Morgunblaðið - 21.09.2000, Page 54
-^54 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Breytt skipulag
skólatannlækninga
HJÁ Skólatann-
lækningum Reykja-
víkur hafa tannlæknar
starfað sem verktakar
frá 1976. Heilsugæsl-
an leggur til efni og
áhöld og greiðir að-
stoðarfólki laun en
skólarnir leggja til
'Miúsnæði. Tannlækn-
arnir fá greitt sam-
kvæmt launalið hins
almenna tannlækna-
taxta. Efniskaup eru
hagstæð og húsnæði
ódýrt. Tækjakostur er
miðaður við einfaldari
aðgerðir og tilvikum
sem krefjast sér-
hæfðra tannlækninga er vísað til
sérfræðings. Pannig var hægt að
halda rekstrarkostnaði mun neðar
en hjá einkastofum eða sem nam
allt að fimmtungi.
Allir grunnskólanemendur voru
skoðaðir af tannlækni minnst einu
sinni á ári þeim að kostnaðarlausu
%-og allir fengu tannvernd við hæfi.
Árið 1993 var farið að taka gjald
fyrir tannlækningar grunnskóla-
barna. Þá var ekki lengur leyfilegt
að kalla börn inn til tannskoðunar
nema skrifleg ósk forráðamanns
lægi fyrir. Þar með hvarf sá eftir-
litsþáttur sem Skólatannlækningar
Reykjavíkur höfðu annast í mörg
ár. I ljós hefír komið síðar að stór
hópur barnanna fer ekki til tann-
læknis.
Einsetning skólanna kostaði
^aukið kennslurými svo rýma þurfti
tannlækningastofur í nokkrum
skólum sem orsakaði fækkun
þeirra sem kjósa þjónustu skóla-
tannlækna. í dag sækir aðeins
fjórðungur grunnskólanemenda í
Reykjavík sína tannlæknisþjón-
ustu til skólatannlækna. Enginn
veit um hina þrjá fjórðungana,
hvar þeir fá sitt tanneftirlit eða
hvort yfirleitt nokkuð er litið eftir
þeirra tönnum.
Það er ljóst að Skólatannlækn-
ingar Reykjavíkur þjóna ekki sín-
um upprunalega tilgangi lengur.
Aðstæður hafa breyst.
Fyrir tuttugu árum
voru tannskemmdir
miklar en í dag er
meirihluti grunnskóla-
nemenda með allar
tennur heilar. Samt
sem áður er nokkur
hópur með slæmar
tennur og sá hópur
lendir' utanveltu þegar
heilsugæslan er illa
skipulögð og kostar
dýrar aðgerðir seinna.
Allir grunnskóla-
nemar eiga rétt á lág-
markstanneftirliti og
tannvernd þeim að
kostnaðarlausu. í
skipulagsleysi verður þetta eftirlit
í framkvæmd þannig að þeir sem
best eru settir eru ofverndaðir en
hinir sem helst þurfa á vernd að
halda lenda utanveltu.
Tannheilsa
Tannfræðingar og tann-
tæknar geta annast
lágmarkstanneftirlit og
tannvernd í grunnskól-
um. Stefán Yngvi
Finnbogason leggur hér
fram drög að
nýju skipulagi
skólatannlækninga:
Til þessa hafa eingöngu tann-
læknar annast tanneftirlit og tann-
vernd grunnskólanema og það hef-
ir verið aðalstarf skólatannlækna í
nokkur ár.
Tannfræðingar eru starfstétt
sem er sérmenntuð í tannvernd,
eftirliti, fræðslu, og fyrirbyggjandi
aðgerðum.
Tanntæknar eru sérmenntaðir í
að aðstoða tannlækna við
tannlæknastólinn. Tanntæknar
vinna einnig önnur störf. Hjá
Skólatannlækningum Reykjavíkur
annast tanntæknar m.a. flúorskol-
un í skólum.
Tannfræðingar og tanntæknar
hafa kunnáttu og getu til að annast
lágmarks tanneftirlit og tannvernd
í grunnskólum landsins. Með það í
huga eru hér lögð fram drög að
nýju skipulagi skólatannlækninga:
Tannvernd í grunnskólum er
hluti af heilsugæslu í grunnskólum
og á því að heyra undir heilsu-
gæslustöðvar. Heilsugæslustöð
annast heilsugæslu í þeim grunn-
skólum sem tilheyra hennar
heilsugæslusvæði. Skólaheilsu-
gæslu annast hjúkrunarfræðingur
og/eða læknir. Tannvernd annast
tannfræðingur og tanntæknir sem
ráðnir eru við hverja heilsugæslu-
stöð. Starfshlutfall þeirra fer eftir
fjölda grunnskólanema í umdæmi
stöðvarinnar.
Starfssvið tannfræðings er:
1. Skoða og flúorlakka tennur
allra grunnskólanema minnst einu
sinni á ári.
2. Flokka nemendur eftir áhættu
og veita áhættueinstaklingum
aukna tannvernd eftir þörfum.
3. Sjá um að hver einstaklingur
sé skráður hjá ábyrgðartannlækni
og fái þá tannlæknishjálp sem
hann þarfnast.
4. Sjá um að nemendur fái flúor-
skolun í skólunum.
5. Annast tannfræðslu í 6, 8, 10,
12 og 15 ára bekkjardeildum.
Tannfræðingur er ráðinn af
heilsugæslustöð og ber ábyrgð
gagnvart hjúkrunarforstjóra.
Starfssvið tanntæknis er:
1. Aðstoða tannfræðing við skoð-
un og flúorlökkun og aðrar
tannverndaraðgerðir.
2. Annast flúorskolun í skólum.
3. Vinna önnur verk sem tann-
fræðingur felur tanntækni eftir að-
stæðum.
Tannfræðingur og tanntæknir
vinna í náinni samvinnu við hjúkr-
unarfræðing skólans og tannlækni
nemenda. Þeir aðstoða tannlækni
við að ná til nemendanna og veita
aukna tannverndarmeðferð eftir
fyrirmælum tannlæknis.
Tannfræðingur ög tanntæknir
eru rágjafar heilsugæslustöðvar í
tannverndarmálum t.d. tengdum
ung- og smábarnavernd.
Ekki er gert ráð fyrir að tann-
fræðingur taki röntgenmyndir við
tannskoðun. Skal forráðamönnum
gerð grein fyrir því og bent á að
tannröntgenmyndir séu aðeins
teknar á tannlækningastofum og
að hér er einungis um að ræða lág-
marks tanneftirlit og fyrirbyggj-
andi aðgerð sem kostuð er að fullu
af heilsugæslunni en jafnframt
skal vera tryggt að enginn fari á
mis við þetta lágmarkseftirlit.
Fullt starf tannfræðings miðast
við 1800 grunnskólanemendur. Og
25 tannfræðingar geta þá sinnt öll-
um grunnskólum landsins. Gert er
ráð fyrir 35 tanntæknum sem, auk
þess að aðstoða tannfræðinga,
munu annast flúorskolun í skólun-
um.
Tryggingastofnun ríkisins ber
að greiða nú fyrir skoðun og flúor-
lökkun grunnskólanemenda sem
hér segir miðað við 45.000
grunnskólanemendur á öllu land-
inu: Sjá töflu.
Ef Tryggingastofnun ríkisins
hættir að greiða fyrir skoðun og
flúorlökkun grunnskólanemenda
sparast veruleg peningaupphæð
sem nota má til að greiða 25 tann-
fræðingum og 35 tanntæknum góð
laun og jafnframt tryggja öllum
grunnskólanemendum á landinu
lágmarks tanneftirlit og tann-
vernd.
Höfundur er skdlayfirlannlæknir í
Reykjavík.
Skoðun (100% greiðsla) 45000 x 1400 = 63.000.000 kr.
Flúorlökkun (75% greiðsla 6-12 ára) 31500 x 2778 = 87.507.000 kr.
Ef allir nýta sér sinn rétt er þetta samtals 150.507.000 kr.
r J / JJr: ’-j j=jj
ROBEX 55-3
Kraflmikil 58 ha.
YANMAR vél #
Sjp. ton n
f|ölhæf
og llíipuir
Einn allra
besti
kosturinn
í dag
Stuttur
afgreiðslutími
Frábært
verð!
Stefán Yngvi
Finnbogason
Sól nýrra daga á
atvinnuveg'asýn-
ingu Vestfjarða
MARGAR eru vísan-
irnar til sólarinnar íyr-
ir vestan. Vestfirðingar
drekka sitt sólarkaffi.
Gata heitir Sólgata á
Eyrinni á ísafirði og
höfð íyrir eyktarmark,
þegar líða tekur á jan-
úar og sól fer að sjást á
ný í bænum. Þá eru líka
bakaðar ljúffengar sól-
arpönnukökur, kringl-
óttar sem sólin. Og sól-
in er áberandi í
skjaldarmerki ísa-
fjarðar.
Sól nýrra daga skín
nú á Vestfirðinga eftir
nokkur umskipti.
Færri fiskar eru nú dregnir úr sjó en
áður, þegar togarar komu með viku-
skamtinn í hverju plássi og gengið
var að fiskvinnslu eins og hverri ann-
arri stóriðju á öld skuttogara.
Rauðagullið, rækjan, hefur líka látið
á sér standa. Þjónusta og þróunar-
starf í sjávarútvegi blómstraði á
þessu skeiði. Þetta er allbreytt í
kjölfar kvótakerfisins, þó eru fram-
leidd rafeindatæki og ýmis flókinn
vélbúnaður svo og annar farviður.
Togararnir hurfu hver af öðrum í
minni plássunum og eitthvað af þeim
hnappaðist á Isafjörð. Sameining
fyrirtækja var ekki sterkasta hlið
Vestfirðinga. SmæiTi skip voru
keypt og gerð út á línu og net og nú
er smábátaflotinn víða bakfiskurinn í
sókninni og aflinn oft ævintýralegur.
Satt að segja tók að ríkja nokkurt
vonleysi meðal fólks og ýmsir hugðu
á brottför og stóðu við það. Samt sem
áður hafa öll samfélögin á Vestfjörð-
um haldið velli og það þrátt fyrir
áföll af snjóflóðum. Svo vill reyndar
til, að varla hefur komið norðan-
áhlaup að gagni síðan haustið 1995
eða í fimm ár. Sunnlendingar og
fleiri landsmenn báru sig illa undan
síðasta vetri. Það gera Vestfírðingar
ekki því veturinn var alls ekki erfiður
á Vestfjörðum. Sumarið sem nú er að
kveðja er hið besta í áraraðir, það
sýnir til dæmis spretta garðávaxta.
Aðlögunarhæfni mannskepnunnar
er mikil og það hefur sýnt sig á Vest-
fjörðum. Fjöldi sjómanna sem missti
skiprúm fór að beita eða hvarf til
annarra starfa.
Bolungarvík og Súgandafjörður
eru ef til vill þeir staðir, að minnsta
kosti á norðanverðum Vestfjörðum,
sem vakna snemma þegar hópar
beitingamanna steðja í skúrana og
bátar leggja í róður þegar gefur.
Guðmundur Halldórsson skipstjóri í
Bolungarvík lýsti þessu einmitt á
ráðheiTafundi á Isafirði í vor. Það
væri dásamlegt að vakna á morgn-
ana og sjá byggðarlagið lifna við,
sagði Gummi. Og það er aldeilis líf og
stemmning í skúralengjunni í
Bolungarvík og menn upplifa þar þá
gömlu góðu daga þegar línuveiðar
voru drottnandi og lífið var salt-
fiskur.
En nú er lífið orðið meira en salt-
fiskur. Einangrun Vestfjarða hefur
verið rofin með mörgu móti. Sam-
göngur fara stöðugt batnandi. Flug
með þægilegum flugvélum á degi
hverjum og sífellt styttist aksturs-
tíminn suður á land.
Skipaflutningar hafa þokað fyrir
landflutningum og það eru margir
flutingabílar á ferðinni samtímis. Til-
koma tölvubúnaðar og Netsins og
hvers kyns fjarskiptatækja gera
okkur ekki vandara um en öðrum að
ná til umheimsins. Og þarna hafa
Vestfirðingar einmitt haslað sér völl
með áþreifanlegum hætti. Og þessi
fjarskipti gerast æ ódýrari. Á Vest-
fjörðum er mikil þekking saman
komin í nær öllum starfsgreinum,
ekki aðeins því er lýtur að fiskveið-
um og vinnslu. Ef við opnum nú aug-
un og lítum í kringum okkurblasa
hvarvetna við góðar þjónustus-
tofnanir hvort sem þær
eru í einkageiranum
eða hjá hinu opinbera.
Oss kemur í hug
sjúkrahúsið á ísafirði
sem er einn stærsti
vinnustaðurinn á Vest-
fjörðum. Þangað fara
ekki margir bónleiðir
tfl búðar á tímum þegar
umræðan í landinu
snýst mjög um biðlista
og vist sjúklinga á
göngum og í öðrum
rangölum spítala. Sama
er að segja um
öldrunarþj ónustuna
fyrir vestan sem er til
fyrirmyndar. Hand-
verk á sér merkilega hefð á Vest-
fjörðum og til að nefna eitthvað má
minna á Vélsmiðjuna á Þingeyri og
þá dverghögu menn sem þar störf-
Sýning
Sól nýrra daga verður
helgina 22.-23. septem-
ber nk. á Isafirði.
Finnbogi Hermannsson
segir að þetta sé
atvinnusýning þar sem
fjölmargar greinar
verða kynntar.
uðu og er þjóðfrægt. Og þá nálgumst
við þá hugsun, að fleira er verðmæta-
sköpun en það sem lýtur eingöngu að
frumframleiðslu sem svo hefur verið
kölluð. Þetta ættum við að hafa oftar
í huga þegar við erum að meta fram-
lag samferðamanna okkar í dagsins
önn og finnst kannski lítið til koma
um sumt. Förum við nú að nálgast
naglann í súpunni sem er sýningin
Sól nýrra daga og verður á ísafirði
helgina 22.-23. september næstkom-
andi. Þetta er atvinnusýningþar sem
fjölmargar greinar verða kynntar.
Tvær slíkar sýningar hafa verið
haldnar og kom öllum á óvart sú fjöl-
breytni sem þar við blasti, bæði að-
komufólki og ekki síst Vestfirðingum
sjálfum. Slíkar sýningar hafa ákveð-
inn tilgang, ekki síst nú þegar heill
fjórðungur þarf að laga sig að breytt-
um aðstæðum hvað sem það kostar
og sanna sig í öðru en sjávarútvegi.
Kem ég þá aftur að þeirri þekk-
ingu og fæmi sem fyrir hendi er
meðal Vestfirðinga, ekki kannski síst
fyrir þá einangrun sem þeir hafa
búið við og þeir þurft að vera sjálfum
sér nógir um flesta hluti. Og þá er
það spurningin um að komast í sam-
band við umheiminn eins og við sjá-
um frábær dæmi um. Og það eru
ekki aðeins þau fyrirtæki sem mest
hefur borið á sem sækja verkefni út
og suður. Iðnaðarmenn af ýmsum
toga eru að skapa og framleiða vél-
búnað til nota í fjarlægum deildum
jarðar svo sem eins og á Norðurlönd-
um, í Eystrasaltsríkjunum og allt
vestur í Kanada. Og Vestfirðingar
róa nú á þekkingarmiðin eins og aðr-
ar þjóðir og standa sig vel. Sýningin
sem verður á Torfnesi á að færa
þeim og öðrum sanninn um, að eng-
inn uppgjafartónn hefur verið sleg-
inn. Þvert á móti á þessi sýning að
efla okkur kjark á heimstorginu og
sannfæra okkur um, að framfarirnar
og samþjöppun heimsins vinnur með
okkur. Og ef að líkum lætur skín sól
nýrra daga glatt á Torfnesið þegar
Vestfirðingar efna til sýningar og
mannfagnaðar í ofanverðum septem-
bermánuði.
Höfundur er í undirbúningshópi
sýningarinnnr Sól nýrra daga.
Finnbogi
Hermannsson