Morgunblaðið - 21.09.2000, Page 67

Morgunblaðið - 21.09.2000, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000 67 Aðsent Þær Björk og Catherine Deneuve syngja saman annað lagið á Selma- songs, „Cvalda". Föst í söngleik Tónlist Geisladiskur SELMASONGS Björk Guðmundsdóttir - Selma- songs. Tónlist úr kvikmynd Lars von Trier, Dancer in the Dark. Lög ndmer 2 og 5 samin af Björk, Mark Bell, Sjón og Lars von Trier. Lög númer 3,4,6 og 7 samin af Björk, Sjón og Lars von Trier. Útsett af Björk og Mark Bell. Tekin upp í Gróðurhúsinu, Reykjavík og Oster- led, Kaupmannahöfn. Sjö lög, lengd 32:12 mín. NÝRRAR plötu frá Björk Guðmundsdóttur er jafnan beðið með mikilli eftirvæntingu enda hef- ur hún varla stigið feilspor frá því að Debut kom út 1993. Það má segja að eftirvæntingin sé öðruvísi nú en áður þar sem nýjasta afurð hennar, Selmasongs, er jafnframt kvikmyndatónlist við hina umdeildu mynd Lars von Trier, Dancer in the Dark, en þar leikur Björk, eins og flestum er kunnugt, aðalhlutverkið. Við gerð plötunnar hefur Björk fengið til liðs við sig einvala lið, þ. ám. nokkra sem hafa unnið með henni áður, eins og Sjón , Mark Bell og Guy Sigsworth en þessir þrír komu allir við sögu á síðustu plötu Bjarkar, Homogenic. Einnig eru með henni þeir Valgeir Sigurðsson (sem áður skipaði Birthmark og Orange Empire), mixarinn Mark „Spike“ Stent og Lars von Trier sjálfur, en hann er höfundur iag- anna ásamt Björk, Sjón og Mark Bell. Auk þeirra á stjórnandinn Vincent Mendoza mikinn þátt í að gera plötuna að því töfraverki sem hún er, en hann útsetur fyrir og stjórnar sinfóníuhljómsveitinni sem leikur stórt hlutverk á plötunni. Yfirleitt er kvikmyndatónlist not- uð sem bakgrunnur til að styðja við framvindu sögunnar en í Dancer in the Dark fléttast tónlistin meira inn í hana. I raun ætti frekar að tala í þessu tilviki um söngleikjatónlist því aðalsögupersónan Selma, sem Björk leikur, tekur lagið hér og þar í myndinni. Selma, sem þjáist af sjúkdómi sem veldur biindu, er heilluð af söngleikjatónlist sem hjálpar henni að takast á við erfiðleikana sem við henni blasa. í hljóðum sem hún heyrir í umhverfi sínu finnur hún uppsprettu laganna er vélrænn takturinn breytist í tónlist. Flest lög disksins byrja á þessum vél- rænu iðnaðarhljóðum sem Mark Bell hefur náð að fanga í skemmti- lega takta. Platan byrjar á forleik sem gefur tóninn fyrir hin lögin á plötunni, sérlega fallegt lag flutt af sinfón- íuhljómsveitinni. Hljómsveitin er áberandi á allri plötunni og gefur lögunum dýpt og kvikmyndayfir- bragð, sem er bara kostur. Björk notaði strengjaoktett á síðustu plötu sinni, en á Selmasongs eru blásturshljóðfærin ekki síður áber- andi. Tónninn breytist í öðru lagi disksins, „Cvalda“ sem sungið er af Björk og Catherine Deneuve, sam- leikkonu hennar í myndinni. Lagið er í anda stórsveitartónlistar gull- aldarára Hollywood og er uppfullt af áðurnefndum umhverfishljóða- töktum og minnir lítið eitt á „It’s Oh So Quiet“ af Post plötunni. Hver sem það var sem fékk hug- myndina að því að setja saman í dúett snillingana tvo, Björk og hinn magnaða söngvara Radiohead, Thom Yorke á hrós skilið en í þriðja lagi plötunnar, „I’ve Seen it All“, syngja þau saman. Raddir þeirra sem báðar eru sérstakar, verða saman bæði jarðbundnari og lát- lausari en áður og hafa sjaldan hljómað eins vel. Lagið er yndislegt og textinn svo einlægur og fallegur og uppfuilur af einfaldri lífsspeki að undirrituð kemst í hálfgerða geðs- hræringu í hvert sinn sem það er spilað. „You’ve never been to Niag- ara Falls? / I have seen water, its water, that’s all ... / The Eiffel Tower, the Empire State? / My pulse was as high on my very first date!“ Og svo seinna: „I’ve seen what I chose and I’ve seen what I need / And that is enough, to want more would be greed.“ Að öðrum ólöstuðum þá stendur þetta lag upp úr á plötunni. „Scatterheart" kemur þar næst og byrjar sem hálfgerð vögguvísa í spiladós en fljótlega fara að læðast inn í það teknótaktar Mark Bell sem einnig voru áberandi á Homo- genic. Á eftir kemur hið draum- kennda „In the Musicals" sem er uppfullt af töfrum. Sögupersónan gieymir sorgum sínum og erfiðleik- um með því að lifa sig inn í söng- leiki, „Why do I love it so much? / What kind of magic is this? / How come I can’t help adore it? / It’s just another musical". Næstsíðasta lagið er „107 Steps" en í því fer Björk ásamt leikkonunni Siobhan Fallon með talnarunu. Textinn er auðvitað sérlega einfald- ur, einungis tölur, en lagið sjálft al- deilis magnað og verður betra við hverja hlustun. Lokalag disksins er svo hið ang- urværa „New World“. Lagið felur í sér melódíuna úr forspilinu og lokar þannig plötunni. Það er einmitt ein- kenni á söngleikjatónlist, sama lag- línan heyrist í gegnum öll lögin og tengir þau þannig í eina heild. Ein- ungis eru þessi sjö lög á plötunni sem er rétt rúmur hálftími í spilun. Það kemur þó ekki að sök þar sem tíminn er vel nýttur. Það er erfitt að bera Selmasongs saman við fyrri diska Bjarkar, sér- staklega þar sem tónlistin er samin eftir ákveðnum skilyrðum kvik- myndarinnar. Hún hefur yfir sér þennan angurværa tón sem var t.d. að finna í lögunum „Bachelorette" „Útlitið á disknum er sérstakt og skemmtilegt, geisjan af Homogenic er horfin en í stað hennar er mynd af Selmu/Björk í þúsund molum,“ segir í umfjöllun um Selmasongs. og „Jóga“ á Homogenic og söng- leikjastemmninguna af Post. Diskurinn er ópersónulegri fyrir þær sakir að Björk er ekki að fjalla um sitt eigið líf eins og hún hefur gert á fyrri plötunum heldur líf *' Selmu og hefur hún sagt að það hafi verið ákveðið frelsi að fá að fjalla um líf einhvers annars. Rödd Bjarkar verður fallegri með hverri plötu, og það er eitthvað svo sérlega einlægt við hana á Selmasongs. Hér hefur Björk tek- ist, enn eina ferðina, að búa til lista- verk, fullt af töfrum og áhrifum, en um leið verk sem er aðgengilegt, og þeir sem ekki hafa verið yfír sig hrifnir af listamanninum áður ættu að falla fyrir henni núna. Allur flutningur er fyrsta flokks, , vel hefur tekist til við að blanda saman klassískri spilamennsku sin- fóníuhljómsveitarinnar og umhverf- ishljóðatöktum í anda fúturista. Ut- litið á disknum er sérstakt og skemmtilegt, geisjan af Homogenic er horfin en í stað hennar er mynd af Selmu/Björk í þúsund molum. Það eina sem hægt er að setja út á þennan disk er að hinir snjöllu textar fylgja ekki með á prenti. Að öðru leyti er hér lýtalaus diskur sem inniheldur fallegustu tónlist sem undirrituð hefur heyrt í langan tíma. íris Stefánsdóttir phs kr. 2.330 jakki kr. 3.430 VERO MODA Laugavegi 97. Kringlunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.