sem byggingarvinnu. Einnig
fór hann nokkrar sjóferðir á tog-
urura IJtgerðarfélags Akureyrar,
bæði á sumrum og í fríum frá
skóla, svo sem jóla- og páska-
fríum. Að loknu námi við mennta-
skólann vann hann í rúm tvö ár
við fiskvinnslu í Bolungarvík en
hóf síðan nám í tölvunarfræði við
Háskóla íslands. Á námsárum sín-
um í háskólanum, starfaði hann á
sumrin hjá Reiknistofu bankanna,
en með síðari hluta námsins vann
hann hlutastarf þar. Að loknu há-
skólanámi, árið 1986, hóf hann
þar fullt starf og starfaði þar til
dánardægurs. Hann tók þátt í
ýmsum félagsstörfum. Hann var
einn af stofnendum Keilufélags
Garðabæjar og var í stjórn þar.
Hann var Iíka í stjórn og nefndum
hjá Keilusambandi íslands. Hann
tók virkan þátt í foreldrastarfi
Fylkis þar sem börnin æfa fót-
bolta.
Utför Sigurjóns fer fram frá
Árbæjarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Nú er ég klæddur og kominn á ról,
Kristur Jesús veri mitt skjól,
í guðsóttanum gefúu mér
að ganga í dag, svo líki þér.
(Ók. höf.)
Vaki englarvöggu hjá,
vami skaðanum kalda,
breiði Jesús barnið á
blessun þúsundfalda.
(Ók. höf.)
Láttu nú ljósið þitt.
Loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesú mæti.
(Ók. höf.)
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
t í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgr. Péturss.)
Takk fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir okkur, elsku besti pabbi.
Börnin þín,
Eyrún Þóra, Jóhann Finnur
og Hafdís Jóna.
Elsku bróðir. Af hverju, af hverju
þú?
Föstudagskvöldið 8. september.
Þórir bróðir hringir I mig og segir
að Sigurjón bróðir sé dáinn. Hvern-
ig gat það verið að Nóni væri dáinn?
Hann var ekki nema 41 árs, allt of
' ungur til að deyja.
Nóni hringdi í mig miðvikudags-
kvöldið 6. september til að segja
mér að þau fjölskyldan færu af stað
norður á Strandir eftir hádegi á
fimmtudag. Hvem hefði grunað að
þetta væri í síðasta skipti sem ég
talaði við Nóna. Oft spurði ég Nóna
hvemig hann nennti að fara í leitir
ár eftir ár. Svarið var alltaf, þetta er
svo gaman.
Nú hringi ég ekki oftar í Nóna til
að fá ráðleggingar hjá honum, en
það var svo gott að hringja í Nóna
til að fá betri útskýringar á svo
mörgu. Flesta sunnudaga hringdum
við hvort í annað til að vita hvoru
okkar hefði gengið betur í getraun-
um. En það var alltaf jafn gaman að
vita hvoru okkar hefði gengið betui-.
Sumarið 1999 hittumst við systk-
inin með fjölskyldum, ásamt
mömmu eina helgi í Gilsfjarðar-
brekku. Þetta var búið að vera til
umræðu í eitt og hálft ár. Núna er
ég svo fegin að það skyldi verða af
því að koma svona öll saman. Þær
eru svo margar minningarnar sem
koma upp í hugann, sem ég mun
geyma um ókomin ár.
Elsku Sirrý og börn, og aðrir ætt-
ingjar og vinir. Geymum minning-
una um góðan dreng.
Þín systir,
Jóhanna.
Sigurjón hitti ég fyrst árið 1988
stuttu eftir að hann og Sirrý kynnt-
ust. Við nánari kynni kom í ljós að
þar fór hæglátur og yfirvegaður
maður sem aldrei taldi eftir sér að
rétta þeim sem til hans leituðu
hjálparhönd. Það var alveg sama
hvort þurfti aðstoð við að taka á
móti heyi, fara vinnuferð austur eða
að gera eitthvað uppi Sumó hjá
tengdó, alltaf var hægt að leita til
hans. Alls staðar þar sem hann kom
næi-ri einhverjum félagsskap þá var
hann búinn að taka að sér eitthvert
hlutverk sem varð að vinna en eng-
inn annar hafði tíma til, þannig var
hann í stjórn keilufélagsins, gjald-
keri í húsfélögunum og sá um fjár-
öflun í fótboltanum fyrir börnin.
Frá því að ég kynntist Siguijóni
var það eitt af merkjum haustsins
að hann og og Sirrý fóru norður
með börnin því hann var að fara leit-
ir, en hann var fæddur og uppalinn
norður í Árnesi í Trékyllisvík á
Ströndum og hafði sterkar taugar
til æskuslóðanna og lagði sig allan
fram við að aðstoða þá sem þar búa
eins og aðra.
Fimmtudaginn 7. september sl.
hélt fjölskyldan í Reykásnum norð-
ur í leitir eins og önnur haust. Að
morgni föstudags var haldið af stað
til leita og var veðrið þokkalegt og
menn vel búnir því af langri reynslu
leitarmanna þá vita þeir að von get-
ur verið á öllum veðrum á þessum
árstíma. Því héldu þeir af stað glaðir
í bragði og hlökkuðu til að fá að tak-
ast á við það verkefni sem þeir
höfðu leyst á hverju hausti frá því
þeir höfðu aldur til. Þegar féð og
menn voru komin niður í Ofeigsfjörð
kom í ljós að einn mann vantaði.
Strax var farið að leita að honum í
slæmu veðri sem hafði skollið á. Eft-
ir klukkustund fannst hann og var
þá þegar kallað eftir aðstoð en því
miður nægði það ekki til, kallið hans
Sigurjóns var komið. En einhverra
hluta vegna, sem enginn fær skilið,
hafði Guð almáttugur valið að kalla
til sín ungan mann í blóma lífsins.
Við sem eftir sitjum spyrjum okk-
ur hvers vegna, hvers vegna Hann
sem öllu ræður ákveður að kveða
burt fjölskylduföður sem eiginkona
og þrjú ung börn hafa lagt allt sitt
traust á.
Elsku Sirrý mín, þér og bömun-
um þínum, Eyrúnu, Jóhanni og Haf-
dísi, votta ég mína dýpstu samúð og
mun gera það sem ég get til að
styðja ykkur og styrkja.
Oðrum aðstandendum votta ég
samúð mína.
Arngrímur V. Angantýsson.
Elsku Sigurjón, við söknum þín
svo mikið og skiljum ekki af hverju
þú kemur ekki aftur til okkar.
Nú ert þú kominn til Guðs og
búinn að hitta pabba þinn og ömmu.
Við vitum að þú fylgist vel með Ey-
rúnu, Jóhanni, Hafdísi og Sirrý og
passar þau vel.
Eg fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og Ijúfa engla geyma
öll bömin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Joch.)
Elsku Sirrý, Eyrún, Jóhann og
Hafdís, söknuðurinn er mikill og
sár. Við munum alla tíð passa ykk-
ur. í sameiningu geymum við góðan
Sigurjón í hjörtum okkar.
Arnar Davíð, Bjarki Freyr og
Hlynur Helgi.
Það setti að mér illan grun þegar
ég sá í lítilli frétt í Morgunblaðinu á
laugardagsmorgni að gangnamaður
hefði látist við fjárleit í Ofeigsfirði.
Ég fékk það staðfest skömmu síðar
að grunurinn átti því miður við rök
að styðjast. Þarna lést Sigurjón
Guðfinnsson, vinnufélagi minn til
tuttugu ára. Hann fór á hverju
hausti þarna norður á æskustöðv-
arnar að elta rollur í einu erfiðasta
landslagi sem til er á Islandi til
slíkra athafna. Þarna er lítið hægt
að brúka hest og hjallana og fjöllin
þurfti að sigra á tveimur jafnfljót-
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvem látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfflegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa
skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
** Við birtingu aftnælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru
nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
um. Þetta var nú nánast eina hreyf-
ingin sem ég vissi til að Sigurjón
stundaði reglulega, fyrir utan nátt-
úralega Keiluna, sem hann ástund-
aði af því kappi sem honum var eig-
inlegt að beita á það sem hann á
annað borð fékk áhuga fyrir. Og þá
var nú ekki slegið slöku við, allar
reglur voru 100% á hreinu og hann
varð óumdeildur leiðtogi og aðal-
sprauta á vinnustaðnum. Skipulagði
mót og æfingar og hélt óaðfinnan-
lega utan um alla tölfræði og skrán-
ingu sem íþróttinni tengdust.
Það var ekki síður á öðram svið-
um, sem ekki heldur tengdust starf-
inu beint, sem hann varð sjálfkrafa
máttarstólpi og stoð og stytta okkar
hinna þegar hann setti sig rækilega
inn í málin og gaf sér tíma til að
skoða þau rækilega ofan í kjölinn.
Kom svo með tillögur að því sem
betur mætti fara svo alls réttlætis
væri gætt. Nægir þar að nefna líf-
eyrissjóðsmál sem hafa verið ofar-
lega á baugi upp á síðkastið. Þar réð
Sigurjón okkur hinum heilt, sem
ekki höfðum sömu gáfu og hann til
að skilja hismið frá kjarnanum og
sjá hlutina í réttu ljósi.
I starfi sínu var hann slíkur mátt-
arstólpi að skarð hans verður aldrei
fyllt. Þessi náttúra hans, að geta
með nákvæmnina að vopni sigrast á
jafnt stærstu sem minnstu vanda-
málum, skipaði honum ósjálfrátt á
stall, sem átti virðingu allra sem til
þekktu, en var ekki endilega endur-
speglaður í vegtyllum og starfs-
frama. Sigurjón hafði heldur ekki
neinn sérstakan áhuga á slíku, en
hin ríka réttlætiskennd sem honum
var ásköpuð varð til þess að hann
var framarlega í flokki í kjarabar-
áttu og félagsmálastörfum fyrir
okkur hina. Hér er einungis fátt eitt
nefnt sem Sigurjón einn vissi og gat.
Sigurjón átti ekki skilið að deyja
svona ungur, hann var búinn að
vinna svo mikið og leggja svo hart
að sér til að búa sér og sínum betri
kjör, en fékk ekki tækifæri til að
njóta ávaxtanna af þessari miklu
vinnu sinni. Þó veit ég að gleðin yfir
fjölskyldunni og börnunum og ást
hans á þeim gaf honum mikið, það
kom alltaf glampi í augun og þegar
fjölskyldan barst í tal.
Við í RB söknum Sigurjóns
óskaplega mikið og glettnislega
augnatillitsins hans. Eg lít til baka á
tæplega tuttugu ára samstarf og get
ekki munað að okkur hafi orðið
sundurorða eitt einasta skipti á
þessum tíma. Það sem meira er, við
vorum nánast undantekningalaust
sammála um þau álitamál sem upp
komu í tengslum við starfið. Konu
hans og börnum sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur. Megi
veröldin eignast fleiri menn eins og
hann.
Kjartan Jóhannesson.
Það var okkur samstarfsmönnum
Sigurjóns Guðfinnssonar hjá
Reiknistofu bankanna mikið áfall er
við fréttum af hinu ótímabæra frá-
falli hans. Sigurjón var fæddur og
uppalinn á Ströndum og hafði fyrir
venju að fara árlega í smala-
mennsku á æskuslóðir sínar. Úr
þessum ferðum kom Strandamaður-
inn Sigurjón ætíð hress og endur-
nærður. Hann var einmitt í slíkri
ferð í Ófeigsfirði á Ströndum þegar
hann lést. Þetta sýnir okkur áþreif-
anlega hvað bilið er stutt milli lífs og
dauða.
Sigurjón vann með okkur í
Reiknistofu bankanna allan sinn
starfsaldur eða í tæp tuttugu ár.
Hann starfaði með okkur meðan
hann stundaði nám sitt í tölvunar-
fræði við Háskóla íslands og síðan í
fullu starfi eftir að námi lauk.
Við samstarfsfólk í Reiknistof-
unni höfum ekki aðeins misst frá-
bæran starfsmann, heldur einnig
góðan vin. Hann var okkur gott for-
dæmi um dugnað og trúmennsku.
Hann var maður sem aldrei fór í
manngreinarálit þegar um var að
ræða að veita vináttu eða miðla af
reynslu sinni og kunnáttu.
Sigurjón hafði ákveðnar skoðanir
á hlutunum. Þegar honum fannst
ekki ganga nógu vel og fannst að
bæta þyrfti um betur átti hann ekki
í neinum erfiðleikum með að segja
það hreinskilnislega, og benda
ákveðinn á það sem betur mátti
fara. Aldrei gafst hann upp og kom
ætíð skoðunum sínum á framfæri.
Sigurjón starfaði mikið að félags-
málum starfsmanna Reiknistofunn-
ar. Þau störf sem honum voru falin
á þeim vettvangi vann hann af mik-
illi samviskusemi.
Við Reiknistofufólk höfum mikið
stundað keiluíþróttina í gegnum ár-
in og eigum við keppnislið sem tek-
ur þátt í deildarkeppninni í keilu.
Sigurjón stundaði ekki mikið íþrótt-
ir á sínum yngri árum, en fyrir rúm-
lega 10 áram kynntist hann keilu-
íþróttinni sem átti frá þeim tíma
hug hans allan. Á skömmum tíma
náði Sigurjón mikilli leikni í þessari
íþrótt og varð fljótlega fyrirliði okk-
ar í keppnum. Vegna samviskusemi
sinnar, færni og áhuga vai'ð Sigur-
jón fljótt stjórnandi í öllu sem við
kom keppnisliði okkar. Við félagar
hans nutum góðs af, því eftir að Sig-
urjón kom í hópinn þurftum við ekki
að gera annað en að mæta á æfingar
og keppa, allt annað sá Sigurjón um
með miklum sóma. Þá vinnu taldi
hann aldrei eftir sér.
Sigurjón var formaður Keilufé-
lags Garðabæjar er hann lést. Hann
var í stjórn þess félags ft'á stofnun
árið 1989, formaður mótanefndar
Keilunefndar ÍSÍ árin 1990-1992 og
sat í stjórn Keilusambands Islands
frá stofnun þess árið 1992 til ársins
1994. Kciluíþróttin hefur misst einn
sinn dyggasta stuðningsmann.
Sigurjón var mikill fjölskyldu-
maður. Hann sýndi fjölskyldu sinni
mikla umhyggju og var unun að
fylgjast með honum á sameiginleg-
um skemmtunum og skemmtiferð-
um á vegum Reiknistofunnar. Þar
lagði hann sig allan fram um að litlu
börnunum hans og Sirrýjar liði sem
best.
Allir sem vinna við hugbúnaðar-
gerð vita að mikið vinnuálag hefur
ætíð fylgt þessari starfsgrein.
Vegna hæfni sinnar og kunnáttu á
tölvukerfum Reiknistofunnar var
Sigurjón oft kallaður til þegar mikið
lá við og vinna þurfti utan venjulegs
vinnutíma. Þar brást Sigurjón ekki
og ber að þakka Sirrý og börnunum
fyrir þá miklu þolinmæði sem fjöl-
skyldan hefur oft þurft að sýna í
gegnum árin.
Við samstarfsfólk Sigurjóns hjá
Reiknistofu bankanna sendum
Sirrý, börnunum og öðrum aðstand-
endum okkar einlægustu samúðar-
kveðjur.
Guðjón Steingrímsson.
Kveðja frá
Iþróttafélaginu Fylki
Félagið okkar Fylkir hefur verið
mikið í sviðsljósinu undanfarin ár.
Okkur hefur verið hælt fyrir öflugt
og gott unglingastarf í öllum flokk-
um sem endurspeglast hefur í góð-
um árangri. Lítill væri árangurinn
ef ekki kæmi til frábært sjálfboða-
liðsstarf foreldra sem til halds og
trausts unglingaþjálfuram hafa tek-
ið að sér ýmis trúnaðarstörf fyrir þá
flokka sem börn þeirra era í.
Þegar sú fregn barst okkur að
Sigurjón Guðfinnsson hefði látist við
smalamennsku uppi á fjöllum, ung-
ur maður í blóma lífsins, góður
stuðningsmaður sem hefur verið ein
kjölfestan í yngriflokkastarfi félags-
ins undanfarin ár varð öllum sem
með honum hafa starfað mjög
bragðið og hugurinn og samúðin öll
hjá eiginkonu hans og börnum. Ég
þekkti Sigurjón ekki sjálfur en vissi
hver hann var og af hans verkum
fyrir stúlkurnar í fótboltanum og
það er ljóst að Sigurjón skilur eftir
stórt skarð í okkar litla samfélagi.
Fyrir hönd íþróttafélagsins Fylk-
is þakka ég Sigurjóni hans góða og
óeigingjarna starf í þágu félagsins.
Ég votta Sigríði Jónu, eiginkonu
hans, og börnum öllum okkar
dýpstu samúð. Megi minningin um
góðan Fylkismann lifa.
Rúnar Geirmundsson,
formaður Iþróttafélagsins
Fylkis.
Kæri vinur og félagi.
Það er svo margt í lífinu sem ég
ekki skil og fæ aldrei skilið en þann-
ig á það líka að vera því mér er ekki