Morgunblaðið - 21.09.2000, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 65
4
4
BRIPS
limsjón OiiOiiiimiliir
l’áll Arnarson
LESANDINN er í
suður, sagnhafí í fjórum
spöðum:
Nofður
* A65
¥ í>82
♦ AKG1032
+ G
Suður
* KG732
» —
* 54
* ÁD9432
I sögnum hefur austur
sýnt langan hjartalit og
útspil vesturs er hjarta-
fjarki, líklega þriðja
hæsta frá þrílit. Þú
trompar fyrsta slaginn,
en hver er svo áætlunin?
Spilið er frá töfluleik
Islands og Kína í þriðju
umferð riðlakeppni OL í
Maastricht. Þorlákur
Jónsson var í suðursæt-
inu, Matthías Þorvalds-
son í norður, en AV voru
Zhuang og Wang, eitt
sterkasta par Kínverja.
Þorlákur gaf sér góðan
tíma og á meðan skegg-
ræddu töfluskýrendur
um bestu leiðina. Otrú-
lega margt kemur til
greina. Til dæmis væri
hægt að spila upp á að
stinga tvö lauf í borði og
hjörtu heima og ná þann-
ig 7-8 trompslögum í
hús. Annar möguleiki er
taka ÁK í tígli og trompa
tígul, nú eða jafnvel
svína í laufinu.
Loks hafði Þorlákur
gert upp hug sinn og
spilaði þá tígli á gosann.
Það var nokkuð sem eng-
inn töflurýnir hafði
stungið upp á:
Noj-ður
* A65
¥ 1)82
* AKG1032
+ G
Vestur Austur
+ 10984 *D
¥ 974
ÁKG10653
♦ D6 ♦ 987
+ K865 + 107
Suður
* KG732
¥ —
* 54
+ ÁD9432
Þegar tígulgosinn
hélt, kom næst smár
spaði á drottningu og
kóng. Þorlákur tók líka á
spaðagosa og spilaði svo
tíglum þar til vestur
trompaði. Með spaðaás-
inn í borði og tvo spaða-
hunda heima, var Þor-
lákur með fullt vald á
trompinu og fékk 11
slagi.
I lokaða slanum spil-
uðu Kínverjar þrjú
grönd (!) í norður gegn
Sverri Ármannssyni og
Aðalsteini Jörgensen.
Drottningin þriðja í
hjarta móti eyðu reynd-
ist nægilega góð fyrir-
staða í litnum og þegar
tígullinn gaf sex slagi var
spilið unnið með yfírslag.
Einn IMPi til íslands.
ÍDAG
Árnaö heilla
I7A og 50 ÁRA afmæli. í dag, fimmtudaginn 21. septem-
f V/ ber verður sjötugur Jón Marinó Kristinsson, fyrrum
bifreiðaeftirlitsmaður, Sólvallagötu 14, Keflavík. Af því til-
efni taka hann og dóttir hans, Kamilla J. Williams, sem varð
fimmtug 8. ágúst sL, á móti ættingjum og vinum í húsi Karla-
kórs Keflavíkur, Vesturbraut 17, Keflavík, laugardaginn 23.
september kl. 15-19.
OA ÁRA afmæli. í dag,
OU fimmtudaginn 21.
september, verður áttræð
Ólafia Guðrún Árnadóttir,
Miðbraut 28, Selljarnar-
nesi. Hún er að heiman í
dag.
ÁRA afmæli. í dag,
fimmtudaginn 21.
september, verður fimmtug
Guðrún Toft Einarsdóttir,
Starhólma 18, Kópavogi.
Hún er að heiman í dag.
I7A ÁRA afmæli. Á
I V/ morgun, föstudaginn
22. september, verður sjö-
tug Sigurbjörg Gísladóttir,
Birkihvammi 12, Kópavogi.
í tilefni af því bjóða hún og
eiginmaður hennar, Þorkell
Jónsson, byggingameistari,
til afmælisfagnaðar 22. sept-
ember kl. 20 í félagsheimili
Gusts, Álalind 2, Kópavogi.
Vonast þau til að vinir og
vandamenn sjái sér fært að
mæta.
SKÁK
Dnisjón llclgi Ass
Grétarsson
STAÐAN kom upp á
„Ólympíuleikum hugans"
sem haldnir voru í London
fyrir stuttu. Hvítt hafði al-
þjóðlegi meistarinn Simon
Ansell (2377) gegn Andrew
Bigg (2137). 18.h6! Rg6
18...gxh6 hefði leitt snögg-
lega til máts eftir 19.
Bd4+. 19.Bd4 Hf6 111 nauð-
syn. 20.Hdel! c5 21.Hxe4
Bf5 21...cxd4 gekk ekki
heldur upp sökum 22.He8+
Hf8 23.Hxf8+ Rxf8
24.hxg7# 22.He7! og svart-
ur gafst upp.
Skákþing Kópavogs
hefst föstudaginn 22. sept-
ember kl. 19:30 í Félags-
heimili T.K. Hamraborg 5,
þriðju hæð. Mótið er liður í
Bikarkeppninni í skák 2000.
Hvftur á leik.
LJOÐABROT
FEIGÐ
Feigðin strýkur föla kinn,
forlög koma og segja.
Á þig hrópar himinninn,
þú hlýtur brátt að deyja.
Styttast tekur langa leiðin,
leiðarenda bráðum náð.
Þó er eftir hæsta heiðin,
hún er grýtt og þyrnum stráð.
Dagur er liðinn, niðdimm nótt,
nú fer það að styttast.
Kæri dauði komdu fljótt,
hvar eigum við að hittast?
Haraldur Hjálmarsson.
STJÖRNUSPA
eftir Franres Orake
MEYJA
Afmælisbarn dagsins:
Þú gerir miklar kröfur til
sjálfs þín og þeirra sem með
þér starfa og veist hvað þarf
til að laða fram það besta í
hverjum og einum.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Nú verður ekki lengur hjá því
komist að ræða málin. Hafðu
hugfast að séu menn einlægir
má síður búast við að allt fari í
bál og brand.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Erfíðleikarnir hafa hjálpað
þér til að finna innri styrk og
þú veist að þú getur allt sem
þú ætlar þér. Láttu ekkert
bifa trú þinni á sjálfum þér.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) 'Kn
Lífið er bæði flóð og fjara og
nú mun eitthvað verða til að
raska ró þinni. Mundu bara
að taka einn dag í einu þar til
þetta er gengið yfir.
Krabbi
(21. júní - 22. júlf)
Andlegur styrkur þinn er
mikill og þeir eru ófáir sem
leita til þín eftir handleiðslu.
Þér verður umbunað á þann
hátt sem þér lætur best.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Mundu að enginn er fullkom-
inn og þá ekki þú. Þótt þú vilj-
ir öðrum vel máttu ekki
ganga svo nærri þér að þú
verðir viti þínu fjær.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Gættu þess að ofhlaða þig
ekki svo verkefnum að þú
hafir ekki tíma til þess að
hitta það fólk sem er þér ein-
hvers virði þvi það gefur líf-
inu lit.
(23. sept. - 22. okt.) m
Þú ætlar þér svo margt en
kemur engu í verk. Raðaðu
hlutunum í forgangsröð og
einbeittu þér að einum hlut í
einu og þá fara hjólin að
snúast.
Sporðdreki ™
(23. okt. - 21. nóv.) MK
Hvort sem þér líkar það bet-
ur eða verr ertu öðrum fyrir-
mynd. Því fylgir heilmikil
ábyrgð sem þú stendur fylli-
lega undir ef þú kærir þig
um.\
Bogmaður # ^
(22. nóv. - 21. des.) ifeS
Það á ekki alltaf við að
treysta á guð og lukkuna.
Menn þurfa líka að halda að
sér höndum til að fyrirbyggja
að allt fari úr böndum.
Steingeit
(22. des. -19. janúar)
Það gefur stundum á bátinn í
nánum samböndum en séu
þau einhvers virði skyldi
leggja sig fram um að stýra
fleyinu í höfn með lagni.
Vatnsberi
(20. jan. -18. febr.) GSS
Þú ert svo önnum kafinn við
að sjá heildarmyndina að þú
gleymir kjamanum sem þó
skiptir mestu máli. Hægðu
aðeins á þér og byrjaðu upp á
nýtt.
Fiskar mt
(19. feb. - 20. mars) >%■»
Vertu ekki svo alvörugefinn
að þú gleymir barninu í sjálf-
um þér. Taktu þátt í glens og
gamni þegar tækifæri gefast
til þess.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
BRIDS
Vmsjón Arnór G.
Ragnarsson
Bridsfélag Reykjavíkur
Föstudaginn 15. september var
fyrsta spilakvöld BR veturinn 2000-
2001. 32 spiluðu 13 umferðir, 2 spil
á milli para, með Mitchell skipting-
um. Meðalskor í lokin var 312 og
efstu pör voru:
NS
Anna G. Nielsen - Guðlaugur Nielsen. 364
Soffía Guðm.d. - Stefanía Sigurbj.d. 359
Eyþór Haukss. - Helgi Samúelss. 353
Guðbjörn Þórðars. - Birkir Jónss. 346
AV
Gísli Steingr.s. - Sveinn R. Þorvaldss. 388
Sigrún Pétursd. - Kristjana Steingr.d. 383
Aðalbj. Benediktss. - Jóhannes Guðm.s.383
Baldur Óskarss. - Erlingur Þorsteinss. 354
Að tvímenningnum loknum var
spiluð Miðnætursveitakeppni. 7
sveitir spiluðu 3 umferðir eftir
Monrad fyrirkomulagi. Til að gera
langa sögu stutta þá vann sveit
Gísla Steingrímssonar með fullu
húsi stiga eða 75 stig. Með Gísla
spiluðu: Sveinn R. Þorvaldsson,
Guðlaugur Sveinsson og Erlendur
Jónsson.
Á föstudagskvöldum BR eru spil-
aðir einskvölds tölvureiknaðir tví-
menningar með forgefnum spilum.
Spilaðir eru til skiptis Monrad
Barómeter og Mitchell tvímenning-
ar. Spilamennska hefst kl. 19:00 og
að loknum tvímenningnum er boðið
upp á 3 umferða Miðnætursveita-
keppni þar sem umferðin kostar
100 krónur á spilara. Bridgefélag
Reykjavíkur hefur ákveðið að spila-
gjald í kvöldkeppnir hjá félaginu
verði 700 krónur á spilara og gildir
það um tvímenningskeppnir á
föstudagskvöldum.
Keppnisstjóri á föstudögum er
Sigurbjörn Haraldsson. Hann tek-
ur vel á móti öllum pörum sem og
þeim spilurum sem koma stakir 1
leit að meðspilara.
Bridsdeild Barðstrendinga
og Bridsfélag kvenna
Vetrarstarf félaganna hófst 18.
september sl. Spilaður var eins
kvölds tvímenningur. 20 pör mættu,
meðalskor 216 stig.
Besta skor í N/S
Anna G. Nielsen - Guðlaugur Nielsen 274
Guðl. Sveinsson. - Kristófer Magnúss. 236
Sigfús Þórðars. - Stefán Garðarss. 235
BestaskoríA/V
JónasElíass.-JónGuðmar Jónss. 277
AmínaGuðlaugsd.-SigrúnPétursd. 246
Leifur Kr. Jóhanness. - Már Hinrikss. 231
Mánudaginn 25. september nk.
verður spilaður eins kvölds tvímenn-
ingur. Rauðvín í verðlaun fyrir bestu
skor í N/S og A/V. Skráning á spila-
stað ef mætt er stundvíslega kl.
19.30.
,/Ifm œ 1 isþ a k kir
Hjartans þakkir til allra, œttingja og vina, sem
glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og heilla-
óskum á 90 ára afmœli mínu 17. september.
Guð blessi ykkur öll.
Þóra Guðmundsdóttir,
Skólabraut 19, Akranesi.
Professionais
Förðunarnámskeið
á kvöldin í október og nóvember
4 saman í hóp. Verð kr. 2.500 pr. mann.
Skráning stendur yfir í síma 511 6717 frá kl. 10—18.
Vertu velkomin
Snyrtivöruverslun Áslaugar Borg,
snyrti- og förðunarfræðingur, Laugavegi 4.
Til bókaútgefenda:
BÓKATÍÐINDI 2000
Skilafrestur vegna kynningar og
auglýsinga í Bókatíðindum 2000
er til 6. október nk.
Ritinu verður sem fyrr dreift á öll
heimili á íslandi.
Allar upplýsingar á skrifstofu
Félags íslenskra bókaútgefenda,
Barónsstíg 5, sími 511 8020.
Frestur tii að leggja fram bækur
vegna íslensku
bókmenntaverðlaunanna 2000
er til 30. október nk.
Nánari upplýsingar á skrifstofunni.
FÉLAG ÍSLENSKRA
BÓKAÚTGEFENDA
t
<